Fréttir

Fréttamynd

Vilja fá Selenskí til að sam­þykkja „óska­lista“ Pútíns

Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mæðgurnar svöruðu engu

Margrét Halla Hansdóttir Löf, sem ákærð er fyrir að myrða föður sinn og reyna að myrða móður sína, svaraði engum spurningum þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð máls hennar. Þess í stað las hún upp yfirlýsingu. Móðir hennar gerði slíkt hið sama.

Innlent
Fréttamynd

Ungu fólki í endur­hæfingu vegna of­fitu fjölgar

Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. 

Innlent
Fréttamynd

Breski rað­nauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn

David Carrick, breski raðnauðgarinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn, hefur fengið enn einn lífstíðardóminn. Að þessu sinni var hann dæmdur fyrir að brjóta á tólf ára stúlku og fyrrverandi kærustu. Hinn fimmtugi síbrotamaður fékk í kjölfarið sinn 37. lífstíðardóm en hann hefur áður verið dæmdur fyrir að brjóta á tólf konum yfir sautján ára tímabil.

Erlent
Fréttamynd

Magnús Guð­munds­son er látinn

Magnús Elías Guðmundsson, blaða- og kvikmyndagerðarmaður, er látinn 71 árs að aldri eftir erfið veikindi síðustu ár. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú

Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú.

Innlent
Fréttamynd

Viður­kenndu að kvið­dóm­endur sáu ekki ákæruskjalið

Bandarískir alríkissaksóknarar viðurkenndu í gær að kviðdómendur í ákærudómstól sem ákærðu James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) í september, sáu aldrei lokaútgáfu ákæranna. Dómari í málinu er sagður hafa „grillað“ saksóknarana um nokkuð skeið í dómsal í gær og hefur aðstæðum þar verið lýst sem „einstaklega vandræðalegum“.

Erlent
Fréttamynd

Nær allir sam­mála um af­sögn ríkislög­reglu­stjóra

Svarendur í skoðanakönnun sem Maskína gerði voru svo gott sem á einu máli um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur að segja af sér sem ríkislögreglustjóri. Sú afstaða er óháð kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum eða stjórnmálaskoðunum svarenda.

Innlent
Fréttamynd

Feta ein­stigi milli metnaðar og raun­sæis í lofts­lags­mark­miði

Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun.

Innlent
Fréttamynd

Trump stað­festir Epstein-lögin

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í nótt undir frumvarp sem kveður á um að stjórnvöld geri öll skjöl varðandi kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein opinber og aðgengileg almenningi.

Erlent
Fréttamynd

Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ís­land

Hvorki íslensk lög né alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að veita yfirvöldum hér heimild til þess að granda skipum á hafsvæðinu við landið eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl. Bandaríkjastjórn hefur sprengt upp fjölda báta og drepið tugi manna í árásum á meinta smyglbáta að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Maður að trufla um­ferð og eldur í bakaríi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Gulli Reynis látinn

Tónlistarmaðurinn Gunnlaugur Reynisson, eða Gulli Reynis, er fallinn frá. Eiginkona hans, Erla Björk Hauksdóttir, tilkynnti um andlát hans í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tók fjórar mínútur að koma heimilis­fólki á Hrafnistu í skjól

Það tók innan við fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í öruggt skjól þegar eldur kom upp á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í gær. Heimilisfólkinu var nokkuð brugðið og býðst áfallahjálp eftir atvikið, en ríflega tuttugu íbúar dvelja nú í tímabundnum úrræðum á meðan unnið er að því að koma deildinni aftur í horf.

Innlent