Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar 8. desember 2025 09:32 Vandinn sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi er flókinn og margþættur. Í grunninn má þó rekja nær allan vandann til skorts á starfsfólki til að sinna þjónustunni. Lokun endurhæfingar á Kristnesi um helgar hefur vakið sterk og skiljanleg viðbrögð en þar vantar átta stöðugildi svo hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Mikið álag hefur verið á lyflækningadeild og einnig ríkir óvissa vegna fyrirhugaðra uppsagna ferliverkasamninga við sérgreinalækna og hafa þrír læknar sagt upp. Þetta er keðjuverkandi mönnunarvandi sem snertir allt kerfið á svæðinu og því er nauðsynlegt að leita fjölbreyttra og samþættra leiða til að leysa hann. Mönnun hefst í skólakerfinu Nauðsynlegt er að ráðist verði í markvisst kynningarátak í framhaldsskólum á Norðurlandi þar sem námstækifæri í hjúkrun, sjúkraliðanámi, læknisfræði og öðrum heilbrigðisgreinum eru kynnt. Skilaboðin þurfa að vera skýr: hér eru tækifæri til starfa, hér er framtíð. Hjúkrunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er nú kennt sem lotunám en fjöldi nemenda af Norðausturlandi mætti vera mun meiri. Þá er enn beðið eftir hermisetri hjúkrunarfræðideildarinnar en það er nauðsynlegt til að styrkja aðstöðu fyrir verklega kennslu og þjálfun og þar með fjölga nemendum. Viðurkenna þarf að landsbyggðin er dýrari og læra af reynslu Norðmanna Það er einfaldlega dýrara að reka heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Því þarf að tryggja aukið fjármagn til SAk ásamt svigrúmi til launahvata og sértækra mönnunarúrræða. Við eigum jafnframt að horfa til þess sem Norðmenn hafa gert, þar sem öflugar fjarlækningar, sérhæfð þjónusta á svæðissjúkrahúsum og markvissir hvatar hafa verið notaðir til að tryggja örugga þjónustu á landsbyggðunum. Sveitarfélagið verður líka að axla ábyrgð Akureyri á að vera raunhæfur kostur fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem vill byggja líf sitt og starf á Norðurlandi. Við þurfum að fara í heildstæða skoðun á því hvað sveitarfélagið getur gert til að laða að fólk í nánu samstarfi við ríki og heilbrigðisstofnanir. Fráflæðisvandinn Fráflæðisvandi er nú þegar að þrýsta á lyflækningadeild SAk og endurhæfingu á Kristnesi. Ákvörðunin um að loka Kristnesi um helgar mun gera þennan vanda verri. Það að 22 hjúkrunarrými á Hlíðarheimilinu hafi verið lokuð í nokkur ár er ólíðandi í þeirri stöðu sem nú er uppi. Það þarf að hraða opnun þessara rýma sem frekast er unnt og jafnframt skoða aðrar lausnir í millitíðinni til að mæta alvarlegum fráflæðis- og húsnæðisvanda. Bráðaaðgerðir og langtímaáætlun Við þurfum bæði tafarlausar aðgerðir og skýra langtímasýn. Nú þegar þarf að tryggja mönnun á lyflækningadeild, verja endurhæfingu á Kristnesi og hraða opnun rýma á Hlíð. Á sama tíma liggur fyrir að byggja við Sjúkrahúsið á Akureyri og reisa nýtt hjúkrunarheimili. Spurningin sem við verðum að svara núna er einföld: hvernig ætlum við að manna þessa viðbót? Ef ekki er gripið inn í nú þegar stöndum við frammi fyrir því að geta ekki lengur haldið uppi þeirri frábæru þjónustu sem starfsfólk á SAk, HSN og Heilsuvernd sinnir. Góð skilyrði eru fyrir því að byggja upp trausta og framsækna heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Starfshópurinn sem nú vinnur að málinu þarf að horfa heildstætt á vandann og leita fjölbreyttra lausna í þverfaglegu samstarfi ráðuneyta og hlutaðeigenda. Þar þurfa sérstaklega að koma að ráðuneyti mennta-, heilbrigðis-, húsnæðis- og byggðamála, því aðeins með slíku samspili náum við varanlegum árangri. Höfundur er oddviti Framsóknar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Skoðun Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vandinn sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi er flókinn og margþættur. Í grunninn má þó rekja nær allan vandann til skorts á starfsfólki til að sinna þjónustunni. Lokun endurhæfingar á Kristnesi um helgar hefur vakið sterk og skiljanleg viðbrögð en þar vantar átta stöðugildi svo hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Mikið álag hefur verið á lyflækningadeild og einnig ríkir óvissa vegna fyrirhugaðra uppsagna ferliverkasamninga við sérgreinalækna og hafa þrír læknar sagt upp. Þetta er keðjuverkandi mönnunarvandi sem snertir allt kerfið á svæðinu og því er nauðsynlegt að leita fjölbreyttra og samþættra leiða til að leysa hann. Mönnun hefst í skólakerfinu Nauðsynlegt er að ráðist verði í markvisst kynningarátak í framhaldsskólum á Norðurlandi þar sem námstækifæri í hjúkrun, sjúkraliðanámi, læknisfræði og öðrum heilbrigðisgreinum eru kynnt. Skilaboðin þurfa að vera skýr: hér eru tækifæri til starfa, hér er framtíð. Hjúkrunarfræðinám við Háskólann á Akureyri er nú kennt sem lotunám en fjöldi nemenda af Norðausturlandi mætti vera mun meiri. Þá er enn beðið eftir hermisetri hjúkrunarfræðideildarinnar en það er nauðsynlegt til að styrkja aðstöðu fyrir verklega kennslu og þjálfun og þar með fjölga nemendum. Viðurkenna þarf að landsbyggðin er dýrari og læra af reynslu Norðmanna Það er einfaldlega dýrara að reka heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Því þarf að tryggja aukið fjármagn til SAk ásamt svigrúmi til launahvata og sértækra mönnunarúrræða. Við eigum jafnframt að horfa til þess sem Norðmenn hafa gert, þar sem öflugar fjarlækningar, sérhæfð þjónusta á svæðissjúkrahúsum og markvissir hvatar hafa verið notaðir til að tryggja örugga þjónustu á landsbyggðunum. Sveitarfélagið verður líka að axla ábyrgð Akureyri á að vera raunhæfur kostur fyrir hjúkrunarfræðinga, lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem vill byggja líf sitt og starf á Norðurlandi. Við þurfum að fara í heildstæða skoðun á því hvað sveitarfélagið getur gert til að laða að fólk í nánu samstarfi við ríki og heilbrigðisstofnanir. Fráflæðisvandinn Fráflæðisvandi er nú þegar að þrýsta á lyflækningadeild SAk og endurhæfingu á Kristnesi. Ákvörðunin um að loka Kristnesi um helgar mun gera þennan vanda verri. Það að 22 hjúkrunarrými á Hlíðarheimilinu hafi verið lokuð í nokkur ár er ólíðandi í þeirri stöðu sem nú er uppi. Það þarf að hraða opnun þessara rýma sem frekast er unnt og jafnframt skoða aðrar lausnir í millitíðinni til að mæta alvarlegum fráflæðis- og húsnæðisvanda. Bráðaaðgerðir og langtímaáætlun Við þurfum bæði tafarlausar aðgerðir og skýra langtímasýn. Nú þegar þarf að tryggja mönnun á lyflækningadeild, verja endurhæfingu á Kristnesi og hraða opnun rýma á Hlíð. Á sama tíma liggur fyrir að byggja við Sjúkrahúsið á Akureyri og reisa nýtt hjúkrunarheimili. Spurningin sem við verðum að svara núna er einföld: hvernig ætlum við að manna þessa viðbót? Ef ekki er gripið inn í nú þegar stöndum við frammi fyrir því að geta ekki lengur haldið uppi þeirri frábæru þjónustu sem starfsfólk á SAk, HSN og Heilsuvernd sinnir. Góð skilyrði eru fyrir því að byggja upp trausta og framsækna heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Starfshópurinn sem nú vinnur að málinu þarf að horfa heildstætt á vandann og leita fjölbreyttra lausna í þverfaglegu samstarfi ráðuneyta og hlutaðeigenda. Þar þurfa sérstaklega að koma að ráðuneyti mennta-, heilbrigðis-, húsnæðis- og byggðamála, því aðeins með slíku samspili náum við varanlegum árangri. Höfundur er oddviti Framsóknar á Akureyri.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun