Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bindur vonir við Vor til vinstri

Fráfarandi formaður Vinstri grænna vonar að vinstri flokkum í Reykjavík takist að stilla saman strengi undir framboðinu Vor til vinstri. Sjálf er hún að yfirgefa hið pólitíska svið eftir tuttugu ár í stjórnmálum. Undanfarið hefur hún verið að skrifa og hugsar sér jafnvel að gefa út bók enda þurfi að halda ýmsu til haga, eins og hún orðar það.

Innlent
Fréttamynd

Von­brigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gagnrýni sveitarstjóra Mýrdalshrepps á Vegagerðina og stjórnvöld en hann sakar þau um aðgerðarleysi. Mikill sjór gekk á land við Vík í vikunni en að hans mati mun þjóðvegurinn fara í sundur að öllu óbreyttu.

Innlent
Fréttamynd

Morgun­dagurinn sá stysti á árinu

Dagurinn á morgun, sunnudagur, verður sá stysti á árinu á norðurhveli jarðarinnar. Hér á Íslandi fáum við dagsbirtu í eingöngu rétt rúma fjóra tíma á morgun en við getum þó huggað okkur við það að eftir það verður hver dagurinn lengri en sá sem kom á undan.

Innlent
Fréttamynd

Svona á að raða í upp­þvotta­vélina

Skólastjóri Hússtjórnarskólans segir mikilvægt að borðbúnaði sé raðað rétt í uppþvottavél, til að spara orku og ná sem bestum þvotti. Sambandsráðgjafi segir verkaskiptingu á heimili oft koma upp í ráðgjöf en endurspegli þá önnur vandamál.

Innlent
Fréttamynd

„Verður vonandi til að styrkja ís­lensku einka­reknu miðlana“

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir nýjar aðgerir menningarmálaráðherra afar jákvæðar fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild. Verið sé að viðurkenn mikilvægt hlutverk blaðamennsku. Hún biðlar til samfélagsins að taka þátt í að styðja við íslenska fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Fram­lög til einka­rekinna fjöl­miðla næstum tvö­faldast

Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2.

Innlent
Fréttamynd

Stór­aukið fjár­magn til Frú Ragn­heiðar

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert áframhaldandi samkomulag um samning um skaðaminnkandi þjónustuna Frú Ragnheiði. Ýmsar breytingar eru í samningnum og fær verkefnið mun meira fjármagn en áður.

Innlent
Fréttamynd

Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild

Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess.

Innlent
Fréttamynd

Bæta hjóla- og göngu­stíga í Breið­holti, Grafar­holti og í Elliða­ár­dal

Áætlað er að hefja framkvæmdir við hjóla- og göngustíga við Suðurfell í Breiðholti, Vínlandsleið í Grafarholti og í Elliðaárdal í stað stokks á næsta ári. Til viðbótar verður haldið áfram við gerð stíga í Skógarhlíð og við Arnarnesveg í samvinnu með Betri samgöngum. Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði um fjórir kílómetrar á árinu 2026 þannig að í lok árs verði þeir rúmlega 50 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Lítið snjó­flóð féll á snjótroðara í Hlíðar­fjalli

Lítið snjóflóð féll á snjótroðara sem var við vinnu í Hlíðarfjalli í gær. Starfsmaður slasaði sig ekki og ekkert tjón varð á troðaranum þegar flóðið féll á hliðina á honum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir starfsmann hafa komið sér niður af fjallinu eftir flóðið.

Innlent
Fréttamynd

Tímamótasamningur Sjúkra­trygginga og SÁÁ

Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknsjúkdómi. Samningurinn er sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og felur í sér mikilvæga viðurkenningu á fíknsjúkdómi sem alvarlegum og langvinnum heilbrigðisvanda sem krefst samfelldrar og faglegrar meðferðar.

Innlent