Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Helga Margrét tekur við af Króla

Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á Rúv í janúar. Helga Margrét tekur við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla, sem hefur verið spyrill undanfarin tvö ár.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Von­laust í víkinni

Ekki tekst að vekja nægilega spennu eða samúð hjá áhorfendum í spennutryllinum Víkinni, nýjustu kvikmynd Braga Þórs Hinrikssonar. Sagan er þunn, endurtekningasöm og stendur ekki undir lengd myndarinnar. Leikarar fá úr litlu að moða og það sem á að vera hræðilegt verður hálf kjánalegt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ís­lenskur Taskmaster kemur í vor

Íslensk útgáfa af hinum geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttum Taskmaster verður frumsýnd næsta vor. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Sýn og verður Ari Eldjárn þrautakóngur með Jóhann Alfreð Kristinsson sér til aðstoðar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun

Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján?

Menning
Fréttamynd

Vaktin: Sjón­varps­menn verð­launa hver annan á ný

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í kvöld í Gamla bíói. Verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hafa ekki verið veitt frá árinu 2022 og því verða veitt verðlaun fyrir síðustu tvö sjónvarpsár að þessu sinni. Fréttamaður á staðnum segir fréttir frá framvindu kvöldsins í rauntíma.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Barnastjarna bráðkvödd

Fyrrverandi barnastjarnan Floyd Roger Myers Jr. er látinn, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma

Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Meðalmennskan plagar Brján

Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda.

Gagnrýni
Fréttamynd

Til­nefningar fyrir árið 2024 birtar

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár

Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið.

Lífið
Fréttamynd

Ný heimildar­mynd af­hjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrir­slátt MAST

Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar.

Innlent