Auðlindarentan heim í hérað Arna Lára Jónsdóttir skrifar 6. júní 2025 12:31 Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Verkefnin sem fengu styrk í ár eru fjölbreytt innviðaverkefni í þessum samfélögum á sviði brunavarna, skóla- og íþróttamannvirkja, vatns- og fráveituverkefni svo dæmi séu tekin. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að innheimta eigi réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Úthlutun fiskeldissjóðs er fyrirtaksdæmi um slíkt. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar fiskeldissjóðs í þá átt að sveitarfélögin þurfi ekki að skrifa umsóknir til sjóðsins heldur fái fullt vald yfir því að ákveða sjálf hvaða verkefni eru mikilvæg í þeirra samfélagi. Við verðum þó að gera meira. Ríkisstjórnin hyggur á frekari aðgerðir í þessum anda. Í því tilliti má nefna áform innviðaráðherra um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga sem eru til umsagnar í samráðsgátt. Þau fjalla um skattlagningu orkumannvirkja og afnám á undanþágu rafveitna frá fasteignamati. Auknar skatttekjur vegna orkumannvirkja munu styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og gera þeim kleift að veita íbúum öfluga þjónustu og byggja upp innviði til framtíðar. Þar er markmiðið að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. orkuframleiðslu, geti skilað sér í ríkari mæli til nærsamfélagsins. Í undirbúningi er jafnframt frumvarp um auðlindagjald í ferðaþjónustu, sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. Mikilvægt er að þær tekjur skili sér í uppbyggingu ferðamannastaða, til að styrkja innviði og þjónustu í greininni. Það er ekki hægt að tala um auðlindagjöld og nærsamfélög án þess að nefna hækkun veiðigjalda sem nú er til umræðu í þinginu. Skýrar fyrirætlanir eru um að þær tekjur sem koma vegna hækkunar veiðigjalda skili sér í bættum innviðum, og nú þegar hefur verið tilkynnt um þriggja milljarða króna aukafjárveitingu í viðhald vega strax á þessu ári og í fjármálaáætlun en gert ráð fyrir sjö milljörðum króna til viðbótar í vegbætur á árinu 2026 og svo aukum við í. Það skiptir máli hvaða sögu við ætlum að segja. Samfélög verða að fá að njóta auðlinda sinna í ríkari mæli. Mörg þessara svæða hafa glímt við fábreytt atvinnulíf, lélega innviði og þverrandi þjónustu í heimabyggð í gegnum árin. Með því að nærsamfélög njóti af auðlindum sínum er hægt að byggja upp sterk samfélög með öfluga og samkeppnishæfa innviði um land allt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingin Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Verkefnin sem fengu styrk í ár eru fjölbreytt innviðaverkefni í þessum samfélögum á sviði brunavarna, skóla- og íþróttamannvirkja, vatns- og fráveituverkefni svo dæmi séu tekin. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að innheimta eigi réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Úthlutun fiskeldissjóðs er fyrirtaksdæmi um slíkt. Gera þarf breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar fiskeldissjóðs í þá átt að sveitarfélögin þurfi ekki að skrifa umsóknir til sjóðsins heldur fái fullt vald yfir því að ákveða sjálf hvaða verkefni eru mikilvæg í þeirra samfélagi. Við verðum þó að gera meira. Ríkisstjórnin hyggur á frekari aðgerðir í þessum anda. Í því tilliti má nefna áform innviðaráðherra um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga sem eru til umsagnar í samráðsgátt. Þau fjalla um skattlagningu orkumannvirkja og afnám á undanþágu rafveitna frá fasteignamati. Auknar skatttekjur vegna orkumannvirkja munu styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og gera þeim kleift að veita íbúum öfluga þjónustu og byggja upp innviði til framtíðar. Þar er markmiðið að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. orkuframleiðslu, geti skilað sér í ríkari mæli til nærsamfélagsins. Í undirbúningi er jafnframt frumvarp um auðlindagjald í ferðaþjónustu, sem getur verið breytilegt eftir árstíma og staðsetningu, svo hægt sé að undanskilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjónustu er lítið. Mikilvægt er að þær tekjur skili sér í uppbyggingu ferðamannastaða, til að styrkja innviði og þjónustu í greininni. Það er ekki hægt að tala um auðlindagjöld og nærsamfélög án þess að nefna hækkun veiðigjalda sem nú er til umræðu í þinginu. Skýrar fyrirætlanir eru um að þær tekjur sem koma vegna hækkunar veiðigjalda skili sér í bættum innviðum, og nú þegar hefur verið tilkynnt um þriggja milljarða króna aukafjárveitingu í viðhald vega strax á þessu ári og í fjármálaáætlun en gert ráð fyrir sjö milljörðum króna til viðbótar í vegbætur á árinu 2026 og svo aukum við í. Það skiptir máli hvaða sögu við ætlum að segja. Samfélög verða að fá að njóta auðlinda sinna í ríkari mæli. Mörg þessara svæða hafa glímt við fábreytt atvinnulíf, lélega innviði og þverrandi þjónustu í heimabyggð í gegnum árin. Með því að nærsamfélög njóti af auðlindum sínum er hægt að byggja upp sterk samfélög með öfluga og samkeppnishæfa innviði um land allt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun