Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar 10. apríl 2025 10:33 Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana. Stjórnvöld hafa ákveðið að innleiða ekki samræmd lokapróf við lok grunnskóla en sú einkunn hefði m.a. getað nýst við að jafna leikinn við inntöku í framhaldsskóla. Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla. Það frumvarp var loks lagt fram á Alþingi í gær. Þar er þó ekkert kveðið á um traustar aðferðir eða nýjar heimildir til þess að kalla fram sanngjarnara mat á árangri nemenda við inntöku í framhaldsskólana. Hins vegar eru kynntir til leiks nýir mælikvarðar sem skólar geti nú samkvæmt lögum litið til við innritun nemenda, nefnilega „sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Í frumvarpinu eru nefndar breytur eins og kyn, fötlun og hópar sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Markmiðið er sagt vera að „vinna gegn einsleitni í nemendahópnum“ og „að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Eins vel og þessi orð öll kunna að hljóma, verður að segjast að efni frumvarpsins eru nokkur vonbrigði. Í stað þess að stjórnvöld boði sanngjarnari leiðir til að meta árangur fólks, líkt og kallað hefur verið eftir, er ákveðið að draga einfaldlega úr vægi árangursins sjálfs. Eins og það er orðað, á beinlínis að auka heimildir skólanna til að taka nemendur inn á „öðrum grundvelli en námsárangri.“ Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis. Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun. Nú þegar er kynjakvóti við lýði í einstaka íslenskum framhaldsskólum og er það gert í þágu þess að drengirnir blessaðir séu nægilega stór hluti nemendahópsins. Í stað þess að lögfesta slíka skammsýna kvótastefnu í öllu kerfinu og í sífellt fleiri atriðum, er vænlegra að tryggja að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum. Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Grunnskólar Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Sjá meira
Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana. Stjórnvöld hafa ákveðið að innleiða ekki samræmd lokapróf við lok grunnskóla en sú einkunn hefði m.a. getað nýst við að jafna leikinn við inntöku í framhaldsskóla. Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla. Það frumvarp var loks lagt fram á Alþingi í gær. Þar er þó ekkert kveðið á um traustar aðferðir eða nýjar heimildir til þess að kalla fram sanngjarnara mat á árangri nemenda við inntöku í framhaldsskólana. Hins vegar eru kynntir til leiks nýir mælikvarðar sem skólar geti nú samkvæmt lögum litið til við innritun nemenda, nefnilega „sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Í frumvarpinu eru nefndar breytur eins og kyn, fötlun og hópar sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Markmiðið er sagt vera að „vinna gegn einsleitni í nemendahópnum“ og „að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Eins vel og þessi orð öll kunna að hljóma, verður að segjast að efni frumvarpsins eru nokkur vonbrigði. Í stað þess að stjórnvöld boði sanngjarnari leiðir til að meta árangur fólks, líkt og kallað hefur verið eftir, er ákveðið að draga einfaldlega úr vægi árangursins sjálfs. Eins og það er orðað, á beinlínis að auka heimildir skólanna til að taka nemendur inn á „öðrum grundvelli en námsárangri.“ Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis. Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun. Nú þegar er kynjakvóti við lýði í einstaka íslenskum framhaldsskólum og er það gert í þágu þess að drengirnir blessaðir séu nægilega stór hluti nemendahópsins. Í stað þess að lögfesta slíka skammsýna kvótastefnu í öllu kerfinu og í sífellt fleiri atriðum, er vænlegra að tryggja að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum. Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun