Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Á­kveðið sjokk“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík.

Fótbolti
Fréttamynd

Stúkan birti skila­boðin: „Mér finnst þetta ömur­legt“

„Þetta er bara ótrúlega ömurlegt mál sem að er búið að fara upp í háaloft og er ekki Val til sóma,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Hann kvaðst aldrei hafa heyrt um aðra eins framkomu, eins og þá sem forráðamenn Vals hefðu nú sýnt í viðskilnaði sínum við Sigurð Egil Lárusson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: KA - ÍA 5-1 | Skaga­menn fengu á baukinn en eru hólpnir

KA rúllaði yfir ÍA 5-1 í næstsíðustu umferð í neðri hluta Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Þrátt fyrir tapið hafa Skagamenn tryggt sæti sitt í deildinni þar sem jafntefli var niðurstaðan í viðureign Aftureldingar og Vestra en Vestri jafnaði leikinn í blálokin sem þýðir að Skagamenn geta farið áhyggjulausir inn í lokaumferðina.

Íslenski boltinn