Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Barn flutt á slysa­deild með á­verka eftir flug­elda

Lögregla á Stöð 4 var kölluð til í vegna flugeldaslyss í gær. Fram kemur í dagbók lögreglunnar hafði þar barn slasað sig og verið sárþjáð þegar lögregla kom á vettvang. Áverkar voru á hönd barnsins sem fært var í sjúkrabifreið og á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Þrír hand­teknir vegna gruns um í­kveikju

Þrír voru handteknir vegna gruns um íkveikju í einbýlishúsi í Breiðholti. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tók við vettvanginum eftir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti allan eld. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar og tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Innlent
Fréttamynd

Blendnar til­finningar við upp­haf niður­rifs í Grinda­vík

Þrjátíu til fjörutíu fasteignir sem urðu fyrir altjóni í jarðhræringum og eldgosi við Grindavík síðustu ár verða rifin niður á þessu ári. Þrjú hús verða rifin á næstu vikum. Forseti bæjarstjórnar segir um blendnar tilfinningar að ræða en niðurrifið markar upphaf endurreisnar bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Hefja á­tak í bólu­setningu drengja gegn HPV veirunni

Sóttvarnalæknir boðaði í vikunni að það ætti að hefja átak um bólusetningu drengja gegn HPV Bólusetningin er gjaldfrjáls fyrir drengi sem eru fæddir árin 2008 til 2010. Langalgengasta krabbameinið sem tengist HPV er leghálskrabbamein en hjá karlmönnum er krabbamein í koki einnig algengt og tengist HPV-veirunni sömuleiðis. 

Innlent
Fréttamynd

Viðveru­stjórn er hluti af sér­fræðiþekkingu mann­auðs­fólks

Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega?

Innlent
Fréttamynd

Tár féllu, veður­guðir léku sér og stór­menni kvöddu sviðið

Þegar farið er yfir myndirnar sem ljósmyndarar og tökumenn fréttastofu Sýnar tóku á árinu 2025 má segja að mótmæli og pólitískar sviptingar hafi verið áberandi. Myndir af eldsumbrotum voru færri en árin á undan en í safninu er að finna fjölmörg önnur kunnuleg stef úr daglegu lífi samheldinnar þjóðar á hjara veraldar.

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld í djúpgámi í Kópa­vogi

Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær eða í nótt vegna slagsmála. Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að óskað hafi verið aðstoðar vegna slagsmála og að tilkynnt hafi verið um hnupl í bæði Kópavogi og Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eld í djúpgámi í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í rusla­gámi í Kefla­vík

Eldur kviknaði í stórum opnum ruslagámi hjá grenndargámnum fyrir utan gömlu slökkvistöðina í Keflavík í kvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldatertu en ekki er hægt að slá neinu á föstu í þeim efnum.

Innlent
Fréttamynd

„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“

Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. 

Innlent
Fréttamynd

Ráðast í út­tekt á hljóðdempun á höfuð­borgar­svæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hyggst ráðast í útttekt á notkun hljóðdempandi efna í lofti hér á landi í kjölfar stórbrunans í Sviss þar sem fjörutíu létu lífið eftir að kviknaði í lofti á skemmtistað. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að huga að því hverskonar hljóðdempun sé keypt.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnar­firði

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Héraðssóknari hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi ekki ástæðu til að krefjast varðhalds yfir honum þegar málið var á borði embættisins.

Innlent