Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Við­reisn gæti reynst í lykil­stöðu milli blokkanna

Það stefnir í gríðarlega spennandi kosningar í Reykjavík að mati stjórnmálafræðings sem telur að Viðreisn gæti endað í lykilstöðu milli blokkanna til hægri og vinstri. Hann telur óvíst hvort harður oddvitaslagur innan Sjálfstæðisflokksins yrði flokknum til gagns.

Innlent
Fréttamynd

Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári

Tap af rekstri Miðflokksins á árinu 2024 nam 133 milljónum króna samanborið við 24 milljóna króna rekstrarafgang árið á undan. Flokkurinn setti 141 milljón króna í kosningabaráttuna á Alþingi í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að koma út­lendinga­frum­varpi að á síðustu stundu

Viðreisnarliðar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar reynt var að koma frumvarpi dómsmálaráðherra um afturköllun verndar síbrotamanna á dagskrá þingsins á síðustu stundu. Formenn stjórnarandstöðuflokka mótmæltu tillögunni harðlega þar sem samkomulag um frestun þingfunda lægi þegar fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnar­skyldu

Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess.

Innlent
Fréttamynd

Naustin án bíla og eins og „löber“ með ís­lensku prjóna­mynstri

Til stendur að breyta Naustunum, götunni milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðborg Reykjavíkur, úr bílagötu í vistgötu og að framkvæmdum verði lokið næsta haust. Ný hönnun götunnar miðar að því að yfirborðið verði eins og klassískt íslenskt prjónamynstur sem lagt verði eins og „löber“ – það er langur borðdúkur – yfir veisluborð.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á kyrr­stæðan bíl á Suðurstrandarvegi

Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurstrandarveg við Þorlákshöfn eftir að ekið var á kyrrstæðan bíl um tíuleytið í morgun. Mikið brak og olía er á veginum en svo virðist sem ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki.

Innlent
Fréttamynd

„Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til

Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir tilefni til að bætur úr almannatryggingakerfinu vegna ellilífeyris fari að heyra sögunni til. Ríkisstjórnin hefur boðað umtalsverða hækkun frítekjumarks vegna lífeyrisgreiðslna til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu en Sigríður telur tímabært að hætt verði að líta á ellilífeyrisgreiðslur frá ríkinu sem sjálfsögð réttindi.

Innlent
Fréttamynd

Áttu að taka til­lit til þess að tals­maðurinn klikkaði

Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemdir við málsmeðferð kærunefndar útlendingamála og beint því til nefndarinnar að hún taki mál fyrir að nýju. Samkvæmt áliti var umfjöllun nefndarinnar áfátt og er henni bent á að taka tillit til sjónarmiða umboðsmanns í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún vin­sælli en Agnes og traust til kirkjunnar á upp­leið

Rétt tæpur helmingur þjóðarinnar ber mikið traust til Þjóðkirkjunnar, ríflega tuttugu prósent segjast bera lítið traust en tæpur þriðjungur kveðst hvorki bera mikið né lítið traust til kirkjunnar samkvæmt nýrri könnun Gallup. Traust til stofnunarinnar hefur vaxið töluvert undanfarin tvö ár en umtalsvert meiri ánægja mælist með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups en með störf forvera hennar í embætti.

Innlent
Fréttamynd

Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjár­hags­lega á að hafa banað föður sínum

Upp hafa komið mál á Íslandi þar sem einstaklingar hafa verið sviptir erfðarétti eftir að hafa valdið arfleifanda bana en þau eru afar fá. Héraðsdómur Reykjaness vísaði í gær frá kröfu hálfbróður Margrétar Höllu Löf um að hún yrði svipt erfðaréttinum eftir að hafa banað föður þeirra. Þannig kann Margrét á endanum að hagnast fjárhagslega af því að hafa myrt föður sinn.

Innlent
Fréttamynd

Björg býður ungliðum til fundar

Björg Magnúsdóttir er sögð ætla í oddvitaslag í Viðreisn í borginni og hefur hún boðið ungliðum flokksins til fundar. Björg gekk til liðs við flokkinn í september. 

Innlent
Fréttamynd

Staðin að því að stinga inn á sig snyrti­vörum

Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið. Í yfirliti lögreglu er aðeins getið um eina handtöku en þar var um að ræða konu sem ók undir áhrifum lyfja, auk þess sem hún var ekki með ökuréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Tak­marka fjölda nem­enda utan EES

Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár.

Innlent
Fréttamynd

Deildar meiningar um tölvu­póst sem ó­vart var sendur á alla í nefndinni

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið.

Innlent
Fréttamynd

Reglu­lega til­kynnt um þjófnað á vatni

Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir það reglulega gerast að tengt sé fram hjá mæli og vatni stolið. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um þjófnað á vatni frá Veitum á byggingarsvæði í Grafarvogi. Grétar Stefánsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð á Vínlandsleið, segir að á byggingarsvæðinu hafi verið að taka vatn fram hjá mæli. Um sé að ræða nýbyggingarsvæði.

Innlent