Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hommar mega enn ekki gefa blóð

Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí.

Innlent
Fréttamynd

Taka þurfi á­kvörðun um sam­einingu vinstrisins fyrr en síðar

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endur­gjalds

Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið.

Innlent
Fréttamynd

„Stóra fal­lega frum­varpið“ í gegn á einu at­kvæði

„Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við.

Erlent
Fréttamynd

Mesta fylgi síðan 2009

Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Börn í slags­málum, arð­bær bjórsala og dekurprinsessa

Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis og í nýrri skýrslu segir að það sé að aukast meðal yngri barna. Yfir helmingur drengja í sjötta bekk hafa lent í slagsmálum en færri í tíunda bekk. Rætt verður við formann aðgerðarhóps um ofbeldi meðal barna.

Innlent
Fréttamynd

Beðið eftir krufningar­skýrslu

Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufniningsskýrslu.

Innlent
Fréttamynd

Vill tryggja bráða­viðbragð í Ör­æfum allan ársins hring

Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lág­kúra og della að mati ráð­herra

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Þór lést við strand­veiðar

Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði.

Innlent
Fréttamynd

Seinkun frétta­tímans seinkað

Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins færast ekki til klukkan 20 þegar EM kvenna í fótbolta lýkur, líkt og tilkynnt hafði verið um. Enn stendur þó til að seinka fréttatímanum. Í kvöld verður síðasti tíufréttatíminn lesinn í sjónvarpi allra landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falt sið­gæði EBU mikið áhyggju­efni

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. 

Innlent
Fréttamynd

Land­ris heldur á­fram í Svarts­engi

Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati.

Innlent
Fréttamynd

Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“

Karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna barnaníðsefnis sem hann hafði í fórum sínum. Upp komst um barnaníðsefnið þegar maðurinn mætti sjálfur á lögreglustöð og kvaðst hafa verið „laminn í stöppu“, meðal annars með hamri í höfuðið.

Innlent
Fréttamynd

Samstöðin hafi aldrei verið í hættu

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk.

Innlent