Innlent

Fréttamynd

Auka sýni­leika milli rýma á leik­skólum

Borgarráð hefur samþykkt tillögur um úrbætur í leikskólum Reykjavíkur, sem óskað var eftir í kjölfar þess að Múlaborgarmálið kom fyrst upp. Reynt verður að komast hjá því að starfsfólk geti verið eitt með barni og leikskólastjórar fá aðstoð í ráðningarferlinu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Al­gjört vand­ræða­mál og sorg­legt“

Íbúi í Skerjafirði segir ljóst að hjólhýsabyggð eigi ekki heima í hverfinu og hefur áhyggjur af því að fasteignamat lækki verði úr áformunum. Fyrrverandi borgarstjóri segir hjólhýsabyggð ekki eiga heima í borgarlandinu.

Innlent
Fréttamynd

Þau eru nýir tals­menn fatlaðs fólks á þingi

Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Vitinn á Gjögur­tá fall­inn í sjó fram

Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, er fallinn í sjó fram. Í byrjun júní höfðu sjófarendur á svæðinu samband við Vaktstöð siglinga og greindu frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. 

Innlent
Fréttamynd

Kom ekki til greina hjá starfs­hópi en nú lík­leg niður­staða

Hjólhýsabyggð á Sævarhöfða verður líklega fundið nýtt heimili í Skerjafirði. Íbúi á Sævarhöfða segir að þau muni koma sér fyrir á svæðinu fyrir jól en formaður borgarráðs segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun í málinu. Skerjafjörður kom ekki til greina í tillögu starfshóps sem vann að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sjö sækja um tvær lausar stöður

Sjö sóttu um tvær lausar stöður dómara við Landsrétt. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara við Landsrétt og hins vegar er um að ræða setningu í embætti. Á listanum er að finna fimm héraðsdómara, einn lögmann og einn dósent í lögfræði.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að flytja starf­semi Vogs

SÁÁ hyggjast flytja starfsemi sjúkrahússins Vogs upp á Kjalarnes, þar sem önnur starfsemi samtakanna fer fram. Formaður SÁÁ segir um langtímaáætlun að ræða en draumurinn sé að hefja framkvæmdir á stórafmæli samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf

Maður með mikið ofnæmi segir ný lög um gæludýr í fjölbýlishúsum skorta allan fyrirsjáanleika. Hann hafi sjálfur þurft að flýja heimili sitt vegna hunda í sameign, og ofnæmislyf hafi þar engu breytt.

Innlent
Fréttamynd

Skortir lækna í Breið­holti

Heimilislækna skortir á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti. Yfirmaður hjá heilsugæslunni segir íbúa ekki þurfa að örvænta vegna málsins, þjónusta við íbúa verði tryggð. Málið sé hinsvegar lýsandi fyrir stöðuna á landsvísu, hún hvetur lækna til að sækja um.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur

Niðurstöður úr nýrri lestrarkönnun, meðal Íslendinga 18 ára og eldri, sýna að þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa og/eða hlusta á bækur. Heildartíminn sem fólk ver í lestur hefur minnkað síðustu ár. Fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur en áður, fleiri karlar en konur.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að daðra við rasíska sam­særis­kenningu

Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Péturs­son er látinn

Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar

Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur

Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar.

Innlent
Fréttamynd

Bregðast ekki við bíla­stæða­vanda við skíða­svæði í Reykja­vík

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir ekki til fjármagn til að bregðast við óþægindum sem íbúar í Dalhúsum í Grafarvogi verða fyrir vegna mikillar aðsóknar að skíðasvæðinu í Húsahverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að tillaga þeirra um úrbætur á svæðinu hafi verið felld á fundi ráðsins. 

Innlent