„Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Mauricio Pochettino síðan hann tók við þjálfun bandaríska landsliðsins. Fótbolti 10.9.2025 16:46
Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Finnland er komið í undanúrslit á EM í körfubolta eftir flottan sigur á Georgíu, 93-79. Körfubolti 10.9.2025 16:05
„Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Eftir að hafa tapað nokkuð óvænt gegn Bólivíu í gærkvöldi tók forseti brasilíska knattspyrnusambandsins til máls og kenndi nánast öllum öðrum en leikmönnum liðsins um. Fótbolti 10.9.2025 15:15
Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Knapar, þjálfarar og eigendur leggja niður svipur, beisli og tauma í dag, til að mótmæla fyrirhuguðum hækkunum á sköttum tengdum veðmálum við kappreiðar. Til stendur að hækka skattinn í sömu prósentu og gildir um allar aðrar tegundir af veðmálum. Sport 10.9.2025 10:00
Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda André Onana hefur ekki átt sjö dagana sæla, hann var sendur á láni til Trabzonspor og stóð síðan sem steinn í marki Kamerún meðan leikmaður Grænhöfðaeyja renndi boltanum yfir línuna í 1-0 sigri í gærkvöldi. Eftir leik lenti Onana svo í áflogum við áhorfendur. Fótbolti 10.9.2025 09:32
„Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Djed Spence braut blað í sögu enska landsliðsins í gærkvöldi þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni hálfleik. Hann vissi hins vegar ekki að hann væri fyrsti músliminn til að spila fyrir landsliðið. Fótbolti 10.9.2025 09:11
Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Argentínska félagið Independiente hefur verið dæmt úr keppni í Suður-Ameríku bikarnum eftir að áflog brutust út í stúkunni í leik gegn Universidad. Independiente segir ákvörðunina tekna í pólitískum tilgangi, til að þjóna hagsmunum auðvaldsins hjá Universidad. Félagið og stuðningsmenn þess standi fyrir öllu sem suður-amerískur fótbolti eigi að standa fyrir. Fótbolti 10.9.2025 08:33
Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Japanska sumarið hefur við verið hið hlýjasta frá því mælingar hófust og enn ein hitabylgjan ríður nú yfir, rétt áður en heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum á að hefjast. Íslensku keppendurnir þrír munu því þurfa að leita leiða til að kæla sig niður. Sport 10.9.2025 08:00
Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Bólivía lagði Brasilíu að velli og tryggði sig áfram í umspil milli liða frá öðrum heimsálfum þar sem spilað verður upp á sæti á HM á næsta ári. Fótbolti 10.9.2025 07:35
Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Það virtist sem París bæri nafn með rentu sem borg ástarinnar þegar Ísland jafnaði metin undir blálokin í leik gærkvöldsins í undankeppni HM karla í fótbolta. Markið stóð hins vegar ekki og segja má að um ákveðna ástarsorg hafi verið að ræða í lok leiks. Fótbolti 10.9.2025 07:01
Dagskráin í dag: Hafnabolti Tvær beinar útsendingar eru á rásum Sýnar Sport í dag. Báðar eru úr MLB-deildinni í hafnabolta. Sport 10.9.2025 06:01
Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Eitt af betri liðum Póllands bauð í Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Íslandsmeistara Breiðabliks, eftir að félagaskiptaglugganum hér á landi hafði verið lokað. Íslenski boltinn 9.9.2025 23:33
Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, axlaði ábyrgð eftir tap liðsins gegn Armeníu í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fer næsta sumar. Hann var þó ekki sáttur með spyril RTÉ Sport eftir leik. Fótbolti 9.9.2025 23:00
Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fjöldi leikja fór fram í undankeppni HM karla í fótbolta sem fram fer á næsta ári. Þar á meðal leikur Noregs og Moldóvu sem lauk með 11-1 sigri heimamanna. Þá vann Portúgal 3-2 útisigur í Ungverjalandi. Fótbolti 9.9.2025 22:27
„Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Elías Rafn Ólafsson varði oft og tíðum meistaralega þegar Ísland laut í lægra haldi fyrir Frakklandi í rimmu liðanna í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla í París í kvöld. Fótbolti 9.9.2025 21:53
Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins. Íslands komst yfir snemma í leiknum en Frakkar svöruðu sitthvoru megin við hálfleikinn og unnu 2-1. Fótbolti 9.9.2025 21:50
Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Íslenska landsliðið átti svekkjandi kvöld í París, höfuðborg Frakklands, þegar liðið tapaði 2-1 gegn heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland hefði átt að jafna leikinn í lok leiks en myndbandsdómgæslan tók mark af Íslandi. Fótbolti 9.9.2025 21:35
„Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Sverrir Ingi Ingason lék glimrandi vel í miðri vörn Íslands þegar liðið var grátlega nærri því að ná í sterkt stig á útivelli gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026 í París i kvöld. Sverrir Ingi var stoltur af liðsfélögum og svekktur yfir niðurstöðunni úr leiknum. „“ Fótbolti 9.9.2025 21:32
Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var líkt og aðrir leikmenn Íslands svekktur en stoltur eftir 2-1 tap gegn Frakklandi ytra í undankeppni HM 2026 þar sem mark var að flestra mati ranglega dæmt af Íslandi í blálokin. Fótbolti 9.9.2025 21:24
Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen skoraði mark Íslands í grátlegu 2-1 tapi gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026. Hann veit ekkert af hverju seinna mark hans, undir lok leiks, var dæmt af. Fótbolti 9.9.2025 21:08
Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Frábær frammistaða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Frakklandi í leik liðanna í annarri umferð í D-riðli í undankeppni HM 2026 á Parc Des Princes í kvöld dugði því miður ekki til. Andri Lucas Guðjohnson kom Íslandi yfir í leiknum en Frakkar snéru taflinu sér í vil. Andri Lucas jafnaði svo metin undir lok leiksins en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun. Lokatölur í leiknum 2-1 Frökkum í vil. Fótbolti 9.9.2025 17:11
Grikkland í undanúrslit á EM Grikkland er komið í undanúrslit karla í körfubolta eftir sigur á Litáen í dag. Stórstjarnan Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks í NBA-deildinni, fór fyrir sínum mönnum. Körfubolti 9.9.2025 20:05
Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Steve Cooper, fyrrverandi þjálfari Leicester City og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta, er tekinn við Bröndby í efstu deild Danmerkur. Fótbolti 9.9.2025 19:02
Englendingar skoruðu fimm í Serbíu England lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Serbíu í Belgrað þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM 2026. Fótbolti 9.9.2025 18:17