Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan eitt í nótt til aðstoðar við ferðamann sem hafði fest bíl sinn á Nesjavallaleið og var orðinn verulega kaldur eftir að hafa gengið um fimm kílómetra frá bílnum. Ferðamaðurinn mun hafa spurt gervigreindina hvort aðstoð myndi berast og ekki stóð á svörum. Innlent 3.12.2025 09:21
Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunna í Auckland á Nýja-Sjálandi grunaður um að hafa reynt að stela rándýru hálsmeni með því að gleypa það. Lögreglumenn bíða þess enn átekta að þjófurinn skili hálsmeninu af sér. Erlent 3.12.2025 08:59
Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Bandaríkjastjórn hefur sett alla meðferð mála innflytjenda frá nítján ríkjum á bið, sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar í för með sér að einstaklingar sem voru búnir að fara í gegnum ferlið og áttu aðeins eftir að fá ríkisborgararétt sinn formlega staðfestan eru nú í fullkominni óvissu um stöðu sína. Erlent 3.12.2025 08:57
Handteknir við að sýsla með þýfi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst beiðni um aðstoð í gærkvöldi eða nótt þar sem greint var frá því að einstaklingar væru að sýsla með þýfi í íbúð í fjölbýlishúsi. Tveir voru handteknir á vettvangi og vistaðir í fangageymslum, grunaðir um þjófnað. Innlent 3.12.2025 06:23
Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. Erlent 2.12.2025 23:21
Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að fundur þeirra með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps, hafi verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur. Erlent 2.12.2025 22:29
Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. Innlent 2.12.2025 21:21
Vilja koma á óhollustuskatti Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti. Innlent 2.12.2025 21:21
Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Flugsamgöngur innanlands komust í eðlilegt horf í dag eftir miklar seinkanir og aflýsingar undanfarna daga. Stór farþegaþota fór langt með að hreinsa upp biðlistana þegar hún flutti hátt í fjögurhundruð farþega milli Reykjavíkur og Egilsstaða í gærkvöldi. Innlent 2.12.2025 20:25
Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Hundrað og átján dagar eru síðan síðasta eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni lauk. Yfirstandandi goshlé er þar með orðið það lengsta frá því að goshrinan hófst á svæðinu í desember 2023. Innlent 2.12.2025 20:24
„Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum. Innlent 2.12.2025 20:19
Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi dagsins að breyta selalauginni í Húsdýragarðinum í lundabyggð og byggja nýja og stærri selalaug á öðrum stað í garðinum. Innlent 2.12.2025 18:50
Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. Erlent 2.12.2025 18:38
Meirihlutinn fallinn í borginni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn. Innlent 2.12.2025 18:35
Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Fylgið í borginni er á hreyfingu samkvæmt nýrri könnun. Við rýnum í glænýjan borgarvita Maskínu sem varpar ljósi á stöðu flokkanna nú þegar tæpir sex mánuðir eru til sveitastjórnarkosninga. Þá verður rætt við oddvita Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar í beinni útsendingu. Innlent 2.12.2025 18:01
Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Lögmaður sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 2.12.2025 17:57
Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. Erlent 2.12.2025 17:56
„Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra átti í orðaskaki við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins um hækkun á erfðafjárskatti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Báðir uppskáru hlátur þegar þeir skutu hver að öðrum í svörum sínum. Innlent 2.12.2025 16:54
Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Haukur Ægir Hauksson hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart svokölluðum „skutlara“, sem hafði skömmu áður áreitt stúlku kynferðislega. Stúlkan er tengd Hauki Ægi og skutlarinn hlaut á dögunum eins árs fangelsi fyrir áreitnina. Héraðsdómur féllst ekki á það með ákæruvaldinu að Haukur Ægir hafi reynt að myrða skutlarann. Innlent 2.12.2025 16:16
Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Ökumaður og farþegi bíls sem slösuðust í bílveltu á Suðurstrandarvegi í morgun liggja á gjörgæsludeild Landspítalans en eru með meðvitund. Innlent 2.12.2025 15:58
Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Tæming djúpgáma við íbúðarhúsnæði í Reykjavík er um viku á eftir áætlun. Verktakar frá Íslenska gámafélaginu og Terra hafa aðstoðað Reykjarvíkurborg með tæmingu djúpgáma í íbúðarhverfum allt frá því að sorphirðubíll borgarinnar, sem notaður var til að tæma djúpgáma, brann þann 17. nóvember í Bríetartúni. Innlent 2.12.2025 15:52
Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Erlendur karlmaður með engin tengsl við landið hefur verið dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn tæplega 1,9 kíló af kókaíni í september síðastliðnum. Talið var ljóst að maðurinn væri ekki skipuleggjandi innflutningsins. Innlent 2.12.2025 15:43
Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Þingfundadögum hefur verið fjölgað og þingmenn gætu þurft að mæta í vinnuna á laugardögum í desember sökum anna í þinginu fyrir jólafrí. Ákveðið hefur verið að þingfundur verði á föstudaginn sem ekki var gert ráð fyrir í starfsáætlun, auk þess sem fyrstu tveir laugardagarnir í desember verði þingdagar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna seinagang í þingstörfum og kalla eftir því að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir eins fljótt og auðið er svo unnt sé að ræða fjárlög á réttum forsendum. Innlent 2.12.2025 14:39
Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Dómsmálaráðuneytið gerði hlé á umsóknarferli vegna embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum á meðan leit að nýjum ríkislögreglustjóra stendur yfir. Þrír mánuðir eru frá því að staðan á Suðurnesjum var auglýst. Innlent 2.12.2025 14:28