Skoðun

Fréttamynd

Bankarnir og þjáningin

Ingólfur Sverrisson skrifar

Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð.

Skoðun

Fréttamynd

Stöndum með Ljósinu!

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum að tala um Heið­mörk

Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar

Borgarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélag þess, Veitur, ætla að stækka mjög girðingar í kringum vatnsverndarsvæði í Heiðmörk og vill breyta skipulagi þannig að akandi verði gert að leggja í þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá vinsælustu útivistarsvæðum Heiðmerkur.

Skoðun
Fréttamynd

Aðild Ís­lands að ESB: Veg­vísir til vel­sældar?

Gunnar Pálsson skrifar

Skömmu áður en aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) var hætt árið 2013 sagði þáverandi utanríkisráðherra að gefa ætti þjóðinni kost á að meta aðildina „út frá staðreyndum“. Um það leyti lágu fáar staðreyndir fyrir um afstöðu sambandsins til veigamestu hagsmunanna, en kaflar þar að lútandi höfðu þá enn ekki verið opnaðir.

Skoðun
Fréttamynd

Mis­notkun á vel­ferðar­kerfinu: Á­hyggjur vegna ný­búa og kerfis­glufa

Eggert Sigurbergsson skrifar

Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir.

Skoðun
Fréttamynd

Á­vinningur fyrri ára í hættu

Ingibjörg Isaksen skrifar

Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur.

Skoðun
Fréttamynd

Gefum í – því ung­lingarnir okkar eiga það skilið

Það eru margar leiðir að því að stuðla að vellíðan barna og unglinga. Ein af áhrifaríkustu leiðunum er félagsmiðstöðin. Þessi opni vettvangur þar sem ungmenni fá að vera þau sjálf, prófa sig áfram, læra, skapa og vera hluti af hópi þar sem virðing, lýðræði og þátttaka eru leiðarljós. Þarna blómstrar sjálfsmyndin og þar liggur styrkur samfélagsins. Í tilefni af því að í dag er félagsmiðstöðvardagurinn er tækifæri til að draga þær fram.

Skoðun
Fréttamynd

Það er munur á veð­málum og veð­málum

Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar

Mikil umræða hefur verið síðustu daga og vikur um íþróttaveðmál. Fyrst vegna umræðu á Alþingi en nú síðast vegna auglýsingar erlends veðmálafyrirtækis þar sem íslenskur íþróttamaður var í aðalhlutverki.

Skoðun
Fréttamynd

Er hægt að bíða lengur?

Björg Baldursdóttir skrifar

Það er með miklum þunga sem Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú ríkir í þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda – hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða vímuefnavanda. Þessi staða hefur verið óviðunandi lengi, en á síðustu mánuðum hefur hún farið úr böndunum.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnréttisbærinn Hafnar­fjörður – nema þegar þú ert þolandi

Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar

Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, skrifar grein þar sem hann segir hvernig bærinn hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum og leggur þar áherslu á aðgerðir við einelti og áreiti. Hann málar Hafnarfjarðabæ upp sem frábæran vinnuveitenda sem er annt um öryggi og velferð starfsmanna sinna.

Skoðun
Fréttamynd

Um meint hlut­leysi Kína í Úkraínustríðinu

Erlingur Erlingsson skrifar

Ég heyrði viðtal á Morgunvaktinni á mánudaginn um Kína og hugsaði hvað kínverski sendiherrann væri orðinn ægilega sleipur í íslensku. Þetta reyndast þó ekki vera hann, heldur stundakennari í kínverskum fræðum sem færði hlustendum sína greiningu á Kína og hélt því blákalt fram að „þeirra afstaða gagnvart stríðinu í Úkraínu er algerlega að vera hlutlaus”.

Skoðun
Fréttamynd

Ljósið – sam­tök úti í bæ

Jens Garðar Helgason skrifar

Forsætisráðherra vafðist tunga um tönn þegar að undirritaður spurði hana út í forgangsröðun í fjárlögum, nánar tiltekið tvö hundruð milljóna króna niðurskurð til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið hefur lyft grettistaki með starfsemi sinni og í hverjum mánuði njóta um 600 manns endurhæfingar og aðstoðar. Þúsundir Íslendinga sem tekist hafa á við krabbamein og aðstandendur þeirra hafa notið þjónustu Ljóssins í gegnum árin.

Skoðun
Fréttamynd

Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi

Þorgerður M Þorbjarnardóttir og Halldór Reynisson skrifa

Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði.

Skoðun
Fréttamynd

Á hvaða veg­ferð er heil­brigðis­ráð­herra?

Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

Heilbrigðismál hafa verið til umræðu í samfélaginu enda málaflokkur sem skiptir miklu máli. Nú þegar nýr heilbrigðisráðherra hefur fengið eitt ár til að hrinda sínum stefnumálum í framkvæmd er vert að spyrja sig - hvað hefur eiginlega verið gert í heilbrigðismálum?

Skoðun
Fréttamynd

VR-félagar, ykkar er valið!

Halla Gunnarsdóttir skrifar

Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd.

Skoðun
Fréttamynd

Lauf­ey og brúin milli kyn­slóðanna

Gunnar Salvarsson skrifar

Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg.

