Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Tillaga um breytt deiliskipulag Elliðaárdals vegna Árbæjarlóns, Árbæjarstíflu og Rafstöðvarvegs var kynnt umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Lagt er til að afmörkun Árbæjarlóns verði fjarlægð auk þess sem lagt er til að Árbæjarstífla fái nýtt útlit og um hana verði aðgengileg gönguleið yfir Elliðaárnar. Stíflan er friðuð og því er lagt upp með að breytingar á henni verði gerðar í samráði við Minjastofnun. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar frekar að Árbæjarlón verði fyllt að nýju. Innlent 27.11.2025 08:15
Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Maðurinn sem skaut á tvo þjóðvarðliða í Washington DC í gær er frá Afganistan og kom til Bandaríkjanna árið 2021. Þetta sagði Donald Trump forseti í ávarpi í gærköldi frá Flórída þar sem hann var staddur þegar árásin varð gerð. Öll afgreiðsla hælisumsókna frá Afganistan hefur nú verið stöðvuð og Trump fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á þeim Afgönum sem þegar eru í Bandaríkjunum. Erlent 27.11.2025 07:55
Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Þrír erlendir ríkisborgarar sem mættu ásamt mökum sínum og jafnvel börnum í lokaviðtal hjá útlendingayfirvöldum í Bandaríkjunum í tengslum við umsókn um græna kortið svokallaða, voru handteknir í lok viðtalsins. Erlent 27.11.2025 07:52
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ung kona gagnrýnir núverandi fæðingarorlofskerfi harðlega og segir marga í kringum sig bíða lengi eftir að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins. Hún hvetur Kvenréttindafélag Íslands sem hefur sett sig á móti breytingum til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. Innlent 26.11.2025 22:44
Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Borgarstjóri segir þéttingu byggðar í Grafarvogi mun minni en áætlað var og að hún sé ekki að forðast íbúa hverfisins. Það sé mikilvægt að hverfi borgarinnar haldi sínum sérkennum. Innlent 26.11.2025 22:00
Lögmannafélagið aðhefst ekki Stefán Andrew Svensson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir félagið ekki hafa vitneskju um mál lögmanns sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Innlent 26.11.2025 21:41
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Grindavíkurnefndin mun leggja það til við ríkisstjórnina að allir þeir sem voru með lögheimili í Grindavík áður en bærinn var rýmdur geti kosið í sveitarfélaginu í kosningum á næsta ári. Formaður Grindavíkurnefndar gerir ráð fyrir því að stjórnvöld taki vel í tillöguna og fyrrverandi formaður bæjarráðs segir hana til marks um víðtækt samráð nefndarinnar við bæjarbúa. Innlent 26.11.2025 21:31
Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Stjórn Ríkisútvarpsins beinir þeim tilmælum til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að Ísrael verði vísað úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á næsta ári. Innlent 26.11.2025 21:01
Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Mjófirðingum líst vel á ákvörðun atvinnuvegaráðherra að hefja undirbúning laxeldis í Mjóafirði. Ráðgjafi í fiskeldismálum áætlar að fjörðurinn gæti árlega skilað tíu til tólf milljarða króna útflutningsverðmæti. Innlent 26.11.2025 20:20
Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tveir einkennisklæddir hermenn í þjóðvarðliði Bandaríkjanna eru í lífshættu eftir að hafa verið skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washington D.C. rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn en hann er einnig særður. Erlent 26.11.2025 20:00
Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Að minnsta kosti 36 hafa látið lífið í eldhafninu sem gleypt hefur nokkur háhýsi í Hong Kong í dag. Þá er 279 manns saknað og fjöldi er slasaður. Erlent 26.11.2025 19:52
„Við erum með stórt sár á sálinni“ Ellefu manna fjölskylda slapp lygilega vel úr alvarlegu bílslysi á Þverárfjallsvegi á leið sinni úr skírnarveislu á Sauðarkróki. Fjölskyldan sem taldi afa og ömmu, þrjú uppkomin börn þeirra og fjögur barnabörn þeirra ferðaðist á tveimur bílum, einn fyrir framan annan, þegar bíll þveraði veginn og skall á bílunum tveimur með þeim afleiðingum að báðir fóru út af og annar valt. Innlent 26.11.2025 19:02
Þriðja málið gegn Trump fellt niður Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur látið niður falla síðustu lögsóknina sem eftir stóð gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málið sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020. Erlent 26.11.2025 18:19
Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Grindavíkurnefndin mun leggja það til við ríkisstjórnina að allir þeir sem voru með lögheimili í Grindavík áður en bærinn var rýmdur geti kosið í sveitarfélaginu í kosningum á næsta ári. Við verðum í beinni frá Grindavík í kvöldfréttum, förum yfir málið og ræðum við bæjarbúa um framtíð Grindavíkur. Innlent 26.11.2025 18:01
„Það er búið að vera steinpakkað“ Bráðasérfræðingur mælir með notkun mannbrodda í óveðrinu á morgun, fimmtudag, en mikið álag hefur verið á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa í dag. Hún biðlar til fólks að gefa sér tíma áður en það heldur af stað í vinuna á morgun. Innlent 26.11.2025 17:28
Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Bið sérfræðilæknis í lyf- og blóðlækningum í fimm mánuði eftir sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis er lokið. Innan við sólarhring eftir að hún steig fram í viðtali vegna stöðunnar sem upp var komin barst tölvupóstur um að leyfið hefði verið afgreitt. Innlent 26.11.2025 17:15
„Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira. Frumvarpið felur meðal annars í sér heimild til handa ráðherra til að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Þetta telur félagið að væri skýrt brot á ákvæði stjórnarskrár um að skatta megi ekki leggja á nema með lögum. Innlent 26.11.2025 17:03
Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Fjöldi kvenna í Frakklandi sakar starfsmann franska menningarráðuneytisins um að hafa byrlað þeim þvagræsilyf í starfsviðtali svo þær pissuðu á sig í miðju viðtali. Lögreglan rannsakar málið en hann hefur verið ákærður fyrir að mynda og byrla rúmlega 200 konum án þeirra vitneskju. Erlent 26.11.2025 16:47
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. Erlent 26.11.2025 16:39
Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum vísaði þremur einstaklingum úr landi í gær. Innlent 26.11.2025 15:38
Játaði óvænt sök í Liverpool Paul Doyle, Breti sem er ákærður fyrir að keyra inn í þvögu fólks í Liverpool í sumar, játaði óvænt sök í dómsal. Hann gæti verið úrskurðaður í lífstíðarfangelsi. Erlent 26.11.2025 15:16
Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Enn eitt valdaránið hefur verið framið á vesturströnd Afríku. Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist í dag hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni í dag. Tveir æðstu herforingjar landsins og innanríkisráðherra munu einnig hafa verið handteknir en skothríð heyrðist í Bissaú, höfuðborginni, fyrr í dag. Erlent 26.11.2025 15:12
Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir hefur tekið tímabundið við embætti landlæknis. María Heimisdóttir landlæknir er farin í veikindaleyfi. Innlent 26.11.2025 14:45
Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Dómsmálaráðuneytið er í samningaviðræðum við erlenda alþjóðastofnun um framkvæmd DNA-sýnatakna fyrir íslensk stjórnvöld. Dómsmálaráðherra segir það séríslenskt að ekki hafi verið farið fram á slíkar sýnatökur þegar veitt eru dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Innlent 26.11.2025 14:12