Fréttir

Fréttamynd

Hvessir þegar líður á daginn

Hæðarsvæði liggur skammt suður af landinu í dag. Það má búast við vestlægum vindi og að það hvessi um landið norðanvert þegar líður á daginn. Súld eða dálítil rigning af og til á vestanverðu landinu, en bjartviðri eystra. Vindstyrkur gæti náð að 20 metrum á sekúndu í kvöld, en mun hægari vindur verður um landið sunnanvert. Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tvö hand­tekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu

Að minnsta kosti sjö voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þeirra á meðal maður og kona sem grunuð eru um þjófnað í raftækjaverslun. Þá voru þrír menn handteknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir eru einnig grunaðir í öðru máli er varðar þjófnað.

Innlent
Fréttamynd

Hall­dór Blön­dal borinn til grafar

Jarðarför Halldórs Blöndals var gerð frá Hallgrímskirkju eftir hádegið. Full kirkja var og auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands voru forsetarnir fyrrverandi Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson meðal viðstaddra.

Innlent
Fréttamynd

Neita að tjá sig um um­mæli Trumps um á­rás í Venesúela

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á dögunum að herafli sinn hefði gert árás á „stóra aðstöðu“ í Venesúela í síðustu viku. Hann sagði þó lítið annað og embættismenn í Bandaríkjunum hafa ekki viljað svara fyrirspurnum blaðamanna um hvað Trump hafi verið að vísa í.

Erlent
Fréttamynd

Kim á­nægður með nýjar stýri­flaugar

Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu frá því í morgun að gerð hefði verið tilraun með langdræga stýriflaug sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Tveimur slíkum var skotið á loft í gær, nokkrum dögum eftir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skoðaði kjarnorkuknúinn kafbát sem verið er að smíða þar.

Erlent
Fréttamynd

Fimm með van­líðan komast í Skjólshús í tvær vikur

Svokölluðu Skjólshúsi er ætlað að vera úrræði fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og vonandi lengur að sögn ráðherra. Fimm komast að á hverjum tíma og geta dvalið þar í tvær vikur. Formaður Geðhjálpar er í skýjunum og segir draum að rætast.

Innlent
Fréttamynd

Sagt upp eftir 26 ár á Morgun­blaðinu

Víði Sigurðssyni, fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, hefur verið sagt upp störfum hjá Árvakri. Hann hefur lokið störfum hjá fjölmiðlinum eftir 26 ára starf.

Innlent
Fréttamynd

Kominn tími á gos og Veður­stofan öllu við­búin

Kvikuhlaup og eldgos á Sunhnúksgígaröðinni er komið á tíma samkvæmt öllum breytum sem voru til staðar fyrir fyrri kvikuhlaup. Því gæti gosið hvað úr hverju. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir stofnunina vera í góðu sambandi við Grindvíkinga og að vel sé fylgst með þróuninni.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sem er þessa dagana með þrjá ráðherrahatta á höfði sínu segir ekki von á breytingum í ráðherraskipan Flokks fólksins á næstunni. Hjartaaðgerð Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra hafi gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Desem­ber að komast á lista yfir þá allra hlýjustu

Það stefnir allt í það að desember á landsvísu komist á lista yfir þá allra hlýjustu en hitinn nú er samt nokkuð frá sögulega hlýjum desembermánuði árið 1933. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem segir desembermánuð 2025 líklega verða í þriðja til fjórða sæti yfir þá allra hlýjustu. Hitamet á Stykkishólmi megi teljast með stærstu veðurtíðindum ársins.

Innlent
Fréttamynd

Þrír lög­reglu­þjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir á­tök í Tyrk­landi

Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og sex vígamenn Íslamska ríkisins liggja í valnum eftir bardaga þeirra á milli í Tyrklandi í morgun. Átta lögregluþjónar og öryggisvörður eru særðir eftir átökin, sem áttu sér stað í Elmali, suður af Istanbul. Lögregluþjónar eru sagðir hafa gert áhlaup á hús þar sem vígamennirnir héldu til.

Erlent
Fréttamynd

Hér verða áramótabrennur á gaml­árs­dag 2025

Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista.

Innlent
Fréttamynd

Vill lengri tryggingar og til­búinn til að hitta Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að nýjar friðartillögur sem hafi verið til umræðu milli hans og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída í gær innihaldi meðal annars tillögu um fimmtán ára öryggistryggingar handa Úkraínu. Selenskí segir að þær yrði svo hægt að framlengja enn frekar en hann lagði til við Trump í gær að öryggistryggingarnar næðu til allt að fimmtíu ára.

Erlent
Fréttamynd

Gestir á Edition stukku út á nátt­fötunum

Gestir á lúxushótelinu Edition við Hafnarbakkann þurftu óvænt að yfirgefa herbergi sín um eittleytið í nótt þegar að brunavarnakerfi hótelsins fór í gang með tilheyrandi látum. Um bilun í kerfinu reyndist að ræða.

Innlent