Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sænski framherjinn Viktor Gyökeres verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Arsenal sækir Slavia Prag heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 4.11.2025 12:00
Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Pia Sundhage fær ekki nýjan samning sem þjálfari svissneska kvennalandsliðsins í fótbolta og sú sænska var beðin um að taka hatt sinn og staf umsvifalaust. Fótbolti 4.11.2025 11:30
Þjálfari Alberts rekinn Stefano Pioli hefur verið látinn fara úr þjálfarastarfinu hjá Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni, þar sem liðið er án sigurs eftir tíu umferðir. Daniele Gallopa mun þjálfa Albert Guðmundsson og félaga meðan leitað er að eftirmanni. Fótbolti 4.11.2025 11:03
Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Umboðsmaður sem starfar í ensku úrvalsdeildinni var handtekinn á dögunum eftir að leikmanni var hótað með byssu þar sem hann var á göngu í Lundúnum. Fótbolti 3. nóvember 2025 23:30
O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Gary O'Neil mun ekki taka við stjórninni hjá Wolverhampton Wanderers á ný. Hann var rekinn úr starfinu fyrir tæpu ári en hefur verið ítrekað orðaður við endurkomu eftir að Vítor Pereira var látinn fjúka. Fótbolti 3. nóvember 2025 21:01
Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Landsliðskonurnar Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir mættust í þýska boltanum í kvöld þegar RB Leipzig sótti Freiburg heim. Fótbolti 3. nóvember 2025 20:21
Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa léku í kvöld sinn fyrsta leik í Seríu A eftir að Patrick Viera var leystur frá störfum sem þjálfari liðsins þegar liðið sótti Sassuolo heim. Fótbolti 3. nóvember 2025 19:46
Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Nýliðar Sunderland tóku á móti Everton í kvöld en með sigri hefðu nýliðarnir stokkið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Sú varð þó ekki raunin en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Enski boltinn 3. nóvember 2025 19:32
Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í frammistöðu Florian Wirtz á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool í Meistaradeildinni en Slot biður fólk um að sýna Wirtz þolinmæði meðan hann aðlagast ensku deildinni. Fótbolti 3. nóvember 2025 18:33
Spence og van de Ven báðust afsökunar Áhugaverð uppákoma átti sér stað í lok leiks Tottenham og Chelsea á laugardag þegar þeir Djed Spence og Micky van de Ven stormuðu út af vellinum og virtust hundsa Thomas Frank, þjálfara Tottenham, algjörlega. Fótbolti 3. nóvember 2025 17:47
Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Um tíma á laugardaginn sat Manchester United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, í lifandi stigatöflu deildarinnar, en eftir leiki laugardagsins var liðið í 7. sæti. Það er mun líklegri niðurstaða fyrir United en 2. sæti, að mati sérfræðinga Sunnudagsmessunnar á Sýn Sport. Enski boltinn 3. nóvember 2025 17:00
Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Southampton hefur sagt knattspyrnustjóranum Will Still upp störfum. Enski boltinn 3. nóvember 2025 15:31
Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Lúðvík Gunnarsson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta gegn Lúxemborg, í undankeppni EM eftir tíu daga. Fótbolti 3. nóvember 2025 15:02
Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Fanndís Friðriksdóttir gæti lagt skóna á hilluna. Samningur hennar rann út þegar nýafstöðnu tímabili lauk og stjórnarfólk Vals hefur ekki heyrt í henni til að endursemja. Íslenski boltinn 3. nóvember 2025 14:45
Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Albert Ingason hreifst af frammistöðu Viktors Gyökeres fyrir Arsenal í sigrinum á Burnley á laugardaginn. Kjartan Henry Finnbogason er ekki alveg jafn sannfærður um sænska framherjann. Enski boltinn 3. nóvember 2025 14:01
Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Evangelos Marinakis, eigandi enska knattspyrnufélagsins Nottingham Forest, var fljótur til að bjóða fram aðstoð fyrir fórnarlömb hnífstunguárásarinnar í lest á leið frá Doncaster til London á laugardagskvöld. Enski boltinn 3. nóvember 2025 13:33
Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Gary O'Neil, sem var rekinn frá Wolves í desember í fyrra, gæti snúið aftur í stjórastarfið á Molineux. Enski boltinn 3. nóvember 2025 11:02
Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands West Ham United vann langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær á meðan Erling Haaland hélt áfram að raða inn mörkum. Enski boltinn 3. nóvember 2025 10:31
Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segir að Wayne Rooney sé á villigötum með ummælum sínum um skort á sterkum leiðtogum í liði Englandsmeistaranna. Enski boltinn 3. nóvember 2025 10:02
Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. Enski boltinn 3. nóvember 2025 09:00
Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Eftir sigurinn á Bournemouth í gær, 3-1, kvartaði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, yfir dómgæslunni í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 3. nóvember 2025 07:34
Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Real Madríd, segir að viðtökurnar sem hann muni fá á Anfield þegar lið hans mætir Rauða hernum muni ekki breyta tilfinningum hans í garð Liverpool. Fótbolti 3. nóvember 2025 07:01
„Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Hinn markaóði Erling Haaland skoraði tvö þegar Manchester City kom sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Bournemouth. Enski boltinn 2. nóvember 2025 22:31
Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Í lokaleik Serie A, efstu deild karla í fótbolta á Ítalíu, vann AC Milan 1-0 heimasigur á Roma. Sigurinn þýðir að aðeins munar einu stigi á 1. og 4. sæti deildarinnar þegar 10 umferðir eru búnar. Fótbolti 2. nóvember 2025 21:50