Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Skelltu sér í jarðar­för Hauka

    Bónus Körfuboltakvöld Extra var á dagskrá í vikunni. Þar fóru þeir félagar Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson á stúfana og kíktu meðal annars við á Ásvöllum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Mæti honum með bros á vör“

    „Mjög erfiður leikur, eins og á að vera í úrslitakeppninni, ég er ánægður með að við höfum staðið saman fram á síðustu mínútu, spilað af hörku og sótt sigurinn“ sagði miðherjinn David Okeke eftir 89-95 sigur Álftaness á útivelli í fyrsta leik gegn Njarðvík, þar sem hann háði harða baráttu við fyrrum liðsfélaga sinn Domynikas Milka. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld

    Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli í kvöld þegar landsliðsmaðurinn Kári Jónsson meiddist illa í fyrsta leiknum í einvígi Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“

    Pétur Rúnar Birgis­son, leik­maður deildar­meistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigur­strang­legra liðið gegn Kefla­vík í fyrstu um­ferð í úr­slita­keppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Ný­leg úr­slit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hafa engar á­hyggjur af hugar­fari Njarðvíkinga

    Njarðvíkingar koma á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina eftir að hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir mæta Álftnesingum í fyrstu umferð í einvígi sem er enginn hægðarleikur að spá fyrir um.

    Körfubolti