Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ekki hægt að útiloka að borgarastyrjöld brjótist út í Venesúela í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna. Innrásin sjálf hafi ekki endilega komið á óvart, en hvernig var staðið að henni sé forvitnilegt. Erlent 4.1.2026 13:41
„Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna „Flest öllum þykir vænt um bóndann, bóndann sem er á bak við matvælin, bóndann sem er á bak við Bændasamtökin en rosalega mörgum er illa við kerfið”, segir formaður Bændasamtaka Íslands og vísar þar í að landsmenn þurfi að tengja við íslenska bændur þegar keypt eru íslensk matvæli í verslunum. Innlent 4.1.2026 13:06
Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Fjöldi fólks hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna árásar Bandaríkjanna í Venesúela en í viðtölum í gær vildi hún hvorki fordæma árásina né viðurkenna að hún væri brot á alþjóðalögum. Í nýrri samfélagsmiðlafærslu virðist ráðherrann reyna að draga í land og tekur fram að ekkert land megi „fara á svig við þjóðarrétt, beita hervaldi eða ganga inn í annað“. Innlent 4.1.2026 12:39
Þykknar upp og snjóar Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en 8-13 við norðvesturströndina. Þykknar víða upp og dálítil él á víð og dreif seinni partinn, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Veður 4.1.2026 08:27
Segjast bæði hafa tekið við völdum Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Venesúela yrði undir stjórn Bandaríkjamanna þar til valdaskipti gætu orðið með öruggum hætti. Erlent 4.1.2026 08:18
Lögregla lokaði áfengissölustað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði útsölustað áfengis í nótt vegna brots á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis. Innlent 4.1.2026 07:27
Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Þrjár nýjar göngubrýr verða lagðar yfir Elliðaár neðst í Elliðaárdal á árinu til að endurheimta eldri gönguleið sem fylgdi gamla hitaveitustokknum yfir árnar. Með brúnum kemur 250 metra langur göngustígur sem liggja mun þvert yfir árkvíslar skammt ofan við veiðihús Elliðaánna en neðan við Toppstöðina. Innlent 4.1.2026 07:07
Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Nicolás Maduro forseti Venesúela og Cilia Maduro eiginkona hans eru komin til New York-borgar. Bandarísk herþota með forsetahjónin hlekkjuð um borð er lent á Stewart-flugherstöðinni. Erlent 3.1.2026 22:41
„Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. Innlent 3.1.2026 21:55
Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Í dag leið framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þannig er orðið ljóst að einhverjir eftirfarandi einstaklinga verða á listum Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor. Innlent 3.1.2026 21:35
„Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. Innlent 3.1.2026 19:23
Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Konan sem lést eftir að hafa orðið fyrir vörubíl á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember hét Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir. Innlent 3.1.2026 18:03
Banaslys á Biskupstungnabraut Einn er látinn eftir umferðarslys sem varð á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastarlundi í dag. Tveir til viðbótar voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Innlent 3.1.2026 17:47
Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Í bænum Wannfried í miðju Þýskalandi hefur hundurinn Nala gengið fimm grísum í móðurstað. Grísirnir fundust móðurlausir í skógi nálægt bænum. Erlent 3.1.2026 16:24
Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Saksóknari í Sviss hefur tilkynnt að sakamálarannsókn á hendur rekstrarstjórum skemmtistaðarins Le Constellation, þar sem fjörutíu ungmenni létust í eldsvoða á gamlárskvöld, sé hafin. Erlent 3.1.2026 16:17
Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Starfsmaður á Hrafnistu hlaut nýverið styrk til að þróa áfram verkefni þar sem grunnskólakrakkar heimsækja íbúa hjúkrunarheimila vikulega. Hún segir verkefnið hafa gefið góða raun og vonar að fleiri skólar og hjúkrunarheimili taki þátt. Innlent 3.1.2026 15:01
Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Lögreglu barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund, á öðrum tímanum í dag. Um að ræða árekstur tveggja bíla. Innlent 3.1.2026 14:57
Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir hótanir og kynferðislega áreitni annars vegar og líkamsárás hins vegar. Maðurinn skallaði annan mann í höfuðið og sló í kviðinn með billjardkjuða vegna þjóðernisuppruna og litarháttar fórnarlambsins. Innlent 3.1.2026 14:51
Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Stein Olav Romslo, 32 ára stærðfræðikennari í Hagaskóla, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Innlent 3.1.2026 14:40
Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Yfirvöld á Tasmaníu hafa áhyggjur af dularfullu bleiku slími í fjöru á sunnanverðri eyjunni. Náttúrufræðingar óttast að um sé að ræða þörungablóma, en mengun og loftslagsbreytingar hafa ýtt undir blóma á fleiri stöðum við eyjuna síðustu ár. Erlent 3.1.2026 14:23
Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Aðsókn í endurvinnslustöðvar Sorpu eykst um sextíu prósent í kringum hátíðarnar og er engin undantekning þar á þessi jól. Upplýsingafulltrúi Sorpu biðlar til fólks að mæta vel undirbúið á stöðvarnar. Innlent 3.1.2026 13:31
Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn jókst um tvö prósentustig milli mánaða og nemur nú 35 prósentum í könnun Gallup frá því í desember. Samfylkingin tapar þremur prósentustigum. Sjálfstæðismenn gætu myndað borgarstjórnarmeirihluta með Viðreisn og Miðflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fengið um 34 prósenta kosningu frá því eftir hrun. Innlent 3.1.2026 12:01
Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Fjölskyldur ungmenna sem grunað er að hafi látið lífið í eldsvoða í skíðabæ í Sviss á gamlárskvöld bíða enn fregna frá yfirvöldum um nöfn hinna fjörutíu sem létust. Stjórnvöld í Sviss segja daga ef ekki vikur þar til upplýsingar um öll fórnarlömb liggja fyrir. Erlent 3.1.2026 11:48
Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir her landsins hafa í morgun ráðist inn í Venesúela og handtekið Nicolas Maduro, forseta landsins, og eiginkonu hans og flogið með þau úr landi. Við rýnum í stöðuna þar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 3.1.2026 11:46