Fréttir

Fréttamynd

Vest­firðingar sjá fram á þrenn ný jarð­göng

Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Land­helgis­gæslan eignast sjálfstýrða kaf­báta

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók formlega á móti ómannaða neðansjávarfarinu GAVIA AUV í dag, en um er að ræða sjálfstýrðan kafbát sem getur kortlagt hafsbotninn og hluti sem þar eru með hliðarsónar niður í að minnsta kosti 300 metra dýpi.

Innlent
Fréttamynd

„Mér persónu­lega fannst þetta gríðar­lega gaman“

Fangi á Litla-Hrauni segir útgáfu matreiðslubókar vera verkefni sem hafi gefið honum mikið. Hann segir hæfni fanga vannýtta og þegar öllu sé á botninn hvolft snúist vinna sem þessi um hvernig einstaklinga við viljum fá aftur út í samfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Fær bara hálft fæðingar­or­lof og veik leikskóla­börn

Einstæð móðir, er gáttuð yfir ósveigjanleika fæðingarorlofskerfisins því fæðingarorlofsréttur barnsföður hennar verður ekki færður yfir til hennar þrátt fyrir að hann hyggist ekki nýta sér réttinn. Í gangi er faðernispróf fyrir dómi og er hann ekki hluti af lífi barnsins í dag. Móðirin upplifir kvíða og afkomuótta því síðustu greiðslurnar frá fæðingarorlofssjóði berast 1. janúar og þá blasir óvissan ein við.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja til bólu­setningar vegna inflúensu­far­aldurs

Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun.

Innlent
Fréttamynd

Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda þrettán ára dreng typpamynd á Snapchat. Landsréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands eystra.

Innlent
Fréttamynd

Halda starfs­leyfinu þrátt fyrir kröfur í­búa

Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu íbúa í grennd við bakaríið og kaffihúsið Hygge á Barónsstíg. Íbúarnir lögðu fram stjórnvaldskæru og kölluðu eftir því að starfsleyfi staðarins yrði afturkallað, meðal annars vegna sorphirðumála og mengunar.

Innlent
Fréttamynd

Vill skoða úr­sögn úr EES

Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­bíl­stjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Landsréttur hefur þyngt refsingar leigubílstjóra og félaga hans fyrir að nauðga konu og dæmt þá í þriggja ára fangelsi. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Mennirnir voru dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna hvor um sig í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Hóta að koma fram við Belga eins og Ung­verja

Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna.

Erlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup enn yfir­standandi

Skaftárhlaup er enn yfirstandandi og stöðugt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að úrkoma og leysing á svæðinu hafi bætt að hluta í rennsli sem mælist rúmlega 160 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) við Sveinstind. Það samsvari meðalrennsli að sumri.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Val­berg tekur við ritarastöðunni

Helgi Valberg Jensson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, tekur við sem ritari þjóðaröryggisráðs um næstu mánaðarmót. Forsætisráðherra féllst á tillögu Þórunnar J. Hafstein, fráfarandi ritara, að hún láti af störfum.

Innlent
Fréttamynd

Stór á­fangi Borgarlínu af­greiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti í gær að auglýsa tillögu að nýju deiluskipulagi vegna Borgarlínu og hefur málinu verið vísað til borgarráðs. Um er að ræða breytingu sem varðar stóran hluta af fyrsta áfanga Borgarlínu sem snýr að skipulagi við Suðurlandsbraut frá Skeiðarvogi að Lágmúla. Tillagan hefur verið umdeild en borgarfulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lýstu hörðum mótmælum við áformin í bókunum við afgreiðslu málsins í ráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að ein­hverjir dragi lög sín til baka

Útvarpsstjóri segir ljóst að einhverjir lagahöfundar muni draga framlög sín til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins í ljósi þess að Ísland verður ekki með Eurovision. Ákvörðun Íslands setji þrýsting á önnur Norðurlönd sem hann telur þó ólíklegt að hætti við þátttöku. 

Innlent
Fréttamynd

Konan sem ekið var á er látin

Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Styrkirnir ekki aug­lýstir: Segir Mið­flokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina

Utanríkisráðherra segir eðlilegt að þær hreyfingar sem fyrir eru á fleti fái styrk til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Styrkirnir voru ekki auglýstir til úthlutunar en Evrópuhreyfingin og Heimssýn fá tíu milljónir hvor um sig í þágu umræðu um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við sambandið. Þingmaður Miðflokksins krafði ráðherra svara um ferlið vegna styrkveitinganna og gaf í skyn að stofnanir ESB hafi reynt að hafa afskipti af innanríkismálum Íslands. Ráðherra brást við með því að segja Miðflokkinn óttast þjóðina og haldna „hysteríu“ um ESB.

Innlent