Seðlabankinn Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. Viðskipti innlent 19.11.2025 21:01 Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. Viðskipti innlent 19.11.2025 20:02 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag. Viðskipti innlent 19.11.2025 19:41 Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Miðstjórn minnir í tilkynningu á skuldbindingar atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum Viðskipti innlent 19.11.2025 17:26 Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Innlent 19.11.2025 16:55 Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Hagfræðingar Íslandsbanka telja nokkuð harðan tón í framsýnni leiðsögn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands bera minni vigt en ella og spá því að nefndin lækki stýrivexti um fimmtíu punkta á hverjum ársfjórðungi næsta árs. Viðskipti innlent 19.11.2025 15:55 Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:59 „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:41 Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fagnar mjög að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Þrálát verðbólga hafi komið í veg fyrir meiri lækkun. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:32 „Spennan í þjóðarbúinu horfin“ og Seðlabankinn lækkar vexti á nýjan leik Þau áföll sem hafa skollið á útflutningsgreinum að undanförnu valda því að spennan í þjóðarbúinu er núna horfin, sem þýðir að hægja mun töluvert á hagvexti, og peningastefnunefnd Seðlabankans hefur því ákveðið að lækka vexti um 25 punkta. Við þá ákvörðun vegur einnig þungt umrót á fasteignalánamarkaði sem er að „þrengja“ að lánakjörum og fjármálalegum skilyrðum heimila. Innherji 19.11.2025 09:23 Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Fulltrúar peningastefnunefndar Seðabankans munu gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar um að lækka stýrivexti um 25 punkta á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 19.11.2025 09:00 Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 25 punkta og fara því þeir úr því að vera 7,5 prósent og í 7,25 prósent. Viðskipti innlent 19.11.2025 08:31 Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:49 Áfram talsverður kraftur í innlendri kortaveltu heimilanna Áfram er nokkur kraftur í neyslu landsmanna en kortavelta heimilanna í verslunum hér á landi jókst um liðlega tvö prósent að raunvirði í október miðað við sama tíma í fyrra. Innherjamolar 18.11.2025 10:18 Minnkar gjaldeyriskaupin núna þegar evran er komin í sitt hæsta gildi á árinu Eftir að hafa staðið að reglubundnum gjaldeyriskaupum á markaði undanfarna mánuði fyrir samanlagt nærri fimmtíu milljarða hefur Seðlabankinn ákveðið að draga úr umfangi þeirra um helming. Ákvörðunin kemur í kjölfar nokkurrar gengisveikingar krónunnar síðustu vikur, en hún er núna í sínu lægsta gildi á móti evrunni í eitt ár. Innherjamolar 16.11.2025 12:03 Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Í grein sem hér birtist þann sjöunda síðasta mánaðar eftir bankastjóra einn er því haldið fram að: Það sé hér einhver hringekja sem hafi hrinsólað hér hátt í hálfa öld og leikið okkur grátt. Í henni sé meinsemd sem hafi hækkað og hækkað vexti og haldi uppi verðbólgum. Skoðun 13.11.2025 16:32 Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir í 7,5 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi, það er á miðvikudaginn í næstu viku. Framsýn leiðsögn verði milduð talsvert í ljósi kólnandi hagkerfis og lakari efnahagshorfa og spáir bankinn að vaxtalækkunarferlið gæti hafist á ný í febrúarbyrjun 2026. Vextir muni þannig lækkað talsvert fram á næsta haust. Viðskipti innlent 12.11.2025 12:50 Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Niðurstöður nýrrar könnunnar Seðlabanka Íslands um væntingar markaðsaðila um verðbólgu og vexti sýna fram á litlar breytingar. Hins vegar hækkaði hlutfall svarenda sem taldi taumhald peningastefnunnar vera of þétt og var 83 prósent samanborið við 43 prósent í síðustu könnun í ágúst. Markaðurinn býst þó ekki við því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti þegar hún tilkynnir næstu vaxtaákvörðun þann 19. nóvember. Viðskipti innlent 12.11.2025 10:49 Aðhaldsstigið „aukist verulega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar. Innherji 12.11.2025 10:00 Allt kann sá er bíða kann Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja