Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga. Innlent 27.11.2025 15:35
Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll. Innlent 27.11.2025 15:23
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. Erlent 27.11.2025 14:42
Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni. Innlent 27.11.2025 12:51
Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Nýr vegur var í dag tekinn í notkun við Keflavíkurflugvöll og er þar með hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu. Innlent 27.11.2025 12:14
Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. Innlent 27.11.2025 11:55
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) og ráðamenn í Noregi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um mögulega byggingu geimstjórnstöðvar á norðurslóðum. Nánar tiltekið stendur til að skoða kosti og galla þess að reisa slíka stöð nærri Tromsø. Erlent 27.11.2025 11:46
Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Í hádegisfréttunum verðum við á Suðurnesjunum en í morgun var samingur undirritaður um milljarða uppbyggingu í Helguvík sem fjármögnuð verður af Atlantshafsbandalaginu. Innlent 27.11.2025 11:37
Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum. Erlent 27.11.2025 11:08
Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja að Reykjavíkurborg selji bæði hlut sinn í Carbfix, Ljósleiðaranum og Malbikunarstöðinni Höfða og sömuleiðis bílastæðahús borgarinnar. Innlent 27.11.2025 10:55
Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision 23 ára sænskur karlmaður að nafni Alexander Holmberg hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í Lúxemborg fyrir að leggja á ráðin um að framkvæma hryðjuverk á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í Hollandi árið 2020. Erlent 27.11.2025 10:41
Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Hilmar Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí næstkomandi. Innlent 27.11.2025 10:40
Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, undirrituðu viljayfirlýsingu um fyrirhugaða uppbyggingu mannvirkja í Helguvíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. Innlent 27.11.2025 10:17
Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Nokkrum dögum eftir að Sanae Takaichi, nýr forsætisráðherra Japan, reitti ráðamenn í Kína til reiði með því að segja að innrás Kínverja í Taívan gæti leitt til hernaðarviðbragðs frá Japönum, ræddi Xi Jinping, forseti Kína, við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum. Xi er sagður hafa verið bálreiður og varði hálftíma af klukkutímalöngu símtalinu í að útskýra fyrir Trump að Kína ætti í raun Taívan. Erlent 27.11.2025 10:12
Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Tillaga um breytt deiliskipulag Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs var kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Lagt er til að afmörkun Árbæjarlóns verði fjarlægð auk þess sem lagt er til að Árbæjarstífla fái nýtt útlit og um hana verði aðgengileg gönguleið yfir Elliðaárnar. Stíflan er friðuð og því er lagt upp með að breytingar á henni verði gerðar í samráði við Minjastofnun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar frekar að Árbæjarlón verði fyllt að nýju. Innlent 27.11.2025 08:15
Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Maðurinn sem skaut á tvo þjóðvarðliða í Washington DC í gær er frá Afganistan og kom til Bandaríkjanna árið 2021. Þetta sagði Donald Trump forseti í ávarpi í gærköldi frá Flórída þar sem hann var staddur þegar árásin varð gerð. Öll afgreiðsla hælisumsókna frá Afganistan hefur nú verið stöðvuð og Trump fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á þeim Afgönum sem þegar eru í Bandaríkjunum. Erlent 27.11.2025 07:55
Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Þrír erlendir ríkisborgarar sem mættu ásamt mökum sínum og jafnvel börnum í lokaviðtal hjá útlendingayfirvöldum í Bandaríkjunum í tengslum við umsókn um græna kortið svokallaða, voru handteknir í lok viðtalsins. Erlent 27.11.2025 07:52
Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Það stefnir í meiri vind en verið hefur á landinu undanfarið og er að ganga í norðaustan strekking eða allhvassan vind nokkuð víða. Veður 27.11.2025 07:13
Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá forsætisráðuneytinu varðandi afgreiðslutíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í erindi til ráðuneytisins segir að vísbendingar séu uppi um að meðferð nefndarinnar á málum sé enn óhóflega löng. Innlent 27.11.2025 07:01
Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Slökkvistarfi er að mestu lokið í Wang Fuk íbúðaturnunum í Hong Kong, eftir gríðarlegan eldsvoða sem braust út í gær. Fjörtíu og fjórir eru látnir og 45 alvarlega slasaðir. Um 280 er enn saknað. Erlent 27.11.2025 06:38
Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. Innlent 27.11.2025 06:32
Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Flughált hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Forstöðuhjúkrunarfræðingu bráðaþjónustu segir tugi manns hafa leitað til bráðamóttökuna á dag vegna hálkunnar. Innlent 26.11.2025 23:22
Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Borgarstjórnarflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins segir fjárhagsáætlun meirihlutans í borginni metnaðarlausan og að því sé nauðsynlegt að bregðast við. Innlent 26.11.2025 23:10
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. Innlent 26.11.2025 22:44