Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Burðar­dýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl

Valentin Jemeljanov, Litái á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn þrjá lítra af kókaíni á vökvaformi. Úr vökvanum mætti framleiða 3,5 kíló af kókaíni með styrkleika upp á 53 prósent. 

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla eltist við af­brota­menn

Lögregla eltist við tvo einstaklinga í nótt í tveimur aðskildum atvikum. Einn sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti reyndi að hlaupa undan lögreglu en hafði ekki erindi sem erfiði. Var hann yfirbugaður og handtekinn en hann er einnig grunaður um fjölda brota gegn útlendingalögum, til að mynda að framvísa ekki lögmætum skilríkjum og ógna allsherjarreglu og almannahagsmunum.

Innlent
Fréttamynd

Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli

Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, leiðir umfangsmikla leit ríkisstjórnar Donalds Trump að vísbendingum um umfangsmikið kosningasvindl sem forsetinn segir að hafi kostað sig sigur í forsetakosningunum 2020. Trump hefur ítrekað haldið því fram að sú hafi verið raunin en hvorki hann né bandamenn hans hafa getað fært almennileg rök fyrir því.

Erlent
Fréttamynd

Harma launalækkanir í fisk­eldi á Vest­fjörðum

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist harma að stjórnendur Arnarlax og Arctic fish hafi tekið þá ákvörðun að lækka laun starfsfólks í fiskeldi. Sú ákvörðun mun hafa verið tilkynnt starfsfólki fyrr í mánuðinum og á að taka gildi þann 1. maí.

Innlent
Fréttamynd

Myndbirtingar for­eldra geti skapað hættu

Umboðsmaður barna hefur fengið erindi á sitt borð þar sem börn spyrjast fyrir um eigin réttindi hvað varðar myndbirtingar foreldra af börnum sínum. Myndir geti verið nýttar í annarlegum tilgangi sem upphaflega voru birtar í góðri trú.

Innlent
Fréttamynd

Sak­sóknarar hóta upp­reisn í Minneapolis

Alríkissaksóknarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa hótað því að hætta í massavís. Er það vegna þess hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi rannsóknir á dauða þeirra Renée Good og Alex Pretti, sem skotin voru til bana af útsendurum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­herra situr fyrir svörum, gleði­tíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um hand­bolta

Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust ef fyrirtækin fara þessa leið. Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna sem er umfram svartsýnustu spár. Þá mætir fjármálaráðherra í myndver og svarar spurningum.

Innlent
Fréttamynd

Seinka sýningum fyrir leikinn

Borgarleikhúsið hefur ákveðið að seinka öllum leiksýningum um korter á morgun svo leikhúsgestir geti horft á fyrri helming af leik Íslands í undanúrslitunum á EM í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

Ó­birt svör og starfs­lokin tekin fyrir

Frambjóðendur til oddvita Viðreisnar í Reykjavíkurborg tókust á í Pallborðinu í dag. Farið var yfir óbirta spurningu í skoðanakönnun og Airbnb-mál fyrrverandi bæjarstjóra. Enginn frambjóðandi gat valið hvern hann myndi velja í oddvitasætið fyrir utan sig sjálfan.

Innlent