Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Stjarnan tók á móti FH og fór með 2-1 sigur úr fyrstu umferð Bestu deildar karla. Stjörnumenn skoruðu tvö mörk með skömmu millibili um miðjan seinni hálfleik en annað þeirra hefði líklega ekki átt að standa. Eftir vel heppnaðar skiptingar minnkuðu FH-ingar muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma, en tókst ekki að jafna í uppbótartímanum. Íslenski boltinn 7.4.2025 18:31
Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Hamar/Þór og KR eru í kjörstöðu til að mætast í úrslitum umspils 1. deildar kvenna í körfubolta um sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Bæði lið unnu leiki sína í kvöld gríðarlega sannfærandi og þurfa nú aðeins einn sigur til að tryggja að þau mætist í úrslitum. Körfubolti 7.4.2025 20:58
Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Newcastle United er komið í baráttuna um að enda meðal efstu fjögurra liða ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Leicester City. Refirnir frá Leicester geta hins vegar ekki neitt og eru svo gott sem fallnir. Enski boltinn 7.4.2025 20:55
Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti 7.4.2025 18:15
Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Connecticut sigraði Suður Karólínu, 82-59, í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans í kvennaflokki. Ekkert háskólakörfuboltalið hefur nú unnið fleiri meistaratitla en Sleðahundarnir. Körfubolti 7.4.2025 17:46
Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. Íslenski boltinn 7.4.2025 17:17
Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Strákarnir í Lögmáli leiksins veltu vöngum yfir því hvaða leikmaður sé líklegastur til að verða valinn MVP í NBA-deildinni í vetur. Körfubolti 7.4.2025 16:30
Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sóknarleikmönnum Chelsea hefur gengið illa fyrir framan markið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta frá áramótum. Markahæstur liðsins á þessu ári er varnarmaðurinn Marc Cucurella. Enski boltinn 7.4.2025 16:03
Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Æfingum kylfinga fyrir komandi Masters-mót á Augusta National-vellinum í Georgíu-fylki hefur verið frestað vegna þrumuveðurs. Búast má við slæmu veðri í allan dag. Golf 7.4.2025 15:17
Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Virgil van Dijk hefur rofið þögnina um áframhaldandi veru fyrirliðans hjá Liverpool eftir yfirstandandi leiktíð. Samningur hans, líkt og Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold, rennur út í sumar. Enski boltinn 7.4.2025 14:38
„Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Ingibjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Halldórsson segja áhugann á íslenska kvennalandsliðinu mikinn. Þau myndu samt vilja sjá betri mætingu á leiki liðsins. Fótbolti 7.4.2025 14:31
LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Álfhildur Rósa Kjartansdóttir var gerð að fyrirliða Þróttar þegar hún var aðeins átján ára gömul. Íslenski boltinn 7.4.2025 14:02
Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Aðeins tveir leikir milli liða úr Bestu deild karla verða í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Bikarmeistarar KA mæta KFA. Íslenski boltinn 7.4.2025 13:44
Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Handbolti 7.4.2025 12:31
Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Fótbolti 7.4.2025 12:00
Lakers vann toppliðið í vestrinu Luka Doncic skoraði þrjátíu stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Oklahoma City Thunder, 99-126, í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Körfubolti 7.4.2025 11:31
Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Króatinn Ivan Juric hefur yfirgefið lið Southampton sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í gær eftir tap fyrir Tottenham Hotspur. Aldrei hefur lið fallið eins snemma úr deildinni. Enski boltinn 7.4.2025 10:45
Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Argentínski kylfingurinn Ángel Cabrera vann mót á vegum PGA um helgina. Það var hans fyrsti sigur eftir að hann losnaði úr fangelsi. Golf 7.4.2025 10:31
Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Jérémy Mathieu átti flottan feril sem fótboltamaður en líf hans er allt öðruvísi í dag. Fótbolti 7.4.2025 10:02
Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Rússinn Alex Ovechkin er orðinn markahæsti leikmaður í sögu NHL-deildarinnar í íshokkí. Hann sló 31 árs met Waynes Gretzky. Sport 7.4.2025 09:31
Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu á Akureyri þar sem KA og KR skildu jöfn. Íslenski boltinn 7.4.2025 09:03
Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Gary Neville, fyrrveranda fyrirliða Manchester United, var býsna heitt í hamsi þegar hann kvartaði yfir því hversu slakur honum fannst Manchester-slagurinn í gær vera. Hann segir að fótboltinn í dag sé of vélrænn. Enski boltinn 7.4.2025 08:31
Schumacher orðinn afi Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, varð á dögunum afi í fyrsta sinn. Formúla 1 7.4.2025 08:00
Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að stuðningsmenn Manchester United ættu að skammast sín vegna söngva um móður Phils Foden. Enski boltinn 7.4.2025 07:32
„Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Sveindís Jane Jónsdóttir segir að það hafi verið svekkjandi að ná ekki þremur stigum í leiknum gegn Noregi á föstudag. Hún ræddi einnig stöðu sína hjá félagsliðinu Wolfsburg en þjálfara liðsins var sagt upp á dögunum. Fótbolti 7.4.2025 07:02