Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þáttur Trumps gífur­lega mikil­vægur

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur tvísýnt að vopnahlé Ísraela og Hamas haldi. Hann og alþjóðastjórnmálafræðingur sammælast um að hlutverk Bandaríkjaforseta sé gífurlega mikilvægt í vopnahlésviðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

„Barnið mitt dó á ykkar vakt“

„Það er löngu komin tími til að þú, Guðmundur Ingi og þitt ráðuneyti, hysjið upp um ykkur, takið ábyrgð og sýnið það í verki, áður en að fleiri börn deyja á ykkar vakt. Því barnið mitt dó á ykkar vakt og það er blákaldur sannleikurinn,“ skrifar móðir sautján ára drengs sem lést í eldsvoðanum á Stuðlum fyrir ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

Sundabrú minnir á helsta kenni­leiti Norður-Noregs

Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir hand­leiðslu og sál­gæslu fyrir viðbragðsaðila

Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta.

Innlent
Fréttamynd

Veru­lega á­hyggju­full og þorir ekki heim til Banda­ríkjanna

Veronica Fríða Callahan, hálfíslensk og hálfbandarísk kona, segir ekkert annað hafa komið til greina en að skipuleggja No Kings mótmæli hér á Íslandi í dag líkt og var gert í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hópur fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans.

Innlent
Fréttamynd

Lilja Rann­veig nýr ritari Fram­sóknar­flokksins

Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ó­á­kveðið“

„Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef aldrei skorast undan á­byrgð“

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann komi til með að sækjast eftir embætti formanns. Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti í dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram.

Innlent
Fréttamynd

Allt bendir til verk­falls

Allt bendir til að flugumferðarstjórar fari í verkfall annað kvöld. Engin niðurstaða fékkst á fundi í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður.

Innlent
Fréttamynd

Juli­an Ass­an­ge í heim­sókn á Ís­landi

Julian Assange, blaðamaður og stofnandi Wikileaks, er staddur á Íslandi í stuttri heimsókn. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir að Assange hafi komið hingað í frí en auðvitað komi vinnan eitthvað til tals.

Innlent
Fréttamynd

Varað við hálku á Hellis­heiði

Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi.

Innlent
Fréttamynd

Já­kvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt

Rafvarnarvopnum hefur verið beitt sjö sinnum frá því að þau voru tekin í notkun á síðasta ári en hafa verið notuð talsvert oftar til að ógna. Oftast virðist duga að nota tækið til að ógna og telur afbrotafræðingur það jákvætt.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­menn velja sér ritara

Framsóknarmenn kjósa sér nýjan ritara á fundi miðstjórnar flokksins í dag. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír eru í framboði til ritara en það eru þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Dró upp hníf í mið­bænum

Lögregla var kölluð til vegna manns í miðbæ Reykjavíkur sem var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, en ekkert samband náðist við hann vegna vímuástands.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi sendir út neyðar­kall

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sendir út neyðarkall og gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki gætt nógu vel að íslenskunni. Hún sé nú komin í ræsið og hann óttist að tungumálið verði ekki svipur hjá sjón eftir aðeins nokkra áratugi.

Innlent