Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur sem vann sér sæti í Bestu-deild kvenna í haust er byrjað að styrkja hópinn fyrir næsta sumar og hefur samið við landsliðskonuna Natasha Anasi. Fótbolti 4.11.2025 19:02
Fram líka fljótt að finna nýja ást Framarar hafa ráðið Anton Inga Rúnarsson sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins í fótbolta og hann mun því stýra Fram í Bestu deildinni næsta sumar. Íslenski boltinn 4.11.2025 14:55
„Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Óskar Smári Haraldsson er nýr þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild kvenna. Eftir árangursríkan tíma hjá Fram en viðskilnað sem fór ekki eins og best verður á kosið. Óskar segist hann hafa fundið fyrir smá ástarsorg en að í þannig stöðu sé gott að finna nýja ást sem fyrst. Íslenski boltinn 4.11.2025 09:30
Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Katrín Ásbjörnsdóttir var lofuð í hástert í lokaþætti tímabilsins af Bestu mörkunum. Þessi frábæra knattspyrnukona fékk að spila fyrstu sekúndurnar í lokaleik tvöfaldra meistara Breiðabliks og var svo kvödd með virktum. Íslenski boltinn 21. október 2025 11:32
Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Þórður Þorsteinsson Þórðarson var valinn dómari ársins í Bestu deild kvenna af leikmönnum hennar. Íslenski boltinn 20. október 2025 16:01
Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Birta Georgsdóttir gaf verulega í fyrir framan markið á nýafstöðnu tímabili. Hún var valin besti leikmaður Bestu deildarinnar af leikmönnum hennar. Íslenski boltinn 20. október 2025 14:31
Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Nik Chamberlain, fráfarandi þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, skilur ekki af hverju Birta Georgsdóttir er ekki í íslenska landsliðinu. Íslenski boltinn 19. október 2025 10:31
Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Lokaumferð Bestu-deild kvenna fór fram í gær þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks fengu bikarinn afhentan en Blikar höfðu þegar tryggt sér titilinn og staðan í deildinni var nokkurn veginn ráðin fyrir umferðina. Fótbolti 19. október 2025 09:33
Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Breiðablik er Íslandsmeistari Bestu deildar kvenna 2025 en bikarinn fór loks á loft í gær þegar liðið lagði FH 3-2 á heimavelli í lokaumferð deildarinnar. Fótbolti 19. október 2025 09:02
„Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Breiðablik fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir 3-2 sigur á FH í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir varð markadrottning Bestu deildarinnar, en hún skoraði 23 mörk í deildinni. Íslenski boltinn 18. október 2025 17:53
„Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Breiðablik sigraði FH 3-2, í dramatískum leik í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Þetta var síðasti leikur Nic Chamberlain, þjálfara Breiðabliks, í Bestu deildinni, en hann tekur við Kristianstad eftir tímabilið. Íslenski boltinn 18. október 2025 17:24
„Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Matthías Guðmundsson segir að hann og leikmenn sínir hja kvennaliði Vals í fótbolta verði að læra af keppnistímabilinu sem lauk með 1-0 tapi liðsins gegn Þrótti í lokaumferð deildarinnar í dag. Íslenski boltinn 18. október 2025 17:08
„Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Ólafur Helgi Kristjánsson kveðst sáttur við tíma sinn sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta en liðið vann 1-0 sigur gegn Val í kveðjuleik hans í þeim hluta Laugardalsins. Íslenski boltinn 18. október 2025 16:48
Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Íslandsmeistarar Breiðabliks eiga bæði marka- og stoðsendingahæstu leikmenn Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 18. október 2025 16:44
Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni FH-ingurinn Thelma Karen Pálmadóttir var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar. Íslenski boltinn 18. október 2025 16:23
Birta valin best Blikinn Birta Georgsdóttir var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili af leikmönnum deildarinnar. Íslenski boltinn 18. október 2025 16:21
Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Víkingur og Stjarnan skildu jöfn 1-1 í lokaleik liðanna í dag í síðustu umferð Bestu deildar kvenna. Fótbolti 18. október 2025 16:15
Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu dramatískan sigur á FH, 3-2, í lokaumferð Bestu deildar kvenna í dag. Heiða Ragney Viðarsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Nánari umfjöllun á Vísi innan stundar. Íslenski boltinn 18. október 2025 16:05
Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Þróttur lagði Val að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 23. og síðustu umferð Bestu-deildar kvenna á Avis-vellinum í Laugardalnum í dag. Þetta var síðasti leikur Þróttar með Ólaf Helga Kristjánsson við stjórnvölinn en hann kvaddi liðið með sigri og stigameti. Íslenski boltinn 18. október 2025 15:48
Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Í dag fer Íslandsmeistaraskjöldurinn kvenna á loft en hann er ekki einu verðlaunin sem verða afhent í tengslum við Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 18. október 2025 08:32
Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Forráðamenn Breiðabliks flýta sér hægt í þjálfaraleit vegna brotthvarfs Englendingsins Nik Chamberlain. Íslenski boltinn 17. október 2025 12:46
Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Jóhann Kristinn Gunnarsson verður næsti þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta, eftir að hafa stýrt liði Þórs/KA síðustu ár. Íslenski boltinn 16. október 2025 15:03
Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Jóhann Kristinn Gunnarsson er hættur sem þjálfari Þór/KA í bestu deild kvenna en þetta kemur fram á miðlum félagsins. Íslenski boltinn 15. október 2025 18:08
Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Maður leiksins í leik Tindastóls og FHL í dag, Elísa Bríet Björnsdóttir, var þokkalega sátt með leik sinna kvenna og eigin leik í dag. Hún skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í 5-2 sigri Stólanna. Fótbolti 11. október 2025 17:24