Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Tónhöfundar spyrja út í notkun gervi­greindar

Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) sendi í dag bréf á Símann og Sagafilm þar sem spurt var út í notkun gervigreindartónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Sérstaklega hvað varðar notkun gervigreindar sem byggir tónlist sína á verkum í höfundarétti.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þota til Egils­staða í kvöld til að flytja veðurteppta

Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Lækka verðmat á Brim vegna skerðingar á kvóta og ráð­leggja fjár­festum að selja

Skerðingar í kvóta á makríl og kolmunna ráða hvað mestu um að virðismat Brims lækkar nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er núna ráðlagt að minnka við stöðu sína í sjávarútvegsfélaginu. Nýlega tilkynnt kaup Brims á öllu hlutafé Lýsis eru sögð vera á „þokkalega háu verði“ en þau muni hins vegar meðal annars tryggja Brim kaupanda að hliðarafurðum á borð við þorsklifur og geta þannig mögulega skapað meiri verðmæti úr þeim.

Innherji
Fréttamynd

Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi.

Innlent
Fréttamynd

Drangar klára þriggja milljarða út­boð og er í „af­burðar­stöðu“ fyrir ytri vöxt

Drangar, nýr leikandi á smásölumarkaði sem er eigandi að Orkunni, Samkaupum og Lyfjaval, hefur lokið við hlutafjáraukningu upp á ríflega þrjá milljarða og stjórnendur telja að félagið sé núna vel fjármagnað til að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum rekstrarúrbótum. Stefnt er að verulega bættri rekstrarafkomu strax á næsta ári, meðal annars vegna hagræðingaraðgerða og lokun verslana, en félagið telur sig vera í „afburðastöðu“ til að ná fram ytri vexti í gegnum samruna og yfirtökur.

Innherji
Fréttamynd

Högnuðust um rúma tvo milljarða

Rekstrartekjur Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 milljónum dollara og rekstrarhagnaður á sama tímabili nam 17,9 milljónum dollara, sem gera um 2,3 milljarða íslnskra króna á gengi dagsins. Í tilkynningu segir að afkoma félagsins á tímabilinu hafi verið ágæt og skýrist einkum af því að annars vegar hafi veiðar og vinnsla á makríl gengið vel og hins vegar hafi Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, aflað vel á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­miðlar í hættu - að­gerða er þörf

Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Þörf neyt­enda­vernd eða að­för að eignar­rétti?

Fjarskiptastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án nokkurs endurgjalds. Fjarskiptastofa segist engin dæmi þekkja um það innanlands, eða erlendis frá, að dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi sín. Aðallögfræðingur Sýnar segir það alrangt. Þá gerir hann alvarlegar athugasemdir við að stofnunin birti fjárhæðir í viðskiptasamningum milli Sýnar og Símans opinberlega.

Innlent
Fréttamynd

Kynnir stóran pakka um fjöl­miðla í næstu viku

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á kvöld­fréttum Sýnar

Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar.

Innlent
Fréttamynd

Erum á upp­hafs­punkti ferðaþjónustu­hag­kerfis sem mun um­breyta Græn­landi

„Við erum núna stödd á upphafspunkti ferðaþjónustuhagkerfis sem á eftir að umbreyta Grænlandi á komandi áratug,“ fullyrti forstjóri fjárfestingarfélagsins PT Capital á fjölmennri ráðstefnu um viðskiptatækifæri á Norðurslóðum, en nú þegar er búið að ráðast í verulegar fjárfestingar í flugvöllum sem gæti fjölgað flugfarþegum til landsins upp í meira en 400 þúsund. Til að mæta vaxandi eftirspurn ferðamanna er hins vegar þörf á hóteluppbyggingu fyrir mögulega jafnvirði hundrað milljarða íslenskra króna.

Innherji
Fréttamynd

Telja vegið að eignar­rétti Sýnar

Forsvarsmenn Sýnar hf. telja ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni, þar með talið Enska boltanum, án þess að greiðsla komi fyrir, andstæða eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heljarinnar verð­munur á sömu flug­ferðinni

Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga.

Innlent
Fréttamynd

Inga Elín hannar fyrir Saga Class

Icelandair kynnti nýverið til leiks sérstakt ferðasett fyrir farþega Saga Class sem unnið er í samstarfi við listakonuna Ingu Elínu. Innblásturinn að hönnun settsins kemur frá íslenskri náttúru, þar sem frjáls form og náttúruleg mótíf ráða för.

Lífið
Fréttamynd

Synjun FDA von­brigði en staðan hjá Al­vot­ech „á­gæt þrátt fyrir mót­læti“

Vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðu Alvotech þá er er sennilegast að samþykki markaðsleyfis í Bandaríkjunum fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður muni ekki fást fyrr en á seinni árshelmingi 2026, að mati hlutabréfagreinanda, sem telur stöðu félagsins samt vera ágæta þrátt fyrir mótlæti. Fjárfestum er ráðlagt sem fyrr að kaupa og þótt nýtt virðismat á Alvotech sé lækkað þá er það langt yfir núverandi markaðsgengi.

Innherji
Fréttamynd

„Þetta eru auð­vitað von­brigði“

Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum

Síminn hefur sótt um að fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum sínum þar til um mitt næsta ár. Tæknistjóri Nova segir Nova nær búið að fasa út sína senda. Unnið hafi verið að því frá ársbyrjun síðasta árs.

Neytendur
Fréttamynd

Sýn fær flýtimeðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf., vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar.

Viðskipti innlent