Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Varnar­leikurinn var skelfi­legur”

    Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var niðurlútur eftir tap á móti Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Þeim gekk illa að stöðva sóknarmenn Fram og var Ásgeir Örn virkilega óánægður með varnarleik liðsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH á toppinn eftir sigur í Garða­bæ

    Íslandsmeistarar FH unnu fjögurra marka útisigur á Stjörnunni í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta. FH hefur nú unnið síðustu þrjá leiki sína og er komið með átta stig að loknum fimm leikjum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á“

    Einar Jónsson, þjálfari Fram, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld á móti Haukum í Olís-deild karla í handknattleik. Það var mikið skorað í Úlfarsárdalnum en leikurinn fór 37-34 fyrir Fram og að vonum var Einar kampakátur með sóknarleik liðsins í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    ÍBV og Grótta með sigra

    Þrír leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV lagði Fjölni í Vestmannaeyjum, Grótta lagði HK í Kópavogi á meðan ÍR og Afturelding gerðu jafntefli í Breiðholti.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Loks vann Valur leik

    Það tók Val fjórar umferðir að vinna leik í Olís-deild karla í handbolta. Eftir þrjár umferðir án sigurs mættu KA-menn á Hlíðarenda og sáu aldrei til sólar, lokatölur 38-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þurfum að vera fljótir að læra“

    Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, telur að sitt lið þurfi að bæta ýmis atriði eftir tap á móti Aftureldingu í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn töpuðu með þremur mörkum á heimavelli í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu”

    Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA á Akureyri nú í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 26-34. Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA í sumar og átti frábæran leik í kvöld og skoraði 8 mörk úr 12 skotum.

    Handbolti