Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigur­strang­legastur

Í fyrsta sinn mælist hinn franski Jordan Bardella, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, líklegastur til að sigra forsetakosningarnar þar í landi 2027 samkvæmt spá Odoxa. Hinn þrítugi Bardella tók við sem formaður flokksins af Marine Le Pen en samkvæmt nýrri könnun greiningarfyrirtækisins Odoxa þykir hann líklegastur til að hljóta flest atkvæði ef gengið væri til kosninga í dag, óháð því hverjir andstæðingar hans verða.

Erlent
Fréttamynd

Vara við flug­hálku í fyrra­málið

Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið.

Veður
Fréttamynd

Lög­reglan fylgdist með grunn­skólum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með sýnilega löggæslu við nokkra grunnskóla í dag og fylgdist með umferð ökutækja í grennd við skólana. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar kemur ekki fram hvers vegna ráðist var í eftirlitið.

Innlent
Fréttamynd

Stór­hættu­leg eitur­lyf flæða til landsins í sögu­legu magni

Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld eiturlyfjamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju afar hættulegu efni virðist vera að færast í aukanna. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. 

Innlent
Fréttamynd

Inn­flutningur á stór­hættu­legu efni eykst og gremja vegna bílastæða

Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld fíkniefnamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju og afar hættulegu efni virðist færast í aukana. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar.

Innlent
Fréttamynd

Sím­talið hafi verið á­byrgðar­laust og ó­raun­hæft

Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum.

Innlent
Fréttamynd

Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu

Félags- og húsnæðismálaráðherra og borgarstjóra hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að tryggja ríkinu lóð undir nýja fyrirhugaða stofnun, Miðstöð um öryggisráðstafanir. Húsnæði stofnunarinnar á að vera á landi Reykjavíkurborgar á Hólmsheiðarsvæðinu. Frumvarp var kynnt í september um nýja stofnun sem ráðherrann á að mæla fyrir á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Svaka­legur lax á Snæ­fells­nesi

Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur veiddi nýverið sannkallaðan risalax í búr í Haffjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jóhannes telur að um sé að ræða stærsta Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf.

Innlent
Fréttamynd

„Lægsti sam­nefnari“ sagður niður­staðan á COP30

Niðurstöðu COP30-loftslagsráðstefnunnar í Brasilíu er lýst sem „lægsta möguleg samnefnara“. Óljós markmið um stóraukin framlög til aðlögunar þróunarríkja að loftslagsbreytingum og útfösu og hert losunarmarkmið er að finna í ályktun sem opnar í fyrsta skipti á möguleikann að hlýnun fari tímabundið yfir viðmið Parísarsamkomulagsins.

Erlent
Fréttamynd

„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjör­vað“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. 

Innlent
Fréttamynd

Pétur hættur sem for­stjóri Reykja­lundar

Pétur Magnússon hefur sagt upp sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Allir bílarnir ó­nýtir og mildi að ekki fór verr

Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn.

Innlent
Fréttamynd

Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum

Tilfellum þar sem fólk fellur fyrir svikastarfsemi fer fjölgandi að sögn forstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sveitinni hefur undanfarnar tvær vikur borist fjöldi tilkynninga um svokallaðar vefveiðar auk svika í gegnum símtöl þar sem óprúttnir aðilar beita fyrir sig íslenskum númerum.

Innlent
Fréttamynd

Var til­búinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli

Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segir árið 2024 hafa verið „annus horribilis“ í lífi hans. Ekki nóg með að vera settur út í kuldann í starfi sínu heldur glímdi hann einnig við slæma sýkingu í gervilið og alvarlega kransæðastíflu. Á sama tíma lauk þó áralöngu áreiti sem Helgi þurfti að þola frá sýrlenska síbrotamanninum Mohamad Kourani.

Innlent
Fréttamynd

Mótorkrossiðkun barna sé í upp­námi vegna vöru­gjalda

Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Lést í brúð­kaups­ferð á Ís­landi

Fjölskylda og vinir fimmtugs bresks karlmanns sem lést í brúðkaupsferð sinni til Íslands í október safna fyrir jarðarför hans sem fer fram eftir viku. Bretinn var kallaður Víkingurinn.

Innlent
Fréttamynd

Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar

Arnarvarp sumarið 2025 reyndist lakara en síðustu tvö ár. Alls urpu að minnsta kosti 60 pör en einungis er hægt að staðfesta að 36 þeirra komu upp ungum. Þetta kemur fram í yfirliti Náttúrufræðistofnunar um arnarvarpið í ár.

Innlent