Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Lögreglan í Bandaríkjunum leitar að vopnuðum manni sem er grunaður um að hafa myrt nánast heila fjölskyldu að undanskildu sjö mánaða ungabarni sem hann skildi eftir á lífi. Fimmtán ára barn er meðal fórnarlambanna. Erlent 2.8.2025 23:38
Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. Innlent 2.8.2025 23:00
Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa „Þetta er gröfin þar sem ég held að ég verði grafinn. Tíminn er á þrotum,“ segir Evyatar David, ísraelskur gísl í haldi Hamas, í myndskeiði sem samtökin birtu þar sem hann stendur magur af vannæringu og grefur holu í neðanjarðargöngum á Gasa. Erlent 2.8.2025 21:57
Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Barnung stúlka var flutt á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hún hafnaði í sjónum við Reynisfjöru. Umfangsmikil leit stóð að henni í tæpar tvær klukkustundir. Innlent 2.8.2025 18:10
Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. Innlent 2.8.2025 18:02
Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Barnung stúlka sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í dag er fundin og hefur verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglan segir að ekki sé „vitað um ástand“ hennar. Um erlenda ferðamenn er að ræða. Innlent 2.8.2025 17:12
Herjólfur siglir ekki meira í dag Ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni og falla því tvær síðustu ferðir Herjólfs niður í dag, klukkan 17 frá Vestmanneyjum og klukkan 18 frá Landeyjarhöfn. Innlent 2.8.2025 16:47
Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða. Innlent 2.8.2025 15:42
„Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir hjálpuðu þremur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í nótt. Fólkið var orðið blautt, skalf af kulda og var varla gangfært. Einnig þurfti að aðstoða ferðamenn sem festu bíl í Stóru-Laxá í nótt og hafa björgunarsveitir sinnt tveimur útköllum á Snæfellsnesi í dag. Innlent 2.8.2025 14:58
Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Á hverju sumri fyllist strandbærinn Les Sables d‘Olonne á vesturströnd Frakklands af ferðamönnum, sem flestir eru franskir, en þeir þykja gjarnir, jafnvel of gjarnir, á það að ganga um bæinn á sundfötum sínum eða berir að ofan. Erlent 2.8.2025 14:55
Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Ein af hátíðum helgarinnar er á Hjalteyri í Hörgársveit en þar búa fimmtíu manns. Boðið verður upp á verðbúðarstemmingu, veiði á bryggjunni, grillveislu, kyndlagöngu og í kvöld verður flugeldasýning við hafnargarðinn. Innlent 2.8.2025 13:05
Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Pilippus prins ætlaði sér að eiga náðuga daga, renna fyrir lax og sjá eitthvað af náttúru þessarar forvitnilegu en fámennu eyjar lengst norður af Bretlandseyjum. Þar bjuggu bara 187 þúsund manns, í stærsta bænum Reykjavík bara 77 þúsund, en mannmergðin sem mætti honum, hvert sem hann fór, var hins vegar líkari því sem búast hefði mátt við í milljónaborg. Innlent 2.8.2025 12:48
„Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa fundið fyrir „fordæmalausri“ hitabylgju síðustu vikur. Júlímánuður var sá hlýjasti í Svíþjóð frá upphafi mælinga og norðan við Norðuheimskautsbaug mældist hiti yfir þrjátíu stigum þrettán daga í júlí. Erlent 2.8.2025 12:45
Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Veðrið í Vestmannaeyjum hafði töluverð áhrif á hátíðarhöld í eyjunni í nótt en hætt var við að kveikja í brennu á Fjósakletti auk þess sem nokkur hátíðarhöld fuku. Innlent 2.8.2025 11:42
Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Erlent 2.8.2025 11:28
Hnífurinn reyndist grilltangir Lögreglunni á Siglufirði barst í nótt tilkynning um líkamsárás þar sem átti að hafa verið notast við einhvers konar hníf. Var því kölluð út sérsveit ríkislögreglustjóra en í ljós kom að ekki var um hníf að ræða heldur grilltangir. Innlent 2.8.2025 10:12
„Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður. Innlent 2.8.2025 10:03
Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Gul veðurviðvörun er í gildi á Faxaflóa og Breiðafirði vegna hvassrar sunnanáttar. Á Breiðafirði tók viðvörunin gildi kukkan níu en klukkan tíu á Faxaflóa. Búast má við sunnan þrettán til 23 metrum á sekúndu og hviðum á bilinu 25-30. Innlent 2.8.2025 09:57
Læti í miðbænum og í veðrinu Níu gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 75 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá fimm í gærdag til fimm í morgun. Flest þeirra virðast hafa tengst skemmtanalífinu og veðrinu. Innlent 2.8.2025 08:06
Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. Innlent 2.8.2025 07:36
Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Utanríkisráðherra Dana segir að það breytti engu á jörðu niðri þó dönsk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu. Erlent 1.8.2025 23:31
Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Þjóðhátíðargestum er boðið að koma inn í Herjólfshöllina vegna hvassviðris sem á þó að ganga yfir í nótt. Dagskrá kvöldsins helst óbreytt og enn er fjöldi brekkunni að bíða eftir Stuðlabandið stígi á svið. Innlent 1.8.2025 21:55
Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“. Innlent 1.8.2025 21:26
Opnun Samverks á Hellu fagnað Íbúar á Hellu og næsta nágrenni ráða sér vart yfir kæti þessa dagana því glerverksmiðjan Samverk er að opna aftur eftir að hafa verið lokuð síðust mánuði. Um fimmtán til tuttugu manns munu fá vinnu í verksmiðjunni, sem tekur til starfa á ný í byrjun ágúst. Innlent 1.8.2025 21:04