„Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Bandaríski sóknarmaðurinn Samantha Rose Smith hefur gengið frá samningi við Breiðablik út næsta tímabil og spilar því áfram með Kópavogsliðinu í Bestu deild kvenna sumarið 2025. Íslenski boltinn 10.12.2024 23:33
Verður áfram í grænu næsta sumar Samantha Rose Smith verður áfram með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð. Þetta eru risastórar fréttir fyrir komandi fótboltasumar hér á landi. Íslenski boltinn 9.12.2024 17:30
Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Arnór Smárason hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi. Íslenski boltinn 8.12.2024 11:26
Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn 12.11.2024 16:46
Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Mikil gleði var í Kópavogi í sumar þar sem bæði karla- og kvennalið Breiðabliks urðu Íslandsmeistarar. Gleðin var ekki síst á heimili parsins Damirs Muminovic og Katrínar Ásbjörnsdóttur sem unnu hvor sinn titilinn. Íslenski boltinn 12. nóvember 2024 08:01
„Velkomin í dal draumanna“ Fram verður með í Bestu deild kvenna í fótbolta næsta sumar og félagið er byrjað að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Íslenski boltinn 10. nóvember 2024 14:31
Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Knattspyrnukonurnar, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod, eignuðust dreng í lok október. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna. Lífið 7. nóvember 2024 09:44
Haraldur hættir hjá Víkingi Eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Víkings í fjórtán ár hefur Haraldur Haraldsson ákveðið að hætta hjá félaginu. Íslenski boltinn 31. október 2024 11:17
Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Matthías Guðmundsson og Kristján Guðmundsson eru nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta. Þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins og taka við af Pétri Péturssyni. Íslenski boltinn 30. október 2024 11:32
Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er á leið til sænska félagsins BK Häcken. Þetta staðfesti fyrrum félag hennar Valur í annað sinn nú í kvöld, mánudag. Íslenski boltinn 28. október 2024 20:15
Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Bæði Breiðabliksliðin eru Íslandsmeistari í fótbolta því í gær lék karlaliðið eftir afrek kvennaliðsins frá því fyrr í haust. Íslenski boltinn 28. október 2024 14:32
Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt. Íslenski boltinn 28. október 2024 14:02
Pétur hættur með Val Eftir sjö ár við stjórnvölinn er Pétur Pétursson hættur sem þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta. Íslenski boltinn 27. október 2024 16:51
Baráttan um Besta sætið: „Heyrðu Kjartan, farðu ekki að grenja maður“ Vísir frumsýnir í dag vetrarauglýsingu Stöðvar 2 Sports en þar koma við sögu flestar stjörnur stöðvarinnar. Sport 24. október 2024 12:18
Valur eyddi færslu um stærstu söluna Valsmenn hafa tekið úr birtingu færslu sem ekki stóð til að færi strax í loftið, um sölu á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til Häcken í Svíþjóð. Fótbolti 23. október 2024 10:24
Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum. Fótbolti 20. október 2024 10:00
Fanney seld fyrir upphæð sem „ekki hefur sést“ og Tinna kemur í staðinn Valsmenn hafa nú staðfest söluna á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til sænska úrvalsdeildarfélagsins Häcken, og hafa aldrei selt knattspyrnukonu fyrir hærri upphæð. Tinna Brá Magnúsdóttir kemur frá Fylki og fyllir í hennar skarð. Íslenski boltinn 18. október 2024 19:32
Fanney sögð á leið til Svíþjóðar Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er sögð hafa samið við lið Häcken í Svíþjóð. Íslenski boltinn 18. október 2024 14:01
Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. Íslenski boltinn 18. október 2024 08:03
Börkur hættir hjá Val Börkur Edvardsson ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns eða stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á næsta haustfundi félagsins 21. október. Íslenski boltinn 15. október 2024 14:22
Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn með Val í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift í vikunni, í óþökk þjálfara hennar sem vilja halda henni. Íslenski boltinn 11. október 2024 07:32
„Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni. Íslenski boltinn 10. október 2024 12:33
Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson segir stjórnarmenn knattspyrnudeildar Fylkis hafa gengið á bak orða sinna með því að hætta við að framlengja samning við hann um að þjálfa áfram kvennalið félagsins. Íslenski boltinn 8. október 2024 12:59
Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. Íslenski boltinn 8. október 2024 09:01
Varði mark botnliðsins en bar samt af Á laugardag lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þá var þegar ljóst að Fylkir og Keflavík væru fallin niður í Lengjudeildina en það var markvörður botnliðsins sem bar af þegar skoðað er markverðir komu í veg fyrir flest mörk á leiktíðinni. Íslenski boltinn 7. október 2024 22:15