Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Grænlendingar velja Danmörku fram yfir Bandaríkin, segir formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sem var með skýr skilaboð á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. Danir, Grænlendingar og Bandaríkjamenn funda í Washington á morgun og við verðum í beinni frá Kaupamannahöfn í kvöldfréttum og förum yfir málið. Innlent 13.1.2026 18:04
Mál látins manns komið til ákærusviðs Rannsókn lögreglu á brunanum á Hjarðarhaga í maí í fyrra er lokið. Niðurstaðan er að kveikt hafi verið í og málið er komið til ákærusviðs. Tveir létust í brunanum og sá sem grunaður er í málinu var annar þeirra. Því er ljóst að enginn verður ákærður fyrir íkveikjuna. Innlent 13.1.2026 17:03
Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Samkomulag náðist á milli Harðar Ólafssonar læknis og Haddar Vilhjálmsdóttur almannatengils um að fallið verði frá stefnu læknisins á hendur almannatenglinum fyrir meiðyrði. Fyrirtaka málsins var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 13.1.2026 16:30
Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Slökkvilið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými í húsum þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. Grunur er um íkveikju í slíku húsi sem slökkviliðinu hafði borist ábendingar um. Innlent 13.1.2026 14:00
Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Gæsluvarðhald yfir grískum karlmanni, sem grunaður er um að hafa ráðið portúgölskum manni bana á Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, hefur verið framlengt um fjórar vikur. Innlent 13.1.2026 13:44
Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til málþings um aðlögun að loftslagsbreytingum, en fyrsta aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda var gefin út í lok síðasta árs. Innlent 13.1.2026 13:31
„Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Stjórnarformaður Truenorth segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sérstaklega hafa haft til skoðunar ástand skemmunnar í Gufunesi sem brann í gær og hýsti meðal annars gamla leikmuni fyrirtækisins. Ekki sé búið að verðmeta tjónið enn en það sé í raun óbætanlegt. Innlent 13.1.2026 12:46
Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd á atburði í heimahúsi að Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, þar sem portúgalskur maður lést. Gæsluvarðhald yfir Grikkja sem grunaður er um að hafa ráðið manninum bana átti að renna út í dag en hefur verið framlengt um fjórar vikur. Innlent 13.1.2026 12:18
Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. Innlent 13.1.2026 12:00
Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir nýjan dóm Mannréttindadómstólsins staðfesta, enn og aftur, að brotið hafi verið á rétti brotaþola til réttlátrar málsmeðferðar. Játning hafi legið fyrir í málinu en samt sé litið til ásetnings frekar en samþykkis. Innlent 13.1.2026 11:51
Engin fleiri mislingatilfelli greinst Engin ný tilfelli af mislingum hafa greinst frá því að barn greindist með smitsjúkdóminn fyrr í mánuðinum. Fjöldi hefur bólusettur vegna smitsins. Innlent 13.1.2026 11:35
Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni. Innlent 13.1.2026 11:10
Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Forsætisnefnd Alþingis mun taka fyrir tilkynningar um EKKO-mál af hálfu ríkisendurskoðanda. Sérstakt verklag hefur verið útbúið fyrir meðferð tilkynninganna. Forseti Alþingis segir verklagið í samræmi við opinbert verklag. Ekki liggur fyrir hversu margar kvartanir hafa borist. Innlent 13.1.2026 11:04
Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt vegna þess að aðeins var litið til ásetnings en ekki samþykkis við rannsókn kynferðisbrotamáls árið 2017. Þolandi var 16 ára þegar brotið átti sér stað. Ríkið þarf að greiða stúlkunni 7.500 evrur í bætur, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna. Innlent 13.1.2026 10:13
Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir fólk reglulega búið að greina sig og biðji um ákveðin lyf byggt á greiningum sem það hefur fengið hjá gervigreind. Gervigreindin sé komin til að vera og því sé mikilvægt að viðurkenna það. Jafn mikilvægt sé að gera greinarmun á upplýsingum sem fólk fær hjá gervigreind og þekkingu lækna sem fæst með endurteknum rannsóknum og greiningum á þeim. Hann þekkir af eigin raun dæmi þar sem gervigreindin skilaði falskri niðurstöðu. Innlent 13.1.2026 09:12
Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Forsætisráðuneytið býður til morgunfundar um fyrirhugaða atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar í Grósku í dag klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni hér á Vísi. Innlent 13.1.2026 08:01
Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Nautgripabóndi sem hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafnaði í fyrstu að afhenda fjölmiðlum dóminn yfir bóndanum. Innlent 13.1.2026 07:31
Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með vakt við skemmuna sem brann í Gufunesi til klukkan rúmlega eitt í nótt. Innlent 13.1.2026 07:29
Líkamsárás og vinnuslys Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ein tilkynning um líkamsárás í gærkvöldi eða nótt, sem átti sér stað í miðborginni. Meiðsl voru minniháttar. Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði úr verslunum. Innlent 13.1.2026 06:31
Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Innlent 12.1.2026 23:23
Skammdegið víkur með hækkandi sól Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja. Innlent 12.1.2026 22:11
Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma. Innlent 12.1.2026 22:01
Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Karlmaður sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dreng neitar sök, en ber samt við minnisleysi. Afbrotafræðingur segir einkennilegt að gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sé hafnað. Innlent 12.1.2026 21:58
Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Norðurljós hafa skreytt himininn síðustu kvöld svo eftir hefur verið tekið. Litrík og kvik norðurljósin hafa lokkað landann út í náttúruna líkt og mátti sjá á samfélagsmiðlum enda ansi magnað sjónarspil. Innlent 12.1.2026 21:56