Edda Rós til Hagstofunnar Edda Rós Karlsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri hagtalna hjá Hagstofu Íslands en hún hefur undanfarin tólf ár starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í Washington að umbótaverkefnum á sviði fjármálastöðugleika. Viðskipti innlent 15.12.2025 11:31
Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Eigendur húsbréfa á pappír, sem gefin voru út af Íbúðalánasjóði fyrir árið 2004, eru hvattir til að leysa þau út gegn greiðslu hjá Fjársýslu ríkisins frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 15.12.2025 11:03
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Þótt hlutfall kvenkyns stjórnenda í fyrirtækjum hafi markvisst hækkað síðan lög um kynjakvóta voru sett á eru enn innan við tuttugu prósent framkvæmdastjóra konur og aðeins rúm fjórtán prósent forstjóra skráðra félaga. Þá uppfylla þrjú skráð fyrirtæki í Kauphöll ekki kröfur um kynjakvóta. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að almenningur sé klofinn í afstöðu sinni til frekari kynjakvóta og ákveðinnar „jafnréttisþreytu“ gætir í samfélaginu að sögn prófessors. Viðskipti innlent 13.12.2025 13:32
Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það skrautlega framsetningu að segja að fólk sem ofgreiðir skatt eigi ekki eftir að geta fengið endurgreitt frá skattinum hafi það ofgreitt lága upphæð. Það sé verið að bæta réttarstöðu almennings. Daði Már var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 11.12.2025 09:55
Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2024 verður kynnt á morgunfundi Samtaka ferðaþjónstunnar og Samtaka atvinnulífsins sem hefst klukkan níu. Viðskipti innlent 11.12.2025 08:33
Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. Viðskipti innlent 10.12.2025 21:33
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
„Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. Viðskipti innlent 10.12.2025 15:20
Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir. Viðskipti innlent 10.12.2025 14:06
Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ekki króna fékkst upp í 2,6 milljarða króna gjaldþrot ítalska verktakafyrirtækisins Rizzani de Eccher Ísland ehf. sem kalla mætti martröð Kópavogsbæjar eftir deilur við byggingu Barnaskóla Kársness. Undirverktakar sitja eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga. Kópavogsbær undirbýr skaðabótamál á hendur móðurfyrirtækinu. Viðskipti innlent 10.12.2025 13:40
Ætlar að endurreisa Niceair Þýskur athafnamaður hyggst endurreisa ferðaskrifstofuna Niceair og hefur af því tilefni boðað til blaðamannafundar í flugstöðinni á Akureyri í næstu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Niceair hefur mikla trú á verkefninu enda Norðlendingar komnir á bragðið með að fljúga til Evrópu án viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 10.12.2025 11:10
Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Steinþór Gíslason hefur tekið við starfi sviðsstjóra Orku hjá EFLU af Birtu Kristínu Helgadóttur sem lét af störfum í haust. Viðskipti innlent 10.12.2025 09:49
DiBiasio og Beaudry til Genis Genis hf. hefur ráðið Stephen DiBiasio til starfa og mun hann stýra alþjóðlegum rekstrar- og markaðsmálum félagsins. Þá hefur Michael Beaudry verið ráðinn til að leiða markaðssókn fæðubótarefnisins Benecta í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 10.12.2025 08:49
Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur hjá Ferðamálastofu, á ekki von á því að hægt verði að greiða úr Ferðatryggingasjóði fyrr en eftir áramót. Hún á von á því að nokkur fjöldi eigi eftir að senda kröfu í sjóðinn vegna pakkaferða sem þau komist ekki í kjölfar gjaldþrots Play. Viðskipti innlent 9.12.2025 21:00
Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. Viðskipti innlent 9.12.2025 15:04
Kristín og Birta ráðnar til Origo Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður markaðssviðs Origo og Kristín Gestsdóttir sem mannauðsstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9.12.2025 14:52
Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Gengi hlutabréfa í Skaga hefur lækkað um rúm tíu prósent frá opnun markaða í morgun. Hópur hluthafa í Íslandsbanka, sem á í samrunaviðræðum við Skaga, krafðist hluthafafundar og stjórnarkjörs í bankanum í gærkvöldi. Viðskipti innlent 9.12.2025 10:25
Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn embættisins og Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði fyrirtækjanna Terra og Kubbs í sorphirðu enn í gangi. Viðskipti innlent 9.12.2025 06:32
Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Hluthafar Íslandsbanka, sem eiga meira en fimm prósent hlutafjár í bankanum, hafa krafist þess að boðað verði til stjórnarkjörs. Krafan barst sama dag og stjórnarformaðurinn tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Viðskipti innlent 8.12.2025 23:05
Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð. Viðskipti innlent 8.12.2025 15:28
Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Ríflega 7,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2026, þar af 2,24 milljónir erlendra ferðamanna, samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Spáin gerir því ráð fyrir að heildarfarþegafjöldi dragist saman á milli ára, sem kemur einkum fram í fækkun tengifarþega og færri utanlandsferðum Íslendinga á árinu. Aftur á móti er gert ráð fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland standi nánast í stað og verði sambærilegur við undanfarin ár. Viðskipti innlent 8.12.2025 11:21
Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, var kjörin formaður Tækni- og hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins (SI) á ársfundi ráðsins sem fram fór í síðustu viku. Nýir fulltrúar voru einnig skipaðir í ráðið á fundinum. Viðskipti innlent 8.12.2025 11:01
Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Hampiðjan hefur sameinað alla starfsemi sína í fiskeldi undir nafninu Eldi. Félagið verður með höfuðstöðvar í Noregi og verður eitt stærsta félag heims í sölu til og þjónustu við fiskeldi. Viðskipti innlent 8.12.2025 10:49
Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Icelandair flutti alls 347 þúsund farþega í nóvember sem er aukning um 15 prósent milli ára. Nýliðinn nóvembermánuður er sá stærsti í sögu Icelandair. Viðskipti innlent 8.12.2025 10:44
Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Linda Jónsdóttir, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi, sem fyrirhugaður er 19. mars 2026. Viðskipti innlent 8.12.2025 10:00