Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Jónatan og for­maður hissa á tali um KR-löngun

Dr. Football, eða Hjörvar Hafliðason, varpaði sprengju í þætti sínum í vikunni þegar hann sagðist hafa heyrt af því að Jónatan Ingi Jónsson vildi fara frá Val til erkifjendanna í KR. Hvorki Jónatan né formaður knattspyrnudeildar Vals vilja þó kannast við að þetta sé rétt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugar­dalnum

Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu karla og kvenna í knattspyrnu, eru flutt með höfuðstöðvar sínar til KSÍ í Laugardalnum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ein­stak­lega efni­legur leik­maður“

Sænsku meistararnir í Häcken hafa samið við hina íslensku Thelmu Pálmadóttur, sem kemur frá FH í Hafnarfirði. Þessi sautján ára gamli framherji kemur til liðsins eftir að hafa sprungið út með FH í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Slógu HM-met Ís­lands en er þetta lítil eyja eða bara úti­bú frá Hollandi?

Karíbahafseyjan Curacao sló HM-met Íslands í vikunni og er nú orðin minnsta þjóð sögunnar til að komast á heimsmeistaramót karla í fótbolta. Íslendingar höfðu átt metið síðan þeir komust á HM í Rússlandi 2018. En var Curacao að tryggja sér sæti á HM eða ætti Ísland að krefjast þess að árangur þeirra verði stjörnumerktur?

Fótbolti
Fréttamynd

Kjána­leg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“

Heimir Hall­gríms­son hefur á skömmum tíma í starfi sem lands­liðsþjálfari Ír­lands upp­lifað bæði strembna og sigursæla tíma. Þegar illa gekk flugu fúkyrði um hann í fjölmiðlum og kald­hæðin skot er beindust að menntun hans grasseruðu, væntan­lega í þeim til­gangi að gera lítið úr honum sem lands­liðsþjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik

Inter tókst ekki að vinna upp eins marks forskot Svíþjóðarmeistara Häcken í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikars kvenna í fótbolta. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Mílanó í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefði verið vondur tíma­punktur í allri neikvæðninni“

Heimir Hall­gríms­son segir undan­farna daga hafa verið eina gleði­sprengju, töfrum líkastir og sam­g­leðst hann með írsku þjóðinni eftir að Írland tryggði sér sæti í umspili fyrir HM í fótbotlta. Á svona dögum gleymast erfiðu dagarnir sem höfðu á undan gert vart um sig þegar ekki gekk eins vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United með lið í NBA

Manchester United er sagt hafa samþykkt að stofna körfuboltalið sem mun taka þátt í NBA Europe, en félagið átti áður körfuboltalið á níunda áratugnum.

Körfubolti