Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Miklar umferðartafir eru í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs á hringtorginu við gatnamót Suðurgötu og Hringbrautar. Lögreglumenn stýra umferð á vettvangi en töluverð hálka er á svæðinu. Innlent 10.1.2026 17:29
Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að endurskoða 24 verkbeiðnir vegna ríkisborgara frá Venesúela sem flytja á til Venesúela. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun fylgist starfsfólk náið með stöðunni. Alls eru óafgreiddar 70 umsóknir Útlendingastofnunar um vernd frá ríkisborgurum Venesúela. Innlent 10.1.2026 16:41
Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur á móti Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli á morgun. Hann stoppar stutt á flugvellinum á leið vestur um haf, þar sem hann á fund með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Innlent 10.1.2026 15:55
Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Nettó í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar kom til átaka milli starfsmanns og karlmanns sem staðinn var að því að stela sígarettum úr versluninni. Innlent 10.1.2026 13:02
Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Formaður Kennarasambandsins hvetur nýjan menntamálaráðherra til að líta heildstætt á skólamálin frekar en að kenna einni ákveðinni kennsluaðferð um skólavandann. Hann vonar að nú skapist stöðugleiki í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarna tólf mánuði. Innlent 10.1.2026 12:27
Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Formaður Kennarasambands Íslands hvetur nýjan menntamálaráðherra til að leita ekki skyndilausna í skólamálum, eftir að ummæli sem hún lét falla fóru öfugt ofan í kennara. Hann vonar að stöðugleiki skapist nú í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarið ár. Innlent 10.1.2026 11:44
Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Barna- og innilaug í Sundhöll Reykjavíkur hefur verið lokað vegna bilunar í loftræstingunni. Aðstæðurnar eru ekki taldar öruggar. Innlent 10.1.2026 10:39
Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. Innlent 10.1.2026 09:45
Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega? Innlent 10.1.2026 09:02
Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Þegar farið er yfir myndirnar sem ljósmyndarar og tökumenn fréttastofu Sýnar tóku á árinu 2025 má segja að mótmæli og pólitískar sviptingar hafi verið áberandi. Myndir af eldsumbrotum voru færri en árin á undan en í safninu er að finna fjölmörg önnur kunnuleg stef úr daglegu lífi samheldinnar þjóðar á hjara veraldar. Innlent 10.1.2026 09:02
Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær eða í nótt vegna slagsmála. Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að óskað hafi verið aðstoðar vegna slagsmála og að tilkynnt hafi verið um hnupl í bæði Kópavogi og Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eld í djúpgámi í Kópavogi. Innlent 10.1.2026 07:15
Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Átján ára íslenskur skiptinemi í Tyrklandi slapp með skrekkinn í innanlandsflugi ytri þegar gríðarmikil ókyrrð skók vélina. Átta slösuðust alvarlega. Hún lýsir því hvernig fólk bað til guðs, hágrét af ótta og mæður ríghéldu í börnin sín á meðan flugvélin var í frjálsu falli. Innlent 10.1.2026 07:01
Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Eldur kviknaði í stórum opnum ruslagámi hjá grenndargámnum fyrir utan gömlu slökkvistöðina í Keflavík í kvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldatertu en ekki er hægt að slá neinu á föstu í þeim efnum. Innlent 10.1.2026 00:14
„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. Innlent 9.1.2026 22:53
Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu héraðssaksóknara yfir manni sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Innlent 9.1.2026 21:46
Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hyggst ráðast í útttekt á notkun hljóðdempandi efna í lofti hér á landi í kjölfar stórbrunans í Sviss þar sem fjörutíu létu lífið eftir að kviknaði í lofti á skemmtistað. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að huga að því hverskonar hljóðdempun sé keypt. Innlent 9.1.2026 21:02
Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Frítt verður fyrir börn í sex tíma á dag í leikskólum Hveragerðisbæjar frá 1. febrúar næstkomandi en frítt hefur verið fyrstu fimm klukkustundirnar frá 1. janúar síðastliðnum. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn í gær, 8. janúar. Innlent 9.1.2026 20:05
Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Héraðssóknari hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi ekki ástæðu til að krefjast varðhalds yfir honum þegar málið var á borði embættisins. Innlent 9.1.2026 18:46
Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Miklar umferðartafir urðu á Hellisheiði vegna umferðarslyss tveggja bíla við gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar. Tveir voru í hvorum bíl og enginn var fluttur á sjúkrahús eða slasaðist alvarlega. Innlent 9.1.2026 18:13
Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn á heimili í Hafnarfirði og brjóta þar gegn tíu ára dreng. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar á Sýn klukkan hálf sjö. Innlent 9.1.2026 18:02
„Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð. Innlent 9.1.2026 15:56
Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur frá Hafnarfjarðarbæ fyrir að hafa afhent fjölmiðlum skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Deloitte. Í skýrslunni hafi falist aðdróttun um að Jón Rúnar hefði stundað siðferðislega ámælisverð viðskipti. Innlent 9.1.2026 15:51
Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja fólk á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 7. febrúar næstkomandi. Enn sem komið er hefur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, einn lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins áfram í borginni. Hann er áfram um að fella þurfi meirihlutann í borginni og ítrekar að samstarf með Samfylkingu hugnist honum ekki. Innlent 9.1.2026 14:42
Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Styrkur svifryks hefur mælst hár í höfuðborginni í dag. Reykjavíkurborg hvetur almenning til að hvíla einkabílinn og geyma ferðir sem eru ekki aðkallandi. Innlent 9.1.2026 13:29