Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 08:01 Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Í hugtakastríðinu er allt gert til þess að koma því inn í daglega orðanotkun að veiðigjöldin, sem í senn eru afnotagjöld og auðlindagjöld, séu ekki gjöld heldur skattur. Það er auðvitað gert í þeim tilgangi að aftengja þau augljósu sannindi að útgerðin á að borga þjóðinni gjald fyrir að fá að veiða fiskinn sem þjóðin á. Látum ekki teyma okkur í þann hliðarveruleika að fara að kalla réttlát veiðigjöld auðlindaskatt. Með því gerum við lítið úr eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum og færum það yfir til útgerðarinnar. Lögin heita „lög um veiðigjald“ en ekki lög um auðlindaskatt. Það hlýtur að teljast sanngjarnt, að ef þú viljir nýta það sem er í eigu annarra þá greiðir þú gjald fyrir það. Rétt eins og þegar við greiðum fyrir bíómiða eða þegar ég fór og leigði mér spólu í Sælgætis- og vídeóhöllinni forðum daga í Garðabæ. Ég leit aldrei svo á að ég væri að borga skatt þegar ég fékk afnot af verðmætum sem annar átti gegn greiðslu. Þetta er allt reynt að flækja í því skyni að auðskiljanleg og sanngjörn gjaldtaka breytist hægt og bítandi í ósanngjarna skattheimtu. Veiðigjöld fara eðlilega í ríkissjóð, enda er þetta gjald fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Í lögum um veiðigjald kemur fram að það eigi að standa undir kostnaði ríkisins við greinina og einnig til þess að landsmenn fái sanngjarnt gjald þegar aðrir nýta þessa sameign þjóðarinnar. Í dag stendur veiðigjaldið ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins við greinina. Og þá er allt hitt eftir. Upphæðin er með öðrum orðum langt frá því að ná markmiðinu sem sett er í lögunum. Þjóðin er að verða af mikilvægum fjármunum vegna þess að það hefur verið val fyrri ríkisstjórna að innheimta veiðigjöld með ósanngjörnum hætti. Lögð er áhersla á að með þessari leiðréttingu verði fjármagnið nýtt í innviðauppbyggingu víðsvegar um landið. Of lengi höfum við heyrt fréttir af óásættanlegu ástandi vega, orkuinnviða og annarra lykilinnviða um landið. Á sama tíma höfum við innheimt veiðigjöld sem eru mun lægri en raunvirði þess afla sem veitt er. Það er tímabært að veiðigjöldin nýtist í þágu þjóðarinnar og endurspegli raunverulegt virði þjóðarauðlindarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Í hugtakastríðinu er allt gert til þess að koma því inn í daglega orðanotkun að veiðigjöldin, sem í senn eru afnotagjöld og auðlindagjöld, séu ekki gjöld heldur skattur. Það er auðvitað gert í þeim tilgangi að aftengja þau augljósu sannindi að útgerðin á að borga þjóðinni gjald fyrir að fá að veiða fiskinn sem þjóðin á. Látum ekki teyma okkur í þann hliðarveruleika að fara að kalla réttlát veiðigjöld auðlindaskatt. Með því gerum við lítið úr eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum og færum það yfir til útgerðarinnar. Lögin heita „lög um veiðigjald“ en ekki lög um auðlindaskatt. Það hlýtur að teljast sanngjarnt, að ef þú viljir nýta það sem er í eigu annarra þá greiðir þú gjald fyrir það. Rétt eins og þegar við greiðum fyrir bíómiða eða þegar ég fór og leigði mér spólu í Sælgætis- og vídeóhöllinni forðum daga í Garðabæ. Ég leit aldrei svo á að ég væri að borga skatt þegar ég fékk afnot af verðmætum sem annar átti gegn greiðslu. Þetta er allt reynt að flækja í því skyni að auðskiljanleg og sanngjörn gjaldtaka breytist hægt og bítandi í ósanngjarna skattheimtu. Veiðigjöld fara eðlilega í ríkissjóð, enda er þetta gjald fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Í lögum um veiðigjald kemur fram að það eigi að standa undir kostnaði ríkisins við greinina og einnig til þess að landsmenn fái sanngjarnt gjald þegar aðrir nýta þessa sameign þjóðarinnar. Í dag stendur veiðigjaldið ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins við greinina. Og þá er allt hitt eftir. Upphæðin er með öðrum orðum langt frá því að ná markmiðinu sem sett er í lögunum. Þjóðin er að verða af mikilvægum fjármunum vegna þess að það hefur verið val fyrri ríkisstjórna að innheimta veiðigjöld með ósanngjörnum hætti. Lögð er áhersla á að með þessari leiðréttingu verði fjármagnið nýtt í innviðauppbyggingu víðsvegar um landið. Of lengi höfum við heyrt fréttir af óásættanlegu ástandi vega, orkuinnviða og annarra lykilinnviða um landið. Á sama tíma höfum við innheimt veiðigjöld sem eru mun lægri en raunvirði þess afla sem veitt er. Það er tímabært að veiðigjöldin nýtist í þágu þjóðarinnar og endurspegli raunverulegt virði þjóðarauðlindarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun