Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. Erlent 5.1.2026 09:18
Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Hópur vinstrisinnaðra aðgerðarsinna sem kallar sig Vulkan Gruppe, eða eldfjallahópinn, hefur tekið ábyrgðina á víðtæku rafmagnsleysi sem varð í höfuðborg Þýskalands, Berlín, um helgina. Erlent 5.1.2026 09:07
Jón Gnarr biðst afsökunar Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur beðið Sjálfstæðisflokkinn og Geir H. Haarde, fyrrverandi ráðherra og formann flokksins, afsökunar á að hafa ranglega sagt flokkinn undir stjórn Geirs fyrst lagt á erfðafjárskatt á Íslandi. Sjálfur telji hann skattinn „sérstaklega vondan skatt“ auk þess sem hann kveðst ekki sérstaklega hrifinn af sköttum almennt, sem séu „allt of margir og allt of ósanngjarnir.“ Innlent 5.1.2026 08:58
„Nú er nóg komið“ Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Erlent 4.1.2026 23:25
„Ég neyðist til að segja það hreint út“ „Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld. Erlent 4.1.2026 21:16
Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Innlent 4.1.2026 20:39
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Tveir ökumenn sem stöðvaðir voru við umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu í dag eru grunaður um að dvelja ólöglega á landinu. Innlent 4.1.2026 19:30
Stjórn Maduro situr sem fastast Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. Erlent 4.1.2026 19:15
Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit „Lambið kom í heiminn í morgun okkur öllum á óvörum en svona er lífið í sveitinni, alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ærin heitir Svanhildur, lambið heitir Tígull og faðirinn heitir Máni. Svanhildur bar snemma í morgun,” segir Guðmundur Karl Magnússon á bænum Gríshóli í Helgafellsveit á Snæfellsnesi aðspurður um lambið, sem fæddist þar snemma í morgun, 4. janúar, sem er mjög óvenjulegur tími fyrir sauðburð, sem er jú alltaf á vorin. Innlent 4.1.2026 19:04
„En við þurfum samt Grænland“ Donald Trump Bandaríkjaforseti var myrkur í máli þegar blaðamaður innti hann eftir því hvaða þýðingu nýafstaðin árás á Venesúela og handtaka á forseta landsins hefði fyrir Grænlendinga. Hann ítrekaði samt mikilvægi þess að Bandaríkin innlimi Grænland. Erlent 4.1.2026 18:30
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Drónar, njósnarar, tölvuárás, uppljóstrari í venesúelsku ríkisstjórninni, lóðlampar, og nær fullkomin eftirlíking af dvalarstað Nicolás Maduros komu við sögu við undirbúning hernaðaraðgerðarinnar sem Bandaríkjaher réðst í í höfuðborg Venesúela í fyrrinótt þar sem venesúelski forsetinn og forsetafrúin voru handsömuð. Erlent 4.1.2026 18:25
Borgarstjórinn segist heita Heiða Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, virðist ekki hafa tekið það stólpagrín sem gert var að henni í áramótaskaupinu inn á sig en hún svaraði því í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Innlent 4.1.2026 18:02
Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Forsvarsmenn áfengisverslunarinnar Smáríkisins íhuga að fara í mál við lögregluna þar sem hún hefur ítrekað lokað afhendingarstöðvum netverslunarinnar síðustu vikur. Forstjóri fyrirtækisins var í haust ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay. Innlent 4.1.2026 16:43
Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna felldi nýlega úr gildi viðvaranir við hormónameðferð fyrir konur á breytingaskeiði. Hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í kvenheilsu segir þetta tímamót og vonar að leiðbeiningum hér á Íslandi verði breytt. Innlent 4.1.2026 16:16
Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Þúsundir manna eru strandaglópar víða um Evrópu eftir víðtæka bilun í samskiptakerfi grískra flugyfirvalda. Búið er að loka lofthelgi Grikklands vegna bilunarinnar. Erlent 4.1.2026 15:31
Er Miðflokkurinn hægriflokkur? Fræði- og stjórnmálamönnum kemur ekki saman um stöðu Miðflokksins á hinum pólitíska ás. Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst af stefnumálum og málflutningi flokksins að hann sé einn tveggja hægriflokka á Íslandi en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir einungis einn hægriflokk á Íslandi; Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 4.1.2026 14:41
„BRÁÐUM“ „BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum. Erlent 4.1.2026 14:37
Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ekki hægt að útiloka að borgarastyrjöld brjótist út í Venesúela í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna. Innrásin sjálf hafi ekki endilega komið á óvart, en hvernig var staðið að henni sé forvitnilegt. Erlent 4.1.2026 13:41
„Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna „Flest öllum þykir vænt um bóndann, bóndann sem er á bak við matvælin, bóndann sem er á bak við Bændasamtökin en rosalega mörgum er illa við kerfið”, segir formaður Bændasamtaka Íslands og vísar þar í að landsmenn þurfi að tengja við íslenska bændur þegar keypt eru íslensk matvæli í verslunum. Innlent 4.1.2026 13:06
Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Fjöldi fólks hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna árásar Bandaríkjanna í Venesúela en í viðtölum í gær vildi hún hvorki fordæma árásina né viðurkenna að hún væri brot á alþjóðalögum. Í nýrri samfélagsmiðlafærslu virðist ráðherrann reyna að draga í land og tekur fram að ekkert land megi „fara á svig við þjóðarrétt, beita hervaldi eða ganga inn í annað“. Innlent 4.1.2026 12:39
Útilokar ekki borgarastyrjöld Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela og vill ekki útiloka að það brjótist út borgarastyrjöld. Innlent 4.1.2026 11:46
Goddur er látinn Listamaðurinn og hönnuðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, er látinn 70 ára að aldri. Goddur var líklega þekktasti listagagnrýnandi Íslands. Síðustu árum ævi sinnar varði hann í kennslu, þar sem hann starfaði sem rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands þar til hann fór á eftirlaun. Innlent 4.1.2026 11:33
Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Þingmaður Samfylkingarinnar segir að boðað hafi verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis í fyrramálið til þess að fara yfir stöðuna í Venesúela og meta hvort ástæða sé til að hvetja til umræðu á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um loftárásir Bandaríkjanna í fyrrinótt. Utanríkisráðherra Íslands neitar að fordæma árásina. Erlent 4.1.2026 10:40
Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Allt tiltækt slökkvilið var kallað til eftir að eldur kviknaði í einbýlishúsi við Brúnastekk í Breiðholti í nótt. Rauði krossinn sá íbúum fyrir skjóli þar sem húsið var óíbúðarhæft eftir brunann. Innlent 4.1.2026 10:03