Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2025 08:01 Sama dag og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar um Kópavogsmódelið í leikskólamálum steig Reykjavíkurborg fram með tillögur sem byggja á sömu hugmyndafræði. Í henni felst að takast skuli á við áskoranir leikskólanna með því að fækka dvalarstundum barna og það skuli gert með verðstýringu. Verðstýringin er kölluð hvatning en er í raun og veru fjárhagsleg refsing fyrir fullvinnandi foreldra og fjárhagsleg umbun fyrir fólk með styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og sterkt bakland. Hræðileg umræða um foreldra Í stuttu máli ganga hin nýju leikskólamódel út á að takast á við áskoranir í rekstri leikskóla með því að varpa byrðunum á herðar foreldra ungra barna. Til að réttlæta þá stefnu eru týnd til ýmis rök um hvað sé börnum fyrir bestu og látið að því liggja að foreldrar séu í raun síðustu einstaklingarnir sem hafi vit á velferð og líðan barna sinna. Þeir taki ítrekað ákvarðanir sem tefli velferð barnanna í tvísýnu og hiki ekki við að taka eigin hagsmuni fram yfir hag barnanna. Best fari á því að börn séu sem mest heima (hjá mæðrum sínum). Þessi umræða er hryllilega ljót og skaðleg og getur haft neikvæð áhrif um langan tíma. Hún býr til vanlíðan og skömm í hjörtum fjölda fólks sem alla daga gerir sitt besta til að láta dæmið ganga upp. Fjölskylduvænt samfélag? Foreldrar ungra barna í dag búa í samfélagi þar sem full þörf er á tveimur fyrirvinnum á heimili. Þeir búa í samfélagi þar sem hlutastörf eru af skornum skammti og geta reynst ávísun á stöðnun á starfsferlinum, auk þess að auka á afkomuvanda á efri árum vegna lífeyrisgreiðslna. Foreldrar ungra barna í dag búa við mun meiri húsnæðiskostnað en fyrri kynslóðir og kaupmáttur ungs fólks hefur staðið í stað í áratugi, á meðan hagur eldri kynslóða hefur vænkast. En foreldrar ungra barna í dag búa líka, eða bjuggu a.m.k., í samfélagi sem í alþjóðlegu samhengi er fjölskylduvænt. Þeir verja meiri tíma með börnunum sínum en fyrri kynslóðir gerðu og geta flestir vænst skilnings á vinnustöðum þegar kemur að foreldraskyldunum. Hér er framsækinn rammi utan um fæðingarorlof sem gerir báðum foreldrum kleift að annast börnin sín og þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla geta foreldrar treyst því að þegar börn þeirra komast á leikskóla eru þeir líklegir til að vera á heimsmælikvarða. Íslenskir leikskólar þróuðust upphaflega sem dagvistunarheimili sem gegndu ólíkum hlutverkum: uppeldislegum, félagslegum og þjóðhagslegum. Leikskólar eru nefnilega allt í senn, menntastofnanir, uppeldisstofnanir og íverustaður barna meðan foreldrar þeirra sinna vinnu og það er ekki hægt að slíta síðastnefnda hlutverkið frá þeim með einföldum hætti. Þeir eru einn af hornsteinum jafnréttisþjóðfélagsins, upp að því marki sem sú ímynd á við rök að styðjast. Breytingar á leikskólum geta því haft víðtæk áhrif á samfélagsgerðina. Í Kópavogi lendir aukið álag vegna styttri vistunartíma ekki eingöngu meira á mæðrum heldur líka á ömmum sem hlaupa undir bagga. Þar að auki er ekki loku fyrir það skotið að hinir „fjárhagslegu hvatar“ til að stytta leikskóladaginn reynist í raun hvatar til vistráðninga, enda eru gjöld fyrir átta stunda vistun í Kópavogi á pari við vasapeninga fyrir Au-Pair. Að byggja samfélag upp á slíkum stoðum er ábyrgðarhluti og velviljað stjórnmálafólk gæti viljað hugsa sig tvisvar um. Róa sig, þetta er bara samráð Eitt af því sem sett hefur verið fram af hálfu borgarfulltrúa er að gagnrýni á tillögurnar eigi að vera hófstillt þar sem þær séu eingöngu settar fram til samráðs. Þó það nú væri að viðhaft sé samráð um tillögur sem hafa áhrif á daglegt líf og hagsmuni fjölda borgarbúa! En þetta eru eftir sem áður tillögur stýrihóps á vegum borgarráðs og þær eru settar fram þrátt fyrir að viðlíka tillögur hafi sætt mikilli gagnrýni frá foreldrum og stéttarfélögum. Einnig má heyra þær raddir að stéttarfélög, sem gæta hagsmuna vinnandi foreldra, eigi að beita sér fyrir því að ná fram styttri vinnutíma fyrir foreldra frekar en að mótmæla styttri leikskóladegi. Við því er það að segja að velflest stéttarfélög hafa reynt að ná fram styttingu vinnutímans og að gildandi kjarasamningar eru fastir til næstu þriggja ára. Liður í þeim samningum var einnig að sveitarfélög skuldbundu sig til að leggja ekki auknar álögur á launafólk og það væri óskandi að borgin myndi standa við það fyrirheit. Það lýsir ekki miklum skilningi á kjarasamningum eða atvinnulífinu yfirleitt að halda því fram að það sé auðvelt að stytta vinnutímann á almennum vinnumarkaði sí svona. Verðstýringar gagnvart foreldrum hljóta enn fremur að teljast einhver aumasta leið sem um getur til að knýja á um styttri vinnutíma. Foreldrum er hins vegar sagt að þakka bara fyrir að fá sérhannaða reiknivél í boði Reykjavíkurborgar til að geta skilið hvað þau eiga að greiða í leikskólagjöld næstu mánaðamót. Leitum fyrirmyndanna Á Íslandi er fjöldi góðra leikskóla. Sumir eru ágætlega mannaðir, húsakostur í lagi og starfsemin góð árið um kring. Aðrir leikskólar standa hallari fæti. Fjöldi leikskólabygginga hefur hreinlega myglað, mönnunarvandi er fyrir hendi og sum staðar langvarandi stjórnendavandi. Sums staðar eru starfsaðstæður góðar, annars staðar slæmar. Ef raunverulegur vilji er fyrir hendi til að takast á við áskoranir leikskóla liggur beinast við að leita í sarp hinna mörgu góðu fyrirmynda. Fjöldi fagfólks og starfsfólks veit hvað þarf til að leikskólar geti verið góðir, líka þótt þeim verði falin aukin hlutverk með brúun bilsins milli fæðingarorlofs og leikskóla. Starfsfólk leikskóla á það besta skilið. Það er óskandi að sveitarfélög og stjórnendur leikskóla beini spjótum sínum að ríkinu, frekar en að foreldrum, og krefji það um viðunandi stuðning og úrræði. Foreldrar ungra barna eiga nefnilega líka það besta skilið og samfélag sem ekki býr vel að fólki á þeim viðkvæma tíma lífsins er brotið samfélag. Höfundur er formaður VR og foreldri leikskólabarns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sama dag og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar um Kópavogsmódelið í leikskólamálum steig Reykjavíkurborg fram með tillögur sem byggja á sömu hugmyndafræði. Í henni felst að takast skuli á við áskoranir leikskólanna með því að fækka dvalarstundum barna og það skuli gert með verðstýringu. Verðstýringin er kölluð hvatning en er í raun og veru fjárhagsleg refsing fyrir fullvinnandi foreldra og fjárhagsleg umbun fyrir fólk með styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og sterkt bakland. Hræðileg umræða um foreldra Í stuttu máli ganga hin nýju leikskólamódel út á að takast á við áskoranir í rekstri leikskóla með því að varpa byrðunum á herðar foreldra ungra barna. Til að réttlæta þá stefnu eru týnd til ýmis rök um hvað sé börnum fyrir bestu og látið að því liggja að foreldrar séu í raun síðustu einstaklingarnir sem hafi vit á velferð og líðan barna sinna. Þeir taki ítrekað ákvarðanir sem tefli velferð barnanna í tvísýnu og hiki ekki við að taka eigin hagsmuni fram yfir hag barnanna. Best fari á því að börn séu sem mest heima (hjá mæðrum sínum). Þessi umræða er hryllilega ljót og skaðleg og getur haft neikvæð áhrif um langan tíma. Hún býr til vanlíðan og skömm í hjörtum fjölda fólks sem alla daga gerir sitt besta til að láta dæmið ganga upp. Fjölskylduvænt samfélag? Foreldrar ungra barna í dag búa í samfélagi þar sem full þörf er á tveimur fyrirvinnum á heimili. Þeir búa í samfélagi þar sem hlutastörf eru af skornum skammti og geta reynst ávísun á stöðnun á starfsferlinum, auk þess að auka á afkomuvanda á efri árum vegna lífeyrisgreiðslna. Foreldrar ungra barna í dag búa við mun meiri húsnæðiskostnað en fyrri kynslóðir og kaupmáttur ungs fólks hefur staðið í stað í áratugi, á meðan hagur eldri kynslóða hefur vænkast. En foreldrar ungra barna í dag búa líka, eða bjuggu a.m.k., í samfélagi sem í alþjóðlegu samhengi er fjölskylduvænt. Þeir verja meiri tíma með börnunum sínum en fyrri kynslóðir gerðu