Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Góður tími fyrir nýjar raddir og í­hugaði að hætta sjálfur

Þorsteinn Halldórsson íhugaði að hætta sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta eftir EM í sumar. Hann ákvað þó að halda áfram en tók erfiða ákvörðun um að skipta út aðstoðarmönnum og hefur nú kynnt sinn fyrsta landsliðshóp eftir þær breytingar, fyrir gífurlega mikilvæga leiki við Norður-Írland síðar í þessum mánuði.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ír­land - Armenía | Pressa á Heimi

Írska karlalandsliðið í fótbolta, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, tapaði fyrri leiknum gegn Armeníu í undankeppni HM 2026 og má ekki við öðrum slæmum úrslitum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Lagerbäck úti­lokar að taka við Svíum

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hefur ekki áhuga á að taka við sem þjálfari heimaþjóðarinnar öðru sinni. Svíar hafa tapað þremur leikjum í röð og staða Danans Jon Dahl Tomassonar í þjálfarasætinu völt.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ljóð­rænt rétt­læti eftir það sem gerðist í París“

Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“

„Ég er bara feginn að við höfum náð að jafna og halda þetta út. Þetta var mjög erfitt“ sagði markaskorarinn Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-2 jafntefli Íslands gegn Frakklandi. Hann hefði viljað hjálp frá kollegum sínum í vörninni í fyrra marki Frakklands.

Fótbolti
Fréttamynd

„Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn.

Fótbolti
Fréttamynd

Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka

Svíar, með stjörnuframherjana Alexander Isak og Viktor Gyökeres í fremstu víglínu, töpuðu í annað sinn á rúmum mánuði fyrir Kósovó í kvöld, aftur án þess að skora mark, og hafa svo gott sem kastað HM-draumnum á glæ.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég vildi bara reyna að setja annað“

„Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.

Fótbolti