Innlent

Fréttamynd

Af­rituðu við­kvæmar heilsu­fars­upp­lýsingar úr kerfinu

Óprúttnum aðilum, sem gerðu tölvuárás á kerfi Grundarheimila í vikunni, tókst að afrita viðkvæmar persónuupplýsingar um skjólstæðinga áður en árásin uppgötvaðist. Meðal þeirra gagna voru upplýsingar um heilsufar, sem tengjast umönnun og veittri heilbrigðisþjónustu á heimilunum. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni

Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem féll í sprungu í Grindavík í byrjun síðasta árs segir vel mögulegt að endurheimta líkamsleifar hans án þess að stofna lífi annarra í hættu. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölskyldunnar um áframhald leitar.

Innlent
Fréttamynd

Gengst ekki við falsfréttum en viður­kennir að tíma­setningar séu mis­vísandi

Stjórnandi Spursmála birti misvísandi myndskeið í þætti sínum þar sem hann sagði „íslamista“ trufla jólamarkaði í Evrópu og „sýna vald sitt.“ Fjöldi staðreyndavakta í Evrópu hafði þegar véfengt falsfréttir um þessi myndbönd, sem sýna í raun nýársfögnuð og Palestínumótmæli. Stefán Einar gengst við því í samtali við Vísi að tímasetningar á myndskeiðunum hafi verið misvísandi en hafnar því að um falsfrétt sé að ræða. Hann gerir ekki greinarmun á íslamistum og stuðningsmönnum Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður meðal þátttakenda í pallborðsumræðum ásamt öðrum fulltrúum evrópskra hægri-íhaldsflokka í Róm á Ítalíu í kvöld. Í pallborðinu verður einnig Kemi Badenoch, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, auk annarra, en Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bræðralags Ítalíu, er gestgjafi viðburðarins.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu ekki skýringar um neyðar­vörn í Mjóddinni

Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk annan karlmann í Mjóddinni í Reykjavík í júlí í sumar. Hinn karlmaðurinn særðist lífshættulega en sá átti upphafið að átökunum með að kýla Dag með krepptum hnefa í andlitið. Dagur Þór bar fyrir sig neyðarvörn en dómurinn keypti ekki þær skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Bakkaði á ofsa­hraða með lyfjakokteil í blóðinu

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjöldann allan af brotum á meðan lögregla veitti honum eftirför. Meðal annars bakkaði hann á fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund svo að minnstu mátti muna að gangandi vegfarandi yrði undir bíl hans. Á meðan á þessu stóð var hann undir áhrifum sjö mismunandi ávana-og fíkniefna og slævandi lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Lauf­ey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Innlent
Fréttamynd

Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Játaði en á­frýjaði samt og krafðist sýknu

Ung kona var í gær dæmd í fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti, sem staðfesti dóm héraðsdóms yfir henni. Konan játaði fíkniefnainnflutning skýlaust í héraði en áfrýjaði samt til Landsréttar og krafðist sýknu. Það gerði hún á grundvelli þess að játning hennar hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins. Dómarar Landsréttar gáfu lítið fyrir þau rök og bentu á að konan hefði notið aðstoðar lögmanns við meðferð málsins í héraði.

Innlent
Fréttamynd

Páll Winkel meðal um­sækj­enda um em­bætti ráðu­neytis­stjóra

Fangelsismálastjóri í leyfi, háskólaprófessor og fjórir stjórnendur eru meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Sex umsóknir bárust um embættið en staðan var auglýst laus til umsóknar þann 25. nóvember síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 10 desember.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi svæða á landinu sam­bands­laus með öllu

Slysavarnafélagið Landsbjörg lýsir áhyggjum af dvínandi fjarskiptaöryggi Íslendinga þar sem slökkt hefur verið á hluta 2G og 3G farsímasenda. Svæði sem áður voru vel tengd séu nú með öllu sambandslaus. Félagið skorar á stjórnvöld að leggjast með sér á árarnar og viðhalda talstöðvakerfi landsins.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldur fórnar­lamba krefjast á­byrgðar Sádi-Arabíu

Aðstandendur fórnarlamba árásanna þann 11. september 2001 hafa árum saman barist fyrir því að fá að lögsækja Sádi-Arabíu vegna meints stuðnings ríkisins við hluta hryðjuverkamannanna. Nýlega birt gögn bandarískra yfirvalda hafa styrkt grunsemdir fjölskyldnanna enn frekar og samhliða halda málaferlin áfram að silast í gegnum dómskerfið, 24 árum eftir atburðina.

Innlent
Fréttamynd

Stað­setning Ís­lands „hernaðar­lega mjög mikil­væg“

Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Rocio Del Carmen Luciano Pichardo, konu á fertugsaldri, í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á um fjórum og hálfu kílói af kókaíni. Konan flutti efnin til landsins með flugi frá Austurríki í október síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

325 milljónir í næsta á­fanga LED-ljósavæðingar í Reykja­vík

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær beiðni umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að heimila útboð í framkvæmdir vegna LED-ljósavæðingar og endurnýjunar gatnalýsingar fyrir næsta ár. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er 325 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin muni borga sig upp á nokkrum árum þar sem nýtt ljósakerfi verði ódýrara í rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Ís­landi

Hugtak um fjöldabrottflutning fólks af erlendum uppruna sem var þar til nýlega bundið við ystu hægri öfgar í Evrópu er byrjað að láta á sér kræla í íslenskri stjórnmálaumræðu. Varaþingmaður Miðflokksins gerði því nýlega skóna að reka íslenskan ríkisborgara úr landi í samfélagsmiðlafærslu.

Innlent