Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Karl Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra stórfjárfestinga á sviði atvinnuþróunar með aðsetur í forsætisráðuneytinu. Viðskipti innlent 13.11.2025 14:14
Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Styrkás hefur ráðið Finn Þór Erlingsson í starf framkvæmdastjóra upplýsingatækni Styrkáss. Viðskipti innlent 13.11.2025 09:48
Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Dómsmálaráðherra hefur skipað Drífu Kristínu Sigurðardóttur til að gegna embætti skrifstofustjóra á skrifstofu löggæslumála í dómsmálaráðuneytinu. Innlent 12.11.2025 12:57
Einar Örn stýrir framtakssjóðum Kviku og lykilstarfsmenn fá hlut í félaginu Innherji 7.11.2025 18:00
Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR María Rún Bjarnadóttir, fyrrverandi staðgengill ríkislögreglustjóra og lögfræðingur embættisins, hefur hafið störf við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hjá HR mun María Rún meðal annars leiða rannsóknir og kennslu á sviði tækniréttar og stafrænna lagalegra álitaefna að því er fram kemur í tilkynningu frá HR. María Rún lét af störfum hjá ríkislögreglustjóra um mánaðamótin. Ætla má að ekki verði ráðið aftur í stöðu Maríu í ljósi hagræðingaraðgerða hjá embætti ríkislögreglustjóra. Innlent 7. nóvember 2025 11:32
Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Trans Ísland, hefur tekið til starfa hjá Reykjavíkurborg. Hún tekur við sem sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. Innlent 6. nóvember 2025 18:13
Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Halldóra Guðrún Hinriksdóttir er ný forstöðukona þjónustu Veitna. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 15:01
Steinunn frá UNICEF til Festu Steinunn Jakobsdóttir hefur verið ráðin nýr samskiptastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni. Steinunn hefur undanfarinn áratug starfað hjá UNICEF á Íslandi, fyrst sem fjáröflunarstjóri og síðan kynningarstjóri. Steinunn mun leiða miðlun og ásýnd Festu út á við og verður falið að sinna samskiptum við aðildarfélög, fjölmiðla og aðra hagsmunaaðila. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 09:02
„Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Forstjóri Icelandair segir stjórnvöld þurfa að gera það sem sé þveröfugt miðað við áform þeirra vilji þau stuðla að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fyrirtækið réðst í hópuppsögn í morgun í ljósi versnandi afkomu. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 22:04
Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Flugfélagið Icelandair gekk í morgun frá starfslokum við 38 starfsmenn. Flestir sem misstu vinnuna eru starfsfólk á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Forstjórinn segir ákvörðunina mjög erfiða. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 10:25
Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Þremur blaðamönnum var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu og Mbl.is fyrir mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá uppsögnunum en meðal þeirra sem missa vinnuna er fréttamaður með tveggja áratuga reynslu í starfi. Viðskipti innlent 3. nóvember 2025 10:57
Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Tuttugu og þrír sóttu um embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu- þróunar- og þjónustumiðstöðvar, sem heilbrigðisráðuneytið auglýsti laust til umsóknar fyrr í mánuðinum. Innlent 31. október 2025 14:39
Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Ögmundur Ísak Ögmundsson hefur verið ráðinn starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur starfað á sviði miðlunar, síðustu ár hjá Nóa Siríus en samhliða því sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 30. október 2025 21:53
Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur sagt starfi sínu lausu sem verkefnastjóri kynningarmála hjá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Þess í stað snýr hún sér að kynningarmálum Samtaka atvinnulífsins. Viðskipti innlent 30. október 2025 12:43
Fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum fer til ACRO Eggert Þröstur Þórarinsson, sem var um árabil næstráðandi á fjármálastöðugleikasviði Seðlabankans, hefur hafið störf í greiningarteymi ACRO verðbréfa. Innherjamolar 30. október 2025 11:57
Cecilie tekur við af Auði Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025. Menning 29. október 2025 09:54
Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu forstöðu. Starfar hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta. Viðskipti innlent 28. október 2025 10:06
Jónas Már til Réttar Lögmannsstofan Réttur hefur ráðið Jónas Má Torfason sem sérhæfðan ráðgjafa með áherslu á ráðgjöf á sviði banka-, fjármála- og fyrirtækjaréttar. Viðskipti innlent 28. október 2025 09:08
Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Embætti ríkislögreglustjóra hefur ráðið Þórunni Óðinsdóttir, eiganda Intra ráðgjöf, tímabundið í fullt starf samkvæmt tilkynningu. Fréttirnar koma í kjölfar umfjöllunar um að fyrirtæki Þórunnar hefði fengið hátt í tvö hundruð milljónir króna á átta árum greiddar fyrir ráðgjöf sína, en ráðgjöfin fólst meðal annars í skreppitúrum í Jysk. Innlent 27. október 2025 22:46
Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kristmund Stefán Einarsson í embætti lögreglustjóra á Austurlandi. Skipun Kristmundar tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Innlent 27. október 2025 17:22
Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Ingunn Margrét Ágústsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent 27. október 2025 14:23
Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri markaðssóknar hjá Nova, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hún byrjaði 18 ára í þjónustuveri félagsins þegar það var stofnað og hefur setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2017. Viðskipti innlent 24. október 2025 16:03
Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Þingflokkur Viðreisnar hefur ráðið Söndru Sigurðardóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra HK, til starfa sem framkvæmdastjóra þingflokks. Á sama tíma færir núverandi framkvæmdastjóri þingflokksins sig yfir í starf aðstoðarmanns atvinnuvegaráðherra. Innlent 23. október 2025 11:43
Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Hafsteinn Dan Kritjánsson hefur verið skipaður formaður refsiréttarnefndar. Nefndin hefur það hlutverk að vera dómsmálaráðuneytinu til ráðgjafar á sviði refsiréttar en Hafsteinn tekur við starfinu af doktor Svölu Ísfeld Ólafsdóttur. Innlent 22. október 2025 10:53
Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Hanna María Hermannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar hjá ELKO. Viðskipti innlent 22. október 2025 08:57