Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Í hádegisfréttum verður fjallað um mál skólameistara Borgarholtsskóla sem segist ekki í nokkrum vafa um að Inga Sæland hafi beitt sér fyrir því að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar. Innlent 4.12.2025 11:43
Ungliðar undirrita drengskaparheit Anton Sveinn McKee og Viktor Pétur Sveinsson tóku í fyrsta sinn sæti á Alþingi í dag sem varaþingmenn fyrir Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Báðir hafa Anton og Viktor verið virkir í ungliðahreyfingum sinna stjórnmálaflokka en þeir undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Innlent 4.12.2025 11:25
Enn skorað á Willum Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópavogi hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á Willum Þór Þórsson, forseta ÍSÍ og fyrrverandi ráðherra og þingmann flokksins, að bjóða sig fram til formennsku í Framsókn á næsta flokksþingi sem haldið verður í febrúar. Innlent 4.12.2025 11:24
Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent 4.12.2025 09:09
Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að því að Reykjavíkurborg braut ekki jafnréttislög með því að segja upp matráði við leikskóla í september 2023 á meðan hún var í fæðingarorlofi. Ákveðið var að útvista mötuneytisþjónustu til einkaaðila. Tvö stöðugildi voru lögð niður við breytingarnar en annar starfsmaðurinn var færður til í starfi. Konan vildi ekki þiggja annað starf hjá leikskólanum við breytingarnar eða hjá fyrirtækinu sem tók við mötuneytinu. Innlent 4.12.2025 07:33
Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir stefnt að því að opna meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholti um áramótin og að ráðuneytið muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það opni á réttum tíma. Innlent 4.12.2025 06:33
Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ „Inga hringdi í janúar, ég fékk bara símann frá skiptiborðinu, og hún var ekki í neinu jafnvægi; byrjaði strax að hella sér yfir mig, ákaflega reið og bókstaflega öskraði í símann að það væri búið að stela glænýjum Nike-skóm af barnabarninu.“ Innlent 4.12.2025 06:33
Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Íbúar við Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðu niðurrifi tveggja húsa til að byggja stærri fjölbýlishús á reitnum. Framtíð hverfisins sé í húfi. Eigandi húss sem stendur til að rífa segir það mjög illa farið. Borgarfulltrúi blæs á gagnrýni að arkitekt sitji beggja vegna borðsins. Innlent 4.12.2025 06:02
Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, fagnar auknum framlögum til sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlögum næsta árs. Hún þekkir það af eigin raun að hver og ein mínúta kann að skipta máli þegar kemur að sjúkraflutningum. Innlent 3.12.2025 21:58
Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. Innlent 3.12.2025 21:10
Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Fjórtán tólf ára gömul börn hafa leitað til Foreldrahúss vegna áfengis- eða vímuefnavanda á þessu ári. Aldrei áður hafa jafn ung börn leitað þangað og segir framkvæmdastjórinn þetta til marks um vaxandi vanda. Innlent 3.12.2025 19:47
Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Fjórir erlendir ríkisborgarar hafa verið handteknir vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings í tveimur aðskildum málum í tengslum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Það tók tollgæslu marga klukkutíma að finna efnin sem voru kyrfilega falin í bílum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að samfélagið verði að staldra við og spyrja sig af hverju eftirspurnin eftir fíkniefnum sé svona mikil. Innlent 3.12.2025 19:10
Banaslys á Fjarðarheiði Farþegi í annarri tveggja bifreiða sem rákust saman á Fjarðarheiði í dag er látinn. Innlent 3.12.2025 18:42
Hættir sem ritstjóri Kastljóss Baldvin Þór Bergsson hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Kastljóss og hyggst einbeita sér að störfum sínum sem varafréttastjóri og ritstjóri fréttatengdra þátta hjá Ríkisútvarpinu. Innlent 3.12.2025 18:22
Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Fjórtán tólf ára gömul börn og foreldrar þeirra hafa leitað í Foreldrahús vegna áfengis- eða vímuefnavanda á þessu ári. Aldrei hafa jafn ung börn leitað þangað áður og segir framkvæmdastjórinn þetta til marks um vaxandi vanda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum á Sýn. Innlent 3.12.2025 18:01
Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Máli Héraðssaksóknara á hendur þremur mönnum, sem grunaðir voru um að hafa kveikt í Teslu-bifreið lögreglumanns, hefur verið vísað frá dómi. Ákært var fyrir eignaspjöll en Héraðssaksóknari fer ekki með ákæruvald í slíkum málum nema með leyfi Ríkissaksóknara. Slíks leyfis var ekki aflað og því átti ákæran ekkert erindi fyrir dómi. Ellefu milljóna króna málskostnaður sakborninga fellur á ríkið vegna málsins. Innlent 3.12.2025 16:47
Ekkert verður af áttafréttum Ríkisútvarpið hefur fallið frá ákvörðuninni um að færa útsendingartíma sjónvarpsfrétta. Til stóð að sjöfréttir yrðu sendar út klukkan átta. Fréttastjóri segir boðaðar breytingar stjórnvalda á auglýsingasölu miðilsins hafi haft áhrif á ákvörðunina. Innlent 3.12.2025 16:46
Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Enn er unnið á rannsókn á vettvangi efir árekstur tveggja bíla á Fjarðarheiði öðrum tímanum í dag. Einn er talinn alvarlega slasaður en átta voru í bílunum tveimur. Innlent 3.12.2025 16:39
Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Þingmanni Sjálfstæðisflokksins er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum. Hann segir ákvörðun ráðherra hættulega og einkennast af ógnarstjórn. Innlent 3.12.2025 16:07
Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Umboðsmaður Alþingis tók út aðstöðu, aðbúnað og meðferð þeirra sem eru í haldi lögreglunnar á Vesturlandi. Meðal tilmæla var að setja þyrfti upp klukku og hátta málum svo vistaðir geti fengið að nota salernið í næði. Innlent 3.12.2025 15:30
Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Vegurinn um Fjarðarheiði er lokaður sem stendur vegna umferðarslyss. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður á meðan viðbragðsaðilar sinna störfum á vettvangi. Slysið varð við árekstur tveggja bifreiða, nokkrir farþegar auk ökumanna voru í bílunum en ekki liggur fyrir hve margir eru slasaðir né hvort um alvarleg slys sé að ræða. Innlent 3.12.2025 15:06
Eldur í bíl á Reykjanesbraut Eldur kviknaði í bíl á Reykjanesbraut um hálf tvö. Búið er að slökkva eldinn. Innlent 3.12.2025 14:03
Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt Innlent 3.12.2025 13:56
Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. Innlent 3.12.2025 13:52