Innlent

Fréttamynd

Hvar er opið á að­fanga­dag?

Aðfangadagur jóla er runninn upp en oftar en ekki þarf að skreppa út í búð að græja rjómann í sósuna eða jafnvel síðustu jólagjafirnar. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bæta við allt að 200 í­búðum og mat­höll í Spöngina

Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrj­endur

Ekkert er því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur í embætti ráðherra ef svo fer að Flokkur fólksins þurfi að stokka upp í ráðherraliði sínu. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem rætt verður við í kvöldfréttum Sýnar, en hann segir mikilvægt að eyða óvissu um skipan ráðherraembætta til lengri tíma. Sem stendur gegnir Inga Sæland þremur ráðherraembættum.

Innlent
Fréttamynd

For­sætis­ráðu­neytið eyddi meiru í al­manna­tengla í fyrra en í ár

Forsætisráðuneytið varði tæpum þremur milljónum í kaup á þjónustu almannatengla í fyrra. Í ár hefur sambærilegur kostnaður ráðuneytisins hins vegar aðeins numið rúmri milljón. Bæði í ár og í fyrra keypti ráðuneytið samskiptaþjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Aton ehf. Á sama tímabili hefur innviðaráðuneytið varið litlu sem engu í slíka þjónustu, en réði þó sama fyrirtæki til þjónustu í tengslum við eitt verkefni í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Svan­hildur Sif heiðruð

Svanhildur Sif Haraldsdóttir var í dag heiðruð fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag í þágu barna og fjölskyldna í Kópavogsbæ. Í tilkynningu frá bænum segir að Svanhildur hafi undanfarin 25 ár tileinkað líf sitt því að vera til staðar fyrir börn í vanda.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram auknar líkur á eld­gosi

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að á meðan kvikusöfnun haldi áfram þurfi að reikna með nýju eldgosi, , en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Hættumat helst óbreytt til 6. janúar, nema breytingar verði á virkninni.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­sjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Ís­lands

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ríkið standi straum af kostnaði við að flytja táningsstúlku og ömmu hennar sem létust í bílslysi ytra heim til Íslands. Móðir drengs í fíknimeðferð í Suður-Afríku segir gjörbreytingu hafa orðið á syni hennar í meðferðinni ytra undanfarnar vikur. Sjálfur líti hann svo á að það hafi bjargað lífi hans að fara í meðferðina. Móðirin vill að ríkið greiði fyrir meðferðir drengjanna.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi á ráðningu ráð­gjafa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun eldri kvenna í Kvenna­at­hvarfi: „Þessar konur bíða ekki“

Linda Dröfn Gunnardóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að fólk hafi einhverjar aðrar leiðir en að hringja bara í 112 til að tilkynna grun um ofbeldi í nánum samböndum. Hún kallar eftir því að þróað verði áhættumat sem nýtist fólki í framlínu til að meta hvort að rjúfa eigi þagnarskyldu og bregðast við því þegar fagaðilar telja þá líf einstaklings í hættu vegna heimilisofbeldis.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á pilt á heim­leið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið.

Innlent