Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Eigandi konfektgerðar hikaði ekki þegar tækifæri gafst á að opna nýja verslun og framleiðslu í Grindavík. Hann segist finna fyrir gleði bæjarbúa að ný atvinnustarfsemi opni í bænum. Innlent 30.11.2025 23:02
Dorrit rænd í Lundúnum Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, var rænd á götum Lundúna í kvöld ef marka má færslu hennar á Instagram. Innlent 30.11.2025 22:48
Rannsaka mannslát í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mannslát í Kópavogi. Andlátið átti sér stað í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi. Innlent 30.11.2025 21:20
Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Innlent 30.11.2025 16:39
Harður árekstur á Suðurlandi Harður árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar. Lokað var fyrir umferð á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig en nú hefur verið opnað aftur. Innlent 30.11.2025 15:58
Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Hrannar Markússon, maður á fimmtugsaldri sem játað hefur aðild að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar, er grunaður um mikinn fjölda afbrota milli þessara tveggja þjófnaða. Innlent 30.11.2025 14:48
Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. Innlent 30.11.2025 14:29
Alelda bíll á Dalvegi Eldur kviknaði í bíl á Dalvegi í Kópavogi rétt eftir klukkan eitt. Bifreiðin er á bílastæði Restor Car Bifreiðaverkstæðisins. Innlent 30.11.2025 13:34
Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Það verður mikið um að vera í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í dag því þar fagnar verslun sveitarinnar, Bjarnabúð 40 ára afmæli. Eigandi verslunarinnar segist vera kaupfélagsstjóri og bensínafgreiðslumaður staðarins og að pylsur séu vinsælasta vara verslunarinnar. Innlent 30.11.2025 13:04
Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Forsætisráðherra telur það ósanngjarnt að kólnun húsnæðismarkaðsins bitni á fyrstu kaupendum. Tækifæri landsmanna á húsnæðiskaupum ættu ekki að ráðast af því hvaða manna þeir eru. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að koma til móts við fyrstu kaupendur með ívilnunum. Innlent 30.11.2025 13:03
Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Björgunarsveitin kom ferðalöngum til aðstoðar í gærkvöldi eftir að þeir festu sig í vaði norðan Torfajökuls. Verkefnið tók rúmar átta klukkustundir vegna mikils snjós. Innlent 30.11.2025 12:51
Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Erlend netverslun jókst verulega í október og hefur vörum frá Kína fjölgað mjög á síðustu árum. Sérfræðingur í netverslun líkir aðferðafræði stórfyrirtækjanna til að ná í viðskiptavini við aðferðafræði veðmálafyrirtækja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. Innlent 30.11.2025 11:54
Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Eldur kom upp í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli um tíuleytið í morgun. Slökkviliðið sýndi mjög snör viðbrögð og réði niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum. Innlent 30.11.2025 11:49
Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 30.11.2025 09:53
Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Gary Barker, stofnandi samtakanna Equimundo Center for Masculinities and Social Justice, er ánægður að fleiri karlmenn og strákar taki þátt í samtalinu um jafnrétti en segist á sama tíma hafa áhyggjur af því að skoðanir ungra manna og drengja séu ekki jafn frjálslyndar og feðra þeirra. Það sé áskorun en hún sé ekki óyfirstíganleg. Innlent 30.11.2025 09:23
Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Óskað var eftir aðstoð lögreglu í tvígang í gærkvöld og nótt vegna vandræðagangs á hótelum í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 30.11.2025 07:30
Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu Forsvarsmenn Sýnar hf. ætla að láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu um að heimila Símanum að dreifa opinni línulegri dagskrá Sýnar, á grundvelli þeirra úrræða sem lög leyfa. Innlent 29.11.2025 21:31
30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu. Innlent 29.11.2025 21:05
Brotist inn hjá Viðeyjarferju Brotist var inn í afgreiðsluna við Viðeyjarferju í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort eitthvað hafi verið numið á brott eða hvort skemmdir séu á húsnæðinu. Innlent 29.11.2025 19:47
Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Nýr og fyrsti formaður Pírata segir að taka þurfi samtal um sameiningu flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Borgarfulltrúi flokksins sem laut í lægra haldi í formannskjörinu íhugar sína stöðu. Innlent 29.11.2025 19:23
Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Atvinnuvegaráðherra segist enn þeirrar skoðunar að tímabært sé að hætta hvalveiðum. Frumvarp um framtíð veiðanna verði þó líklega ekki lagt fram á þessu þingi líkt og til stóð. Málið sé umfangsmikið og vanda þurfi vel til verka. Innlent 29.11.2025 19:02
Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Nýr og fyrsti formaður Pírata segir að taka þurfi samtal um sameiningu flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Borgarfulltrúi flokksins sem laut í lægra haldi í formannskjörinu íhugar sína stöðu. Við heyrum í Pírötum á tímamótum í sögu flokksins í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 29.11.2025 18:02
Óttast að skógrækt leggist nánast af Alvarleg atlaga er gerð að skógrækt í landinu í frumvarpi umhverfisráðherra sem liggur fyrir á Alþingi, að mati framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann óttast að skógrækt muni nánast leggjast af vegna kröfu um íþyngjandi umhverfismat. Landeigendur gætu þurft að standa undir tugmilljóna greiðslum. Innlent 29.11.2025 16:32
Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Innlent 29.11.2025 15:32
Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Tveir menn eru grunaðir um að hafa farið inn í bíl ókunnugs manns, taka hann hálstaki og hóta með hníf til þess að fá hann til að opna skott bílsins, en þaðan eru tvímenningarnir grunaðir um að hafa stolið miklu magni áfengis. Innlent 29.11.2025 14:23