Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu. Innlent 25.12.2025 12:00
Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Engin guðþjónusta verður í boði í Mýrarkirkju í dag vegna rafmagnsleysis í Dýrafirði. Presturinn segist ætla að nýta tækifærið og vera heima með börnunum á jóladag. Innlent 25.12.2025 11:26
Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði. Innlent 25.12.2025 08:52
Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Innlent 24.12.2025 11:30
Arion banki varar við svikaherferð Arion banki varar við svikaherferð þar sem svikarar senda smáskilaboð sem virðast tengjast pakka eða sendingu. Slík skilaboð geta nú borist úr íslenskum símanúmerum. Innlent 24.12.2025 10:18
Innanlandsflugi aflýst Flugferðum Icelandair og Norlandair frá Reykjavík til Akureyrar, Hornafjarðar og Bíldudals hefur verið aflýst. Enn er flugferð til Egilsstaða á áætlun. Innlent 24.12.2025 09:28
Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni foreldra sem krefja Brim hf. og TM hf. um miskabætur vegna andláts sonar þeirra sem féll fyrir borð af netabáti þegar hann starfaði hjá Brimi í maí 2020. Dómurinn byggði ákvörðun sína á því að annmarkar kunni að hafa verið á málsmeðferð Landsréttar í málinu. Innlent 24.12.2025 09:27
Hvar er opið á aðfangadag? Aðfangadagur jóla er runninn upp en oftar en ekki þarf að skreppa út í búð að græja rjómann í sósuna eða jafnvel síðustu jólagjafirnar. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi. Innlent 24.12.2025 08:38
Innflytjendamálin almenningi efst í huga Langöflugasti vettvangurinn fyrir viðhorfspistla á Íslandi er Vísir. Þetta veit fólk sem hefur nýtt sér þann vettvang óspart. Innlent 24.12.2025 08:01
Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta. Innlent 24.12.2025 07:30
Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Aðfaranótt aðfangadags jóla virðist hafa farið rólega fram ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu og tvö mál voru skráð í kerfi embættisins í gærkvöldi og í nótt og þrír gistu fangageymslur. Innlent 24.12.2025 07:15
Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. Innlent 23.12.2025 22:02
Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Fyrrverandi bankamanninum Steinþóri Gunnarssyni hafa verið boðnar fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa verið ranglega sakfelldur í Ímon-málinu svokallaða. Hann segist ekki ætla samþykkja boðið og ætlar að höfða mál gegn ríkinu. Innlent 23.12.2025 21:58
Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Hjólbörur hefði komið sér sérstaklega vel fyrir nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir öll verðlaunin, sem viðkomandi hlaut við brautskráningu. Auk þess að hljóta styrk frá Hollvarðasamtökum skólans fékk nemandinn sérstakar viðurkenningar í þýsku, íslensku, viðskipta- og hagfræðigreinum, ensku, félagsgreinum og stærðfræði. Innlent 23.12.2025 20:05
Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Streita, pirringur og reiði hefur gert vart við sig í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í aðdraganda jóla og dæmi eru um að menn hafi sent hvor öðrum puttann. Sálfræðingur segir nokkur ráð vera til gegn jólastressinu. Innlent 23.12.2025 20:02
Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Flokkur fólksins þarf að leysa ráðherramál sín hratt og örugglega sé raunveruleg óvissa fyrir hendi um hverjir muni gegna ráðherraembætti til framtíðar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem telur ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur sem ráðherra. Innlent 23.12.2025 19:26
Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Ekkert er því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur í embætti ráðherra ef svo fer að Flokkur fólksins þurfi að stokka upp í ráðherraliði sínu. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem rætt verður við í kvöldfréttum Sýnar, en hann segir mikilvægt að eyða óvissu um skipan ráðherraembætta til lengri tíma. Sem stendur gegnir Inga Sæland þremur ráðherraembættum. Innlent 23.12.2025 18:22
Maðurinn fundinn Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir fyrr í dag hefur verið fundinn heill á húfi. Innlent 23.12.2025 16:53
Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem ritstjóri Kastljóss. Hún hefur starfað sem sjónvarpskona á Rúv en tekur til starfa eftir áramót. Innlent 23.12.2025 16:49
Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Medellín í Kólumbíu, grunaður um kynferðisbrot gegn 16 ára gamalli stúlku. Meint brot átti sér stað aðfaranótt 6. desember síðastliðinn. Innlent 23.12.2025 15:45
Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Forsætisráðuneytið varði tæpum þremur milljónum í kaup á þjónustu almannatengla í fyrra. Í ár hefur sambærilegur kostnaður ráðuneytisins hins vegar aðeins numið rúmri milljón. Bæði í ár og í fyrra keypti ráðuneytið samskiptaþjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Aton ehf. Á sama tímabili hefur innviðaráðuneytið varið litlu sem engu í slíka þjónustu, en réði þó sama fyrirtæki til þjónustu í tengslum við eitt verkefni í fyrra. Innlent 23.12.2025 15:44
Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Icepharma hf. hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) innkallað nokkrar lotur af Curaprox snuðum frá neytendum. Icepharma hefur ekki haft vöruna til sölu síðan í nóvember 2024. Innlent 23.12.2025 15:32
Svanhildur Sif heiðruð Svanhildur Sif Haraldsdóttir var í dag heiðruð fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag í þágu barna og fjölskyldna í Kópavogsbæ. Í tilkynningu frá bænum segir að Svanhildur hafi undanfarin 25 ár tileinkað líf sitt því að vera til staðar fyrir börn í vanda. Innlent 23.12.2025 15:15
Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Íslensk netverslun auglýsir allt að áttatíu prósent afslátt en við nánari athugun var síðan búin til af gervigreind fyrir örfáum dögum. Slíkar vefsíður eru búnar til til að stela kortanúmerum af saklausum kaupendum að sögn forstöðumanns CERT-IS. Innlent 23.12.2025 14:52