þessa dagana í landsmálunum. En er þó allt sem sýnist? Innherji 11.11.2025 10:02 Erlendir sjóðir seldu ríkisbréf fyrir meira en átta milljarða í október Sala erlendra fjárfesta á ríkisverðbréfum í liðnum mánuði, sem hratt af stað snarpri veikingu á gengi krónunnar, nam meira en átta milljörðum króna og er sú mesta sem sést hefur á einum mánuði um árabil. Innherji 11.11.2025 04:35 Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. Viðskipti innlent 8.11.2025 13:04 Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. Viðskipti innlent 7.11.2025 16:32 „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin. Neytendur 7.11.2025 08:55 Nálgast „heilbrigðara“ gildi þegar búið er að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum Gengi krónunnar hefur veikst um liðlega fjögur prósent á skömmum tíma, sem má einkum rekja til þess að erlendir skuldafjárfestar eru að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum sínum, og er gildi hennar núna að nálgast „heilbrigðari“ slóðir fyrir útflutningsgreinar, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Innherji 5.11.2025 16:18 Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Viðskipti innlent 3.11.2025 21:13 „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Greiningardeild Landsbankans telur nær engar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á næsta fundi sínum. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Viðskipti innlent 3.11.2025 11:53 Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent 1.11.2025 14:02 Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósent. Innlent 31.10.2025 16:16 Gengishækkun síðustu mánaða þurrkast út eftir sölu erlendra sjóða á ríkisbréfum Erlendir sjóðir hafa brugðist við breyttum efnahagshorfum hér á landi með því að losa um stöður sínar í íslenskum ríkisskuldabréfum fyrir marga milljarða á síðustu dögum, sem hefur drifið áfram snarpa veikingu á gengi krónunnar, en þrátt fyrir þær sölur hefur ávöxtunarkrafa bréfanna lækkað. Innherji 31.10.2025 10:10 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 55 ›
Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. Viðskipti innlent 19.11.2025 21:01
Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. Viðskipti innlent 19.11.2025 20:02
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag. Viðskipti innlent 19.11.2025 19:41
Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Miðstjórn minnir í tilkynningu á skuldbindingar atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum Viðskipti innlent 19.11.2025 17:26
Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Innlent 19.11.2025 16:55
Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Hagfræðingar Íslandsbanka telja nokkuð harðan tón í framsýnni leiðsögn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands bera minni vigt en ella og spá því að nefndin lækki stýrivexti um fimmtíu punkta á hverjum ársfjórðungi næsta árs. Viðskipti innlent 19.11.2025 15:55
Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:59
„Aumingjalegt skref“ í rétta átt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:41
Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fagnar mjög að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Þrálát verðbólga hafi komið í veg fyrir meiri lækkun. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:32
„Spennan í þjóðarbúinu horfin“ og Seðlabankinn lækkar vexti á nýjan leik Þau áföll sem hafa skollið á útflutningsgreinum að undanförnu valda því að spennan í þjóðarbúinu er núna horfin, sem þýðir að hægja mun töluvert á hagvexti, og peningastefnunefnd Seðlabankans hefur því ákveðið að lækka vexti um 25 punkta. Við þá ákvörðun vegur einnig þungt umrót á fasteignalánamarkaði sem er að „þrengja“ að lánakjörum og fjármálalegum skilyrðum heimila. Innherji 19.11.2025 09:23
Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Fulltrúar peningastefnunefndar Seðabankans munu gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar um að lækka stýrivexti um 25 punkta á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 19.11.2025 09:00
Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 25 punkta og fara því þeir úr því að vera 7,5 prósent og í 7,25 prósent. Viðskipti innlent 19.11.2025 08:31
Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:49
