Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vilja dauða­refsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráð­herra

Lögmenn Luigis Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra, segja að krafa Pam Bondi, dómsmálaráðherra, um dauðarefsingu sé ólögmæt. Hún hafi á árum áður starfað sem málafylgjumaður hjá fyrirtæki sem starfaði fyrir móðurfélag UnitedHealthcare.

Erlent
Fréttamynd

Morgun­dagurinn sá stysti á árinu

Dagurinn á morgun, sunnudagur, verður sá stysti á árinu á norðurhveli jarðarinnar. Hér á Íslandi fáum við dagsbirtu í eingöngu rétt rúma fjóra tíma á morgun en við getum þó huggað okkur við það að eftir það verður hver dagurinn lengri en sá sem kom á undan.

Innlent
Fréttamynd

Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið.

Erlent
Fréttamynd

Svona á að raða í upp­þvotta­vélina

Skólastjóri Hússtjórnarskólans segir mikilvægt að borðbúnaði sé raðað rétt í uppþvottavél, til að spara orku og ná sem bestum þvotti. Sambandsráðgjafi segir verkaskiptingu á heimili oft koma upp í ráðgjöf en endurspegli þá önnur vandamál.

Innlent
Fréttamynd

Epstein-skjölin birt

Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein.

Erlent
Fréttamynd

„Verður vonandi til að styrkja ís­lensku einka­reknu miðlana“

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir nýjar aðgerir menningarmálaráðherra afar jákvæðar fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild. Verið sé að viðurkenn mikilvægt hlutverk blaðamennsku. Hún biðlar til samfélagsins að taka þátt í að styðja við íslenska fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Fram­lög til einka­rekinna fjöl­miðla næstum tvö­faldast

Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2.

Innlent
Fréttamynd

Stór­aukið fjár­magn til Frú Ragn­heiðar

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert áframhaldandi samkomulag um samning um skaðaminnkandi þjónustuna Frú Ragnheiði. Ýmsar breytingar eru í samningnum og fær verkefnið mun meira fjármagn en áður.

Innlent
Fréttamynd

Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild

Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess.

Innlent
Fréttamynd

Bæta hjóla- og göngu­stíga í Breið­holti, Grafar­holti og í Elliða­ár­dal

Áætlað er að hefja framkvæmdir við hjóla- og göngustíga við Suðurfell í Breiðholti, Vínlandsleið í Grafarholti og í Elliðaárdal í stað stokks á næsta ári. Til viðbótar verður haldið áfram við gerð stíga í Skógarhlíð og við Arnarnesveg í samvinnu með Betri samgöngum. Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði um fjórir kílómetrar á árinu 2026 þannig að í lok árs verði þeir rúmlega 50 kílómetrar.

Innlent
Fréttamynd

Lítið snjó­flóð féll á snjótroðara í Hlíðar­fjalli

Lítið snjóflóð féll á snjótroðara sem var við vinnu í Hlíðarfjalli í gær. Starfsmaður slasaði sig ekki og ekkert tjón varð á troðaranum þegar flóðið féll á hliðina á honum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir starfsmann hafa komið sér niður af fjallinu eftir flóðið.

Innlent