Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Samgöngustofa hefur fengið tvö hundruð ábendingar vegna leigubílaaksturs frá því ný lög tóku gildi fyrir tæpum þremur árum. Formaður tveggja félaga bifreiðastjóra segir ófremdarástand hafa ríkt á markaðnum síðan og kvartanirnar margfalt fleiri. Hann fagnar drögum að nýrri reglugerð. Innlent 30.1.2026 21:37
Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Breki Atlason ætlar að gefa kost á sér á lista Miðflokksins í Reykjavík. Hann segir í tilkynningu að hann hafi tilkynnt uppstillingarnefnd um það en ekki kemur fram hvaða sæti hann sækist eftir. Innlent 30.1.2026 21:21
Skjálfti fannst í Hveragerði Jarðskjálfti fannst vel í Hveragerði og sveitinni í kring enda varð hann nánast innan bæjarmarkanna. Innlent 30.1.2026 21:06
Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Innlent 30.1.2026 18:01
Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn „Það er beinlínis villandi fyrir neytendur að benda á olíufélögin sem sökudólg fyrir aukinni verðbólgu. Ekki aðeins var öllu olíugjaldinu skilað til neytenda heldur hefur álagning á eldsneyti N1 haldist óbreytt frá síðasta ári.“ Innlent 30.1.2026 14:38
Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Innleiðingarhalli tilskipana á Íslandi hefur minnkað frá síðasta frammistöðu mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hefur innleiðingarhalli EES-EFTA. Halli Íslands við innleiðingu reglugerða eykst þó verulega. . Innlent 30.1.2026 14:15
Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir að það yrði alvarleg aðför að að sjálfstæðri stöðu forseta Íslands ef forsætisráðherra verður falið vald yfir vali á forsetaritara, æðsta embættismanni forseta Íslands. Hann segist ekki hafa neina trú á því að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætli sér að breyta um stefnu og efna í aðför að sjálfstæði embættisins. Innlent 30.1.2026 13:28
Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi búist við meiri lækkunum á eldsneytisverði hjá olíufélögunum samfara því að eldsneytisgjöld og vörugjöld á bensíni voru felld niður um áramótin. Þau þurfi að passa sig. Ríkisstjórnin ætli að ná hallalausum fjárlögum til að ná tökum á verðbólgunni. Innlent 30.1.2026 13:05
Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Íslenskt samfélag heldur nánast niðri í sér andanum vegna undanúrslitaleiks strákanna okkar gegn Dönum. Tímasetning leiksins hefur áhrif á stóra viðburði sem eru á dagskrá í kvöld og hafa skipuleggjendur þurft að aðlaga dagskrá vegna áhuga landans. Innlent 30.1.2026 13:00
Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir það afar sérstakt af fiskeldisfyrirtækjum á svæðinu að ákveða að lækka laun þeirra starfsmanna sem vinni mikilvægustu og erfiðustu störfin. Hann gefur lítið fyrir þau rök að um leiðréttingu launa sé að ræða. Innlent 30.1.2026 11:57
Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Í hádegisfréttum verður rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um verðbólguna sem fer nú vaxandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Innlent 30.1.2026 11:36
Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Alls voru 327 viðvaranir gefnar út árið 2025. Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári, alls nítján talsins. Þær tengdust allar sunnanillviðri sem gekk yfir landið dagana 5. og 6. febrúar 2025. Innlent 30.1.2026 11:34
Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Atvinnuvegaráðherra segir að hvergi, hvorki hérlendis né erlendis finnist eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi og í fiskeldisfrumvarpi hennar. Núgildandi lög séu löngu úrelt og mikil vinna verið lögð í drögin, meðal annars í tíð Svandísar Svavarsdóttur sem ráðherra. Innlent 30.1.2026 11:21
Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Funda- og viðburðaröðin Heilsan okkar fer fram í Veröld- húsi Vigdísar í dag frá klukkan 11.30 til 13. Að þessu sinni er fókus á meðferð offitu hjá fullorðnum. Innlent 30.1.2026 11:00
Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Valentin Jemeljanov, Litái á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn þrjá lítra af kókaíni á vökvaformi. Úr vökvanum mætti framleiða 3,5 kíló af kókaíni með styrkleika upp á 53 prósent. Innlent 30.1.2026 10:51
Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? „Mér finnst það mjög galið að ætla að stíga inn á sjónarsviðið beint inn í formannssætið í elsta og virtasta flokki landsins,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, spurður að því hvort hann hyggist sækjast eftir formannsembættinu í Framsóknarflokknum. Innlent 30.1.2026 10:48
Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sambýliskonu sinnar ítrekuðu kynferðislegu ofbeldi í Hafnarfirði hefur að mestu leyti játað brot sín fyrir dómi. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Aðeins er óvíst um fjölda skipta sem brotin áttu sér stað. Innlent 30.1.2026 10:16
Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Fjöldi starfsmanna í Ráðhúsi Árborgar á Selfossi er orðinn það mikill að flytja þarf 10 starfsmenn í annað húsnæði rétt hjá ráðhúsinu því þeir komast ekki fyrir í núverandi húsnæði. Innlent 30.1.2026 10:03
Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Málþingið Allir með - Ferðin hingað og ferðalagið framundan fer fram í Minigarðinum í dag. Á málþinginu verður fjallað um stöðu fatlaðra barna í íþróttum, rannsóknir, reynslu barna, foreldra og íþróttafélaga og þau verkefni sem nú eru í gangi. Innlent 30.1.2026 08:47
Lögregla eltist við afbrotamenn Lögregla eltist við tvo einstaklinga í nótt í tveimur aðskildum atvikum. Einn sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti reyndi að hlaupa undan lögreglu en hafði ekki erindi sem erfiði. Var hann yfirbugaður og handtekinn en hann er einnig grunaður um fjölda brota gegn útlendingalögum, til að mynda að framvísa ekki lögmætum skilríkjum og ógna allsherjarreglu og almannahagsmunum. Innlent 30.1.2026 06:34
Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist harma að stjórnendur Arnarlax og Arctic fish hafi tekið þá ákvörðun að lækka laun starfsfólks í fiskeldi. Sú ákvörðun mun hafa verið tilkynnt starfsfólki fyrr í mánuðinum og á að taka gildi þann 1. maí. Innlent 29.1.2026 22:59
Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Umboðsmaður barna hefur fengið erindi á sitt borð þar sem börn spyrjast fyrir um eigin réttindi hvað varðar myndbirtingar foreldra af börnum sínum. Myndir geti verið nýttar í annarlegum tilgangi sem upphaflega voru birtar í góðri trú. Innlent 29.1.2026 22:00
Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á veginum í Fagradal, vegna hættu á því að snjóflóð gæti fallið á hann. Innlent 29.1.2026 21:03
„Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Oddviti Framsóknar í Reykjavíkurborg segir fyrirhugað deiliskipulag Borgarlínunnar um Suðurlandsbraut augljóslega ekki ganga upp. Frekar eigi að byggja mislæg gatnamót og gera forgangsaakreinar fyrir strætó. Innlent 29.1.2026 21:01
„Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að sér þyki leiðinlegt að ekki gangi betur að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann muni leggja sig allan fram og ekki hvílast fyrr en árangri hafi verið náð. Innlent 29.1.2026 20:46