og geta flestir vænst skilnings á vinnustöðum þegar kemur að foreldraskyldunum. Hér er framsækinn rammi utan um fæðingarorlof sem gerir báðum foreldrum kleift að annast börnin sín og þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla geta foreldrar treyst því að þegar börn þeirra komast á leikskóla eru þeir líklegir til að vera á heimsmælikvarða. Íslenskir leikskólar þróuðust upphaflega sem dagvistunarheimili sem gegndu ólíkum hlutverkum: uppeldislegum, félagslegum og þjóðhagslegum. Leikskólar eru nefnilega allt í senn, menntastofnanir, uppeldisstofnanir og íverustaður barna meðan foreldrar þeirra sinna vinnu og það er ekki hægt að slíta síðastnefnda hlutverkið frá þeim með einföldum hætti. Þeir eru einn af hornsteinum jafnréttisþjóðfélagsins, upp að því marki sem sú ímynd á við rök að styðjast. Breytingar á leikskólum geta því haft víðtæk áhrif á samfélagsgerðina. Í Kópavogi lendir aukið álag vegna styttri vistunartíma ekki eingöngu meira á mæðrum heldur líka á ömmum sem hlaupa undir bagga. Þar að auki er ekki loku fyrir það skotið að hinir „fjárhagslegu hvatar“ til að stytta leikskóladaginn reynist í raun hvatar til vistráðninga, enda eru gjöld fyrir átta stunda vistun í Kópavogi á pari við vasapeninga fyrir Au-Pair. Að byggja samfélag upp á slíkum stoðum er ábyrgðarhluti og velviljað stjórnmálafólk gæti viljað hugsa sig tvisvar um. Róa sig, þetta er bara samráð Eitt af því sem sett hefur verið fram af hálfu borgarfulltrúa er að gagnrýni á tillögurnar eigi að vera hófstillt þar sem þær séu eingöngu settar fram til samráðs. Þó það nú væri að viðhaft sé samráð um tillögur sem hafa áhrif á daglegt líf og hagsmuni fjölda borgarbúa! En þetta eru eftir sem áður tillögur stýrihóps á vegum borgarráðs og þær eru settar fram þrátt fyrir að viðlíka tillögur hafi sætt mikilli gagnrýni frá foreldrum og stéttarfélögum. Einnig má heyra þær raddir að stéttarfélög, sem gæta hagsmuna vinnandi foreldra, eigi að beita sér fyrir því að ná fram styttri vinnutíma fyrir foreldra frekar en að mótmæla styttri leikskóladegi. Við því er það að segja að velflest stéttarfélög hafa reynt að ná fram styttingu vinnutímans og að gildandi kjarasamningar eru fastir til næstu þriggja ára. Liður í þeim samningum var einnig að sveitarfélög skuldbundu sig til að leggja ekki auknar álögur á launafólk og það væri óskandi að borgin myndi standa við það fyrirheit. Það lýsir ekki miklum skilningi á kjarasamningum eða atvinnulífinu yfirleitt að halda því fram að það sé auðvelt að stytta vinnutímann á almennum vinnumarkaði sí svona. Verðstýringar gagnvart foreldrum hljóta enn fremur að teljast einhver aumasta leið sem um getur til að knýja á um styttri vinnutíma. Foreldrum er hins vegar sagt að þakka bara fyrir að fá sérhannaða reiknivél í boði Reykjavíkurborgar til að geta skilið hvað þau eiga að greiða í leikskólagjöld næstu mánaðamót. Leitum fyrirmyndanna Á Íslandi er fjöldi góðra leikskóla. Sumir eru ágætlega mannaðir, húsakostur í lagi og starfsemin góð árið um kring. Aðrir leikskólar standa hallari fæti. Fjöldi leikskólabygginga hefur hreinlega myglað, mönnunarvandi er fyrir hendi og sum staðar langvarandi stjórnendavandi. Sums staðar eru starfsaðstæður góðar, annars staðar slæmar. Ef raunverulegur vilji er fyrir hendi til að takast á við áskoranir leikskóla liggur beinast við að leita í sarp hinna mörgu góðu fyrirmynda. Fjöldi fagfólks og starfsfólks veit hvað þarf til að leikskólar geti verið góðir, líka þótt þeim verði falin aukin hlutverk með brúun bilsins milli fæðingarorlofs og leikskóla. Starfsfólk leikskóla á það besta skilið. Það er óskandi að sveitarfélög og stjórnendur leikskóla beini spjótum sínum að ríkinu, frekar en að foreldrum, og krefji það um viðunandi stuðning og úrræði. Foreldrar ungra barna eiga nefnilega líka það besta skilið og samfélag sem ekki býr vel að fólki á þeim viðkvæma tíma lífsins er brotið samfélag. Höfundur er formaður VR og foreldri leikskólabarns.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar