Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Aldrei hafa jafn margir leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa á einum degi líkt og á þriðjudag þegar níutíu slösuðust. Leggja þurfti fimm inn á sjúkrahúsið. Innlent 22.1.2026 15:59
Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Franskir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningaskip sem talið er tilheyra Skuggaflota Rússlands. Skipið var undan ströndum Spánar á Miðjarðarhafinu þegar hermennirnir fóru um borð en það var vegna gruns um að skipið væri ekki skráð löglega og mun sá grunur hafa reynst réttur. Erlent 22.1.2026 15:56
Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem kona segir hafa veist að henni árla morguns í dag og brotið á kynferðislega, utandyra við Austurbæjarbíó í Reykjavík. Innlent 22.1.2026 15:34
Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump, birti í dag sýn sína fyrir framtíð Gasastrandarinnar. Næsta skref segir hann að sé afvopnun Hamas-samtakanna og segist Kushner vilja endurbyggja Gasaströndina á grunni frjáls markaðar. Erlent 22.1.2026 14:41
Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Þremur her- og varðskipum hefur verið siglt í höfn í Reykjavík í dag. Tvö skipanna eru frá Danmörku og það þriðja frá Frakklandi. Innlent 22.1.2026 14:02
Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Þetta var síðasta úrræðið sem við gátum gripið til,“ sagði Elissa Philipps sem ákærð er fyrir húsbrot og að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu er hún dvaldi í hvalveiðiskipi 33 klukkustundir til að mótmæla hvalveiðum. Innlent 22.1.2026 13:01
„Ég á þetta og má þetta“ Heldur hitnaði í kolum, og kannski eins og við mátti búast, þegar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Ingu Sæland formanns Flokks fólksins. Hún vildi vita hvernig stæði á þessu hringli með málaflokka; að barnamálaráðherra væri kominn með uppbyggingu dvalarheimila á sínar herðar. Innlent 22.1.2026 12:38
Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Óljóst er um hvað þeir sömdu eða hvort þeir sömdu um eitthvað yfir höfuð. Erlent 22.1.2026 12:18
„Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir rök sín fyrir að kæra tvo aðgerðarsinna fyrir húsbrot í kjölfar mótmæla þeirra á hvalveiðibátum vera til að fæla aðra frá því að gera slíkt. Innlent 22.1.2026 12:01
Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Ion Panaghiu hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga konu eftir jólaboð í herbergi konunnar á gistiheimili í Kópavogi. Í kjölfar nauðgunarinnar sendi hann konunni fjölda skilaboða, þar sem hann kallaði hana meðal annars elskuna sína og eiginkonu sína, og reyndi að færa henni blómvönd. Innlent 22.1.2026 11:57
Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Í hádegisfréttum fjöllum við um aðalmeðferð fyrir héraðsdómi sem nú stendur yfir. Innlent 22.1.2026 11:42
Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Fimm starfsmönnum og stjórnarmönnum Vélfags sem voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Aðgerðirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Húsleit fór fram á Akureyri og í Reykjavík á sama tíma þar sem lagt var hald á töluvert magn af rafrænum gögnum. Innlent 22.1.2026 11:20
Halla slær á putta handboltahetjunnar Halla Gunnarsdóttir formaður VR slær góðlátlega á putta Viktors Gísla Hallgrímssonar markmanns íslenska landsliðsins sem vildi fá alla til Malmö þar sem íslenska liðið leikur nú í undanriðli. Fyrsti leikurinn er á morgun og Viktor taldi ekki mikið mál að fólk nýtti sér veikindadagana til að skjótast út. Innlent 22.1.2026 11:08
Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Útsendarar bandaríska innflytjendaeftirlitsins drógu saklausan mann út úr húsi sínu á nærbuxunum einum fata í nístingskulda í Minnesota eftir að þeir réðust inn í húsið án leitarheimildar. Skammt er síðan alríkisfulltrúi skaut konu til bana í rassíu sem stendur enn yfir í ríkinu. Erlent 22.1.2026 11:00
„Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Aðalmeðferð er hafin í máli tveggja aðgerðasinna sem dvöldu í 33 klukkustundir í tveimur hvalveiðiskipum árið 2023. Þær telja að um nauðsynlega aðgerð hafi verið að ræða. Innlent 22.1.2026 10:53
„Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli hvalveiðimótmælendanna Anahitu Babaei og Elissu Bijou sem hlekkjuðu sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 í 33 klukkustundir árið 2023. Þær segjast tilbúnar til að standa á sínu í réttarsal og segja heiminn standa með sér. Innlent 22.1.2026 10:30
Trump kynnti friðarráðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti hið svokallaða friðarráð sitt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í dag. Ráð þetta þykir nokkuð umdeilt en það átti upprunalega að halda utan um málefni Gasastrandarinnar. Nú er útlit fyrir að Trump vilji að það leysi Sameinuðu þjóðirnar af hólmi. Erlent 22.1.2026 10:10
Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Oddvitaefni Samfylkingarinnar eru ósammála um hvort sitjandi borgarstjóri sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki. Þau segja prófkjörsbaráttuna hafa einkennst af virðingu og hafa ekki upplifað ljótan eða harkalegan oddvitaslag. Þá segjast þau sammála um að það skipti máli að Samfylkingin gangi sameinuð til kosninga í vor, hvort sem sitjandi borgarstjóri eða nýliði með ferska sýn leiði flokkinn í borginni. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Innlent 22.1.2026 09:44
Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Fyrrverandi lögregluþjónn, sem var einn þeirra fyrstu sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 var í gær sýknaður af ákærum um að hafa yfirgefið 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum. Erlent 22.1.2026 09:43
Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins. Erlent 22.1.2026 08:41
Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, tók fimm ára dreng í Minnesota höndum þegar hann var á leið sinni heim úr skólanum. Að sögn skólayfirvalda í Columbia Heights, úthverfi Minneapolis, voru drengurinn og faðir hans teknir höndum í innkeyrslunni heima hjá sér og sendir í varðhald í Texas. Erlent 22.1.2026 07:56
Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Ákveðin austanátt er á landinu öllu í dag og má reikna með að víða verði snarpar hviður við fjöll sem geti náð 30-35 metrum á sekúndu. Veður 22.1.2026 07:04
Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Fylgi Flokks fólksins er ekki áhyggjuefni að mati þingmanns flokksins sem telur ekki víst að kjósendur flokksins svari skoðanakönnunum í gegnum vefinn. Hún segist stolt af verkum flokksins og minnir á að stutt er liðið á kjörtímabilið. Innlent 22.1.2026 07:01
Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í verslunarmiðstöð í Kópavogi í gær, eftir að tilkynnt var um að hann væri til vandræða. Reyndist viðkomandi verulega ölvaður og árásargjarn og var því vistaður í fangageymslu. Innlent 22.1.2026 06:32