Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“

    Fram og ÍBV mættust á Lambhagavellinum í dag og lauk leiknum með 2-0 sigri heimamanna. Með sigrinum komust Framarar upp að hlið Vestra í 5. sæti deildarinnar og Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins var ánægður með varnarleik sinna manna í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    FH-ingar flytja Kapla­krika í Laugar­dalinn

    FH-ingar hafa ekki riðið feitum hesti frá útleikjum sínum þetta tímabilið í Bestu deild karla en ef frá er talinn útisigur á botnliði ÍA þá hafa öll stig liðsins í sumar komið í hús í Kaplakrika.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Fær­eyja

    Daniel Obbekjær hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og heldur nú aftur til Færeyja, þaðan sem hann kom fyrir ári síðan. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikstíl liðsins ekki hafa hentað honum og Daniel sé of góður miðvörður til að sitja bara á bekknum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Gæti orðið dýrastur í sögu KR

    Hinn 15 ára gamli Alexander Rafn Pálmason verður ef að líkum lætur dýrasti leikmaður sem KR hefur selt, þegar að því kemur, en danska knattspyrnufélagið Nordsjælland er sagt líklegast til að landa honum.

    Íslenski boltinn