Skoðun

Fréttamynd

Endur­nýjun hugar­farsins

Bjarni Karlsson

Þegar þau okkar sem eftir lifa árið 2045 horfa til baka mun fólk sjá að ástand þessara daga var dýrkeypt flensuskot hjá tegundinni. Ónæmiskerfi þjóðanna lamaðist og lá niðri um skeið svo freki kallinn hélt í alvöru að hann hefði endurheimt sviðið með viðeigandi morðæði og hrottaskap.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ferða­menn: Van­metnir skatt­greið­endur í ís­lensku hag­kerfi

Það hefur mikið verið rætt um áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt samfélag — um álag á innviði, náttúru og samfélagsþjónustu. En umræðan hefur að mestu leyti gleymt einni mikilvægustu hlið málsins: því gífurlega fjármagni sem ferðamenn skila beint í ríkissjóð í gegnum virðisaukaskatt og aðra skatta.

Skoðun
Fréttamynd

Góð vísa...

„Evrópa er miðstöð menningar, framfara og velferðar heimsins; það fylgir því hætta

Skoðun
Fréttamynd

Fólkið sem gleymdist í Grinda­vík

Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt.

Skoðun
Fréttamynd

Á að sam­eina ÍSÍ og UMFÍ?

Það eru breytingar í farvatninu hjá ÍSÍ við kjör á nýjum formanni ÍSÍ og einnig fylgir því sú breyting að það verður gert að hlutastarfi. Sjálfur vona ég að að það gæfu spor á þinginu verði stigið að það verði gert að fullu starfi og að það verði sett tímamörk á hversu mörg ár hægt sé að gegna starfinu samfleytt.

Skoðun
Fréttamynd

Elsku ASÍ, bara… Nei

Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“.

Skoðun
Fréttamynd

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni

Auglýsingar SFS um tvöföldun á veiðigjaldi hafa strokið sumum öfugt. Atvinnuvegaráðherra sagðist í viðtali við RÚV á miðvikudaginn ekki skilja auglýsinguna og að ekkert sé í frumvarpi um tvöföldun á veiðigjaldi sem komi í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíal­istar á vaktinni í átta ár

Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður fyrir átta árum, á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 2017. Að loknum stofnfundi gekk ég út í rigninguna með grunnstefnuna í hendi sem inniheldur skýr orð um auðvaldið sem andstæðing og að Sósíalistaflokkurinn leggi áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu; óréttlætið sem það mætir og viljann til að losna undan því.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum þá sem bjarga okkur

Ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Viðreisn sem fer með dómsmálaráðuneytið, hefur lagt mikla áherslu á að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu strax á þessu ári.

Skoðun
Fréttamynd

Em­bætti þitt geta allir séð

Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til hæst­virts innviðaráðherra, Eyjólfs Ár­manns­sonar, um ís­lensku og á­byrgð

Við hlustun á viðtal við þig hæstvirtan innviðaráðherra, Eyjólf Ármannsson,í Bítinuþar sem ný leigubílalög voru til umræðu, gat ég ekki orða bundist. Ég er sammála þér að fólk eigi að geta talað íslensku og þá sérstaklega í þjónustustörfum. En það sem ég er ósammála er þegar tungumál er notað sem lás í staðinn fyrir lykil að samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á dómur að vera hjá ung­menni fyrir að fremja al­var­legt af­brot, jafn­vel morð?

Miðað við þær athugasemdir og ummæli sem ég hef verið að lesa á samfélagsmiðlum landsins við þá frétt hefur fólk sterkar skoðanir á málefnum ungra afbrotamanna hér á landi í dag og sér í lagi þegar þau fremja jafn alvarlegt sem þetta afbrot er, þó svo að mér finnist ríkisvaldið ekki hafa staðið sig við að veita þá stoðþjónustu sem þarf til að koma í veg fyrir að svona gerist.

Skoðun
Fréttamynd

Sigursaga Evrópu í 21 ár

Þann 1. maí 2004 gengu tíu ný ríki í Evrópusambandið. Þetta voru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta og Kýpur. Þetta var stærsta stækkun sambandsins í sögunni og um leið táknræn sameining Evrópu eftir áratugi aðskilnaðar milli austurs og vesturs. 

Skoðun
Fréttamynd

Verka­lýðs­hreyfingin, Dag­björt og ESB

Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin á Gasa

Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp!

Skoðun
Fréttamynd

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?

Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað ert þú að gera?

Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns.

Skoðun
Fréttamynd

Rauðir sokkar á 1. maí

Þegar þetta er skrifað að morgni 1. maí, eru 55 ár síðan ég gekk niður Laugaveg, fram hjá meðal annars stórri styttu af konu og hópi kvenna sem flestar voru á rauðum sokkum.

Skoðun
Fréttamynd

Á milli steins og sleggju Heinemann

Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum.

Skoðun