Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur ákveðið að sækja um embætti ríkislögreglustjóra sem hefur verið auglýst laust til umsóknar. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hyggst ekki sækja um stöðuna. Innlent 8.12.2025 14:51
Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær hafi brotið gegn stjórnsýslulögum með því að afturkalla ráðningu Óskars Steins Ómarssonar stjórnmálafræðings í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, þremur vikum eftir að hann var ráðinn. Óskar Steinn telur að gagnrýni hans í garð kjörinna fulltrúa bæjarins hafi orðið til þess að hætt var við ráðninguna og segir gott að geta skilað skömminni til síns heima, í ráðhús Hafnarfjarðar. Innlent 8.12.2025 14:41
Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir. Erlent 8.12.2025 14:18
Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar. Innlent 8.12.2025 12:00
Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Lögreglan á Norðurlandi eystra fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lögmanni, sem grunaður er um aðkomu að skipulagðri brotastarfsemi, og honum var því sleppt á föstudag. Hann sat í einangrun allar þær rúmu tvær vikur sem hann sætti gæsluvarðhaldi, vegna rannsóknarhagsmuna. Innlent 8.12.2025 11:45
Áhyggjufullir læknar Í hádegisfréttum fjöllum við um hlaupið í Skaftá sem nú er hafið. Innlent 8.12.2025 11:33
Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. Erlent 8.12.2025 11:29
Hlaup hafið í Skaftá Hlaup er hafið í Skaftá. Björgvin Karl Harðarson bóndi á Hunkubökkum í Skaftárhreppi tók eftir miklum breytingum á ánni milli daga. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja hlaupið minniháttar og von sé á tilkynningu. Innlent 8.12.2025 10:55
Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Alvarlegt slys varð við gönguljós á Suðurlandsbraut vestan við Reykjaveg um klukkan 10 í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var einn fluttur á slysadeild. Innlent 8.12.2025 10:44
Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Lögreglan í Osló hefur handtekið mann sem sagður er hafa mætt með skotvopn í verslunarmiðstöðina Storo, þá stærstu í borginni, og hleypt þar af allavega einu skoti. Maðurinn mun hafa verið handtekinn en fólk hefur verið beðið um að halda sig fjarri verslunarmiðstöðinni í bili. Erlent 8.12.2025 10:25
Lífið gjörbreytt Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi árið 1998 og fékk ágrædda handleggi árið 2021, segir árangurinn verulegan. Hann geti nú sjálfur keyrt bíl með höndunum, geti verið einn heima og fínhreyfingar séu í þróun. Hann segir læknana ekki endilega búist við því að hann myndi geta hreyft meira en olnbogann eftir aðgerðina. Innlent 8.12.2025 08:43
Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Donald Trump Bandaríkjaforseti brást reiður við þegar í ljós kom að þingmaður sem hann náðaði sótti um endurkjör sem Demókrati. Svo virðist sem forsetinn hafi gert ráð fyrir að þingmaðurinn myndi ganga í raðir Repúblikana í þakklætisskyni. Erlent 8.12.2025 08:35
Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Taílenski herinn hóf í morgun loftárásir á Kambódíu og þúsundir hafa flúið heimili sín á landamærum ríkjanna. Árásirnar eru gerðar til að bregðast við átökum sem blossuðu aftur upp fyrr í nótt þar sem einn taílenskur hermaður er sagður hafa fallið og fleiri særst. Erlent 8.12.2025 07:43
Hvassviðri syðst á landinu Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir langt suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu. Veður 8.12.2025 07:31
Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Forsætisráðherra Japan segir þarlend stjórnvöld munu grípa til yfirvegaðra en afdráttarlausra viðbragða vegna atviks sem átti sér stað um helgina, þar sem kínverskar herþotur eru sagðar hafa fest radarmið á japanskar herþotur. Erlent 8.12.2025 07:09
Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Grindvíkingar hugsa nú margir um möguleikann á því að flytja aftur heim. Grindavíkurnefndin vinnur að því að kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík og fasteignafélagið Þórkatla vinnur að endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga sem seldu félaginu húsið sitt eftir rýmingu. Veðurstofan hefur spáð eldgosi á næstu vikum en segir óvissu þó hlaupa á mánuðum. Innlent 8.12.2025 06:31
Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn í gærkvöldi að Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti væri ekki reiðubúinn til að skrifa undir friðartillögur Bandaríkjamanna. Erlent 8.12.2025 06:20
Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Lögregla veitti ökumanni eftirför frá höfuðborgarsvæðinu og þvert yfir Hellisheiðina. Ökumaðurinn var á stolnum bíl og sinnti ekki merkjum lögreglu um að nema staðar fyrr en liðsauki barst í Kömbunum. Maðurinn sá sér loks enga leið færa en að gefa sig upp og var handtekinn. Innlent 7.12.2025 23:38
Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Fornleifafræðingar við Minjasafn Vestur-Sjálands fundu í sumar tvo spjótsodda úr járni alsettan gulli við uppgröft skammt sunnan Slagleysu á Sjálandi. Umsjónarmaður uppgraftarins segir þetta elsta járnmun Danmerkur. Erlent 7.12.2025 21:58
Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Vatnstjón er sagt hafa orðið á mörghundruð gripum í egypskri álmu Louvre-safnsins í París eftir bilun í loftræstikerfinu, aðeins fáeinum vikum eftir stórtækt skartgriparán. Lekinn er sagður hafa orðið í lok nóvember. Erlent 7.12.2025 20:15
Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. Erlent 7.12.2025 19:54
Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Ekið var á hjólreiðamann á Sauðárkróki seinnipartinn í gær nálægt gatnamótum Skagfirðingabrautar og Sauðárkróksbrautar. Um alvarlegt slys var að ræða. Innlent 7.12.2025 19:17
„Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Rússlandsstjórn fagnar nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna ákaft. Talsmaður Kremlar segir hana að miklu leyti samræmda stefnu Rússa. Erlent 7.12.2025 18:06
Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Dönsk yfirvöld leggja til að bjóða upp á gjaldfrjálsa tannlæknaheimsókn einu sinni á ári. Markmiðið sé að bæta tannheilsu þjóðarinnar. Erlent 7.12.2025 17:04