Áfram talsverður kraftur í innlendri kortaveltu heimilanna Áfram er nokkur kraftur í neyslu landsmanna en kortavelta heimilanna í verslunum hér á landi jókst um liðlega tvö prósent að raunvirði í október miðað við sama tíma í fyrra. Innherjamolar 18.11.2025 10:18
Minnkar gjaldeyriskaupin núna þegar evran er komin í sitt hæsta gildi á árinu Eftir að hafa staðið að reglubundnum gjaldeyriskaupum á markaði undanfarna mánuði fyrir samanlagt nærri fimmtíu milljarða hefur Seðlabankinn ákveðið að draga úr umfangi þeirra um helming. Ákvörðunin kemur í kjölfar nokkurrar gengisveikingar krónunnar síðustu vikur, en hún er núna í sínu lægsta gildi á móti evrunni í eitt ár. Innherjamolar 16.11.2025 12:03
Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Í grein sem hér birtist þann sjöunda síðasta mánaðar eftir bankastjóra einn er því haldið fram að: Það sé hér einhver hringekja sem hafi hrinsólað hér hátt í hálfa öld og leikið okkur grátt. Í henni sé meinsemd sem hafi hækkað og hækkað vexti og haldi uppi verðbólgum. Skoðun 13.11.2025 16:32
Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir í 7,5 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi, það er á miðvikudaginn í næstu viku. Framsýn leiðsögn verði milduð talsvert í ljósi kólnandi hagkerfis og lakari efnahagshorfa og spáir bankinn að vaxtalækkunarferlið gæti hafist á ný í febrúarbyrjun 2026. Vextir muni þannig lækkað talsvert fram á næsta haust. Viðskipti innlent 12.11.2025 12:50
Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Niðurstöður nýrrar könnunnar Seðlabanka Íslands um væntingar markaðsaðila um verðbólgu og vexti sýna fram á litlar breytingar. Hins vegar hækkaði hlutfall svarenda sem taldi taumhald peningastefnunnar vera of þétt og var 83 prósent samanborið við 43 prósent í síðustu könnun í ágúst. Markaðurinn býst þó ekki við því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti þegar hún tilkynnir næstu vaxtaákvörðun þann 19. nóvember. Viðskipti innlent 12.11.2025 10:49
Aðhaldsstigið „aukist verulega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar. Innherji 12.11.2025 10:00
Allt kann sá er bíða kann Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja þessa dagana í landsmálunum. En er þó allt sem sýnist? Innherji 11.11.2025 10:02
Erlendir sjóðir seldu ríkisbréf fyrir meira en átta milljarða í október Sala erlendra fjárfesta á ríkisverðbréfum í liðnum mánuði, sem hratt af stað snarpri veikingu á gengi krónunnar, nam meira en átta milljörðum króna og er sú mesta sem sést hefur á einum mánuði um árabil. Innherji 11.11.2025 04:35
Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. Viðskipti innlent 8.11.2025 13:04
Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. Viðskipti innlent 7.11.2025 16:32
„Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin. Neytendur 7.11.2025 08:55
Nálgast „heilbrigðara“ gildi þegar búið er að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum Gengi krónunnar hefur veikst um liðlega fjögur prósent á skömmum tíma, sem má einkum rekja til þess að erlendir skuldafjárfestar eru að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum sínum, og er gildi hennar núna að nálgast „heilbrigðari“ slóðir fyrir útflutningsgreinar, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Innherji 5.11.2025 16:18
Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Viðskipti innlent 3.11.2025 21:13
„Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Greiningardeild Landsbankans telur nær engar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á næsta fundi sínum. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Viðskipti innlent 3.11.2025 11:53
Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent 1.11.2025 14:02
Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að gera breytingar á reglum Seðlabankans um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda og hækka hámarkið við kaup á fyrstu fasteign úr 85 prósent í 90 prósent. Hámark veðsetningarhlutfalls fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósent. Innlent 31.10.2025 16:16
Gengishækkun síðustu mánaða þurrkast út eftir sölu erlendra sjóða á ríkisbréfum Erlendir sjóðir hafa brugðist við breyttum efnahagshorfum hér á landi með því að losa um stöður sínar í íslenskum ríkisskuldabréfum fyrir marga milljarða á síðustu dögum, sem hefur drifið áfram snarpa veikingu á gengi krónunnar, en þrátt fyrir þær sölur hefur ávöxtunarkrafa bréfanna lækkað. Innherji 31.10.2025 10:10