Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Dyggur viðskiptavinur Krónunnar rak upp stór augu þegar hann uppgötvaði að hnífsblað leyndist í innpakkaðri frosinni pítsu í gær. Sá lét hinn óvænta fund ekki á sig fá, skilaði pítsunni aftur í Krónuna í skiptum fyrir aðra af sömu tegund, sem þó var laus við öll hnífsblöð. Neytendur 29.12.2025 20:15
Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Anna Rakel Ólafsdóttir hélt vægast sagt veglega skötuveislu í Haag í Hollandi þar sem hún er búsett á Þorláksmessu. Hún hafði pantað sex hundruð grömm af skötu fyrir þá fáu fjölskyldumeðlimi sem bera sér skötu til munns en barst sex þúsund grömm. Lífið 25.12.2025 17:47
Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Árleg Þorláksmessuveisla fór fram á Ölver í Laugardal í dag þar sem gestir streymdu að til þess að gæða sér á kæstri skötu, þó álitamál væri hve kæst hún ætti að vera. Fréttamaður fetaði í fótspor annarra fréttamanna fréttastofunnar í gegnum árin og gæddi sér á þeirri kæstu í fyrsta sinn. Lífið 23.12.2025 21:00
Jólakjötið töluvert dýrara í ár Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari. Neytendur 16. desember 2025 11:44
„Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Hjónin Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir eru að vinna í ýmsum verkefnum saman og ræddi Vala Matt við þau hjónin í Íslandi í dag á Sýn í gær. Þau eru einstaklega samrýmd en á þeirra heimili er það þannig að Saga eldar hreinlega aldrei. Lífið 16. desember 2025 11:16
Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Það eru vægast sagt fróðlegt og gagnlegt að taka samtalið við Sigrúnu Þorsteinsdóttur barna- og heilsusálfræðing og doktor í heilsueflingu um matvendni barna. Áskorun 14. desember 2025 08:00
Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Glæný mjög flott mathöll er komin í Smáralindina og er staðsett á því svæði sem áður gekk undir nafninu Vetrargarðurinn og er meðal annars í nýrri viðbyggingu. Og þar eru veitingastaðir allt frá því að vera skyndibitastaðir og upp í meiri matarupplifun. Lífið 12. desember 2025 11:03
„Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Fangi á Litla-Hrauni segir útgáfu matreiðslubókar vera verkefni sem hafi gefið honum mikið. Hann segir hæfni fanga vannýtta og þegar öllu sé á botninn hvolft snúist vinna sem þessi um hvernig einstaklinga við viljum fá aftur út í samfélagið. Innlent 11. desember 2025 21:03
Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Veitingastaðurinn Grazie Trattoria opnaði í apríl 2022 í glæsilegu nýju húsnæði við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval ítalskra rétta og ekta ítalska og heimilislega stemningu enda er margt starfsfólk frá Ítalíu auk þess sem meðalaldur starfsfólk er hærri en gengur og gerist í veitingageiranum. Grazie Trattoria er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 11. desember 2025 09:55
„Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Meirihluti almennings er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum til að sporna við ofþyngd barna. Krabbameinsfélagið segir offitu nú einn stærsta orsakavald krabbameina hérlendis sem hægt er að vinna gegn. Innlent 10. desember 2025 22:03
Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, segir aldrei hafa staðið til að hann myndi sjálfur sækja um stöðu yfirmanns mötuneytis á Litla Hrauni. Hann hafi tekið þátt í að móta starfsauglýsinguna og unnið að umbótaverkefnum í eldhúsinu en aldrei ætlað sér að sækja um sjálfur. Honum þykir fyndið að fólk hafi gefið sér að staðan hafi verið sérsniðin að honum sjálfum og kveðst fullviss um að í hópi þeirra sem sóttu um hafi verið fólk sem það gerði í þeim eina tilgangi að kæra ákvörðunina „þegar“ Jói yrði ráðinn. Innlent 10. desember 2025 08:30
Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Lavazza sérverslunin í Hagkaup í Smáralind er sannkölluð gullkista kaffisælkerans. Þar fæst úrval af kaffi, kaffifylgihlutum, gjafavörum og handgerðu súkkulaði. Kaffibarþjónar munu standa vaktina og bjóða uppá upp á ilmandi jólakaffi allar helgar fram að jólum. Lífið samstarf 9. desember 2025 08:25
Skinka og sígarettur Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Skoðun 8. desember 2025 17:01
Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Ocampo hefur látið af störfum sem þjálfari íslenska kokkalandsliðsins þar sem hún er komin í lið Íslands fyrir hina virtu keppni Boscuse d'Or. Viðskipti innlent 6. desember 2025 13:33
Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Uppskriftabókin Vatn og Brauð - Fangaréttir kom út í dag en þar er að finna fimmtíu uppskriftir eftir 35 fanga í íslenskum fangelsum. Fangavörðurinn Margrét Birgitta Davíðsdóttir er hugmyndasmiður og ritstjóri bókarinnar en bókin kemur loksins út fimm árum eftir að hún fékk hugmyndina. Menning 5. desember 2025 17:16
Vilja koma á óhollustuskatti Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti. Innlent 2. desember 2025 21:21
Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Í nýjasta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms ræðir eiginmaður forseta Björn Skúlason opinskátt um lífsstíl, lýðheilsu, karlmennsku og tilgang – og hvernig hans eigin vegferð hefur mótað vilja hans til að vera góð fyrirmynd og nýta nýtt hlutverk sitt til góðs í samfélaginu. Lífið 2. desember 2025 14:02
Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, var ekki meðal umsækjenda um starf yfirmanns mötuneytis fangelsisins að Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur rann út þann 25. nóvember en starfsauglýsingin hafði sætt gagnrýni þar sem hún var sögð klæðskerasniðin að Jóa Fel, sem er sambýlismaður forstöðukonu fangelsisins. Hann sinnti sumarafleysingum við eldhús fangelsisins, sem einnig þjónustar Hólmsheiði, en fangelsismálastjóri segir alrangt að auglýsingin hafi verið sérsniðin að nokkrum umsækjenda. Innlent 28. nóvember 2025 08:09
Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Þakkargjörðarhátíðin, eða Thanksgiving, er haldin hátíðleg á morgun. Hún á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur fest sig í sessi hjá mörgum hér á landi, þar sem fjölskylda og vinir koma saman til að njóta samveru og hátíðlegra veitinga, oftast með kalkún á borðum. Matur 26. nóvember 2025 19:30
Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Gummi Ben og Eva Laufey brettu upp ermar á dögunum og hentu í ítalska matarveislu fyrir þrjú hundruð manns. Lífið 26. nóvember 2025 17:02
Retinól-salat tekur yfir TikTok Orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ hefur lengi verið vinsælt en hefur verið sérstaklega útbreitt á TikTok undanfarna mánuði vegna ákveðins gulrótarsalats sem gengur undir nafninu retinól-salat og er talið vera gott fyrir húðina. Matur 26. nóvember 2025 16:10
Fordæmalaus skortur á skötu Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn. Neytendur 21. nóvember 2025 13:44
Betri en hefðbundnar sörur Jólaandinn færist smám saman yfir landsmenn, fagurskreytt hús lýsa upp göturnar og jólalög óma víða. Margir eru þegar byrjaðir að baka smákökur fyrir hátíðirnar og matgæðingurinn Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti uppskriftasíðunni Döðlur og smjör, er þar á meðal. Jól 21. nóvember 2025 12:58
Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Matarkompaní, sem sérhæfir sig í hádegismatar þjónustu og rekstri mötuneyta fyrir fyrirtæki, hefur þróað nýtt og einfalt pöntunarkerfi fyrir fyrirtæki sem vilja bjóða starfsfólki hollan og ferskan hádegismat. Kerfið hefur verið í þróun í nokkur ár og er nú komið í fulla notkun með frábærum árangri. Lífið samstarf 21. nóvember 2025 10:20