Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar 8. desember 2025 08:02 Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum. Þessi þjóðaröryggisstefna markar þáttaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna til verri vegar. Eftirfarandi eru helstu áhersluatriði hennar; Bandaríkin meta heiminn eftir því hvað gagnast þeim best á hverjum tíma undir slagorðinu Ameríka fyrst. Ríkjandi bandalög og áhersla á lýðræði og mannréttindi eru ekki lengur keppikefli Bandaríkjanna að viðhalda eða efla. Aukin áhrif í Suður-Ameríku og hafssvæðum þar er forgangsmál þjóðaröryggisstefnunnar. Baráttan við hermdar- og eiturlyfjahópa er skilyrðislaus. Kína og Rússland eru ekki lengur skilgreind sem stærstu og um leið hættulegustu keppinautar Bandaríkjanna. Hvað Kína varðar eru það efnahagsmálin sem móta samstarf ríkjanna fremur en keppni um yfirráð, hernaðarlega hagsmuni eða völd. Rússar eru ekki gagnrýndir fyrir útþenslu- og árásarstríð Putins forseta í Úkraínu heldur er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda strategískum stöðugleika við Rússland og efla viðskiptatengsl landanna. Friður í Úkraínu er nauðsynlegur til þess að ná þessum markmiðum, en ekki er tilgreint hvernig það eigi að nást né heldur hvað það kunni að kosta landið. Evrópa er hins vegar gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins. Helstu vandamál Evrópu er siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafa farið forgörðum með óheftum innflutningi flóttafólks og minnkandi barnsfæðingum. Það hefur valdið efnhagslegri stöðnun, hernaðarlegum veikleika sem mun leiða til endaloka evrópskrar siðmenningar eins og við þekkjum hana innan 20 ára. Af rúmlega 30 blaðsíðum þjóðaröryggisstefnunnar fjalla 2 blaðsíður um tengsl Bandaríkjanna við Evrópu. Á sama tíma og beðið er eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem mun verða birt fljótlega, hafa embættismenn í Pentagon sagt erlendum sendifulltrúum að uppfylli NATO ekki öll markmið um aukningu eigin herafla fyrir 2027 að þá munu Bandaríkin draga sig út úr mörgum af þeim sameiginlegu ákvörðunarferlum sem eru við lýði innan bandalagsins í dag. Ef tekið er tillit til þess að aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að efla eigin varnir fram til ársins 2030 og það finnst mörgum bjartsýni má draga í efa getu þeirra til að flýta þessu ferli svo mjög. Það á eftir að koma í ljós hvort og hvernig ný varnarstefna Bandaríkjanna endurspeglar þjóðaröryggisstefnuna, en það er alveg ljóst að þó svo að Evrópa líti á Bandaríkin sem sinn mikilvægasta bandamann, er ekki víst samkvæmt ofansögðu að það sé gagnkvæmt! Fyrir Ísland og öryggi- og varnir landsins hlýtur þessi nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna að vera áhyggjuefni og ákall um endurskoðun á þeirri stefnu að útvista alfarið öllum vörnum landsins til erlendra aðila! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Arnór Sigurjónsson Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum. Þessi þjóðaröryggisstefna markar þáttaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna til verri vegar. Eftirfarandi eru helstu áhersluatriði hennar; Bandaríkin meta heiminn eftir því hvað gagnast þeim best á hverjum tíma undir slagorðinu Ameríka fyrst. Ríkjandi bandalög og áhersla á lýðræði og mannréttindi eru ekki lengur keppikefli Bandaríkjanna að viðhalda eða efla. Aukin áhrif í Suður-Ameríku og hafssvæðum þar er forgangsmál þjóðaröryggisstefnunnar. Baráttan við hermdar- og eiturlyfjahópa er skilyrðislaus. Kína og Rússland eru ekki lengur skilgreind sem stærstu og um leið hættulegustu keppinautar Bandaríkjanna. Hvað Kína varðar eru það efnahagsmálin sem móta samstarf ríkjanna fremur en keppni um yfirráð, hernaðarlega hagsmuni eða völd. Rússar eru ekki gagnrýndir fyrir útþenslu- og árásarstríð Putins forseta í Úkraínu heldur er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda strategískum stöðugleika við Rússland og efla viðskiptatengsl landanna. Friður í Úkraínu er nauðsynlegur til þess að ná þessum markmiðum, en ekki er tilgreint hvernig það eigi að nást né heldur hvað það kunni að kosta landið. Evrópa er hins vegar gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins. Helstu vandamál Evrópu er siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafa farið forgörðum með óheftum innflutningi flóttafólks og minnkandi barnsfæðingum. Það hefur valdið efnhagslegri stöðnun, hernaðarlegum veikleika sem mun leiða til endaloka evrópskrar siðmenningar eins og við þekkjum hana innan 20 ára. Af rúmlega 30 blaðsíðum þjóðaröryggisstefnunnar fjalla 2 blaðsíður um tengsl Bandaríkjanna við Evrópu. Á sama tíma og beðið er eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem mun verða birt fljótlega, hafa embættismenn í Pentagon sagt erlendum sendifulltrúum að uppfylli NATO ekki öll markmið um aukningu eigin herafla fyrir 2027 að þá munu Bandaríkin draga sig út úr mörgum af þeim sameiginlegu ákvörðunarferlum sem eru við lýði innan bandalagsins í dag. Ef tekið er tillit til þess að aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að efla eigin varnir fram til ársins 2030 og það finnst mörgum bjartsýni má draga í efa getu þeirra til að flýta þessu ferli svo mjög. Það á eftir að koma í ljós hvort og hvernig ný varnarstefna Bandaríkjanna endurspeglar þjóðaröryggisstefnuna, en það er alveg ljóst að þó svo að Evrópa líti á Bandaríkin sem sinn mikilvægasta bandamann, er ekki víst samkvæmt ofansögðu að það sé gagnkvæmt! Fyrir Ísland og öryggi- og varnir landsins hlýtur þessi nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna að vera áhyggjuefni og ákall um endurskoðun á þeirri stefnu að útvista alfarið öllum vörnum landsins til erlendra aðila! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar