Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Saka FIFA um okur­verð á miðum á HM næsta sumar

Óhætt er að segja að miðaverð á leiki á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. FIFA hefur verið hvatt til að stöðva miðasölu á HM eftir að í ljós kom að dyggustu stuðningsmenn þjóða stæðu frammi fyrir „okurverði“ á miðum, þar sem ódýrustu miðarnir á úrslitaleikinn kosta yfir þrjúsund pund eða 510 þúsund krónur.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss

Elías Rafn Ólafsson hélt markinu hreinu fyrir Midtjylland í kvöld og danska liðið er á toppi Evrópudeildarinnar, eftir 1-0 sigur gegn Genk. Hákon Arnar Haraldsson var einnig á ferðinni með franska liðinu Lille sem tapaði 1-0 í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri

Íslandsmeistarar Víkings unnu 5-2 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld, í fyrsta leik Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk Víkinga og hinn 16 ára Þorri Ingólfsson var aftur á skotskónum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Táningur brenndi sögu­fræga stúku

Eitt sigursælasta félag finnskrar knattspyrnu, FC Haka, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Eftir fall úr úrvalsdeildinni bættist við að stúka á heimavelli liðsins, sem staðið hafði í næstum heila öld, brann til grunna.

Fótbolti
Fréttamynd

Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar

Nettóskuldir Manchester United hafa í fyrsta sinn farið yfir einn milljarð dala vegna lántaka í sumar til leikmannakaupa, sem hefur fært heildarskuldir félagsins í hæstu stöðu frá yfirtöku Glazer-fjölskyldunnar árið 2005.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þá er þetta í okkar höndum í Frakk­landi“

„Menn eru peppaðir. Þetta er flott tækifæri til að kasta í góða frammistöðu og ná í þrjú stig,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik liðsins við Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Starfið venst vel og strákarnir klárir

„Við erum mjög vel stemmdir. Við erum spenntir fyrir verkefninu. Við byggjum á góðri frammistöðu í síðasta leik og viljum ná í þrjú stig,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, um verkefni dagsins er liðið mætir Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli klukkan 17:45.

Fótbolti