Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú. Innlent 20.11.2025 10:26
Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Bandarískir alríkissaksóknarar viðurkenndu í gær að kviðdómendur í ákærudómstól sem ákærðu James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) í september, sáu aldrei lokaútgáfu ákæranna. Dómari í málinu er sagður hafa „grillað“ saksóknarana um nokkuð skeið í dómsal í gær og hefur aðstæðum þar verið lýst sem „einstaklega vandræðalegum“. Erlent 20.11.2025 09:48
Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Svarendur í skoðanakönnun sem Maskína gerði voru svo gott sem á einu máli um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur að segja af sér sem ríkislögreglustjóri. Sú afstaða er óháð kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum eða stjórnmálaskoðunum svarenda. Innlent 20.11.2025 09:20
Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Hvorki íslensk lög né alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að veita yfirvöldum hér heimild til þess að granda skipum á hafsvæðinu við landið eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl. Bandaríkjastjórn hefur sprengt upp fjölda báta og drepið tugi manna í árásum á meinta smyglbáta að undanförnu. Innlent 20.11.2025 07:01
Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Innlent 20.11.2025 06:44
Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð að Reykjavíkurborg segi upp samningum Bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir einkaaðila á gjaldsvæði 4 (P4). Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag og vísað til borgarráðs til afgreiðslu. Innlent 20.11.2025 06:32
Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. Innlent 19.11.2025 23:01
Gulli Reynis látinn Tónlistarmaðurinn Gunnlaugur Reynisson, eða Gulli Reynis, er fallinn frá. Eiginkona hans, Erla Björk Hauksdóttir, tilkynnti um andlát hans í dag. Innlent 19.11.2025 22:58
Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Það tók innan við fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í öruggt skjól þegar eldur kom upp á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í gær. Heimilisfólkinu var nokkuð brugðið og býðst áfallahjálp eftir atvikið, en ríflega tuttugu íbúar dvelja nú í tímabundnum úrræðum á meðan unnið er að því að koma deildinni aftur í horf. Innlent 19.11.2025 22:00
Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sviðstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur höfðað mál á hendur embættinu vegna ákvörðunar ríkisendurskoðanda um að færa hann til í starfi. Málið er höfðað hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 19.11.2025 21:09
Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. Erlent 19.11.2025 19:48
Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Unglingar yngri en 16 ára í Ástralíu hafa nú fengið tilkynningu um að aðgöngum þeirra á Facebook, Instagram og Threads verði lokað vegna banns við notkun samfélagsmiðla fyrir yngri en sextán ára sem tekur gildi í landinu í desember. Erlent 19.11.2025 19:15
Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband. Innlent 19.11.2025 19:08
Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Úrræðaleysi og afskiptaleysi taki við eftir átján ára aldur. Innlent 19.11.2025 19:02
Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Við ræðum við móðurina sem segir úrræða- og afskiptaleysi taka við eftir átján ára aldur. Innlent 19.11.2025 18:08
Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis hefur borist formlegt erindi um mannauðsmál Ríkisendurskoðunar. Bryndís Haraldsdóttir, 1. varaforseti þingsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið og gögnin séu komin til nefndarinnar. Málið sé nú á borði forseta þingsins. Innlent 19.11.2025 18:05
Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í dag fyrir þjófnað í verslun Hagkaupa í Kringlunni. Alls eru fimm sem gista í fangageymslu lögreglu. Innlent 19.11.2025 17:28
Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Innlent 19.11.2025 16:55
Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Starfsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að snúa vörn í sókn eftir að forsetanum og hans fólki virðist hafa mistekist að koma í veg fyrir birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Demókrötum verði refsað fyrir að þvinga Repúblikana. Erlent 19.11.2025 16:44
Framhlaup hafið í Dyngjujökli Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli. Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og um 20 til 30 ár líða að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Veðurstofan varar við ferðum á jöklinum. Innlent 19.11.2025 14:17
Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Innlent 19.11.2025 13:30
Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. Erlent 19.11.2025 13:30
Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti við HR segir áfall að Evrópusambandið hafi stigið það skref að undanskilja Ísland og Noreg ekki verndarráðstöfunum vegna járnblendis með vísan í EES-samninginn en segir að fulltrúar Íslands hafi verið mjög áfram um að samningurinn hefði slíkan varnagla þegar verið var að búa hann til. Innlent 19.11.2025 12:57
Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst. Erlent 19.11.2025 11:48