Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Formaður stjórnar RÚV á von á því að stjórnin verði fljót að komast að niðurstöðu um það hvort Ísland taki þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Hann á von á góðri niðurstöðu á fundinum fyrir Ísland. Innlent 10.12.2025 15:04
Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ síðastliðinn mánudag. Innlent 10.12.2025 14:37
Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir sérstakri umræðu um málefni framhaldsskóla og skólameistara á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins óskaði formlega eftir því að menntamálaráðherra gæfi skýrslu um málið fyrr í vikunni en í millitíðinni er ráðherrann farinn í veikindaleyfi. Beiðni um að staðgengill ráðherrans tæki það að sér að taka þátt í slíkri umræðu á þingi er til skoðunar hjá forseta þingsins en þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka kalla eftir því að forsætisráðherra verði til svara um málið. Innlent 10.12.2025 14:08
Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Í hádegisfréttum segjum við frá því að starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu vegna tapaðra launa í kjölfar þess að hvalveiðar voru bannaðar sumarið 2023. Innlent 10.12.2025 11:38
Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Róbert Ragnarsson, sérfræðingur í stjórnsýslu og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík, hefur boðið sig fram til að leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Innlent 10.12.2025 11:26
Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á þingmenn að líta í eigin barm og rækta skyldur sínar gagnvart þinginu. Hún brást við umræðu stjórnarandstöðu um siðareglur Alþingis með því að benda á að ekki hafi allir þingmenn skrifað undir siðareglurnar auk þess sem hún vill meina að mætingu þingmanna á nefndarfundi sé ábótavant. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segist stolt af því að þingflokkurinn sem hún tilheyrir hafi ekki skrifað undir siðareglur þingsins. Innlent 10.12.2025 11:21
Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Lögreglan á Vesturlandi handtók karlmann í fyrrinótt grunaðan um kynferðisbrot. Yfirlögregluþjónn við embættið segir að verið sé að ná utan um málið. Innlent 10.12.2025 11:21
Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir nærri allt landið á morgun. Enn eru í gildi á miðhálendi og Suðausturlandi en í fyrramálið taka gildi nýjar viðvaranir alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðaustur- og Austurlandi. Veður 10.12.2025 10:59
Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hefur tekið við fullu starfi sem framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, tímabundið til eins árs. Með ráðningu Jóns Viðars er markmiðið að efla starf og skipulag almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri verður settur slökkviliðsstjóri á meðan. Innlent 10.12.2025 10:36
Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir það ekki auðvelda ákvörðun. Hún brenni fyrir jafnaðarstefnunni en geti ekki staðið með sannfæringu sinni með núverandi stefnu flokksins í innflytjendamálum. Innlent 10.12.2025 10:35
Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarna kveðst hafa verið tekinn í skýrslutöku hjá lögreglu eftir að hann birti mynd af sér með tvær óhlaðnar veiðibyssur. Innlent 10.12.2025 10:26
Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Afhending Nóbelsverðlaunanna 2025 fer fram við hátíðlega athöfn í dag, 10. desember á dánardegi Alfreds Nobels sem verðlaunin eru kennd við. Maria Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár, verður hins vegar ekki viðstödd athöfnina til að veita verðlaununum viðtöku. Machado, sem er stjórnarandstæðingur frá Venesúela, hefur sætt líflátshótunum af hálfu valdhafa í heimalandinu og hafði ekki færi á að ferðast til Osló í tæka tíð. Erlent 10.12.2025 10:23
Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Íslendingar á leið til Bandaríkjanna í frí gætu bráðum þurft að veita Bandaríkjamönnum aðgang að samfélagsmiðlafærslum sínum fimm ár aftur í tímann. Einnig gætu ferðamenn frá Íslandi og öðrum ríkjum þurft að senda inn myndir af sér, ýmis sýni og mikið af upplýsingum um fjölskyldumeðlimi, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 10.12.2025 10:14
Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda. Innlent 10.12.2025 09:02
Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Innflytjendaráð stendur fyrir morgunverðarfundi milli klukkan 9 og 11 í dag á alþjóðlega mannréttindadeginum. Innlent 10.12.2025 08:31
Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, segir aldrei hafa staðið til að hann myndi sjálfur sækja um stöðu yfirmanns mötuneytis á Litla Hrauni. Hann hafi tekið þátt í að móta starfsauglýsinguna og unnið að umbótaverkefnum í eldhúsinu en aldrei ætlað sér að sækja um sjálfur. Honum þykir fyndið að fólk hafi gefið sér að staðan hafi verið sérsniðin að honum sjálfum og kveðst fullviss um að í hópi þeirra sem sóttu um hafi verið fólk sem það gerði í þeim eina tilgangi að kæra ákvörðunina „þegar“ Jói yrði ráðinn. Innlent 10.12.2025 08:30
Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Rafmagnslaust varð á Seyðisfirði í nótt og í tilkynningu frá Landsneti segir að unnið sé að því í samstarfi við RARIK að koma á varaafli. Þá fara vinnuflokkar meðfram línunni til að kanna orsök útleysingar en tekið er fram að mikil ísing sé á svæðinu sem talin er vera líklegur valdur útleysingarinnar. Innlent 10.12.2025 08:03
Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Fjarðarheiði er nú lokuð vegna veðurs og þá er óvissustig á veginum milli Skaftafells og Jökulsárlóns í dag fram eftir degi. Innlent 10.12.2025 07:53
Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Sæði úr gjafa sem er með genagalla sem eykur verulega líkurnar á krabbameinum var notað til að geta 197 börn. Sæðið var selt af European Sperm Bank í Danmörku, meðal annars til Íslands. Innlent 10.12.2025 07:51
Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Saksóknari í Súlunesmálinu svonefnda benti á það í málflutningi sínum í lok nóvember að tilefni væri til að dæma Margréti Höllu Hansdóttur Löf meira en sextán ára fangelsisrefsingu. Von er á dómi í málinu fimmtudaginn 18. desember. Innlent 10.12.2025 07:47
Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað bandarískum sendiráðum og sendifulltrúum að hætta að nota leturgerðina Calibri og byrja aftur að nota Times New Roman. Erlent 10.12.2025 07:13
Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Kröpp lægð suður af Færeyjum er nú á hreyfingu norður og veldur hvassri norðaustanátt eða -stormi í dag. Veður 10.12.2025 07:08
Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúinn til að halda kosningar á næstu þremur mánuðum, að gefnu samþykki úkraínska þingsins og aðstoð bandamanna. Erlent 10.12.2025 06:47
Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Sala nefdropa og -úða gegn kvefi hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum og árið 2024 voru seld yfir fjögur hundruð þúsund slík lausasölulyf. Hvorki háls-, nef- og eyrnalæknir né lyfjafræðingur hafa tekið eftir sérstakri fjölgun tilfella þeirra sem eru háðir spreyjunum. Lyfjafræðingurinn segir þó lyfið vera það vinsælasta á eftir almennum verkjalyfjum. Innlent 10.12.2025 06:30