Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvernig erfist sér­eignin?

74 ára karl: „Ef ég á inni séreignasparnað þegar ég fell frá, hvernig skattleggst hann til erfingja? Er fyrst greitt í skatt og útsvar rúm 47% og síðan 10% erfðaskattur á rest, eða er einungis 10% erfðaskattur á alla upphæðina?“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni Ben nýr fram­kvæmda­stjóri SA

Bjarni Benediktsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Bjarni hefur áður gegnt embætti forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra Íslands en hann tekur við stöðunni af Sigríði Margréti Oddsdóttur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja skilið við Kringluna

Verslun Joe Boxer í Kringlunni verður lokað um mánaðamótin þar sem þau hafa engar bætur fengið eftir eldsvoðann fyrir tveimur árum. Eigandinn hyggst styrkja netverslun þeirra og horfir til Skandinavíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ár­mann

Kvika banki hefur ráðið Önnu Rut Ágústsdóttur í starf aðstoðarforstjóra bankans. Anna Rut mun sinna starfinu samhliða hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri rekstrar- og þróunarsviðs bankans og þannig styðja við áframhaldandi stjórnun og framkvæmd stefnumarkandi verkefna bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup­samningum fækkaði tíma­bundið vegna vaxtamálsins

Kaupsamningum í nóvember 2025 fækkaði um 17 prósent milli ára og voru aðeins 779 talsins, líklega vegna tímabundins skerts aðgengis að íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða um miðjan október. Frá þessu er greint í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Setja stefnuna á seinni hluta árs

Forsvarsmenn Niceair 2.0 reikna með að fyrsta áætlunarflug félagsins verði flogið á seinni hluta ársins. Þeir sem þegar áttu bókað flug með félaginu fá það endurgreitt auk inneignarnótu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opin­ber út­boð á árinu fyrir 221 milljarð króna

Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum þeirra ellefu opinberu verkkaupa sem taka þátt í Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, Samtaka innviðaverktaka og Mannvirkis – félags verktaka árið 2026 nemur 221 milljarði króna. Þetta er 53 prósenta, eða 76 milljarða króna, aukning frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2025 en fjárhæð þeirra nam 145 milljörðum króna. Áætlað var að fjárhæð útboða síðasta árs myndi nema 264 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagn­rýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bænda­sam­tökin

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur svarað fyrirspurn Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um hvenær væri von á lagafrumvarpi til að leiðrétta tollflokkun á pitsuosti, með því að segja að taka ætti málið upp í viðræðum við Bændasamtök Íslands um endurnýjun búvörusamninga og vænta mætti frumvarps að þeim loknum, með vorinu. Félag atvinnurekenda gagnrýnir svör ráðuneytisins harðlega og bendir á að hlítni Íslands við alþjóðasamninga á borð við EES-samninginn eða samninginn um Alþjóðatollastofnunina geti ekki verið neitt samningsatriði við einkaaðila á borð við Bændasamtök Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heiðar kjörinn stjórnar­for­maður Ís­lands­banka

Heiðar Guðjónsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka. Tilnefninganefnd bankans tilnefndi hann sem stjórnarformann en hann leiddi hóp fjárfesta í bankanum sem fóru fram á að hluthafafundur yrði haldinn. Enginn annar gaf kost á sér og því var Heiðar sjálfkjörinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Bið­röðin er löng“

Ekkert lát virðist vera á tollahótunum frá Bandaríkjaforseta og síðast í gær lét hann það í veðri vaka að beita þau ríki sem leggja ekki lag sitt við tilraunir hans til að leggja undir sig Grænland tollum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist þó bjartsýnn á að hagsmunagæsla samtakanna og stjórnvalda nái árangri.

Viðskipti innlent