Skoðun

Fréttamynd

Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum

Glúmur Björnsson

Ég finn mig knúinn til að skrifa athugasemd þar sem málstaður Austurlands virðist ekki njóta stuðnings á landsvísu. Til að setja tilfinningar fólks í samhengi þá skipta samgöngur landsbyggðina gríðarlegu máli og það má jafnvel segja að því fámennara sem svæðið er, þeim mun meira máli skipta samgöngur.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Út með slæma vana, inn með gleði og frið

Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.

Skoðun
Fréttamynd

Markaðs­mál eru ekki auka­at­riði – þau eru grunn­stoð

Nýleg ákvörðun KSÍ um að segja upp markaðsstjóra og ráða engan í staðinn í sparnaðarskyni hefur vakið athygli mína. Það er auðvelt að skilja að sambandið þurfi að hagræða – íslenskur fótbolti stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum, bæði fjárhagslegum og skipulagslegum.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfn tæki­færi fyrir börn í borginni

Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna!

Skoðun
Fréttamynd

„Enginn öruggur staður á netinu“

Í stafrænum heimi nútímans er netið ekki öruggt athvarf. Fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, fátækt eða vímuefnavanda getur tæknin orðið nýr vettvangur ofbeldis og stjórnunar.

Skoðun
Fréttamynd

Um lifandi tón­list í leik­húsi

Eitt af því skemmtilegsta og mest gefandi sem ég hef fengið að starfa við er að vera hljóðfæraleikari í leikhúsum borgarinnar. Ég hef komið fram á sýningum á vegum bæði Borgaraleikhússins og Þjóðleikhússins, auk þess að hafa tekið þátt í sjálfstæðum uppfærslum.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa þjófar meiri rétt?

Á undanförnum árum hefur þjófnaður orðið að sífellt meira vandamáli sem almenningur þarf að búa við. Þegar brotist er inn verður fólk fyrir eignatjóni, tilkynnir það til lögreglu – en oft virðist ekkert gerast.

Skoðun
Fréttamynd

Breytt for­gangs­röðun jarð­ganga

Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra.

Skoðun
Fréttamynd

Ger­endur fá frípassa í of­beldis­málum

Stafrænt ofbeldi er vaxandi samfélagsmein og verða þær konur sem ekki hafa upplifað slíkt alltaf færri og færri. Þó birtingarmyndirnar séu nýjar, eru rótin og mynstrin þau sömu: misnotkun valds, kerfisbundin mismunun og samfélag sem leyfir gerendum of oft að beita ofbeldinu óáreittir.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðasjóður í­þrótta­fé­laga hækkaður um 100 milljónir

Íþróttafólkið okkar á landsbyggðinni þarf að ferðast mun meira til keppni en þau sem eru höfuðborgarsvæðinu og þarf af leiðandi er ferðakostnaður og fjarvera frá heimili mun meiri hjá þeim. Íþróttafélögin og iðkendur félaganna á landsbyggðinni verða þannig fyrir töluverðum ferðakostnaði við að taka þátt í mótum eða einstaka leikjum.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á að kenna börnunum í Kópa­vogi í fram­tíðinni?

Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt.

Skoðun
Fréttamynd

Konur sem þögðu, kyn­slóð sem aldrei fékk sviðið

Það er kominn tími til að við setjumst niður með eldri konum og hjálpum þeim að segja sögu sína. Ekki bara spyrja lauslega við eldhúsborðið, heldur í alvöru gefa okkur tíma, hlusta og gefa þeim sviðið. Margar þeirra kunna ekki á tæknina, opna ekki hlaðvörp, skrifa ekki á samfélagsmiðla og setja sig ekki í sviðsljósið sjálfar

Skoðun
Fréttamynd

Skinka og sígarettur

Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki.

Skoðun
Fréttamynd

Skamm! (-sýni)

Á gróðursnauðu Íslandi er lykilatriði að binda og bæta sem hraðast jarðveginn sem annars ýmist fýkur á haf út, eða endar í lungum okkar. Einnig er mikið rætt um bindingu kolefnis, t.d. í formi endingargóðs plöntumassa. Skiptir þar mestu að binda sem mest af kolefni hratt, samhliða því að draga úr losun þess. Okkar stórkostlega en fátæka flóra hentar því miður ekki alltaf best til verksins.

Skoðun