Skoðun
Fréttamynd

Árangur skólanna, hvað veist þú um hann?

Jón Pétur Zimsen skrifar

Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Ég er ekki hættu­leg – ég er veik

Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar

Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka.

Skoðun
Fréttamynd

Kar­töflurnar eru of dýrar til að kasta í veiði­þjófa

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

„Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959.

Skoðun
Fréttamynd

Þögnin í há­skólanum

Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af hverju talar enginn?Af hverju erum við öll svona varkár, eins og við göngum á eggjaskurnum, gætum þess að rekast ekki í eitthvað ósýnilegt — orð, skoðun, viðhorf sem gæti meitt einhvern?

Skoðun
Fréttamynd

Neyðar­kall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað

Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns.

Skoðun
Fréttamynd

Tími til að endur­hugsa hag­vöxt!

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Soffia S. Sigurgeisdóttir og Elva Rakel Jónsdóttir skrifa

Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á?

Skoðun
Fréttamynd

Hvíti stafur menningarinnar

Sigþór U. Hallfreðsson skrifar

Dagur Hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttu- og vitundardagur blindra og sjónskertra, er haldinn 15. október ár hvert. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi hvíta stafsins sem hjálpartækis og að beina athyglinni að hagsmunamálum blindra og sjónskertra, sérstaklega í tengslum við aðgengi, sjálfstæði og virka samfélagslega þátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar­fjörður er leiðandi í jafn­réttis­málum

Valdimar Víðisson skrifar

Hafnarfjörður hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Frá árinu 2017 hefur Hafnarfjörður verið með jafnlaunavottun og vorum við fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu. Markmið okkar með innleiðingu á formlegu jafnlaunakerfi er skýrt en það er að tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kyni.

Skoðun
Fréttamynd

Að­ferðar­fræði til að auka áfallaþol þjóða

Böðvar Tómasson skrifar

Aukin stríðsátök í Evrópu og náttúruvá á Reykjanesi hafa áþreifanlega sýnt fram á það hversu brothætt samfélög geta verið. Þessar ógnir hafa afhjúpað takmarkanir hefðbundinna öryggisvarna og áhættumats þjóða, sem oft byggir á því að meta líkur á þekktum ógnum. Þegar óvissan er mikil dugar slík nálgun ekki lengur. 

Skoðun
Fréttamynd

Mótum fram­tíðina saman

Magnús Þór Jónsson skrifar

Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig borgar­full­trúar verðmeta tímann þinn

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar

Allt má kaupa nema tímann segir máltækið en þó kostar hver klukkustund. Fyrir fyrirtæki er tími beinlínis rekstrarkostnaður. Því lengri tíma sem verkefnin taka, því hærra verð á vörunni eða þjónustunni. Fyrir okkur sjálf er tíminn það dýrmætasta sem við eigum.

Skoðun
Fréttamynd

Lífs­björg okkar er í veði

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Svona komst Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, að orði í ávarpi til þjóðarinnar í Morgunblaðinu þann 15. október 1975. Tilefnið var að á miðnætti hafði reglugerð um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands tekið gildi en Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerðina þá um sumarið.

Skoðun
Fréttamynd

Að henda bókum í börn

Hildur Ýr Ísberg skrifar

Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann.

Skoðun

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Á­vinningur fyrri ára í hættu

Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur.


Meira

Arna Lára Jónsdóttir


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Lýst eftir af­stöðu Við­reisnar til ríkis­styrkja

Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka.


Meira

Sigmar Guðmundsson

Konukot

Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum.


Meira

Ragnar Þór Ingólfsson

Hafa ís­lenskir neyt­endur sama rétt og evrópskir?

Innan tveggja vikna mun Hæstiréttur Íslands kveða upp dóm sinn í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR, gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort skilmálar fasteignalána um breytilega vexti séu löglegir eða brjóti gegn réttindum neytenda.


Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Grímu­laus að­för að lands­byggðinni

Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu.


Meira

Svandís Svavarsdóttir

Stöndum með Ljósinu!

Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum.


Meira

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Vin í eyði­mörkinni – al­mennings­bóka­söfn borgarinnar

Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.


Meira

Kolbrún Halldórsdóttir

Launa­munur kynjanna eykst – Hvar liggur á­byrgðin?

Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum.


Meira

Finnbjörn A. Hermannsson


Meira

Halla Gunnarsdóttir

VR-félagar, ykkar er valið!

Fyrir tæpum tuttugu árum ákvað VR að leggja af sértæka styrki til félagsfólks og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið VR varasjóður. Sjóðurinn er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins og hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti og innborgun í hann er tekjutengd.


Meira

Sonja Ýr Þorbergsdóttir


Meira

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Kar­töflurnar eru of dýrar til að kasta í veiði­þjófa

„Um eitt erum vér Íslendingar allir sammála, en það er nauðsyn þjóðarinnar á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar og vor náttúrlegi réttur, sem ríður [brýtur] hvorki í bág við alþjóðalög né samþykktir er sett hafa verið.“ Svo mælti Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands í áramótaræðu sinni árið 1959.


Meira