Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Teitur Þorkelsson leiðsögumaður kom að bílveltu í gær, nýársmorgun, við Kambana á Hellisheiði og furðar sig á því að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum. Í bílnum voru ferðamenn sem voru fluttir til Hveragerðis til aðhlynningar og voru ekki alvarlega slasaðir að sögn Teits. Hann segir þau þó hafa verið í miklu áfalli. Innlent 2.1.2026 08:25
Eldur í bíl við Breiðhellu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í bíl sem stóð við hringtorg við Breiðhellu í Hafnarfirði. Innlent 2.1.2026 08:19
Vinum hans ekki litist á blikuna „Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“ Innlent 2.1.2026 00:23
„Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir það vera sameiginlega ábyrgð Íslendinga að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. „Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum.“ Innlent 1.1.2026 14:08
Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fleirum finnst Flokki fólksins ganga illa heldur en vel að koma málum sínum til framkvæmda í núverandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Alla jafna þykir almenningi samt núverandi stjórnarflokkum ganga betur að hrinda málum sínum í framkvæmd saman borið við fyrrverandi ríkisstjórn í desember 2023. Innlent 1.1.2026 13:34
Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fimmtán manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík vegna flugeldaslysa í gærkvöldi og í nótt. Þar af voru átta sem leituðu á spítalann vegna áverka á augum. Innlent 1.1.2026 11:07
Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Skjálfti af stærðinni 4,2 mældist í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan níu í morgun, nýársdag. Innlent 1.1.2026 09:29
Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Innlent 1.1.2026 09:19
Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Slökkviliðið var boðað út rúmlega tuttugu sinnum á höfuðborgarsvæðinu til að slökkva elda sem kviknað höfðu vegna flugelda. Í flestum tilfellum var eldsvoðinn smávægilegur. Innlent 1.1.2026 09:13
Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, rekstrarstjóri Tulipop, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer þann 24. janúar næstkomandi. Innlent 1.1.2026 08:57
Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir jól hafi tekist afar vel og að endurhæfing sé nú hafin af fullum krafti. Hann segist hlakka til að mæta aftur til starfa þegar hann hafi náð sér á fullu. Innlent 1.1.2026 08:48
Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Hláturinn lengir lífið, sagði einhver og er sú gullna regla í hávegum höfð á fréttastofu Sýnar. Við skyggnumst á bak við tjöldin í störfum fréttastofunnar við árslok og gerum hér upp liðið ár á okkar hátt. Innlent 1.1.2026 07:13
Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Fyrsta barn ársins 2026 á Íslandi lét ekki bíða lengi eftir sér og kom í heiminn klukkan 00:24 eftir því sem fréttastofa kemst næst. Um var að ræða dreng. Mikið hefur verið um að vera á fæðingardeild Landspítalans í nótt. Innlent 1.1.2026 07:07
Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Heppinn miðahafi á Íslandi vann í gærkvöldi fyrsta vinning í Vikinglottói og varð þá 642 milljónum ríkari. Innlent 1.1.2026 06:55
Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.1.2026 06:51
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2026 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta. Innlent 31.12.2025 23:53
Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans. Innlent 31.12.2025 17:34
Simmi vinsælasti leynigesturinn Tæplega 27 prósent landsmanna segja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins vera þann flokksformann sem þeir vildu helst fá sem óvæntan gest í nýárspartíið sitt, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það kom Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í opna skjöldu að hún væri í öðru sæti „ekki nema fólk sé að búast við nikkunni.“ Innlent 31.12.2025 17:08
„Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir Samfylkinguna og Viðreisn hafa slegið Íslandsmet í svikum á kosningaloforðum. Innlent 31.12.2025 15:19
Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kom Ingu Sæland, samráðherra sínum, til varnar og sagði tal um samstarfskonu sína í kjölfar síðustu kosninga ekki til sóma. Innlent 31.12.2025 15:12
Gummi lögga er maður ársins 2025 Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól. Innlent 31.12.2025 15:06
Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi náð árangri þó að upplifun fólks kunni að vera önnur. Ný könnun varpar ljósi á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi ekki staðist væntingar almennings. Innlent 31.12.2025 14:37
„Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega fyrirheit ríkisstjórnarinnar um atkvæðagreiðslu vegna viðræðna við Evrópusambandið í Kryddsíld. Innlent 31.12.2025 14:35
Vara við hættu á sinubruna Slökkviliðsstjórar á Norðurlandi biðja fólk um að fara afar varlega með skotelda og opinn eld í dag vegna hættu á gróðureldum. Afar þurrt sé í veðri, gróður á Norðurlandi mjög þurr og því hætta á að eldur breiðist hratt út ef hann kemst í sinu. Innlent 31.12.2025 14:28