Fréttir

Fréttamynd

Vistunin sé kerfis­bundið brot á mann­réttindum

Félag bráðalækna telur vistun sjúklinga í bílskúr bráðamóttökunnar vera kerfisbundið brot á mannréttindum þeirra. Það sé daglegt viðfangsefni að leysa öryggisógnir vegna plássleysis en vandamálið sé ekki bráðamóttakan sjálf heldur heilbrigðiskerfið í heild.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Grönduðu kaf­bát í fyrsta sinn með neðansjávardróna

Útsendarar einnar af leyniþjónustum Úkraínu, sem kallast Öryggisþjónusta Úkraínu (SBU), grönduðu rússneskum kafbáti við bryggju í Novorossiysk við Svartahaf í Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að kafbáti sé grandað með neðansjávardróna.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast þess enn að Úkraínu­menn hörfi frá Donbas

Bandaríkjamenn hafa farið fram á það við Úkraínumenn að þeir gefi eftir það landsvæði sem þeir stjórna enn á Donbas-svæðinu svokallaða og segja að slíkt sé skilyrði fyrir friðarviðræðum við Rússa. Þá þykir orðið ólíklegt að hægt verði að nota frystar eigur Rússa í Belgíu til að fjármagna lán handa Úkraínumönnum og er það meðal annars vegna þrýstings frá Washington DC.

Erlent
Fréttamynd

Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester

Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið til Manchester í Englandi í Liverpool í dag vegna lokunar á annarri tveggja flugbrauta flugvallarins í Manchester. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka flugvélarinnar í Liverpool var flogið til Manchester, þar sem vélinni var lent tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Spjótin beinast að syni Reiners

Rob Reiner og eiginkona hans, Michele eru sögð hafa verið myrt af syni þeirra sem þau voru að rífast við. Ein af dætrum þeirra hjóna er sögð hafa komið að líkunum í gær og sagt lögreglunni að þau hafi verið myrt af bróður hennar, sem heitir Nick Reiner og er 32 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Ekki lengur hægt að breiða yfir sann­leikann

Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir á­rásina

Ráðamenn í Ástralíu hafa samþykkt sín á milli að herða löggjöf ríkisins þegar kemur að skotvopnum, sem þykir þegar nokkuð ströng. Það er í kjölfar þess að feðgar skutu fimmtán manns til bana, þar á meðal eina tíu ára stúlku, og særðu tugi til viðbótar á Bondi-strönd um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Vinstri beygjan bönnuð

Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn Louvre mót­mæla slæmum að­stæðum

Stór hluti starfsmanna Louvre-safnsins, þess vinsælasta í heiminum, fór í almennt verkfall í dag en mikið hefur gengið þar á að undanförnu. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga hafa lýst ástandinu í safninu sem krísu og hefur starfsfólk ítrekað kvartað undan ónægum öryggisráðstöfunum, of mörgum gestum og erfiðum starfsskilyrðum.

Erlent
Fréttamynd

Morðinginn í Brown gengur enn laus

Lögreglan í Providence í Rhode Island hefur sleppt manni sem handtekinn var í gær vegna skotárásar í Brown-háskólanum. Tveir létu lífið í árásinni á laugardaginn og níu særðust í árásinni en talið er að morðinginn gangi laus og er útlit fyrir að yfirvöld viti ekki hver hann er.

Erlent
Fréttamynd

Sílebúar tóku Kast

Róttækur hægrimaður stjórnar Síle í fyrsta skipti frá því að einræðisherrann Augusto Pinochet lét af völdum fyrir 35 árum eftir sigur José Antonio Kast í forsetakosningum þar í gær. Kast hét því meðal annars í kosningabaráttunni að vísa hundruðum þúsunda innflytjenda úr landi.

Erlent
Fréttamynd

„Ég var kölluð „hryðju­verka­maður““

„Þegar fólk sér prófílmyndina mína og að ég er múslímsk kona þá finnst þeim í lagi að gera grín að trúarbrögðunum mínum, að kalla mig ákveðnum hlutum vegna trúarbragða minna og að segja mér að ég eigi ekki heima í þessu samfélagi. Að ég eigi að fara, snúa aftur þaðan sem ég kom, og svo framvegis.“

Innlent
Fréttamynd

Árásarfeðgarnir nafn­greindir

Feðgarnir sem stóðu fyrir skotárásinni á Bondi strönd í Nýju Suður Wales í Ástralíu í gær voru Naveed Akram, 24, ára og Sajid Akram, 50 ára. Sajid var skotinn til bana af lögreglu en Naveed var handtekinn og fluttur á sjúkrahús, alvarlega særður.

Erlent
Fréttamynd

Vinna að því að koma upp efna­greiningu í neyslurýmum

Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar.

Innlent