Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heiða liggur enn undir feldi

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa enn ekki borist svör um hvort að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri þiggi annað sætið á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Nefndin kallar nú eftir tilnefningum í sætin fyrir neðan sjötta sæti.

Innlent
Fréttamynd

Leitað að fleira fólki á lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík

Samfylkingin í Reykjavík óskar nú eftir tilnefningum á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Um helgina var valið í efstu sex sætin á lista flokksins, en nú leitar uppstillingarnefndin að fólki sem vill sitja í sætum 7. til 46. á lista. Enn liggur ekki fyrir hvort Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætli að taka 2. sætið á listanum sem hún tryggði sér í prófkjörinu um helgina þar sem hún tapaði oddvitasætinu. Gert er ráð fyrir að endanlegur listi verði kynntur í síðasta lagi í lok febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Starfslokasamningar kostað undir­stofnanir fleiri hundruð milljónir

Dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess hafa frá árinu 2018 til 2025 gert 27 starfslokasamninga sem kostað hafa ríkiskassann alls um 400 milljónir. Á sama tímabili hafa fjórar undirstofnanir umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins gert sjö starfslokasamninga og nam heildarkostnaður vegna þeirra 32,7 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Segja mögu­legt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mót­mælunum

Heilbrigðisstarfsmenn og starfsfólk sjúkrahúsa í Íran segja allt að 30 þúsund hafa verið drepna í aðgerðum stjórnvalda gegn mótmælendum í landinu. Yfirvöld hafa gefið út að um 3.000 hafi látist, á meðan mannréttindasamtök segja fjöldann að minnsta kosti yfir 6.000 og þá séu 17.000 dauðsföll til viðbótar til rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið og Ind­land ganga frá fríverslunarsamningi

Fulltrúar Evrópusambandsins og Indlands hafa lagt lokahönd á fríverslunarsamning sem hefur verið í smíðum, með hléum, í nærri tvo áratugi. Báðir aðilar eru sagðir freista þess að styrkja tengslin sín á milli og við önnur ríki heims, meðal annars vegna óútreiknanlegrar framgöngu Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu.

Erlent
Fréttamynd

Slær á­fram í storm á suður­ströndinni

Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu hefur viðhaldið austanáttum frá því í síðustu viku og mun halda því áfram fram yfir næstu helgi. Síðasta sólarhringinn hefur verið austanhvassviðri eða stormur með suðurströndinni og heldur það áfram í dag.

Veður
Fréttamynd

Bovino sendur til Kali­forníu og Leavitt dregur í land

Svo virðist sem gríðarleg reiði og hörð gagnrýni vegna framgöngu innflytjendayfirvalda í Minneapolis sé farin að hafa áhrif á stjórnvöld vestanhafs en erlendir miðlar greina frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að láta Greg Bovino, sem farið hefur fyrir aðgerðum í borginni, snúa aftur til fyrri starfa í Kaliforníu.

Erlent
Fréttamynd

Taka á móti fyrstu drengjunum í með­ferð í lok febrúar

Áætluð verklok á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholti á Rangárvöllum eru um næstu mánaðamót, janúar/febrúar, og er gert ráð fyrir að húsið verði afhent Barna- og fjölskyldustofu á þeim tíma. Stefnt er að því að taka á móti fyrsta skjólstæðingi í lok febrúar 2026. Pláss er fyrir sex drengi og kynsegin á meðferðarheimilinu. 

Innlent
Fréttamynd

Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suður­landi

Þrátt fyrir að Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk í Rangárþingi ytra sé orðinn 92 ára gamall þá er hann enn að ganga með fram vegum og tína upp einnota umbúðir, dósir og flöskur. Hann hefur safnað tæplega 30 milljónum á síðustu 20 árum og gefið meira og minna íþróttafélaginu í sveitinni hans allan peninginn.

Innlent
Fréttamynd

„Förum strax í lífsbjargandi að­gerðir“

Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar voru í íbúðinni og drápust en slökkviliðsstjóri segir konuna hafa verið komna í sjúkrabíl innan við tíu mínútum eftir að útkallið barst.

Innlent
Fréttamynd

Ekki fleiri barnaníðsmál í fimm­tán ár

Tilkynningum um barnaníð fjölgaði umtalsvert á síðasta ári samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir óvenjumörg stór mál hafa komið upp síðustu mánuði og segir að gagnrýni vegna seinagangs rannsókna á sínum tíma hafi verið réttmæt.

Innlent
Fréttamynd

Trump sagður hafa lofað ó­háðum rann­sóknum í Minnesota

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að senda Tom Homan, svokallaðan „landamærakeisara“ sinn, til Minnesota. Þar á hann að ræða við Tim Walz, ríkisstjóra, og aðra embættismenn um ástandið þar og aðgerðir alríkisútsendara. Gífurlega spenna er í ríkinu eftir að útsendarar þessir skutu aðra manneskju til bana um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Elds­voði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur

Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar drápust í brunanum. Við verðum í beinni frá Reykjanesbæ í kvöldfréttum og ræðum við slökkviliðsstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Veitir ekki við­töl að sinni

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun ekki veita viðtöl um úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar í dag. Enn er óvíst hvort hún þiggi annað sætið á lista flokksins í vor. 

Innlent
Fréttamynd

Einn lifði flug­slys í Maine af en sjö dóu

Sjö létu lífið en einn lifði af þegar einkaþota endaði á hvolfi í flugtaki í Maine í Bandaríkjunum í dag. Mikil snjókoma var á Bangor-flugvellinum þar sem slysið varð og var honum lokað eftir slysið.

Erlent