Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Flugið og upp­bygging í Vatns­mýri

Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum.

Skoðun
Fréttamynd

Með augun á fram­tíðinni

Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum.

Skoðun
Fréttamynd

Góð rök fyrir að velja Guð­rúnu

Ég mæti að sjálfsögðu á Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem framundan er og hafði hugsað mér að halda vali mínu á næsta formanni fyrir mig að þessu sinni, en leist vel á eina frambjóðandann sem þá var fram kominn og opinn fyrir stuðningi við hana.

Skoðun
Fréttamynd

Að vinna launa­laust

Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár.

Skoðun
Fréttamynd

Við­fangs­efni dag­legs lífs

Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Út­varp allra starfs­manna – Þegar RÚV verður verk­færi pólitískra her­ferða

Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Ás­laug Arna – kraftur nýrra tíma

Það voru góð tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt á glæsilegum og fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll.

Skoðun
Fréttamynd

Eureka! Auð­vitað

Allt í einu þar sem ég sit hér ein og er að hugsa um blessaðan flugvöllinn, þið vitið þennan þarna í Reykjavíkinni, sá ég lausnina á þessu öllu og vá þetta á sko eftir að spara þjóðina hellings af peningum.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskan lifir – með hjálp gervi­greindar!

Íslenskan er dýrgripur. Hún geymir sögu okkar, menningu og sjálfsmynd. Orðatiltæki, málshættir og fjölbreytt beygingakerfi gera hana einstaka og veita okkur fjölbreyttan tjáningarmáta. En á tímum þar sem stór tungumál ryðja sér til rúms í stafrænum heimi, spyrja margir: Getur íslenskan lifað af í heimi þar sem tækni tekur sífellt meira pláss?

Skoðun
Fréttamynd

Töfra­máttur menntunar og til­breytingar­laust töðumaul peningatómhyggjunnar

Í október í fyrra skrifaði ég á þessum vettvangi pistil um tilgang menntunar og víðtækara gildi hennar fyrir samfélag og mannlíf: Menntun er fjár­festing í fram­tíðinni - Vísir. Hér langar mig að bæta við nokkrum hugleiðingum með sérstöku tilliti til ýmissa málefna og atburða sem hafa verið í deiglunni á undanförnum vikum og mánuðum. Kannski endurtek ég eitthvað hér úr fyrri pistli en sannleikurinn er ekki of oft sagður og frumleiki er ekki helsta markmið mitt hér.

Skoðun
Fréttamynd

Feilspor kjara­samninga og já­kvæð styrking launaafsláttar

Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda.

Skoðun
Fréttamynd

Kerecis og inn­viða­upp­bygging

Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf.

Skoðun
Fréttamynd

Svar til Höllu – Vara­sjóður VR

Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­sögð krafa um upp­lýsingar um slit kjara­viðræðna

Kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög eru vandasamir enda gegnir stéttin framlínustörfum í velferð barna. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur beina hagsmuni af því að kjarasamningar náist við kennara sem fyrst, þar sem eðlilegt skólahald er undirstaða öflugs menntakerfis og velferðar barna. Þegar samningaviðræður fara í strand er brýnt að vita af hverju.

Skoðun
Fréttamynd

Fag­menntun er réttur barna en ekki lúxus

Fagmenntun starfsmanna í leikskólum hefur áhrif á öll svið starfseminnar og tryggir þekkingu á mikilvægi leiks sem undirstöðu fyrir nám og þroska barna. Einnig stuðlar hún að því að læsi og málörvun fléttast inn í allt starfið okkar í leikskólanum.

Skoðun