Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið. Lífið 18.10.2025 20:37
Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Nýr verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna, sem fara fram í fyrsta sinn í lok mánaðar, er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Gripurinn sækir innblástur í gömlu stillimyndina og textavarpið en ásýnd verðlaunanna er í sama dúr. Bíó og sjónvarp 17.10.2025 16:12
Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar. Innlent 16.10.2025 16:32
„Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Leikstjórinn Zelda Williams hefur biðlað til fólks að hætta að senda henni gervigreindarmyndbönd af föður hennar heitnum, Robin Williams, sem lést árið 2014. Bíó og sjónvarp 8. október 2025 16:22
Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Leikstjórinn Baldvin Z telur gervigreindarleikara ekki spennandi því fegurðin í góðum leik felist í hinu óvænta. Á tökustað þurfi maður að vera tilbúinn fyrir alls konar uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi. Lífið 8. október 2025 14:05
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Tökur á spennumyndinni Víkinni eftir leikstjórann Braga Þór Hinriksson fóru fram í Fljótavík á Hornströndum, einum afskekktasta stað landsins. Tökulið, tökubúnaður og vistir voru ferjuð með bát og þurfti að flýta heimför vegna stormviðvörunar. Bíó og sjónvarp 8. október 2025 09:55
Saman á rauða dreglinum Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra. Bíó og sjónvarp 7. október 2025 09:47
Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. Tónlist 3. október 2025 12:36
Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Kvikmyndin Eldarnir var frumsýnd hér á landi þann ellefta september og hefur síðan gripið vitund áhorfenda með ótrúlegum tæknibrellum og áhrifamiklum senum þar sem jarðskjálftar og eldgos á Reykjanesskaganum lifna við á nýjan leik á stóra tjaldinu. Lífið 2. október 2025 12:30
Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Rússneskur kvikmyndagerðarmaður, sem sýnir heimildarmyndina Smákarl gegn Pútín á RIFF, nær ekki að fylgja myndinni til Íslands þar sem afgreiðslu vegabréfs hans „hefur verið frestað“ af rússneskum yfirvöldum. Bíó og sjónvarp 2. október 2025 12:17
Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Tælenska leikstjóranum Apichatpong Weerasethakul voru veitt heiðursverðlaun á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) í gærkvöldi. Forseti Íslands veitti hollenska leikstjóranum Anton Corbijn jafnframt heiðursverðlaun um helgina. Bíó og sjónvarp 1. október 2025 15:46
„Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Í heimildamyndinni Jörðin undir fótum okkar bregðum við okkur í fylgd leikstjórans og fylgjumst við með sólsetri lífsins á hjúkrunarheimili í Reykjavík, þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum. Lífið 1. október 2025 15:07
Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið árið 2027, tveimur áratugum eftir að síðasta kvikmyndin um fjöldskylduna kom í bíó. Bíó og sjónvarp 30. september 2025 11:58
Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Gjaldþrot Play hefur sett starfsemi kvikmyndahátíðarinnar RIFF úr skorðum þar sem tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem áttu að taka þátt í dagskrá hennar, sitja fastir á flugvöllum víða um heim. Aðstandendur biðla til Icelandair um að hjálpa sér. Lífið 29. september 2025 14:47
Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Forsvarsmenn fyrirtækjanna Nexstar Media Group og Sinclair Broadcast Group lýstu því yfir í gær að þættir Jimmys Kimmel yrðu sýndir aftur á sjónvarpsstöðvum fyrirtækjanna. Er það í kjölfar þess að þættirnir voru teknir úr birtingu, eftir að þessir sömu menn neituðu að birta þá í kjölfar hótana yfirmanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) um að stöðvar sem sýndu þættina ættu á hættu að missa útsendingarleyfi. Bíó og sjónvarp 27. september 2025 08:56
Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Hanna Björk Valsdóttir hlaut Nordic Documentary Producer Award 2025 sem veitt eru framúrskarandi framleiðanda heimildamynda. Leikstjórar á Norðurlöndunum tilnefna einn framleiðanda ár hvert, frá hverju landi og voru verðlaunin veitt á lokahófi Nordisk Panorama hátíðarinnar í Malmö. Bíó og sjónvarp 26. september 2025 10:50
Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Leikstjórinn Ugla Hauksdóttir og framleiðandinn Grímar Jónsson sem unnu saman að kvikmyndinni Eldunum eru þegar byrjuð að vinna að næstu mynd sinni. Hún mun byggja á annarri bók eftir Sigríði Hagalín, dystópísku skáldsögunni Eylandi. Bíó og sjónvarp 25. september 2025 11:57
Baywatch aftur á skjáinn Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hyggst framleiða glænýja seríu af Baywatch þáttunum sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum og voru langvinsælustu þættir í heimi. Fox hyggst framleiða tólf glænýja þætti með glænýju fólki. Bíó og sjónvarp 23. september 2025 18:48
Samdi lag um ást sína á RIFF Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo. Tónlist 23. september 2025 14:48
Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Leikarinn Tom Holland slasaðist við tökur á áhættuatriði fyrir næstu mynd um Köngulóarmanninn. Farið var með hann á spítala þar sem hann greindist með heilahristing og hefur verið gert tímabundið hlé á tökum. Bíó og sjónvarp 22. september 2025 12:02
Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi. Gagnrýni 19. september 2025 07:01
Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Risi er fallinn, Robert Redford er allur. Hann var ein skærasta stjarna Hollywood á sjöunda og áttunda áratugnum, farsæll leikstjóri og stofnandi Sundance-kvikmyndahátíðina. Vísir tók saman ellefu bestu hlutverk Redford. Bíó og sjónvarp 18. september 2025 14:09
Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Leikarinn Ice Cube lýsir því hvernig var að leika í sæfæ-tryllinum Innrásinni frá Mars í miðjum Covid-faraldri þar sem hann var algjörlega einangraður án meðleikara og leikstjóra með sér á tökustað. Bíó og sjónvarp 16. september 2025 16:23
Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Framleiðslufyrirtækið Glassriver hefur keypt réttinn að bókaseríunni um rannsóknarlögreglumanninn Konráð eftir Arnald Indriðason og hyggst aðlaga hana að sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 16. september 2025 11:19
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið