Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 15. september 2025 08:31 Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Það hefur nefnilega komið mér skemmtilega á óvart að sjá þó nokkur þingmál sem ég hef barist fyrir síðustu ár, verða að veruleika að undirlagi sömu stjórnvalda. Vissulega hafa þingmálin ýmist fengið litlar undirtektir eða jafnvel harða andstöðu frá sömu stjórnmálamönnum þegar þau voru runnin undan mínum rifjum. Ég legg þeim þó glöð lið, nú þegar ég sit hinum megin við borðið, og aðstoða við áframhaldandi kynningu á nokkrum af þessum málum. Jafnlaunavottun Dómsmálaráðherra Viðreisnar hefur kynnt áform um að „létta á“ jafnlaunavottun. Sannarlega er fyrirbærið ættað frá Viðreisn á sínum tíma og var þeirra fyrsta þingmál í eldri ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar hafa varið jafnlaunavottun með kjafti og klóm síðan. Frá því ég settist á þing hef ég lagt fram nokkur þingmál og skrifað og talað gegn vottuninni ótal sinnum. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að hafa skipt um skoðun þótt það væri óskandi að hún gengi eins langt og ég hef lagt til, þ.e. gerði jafnlaunavottun valkvæða með öllu. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Afnám áminningarskyldu og fleiri tímabærar breytingar á sérstöðu ríkisstarfsmanna var með fyrstu þingmálum mínum á Alþingi. Raunar fyrsta þingmálið sem ég mælti fyrir. Við það tilefni mótmæltu núverandi ráðherrar í ríkisstjórn málinu reyndar harðlega, en afturbata ráðherranna verður að fagna. Breyting á lögum um ársreikninga Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er að finna frumvarp er varðar breytingar varðandi stærðarmörk félaga o.fl. Ég hef ítrekað lagt slíkar breytingar til í þinginu með frumvarpi til afhúðunar á íþyngjandi innleiðingu EES-gerða. Virkilega gaman að sjá þann innblástur sem ég hef gefið ríkisstjórninni í þessu máli. Heilbrigðiseftirlit Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu stórfelldar breytingar á heilbrigðiseftirliti á opnum fundi á dögunum. Undirrituð hefur tekið upp og gagnrýnt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits ítrekað á vettvangi Alþingis og víðar, auk þess að leggja fram þingsályktunartillögu um útvistun heilbrigðiseftirlits. Við fyrstu sýn virðast breytingar ráðherranna að vísu byggðar á vinnu sem Ármann Kr. Ólafsson o.fl. unnu fyrir Guðlaug Þór þáverandi umhverfisráðherra. Sama hvaðan gott kemur Við ritun fræðigreina verður að geta heimilda. Í höfundarétti er rætt um sæmdarrétt. Í sæmdarrétti höfundar felst m.a. rétturinn til að verk sé eignað höfundi sínum. Aðferðin er víst frjálsari í stjórnmálum, jafnvel af hálfu æðstu handhafa ríkisvaldsins. Það er þó sama hvaðan gott kemur. Ég hlýt því að gleðjast yfir tímabærum málum sem ég hef lagt mikla vinnu í að berjast fyrir, oftast við mikla andstöðu aðila sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir geta a.m.k. treyst á staðfestu mína í þessum efnum - ég mun ekki snúast eins og hani í vindi þrátt fyrir hlutverkaskiptin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Það hefur nefnilega komið mér skemmtilega á óvart að sjá þó nokkur þingmál sem ég hef barist fyrir síðustu ár, verða að veruleika að undirlagi sömu stjórnvalda. Vissulega hafa þingmálin ýmist fengið litlar undirtektir eða jafnvel harða andstöðu frá sömu stjórnmálamönnum þegar þau voru runnin undan mínum rifjum. Ég legg þeim þó glöð lið, nú þegar ég sit hinum megin við borðið, og aðstoða við áframhaldandi kynningu á nokkrum af þessum málum. Jafnlaunavottun Dómsmálaráðherra Viðreisnar hefur kynnt áform um að „létta á“ jafnlaunavottun. Sannarlega er fyrirbærið ættað frá Viðreisn á sínum tíma og var þeirra fyrsta þingmál í eldri ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar hafa varið jafnlaunavottun með kjafti og klóm síðan. Frá því ég settist á þing hef ég lagt fram nokkur þingmál og skrifað og talað gegn vottuninni ótal sinnum. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að hafa skipt um skoðun þótt það væri óskandi að hún gengi eins langt og ég hef lagt til, þ.e. gerði jafnlaunavottun valkvæða með öllu. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Afnám áminningarskyldu og fleiri tímabærar breytingar á sérstöðu ríkisstarfsmanna var með fyrstu þingmálum mínum á Alþingi. Raunar fyrsta þingmálið sem ég mælti fyrir. Við það tilefni mótmæltu núverandi ráðherrar í ríkisstjórn málinu reyndar harðlega, en afturbata ráðherranna verður að fagna. Breyting á lögum um ársreikninga Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er að finna frumvarp er varðar breytingar varðandi stærðarmörk félaga o.fl. Ég hef ítrekað lagt slíkar breytingar til í þinginu með frumvarpi til afhúðunar á íþyngjandi innleiðingu EES-gerða. Virkilega gaman að sjá þann innblástur sem ég hef gefið ríkisstjórninni í þessu máli. Heilbrigðiseftirlit Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu stórfelldar breytingar á heilbrigðiseftirliti á opnum fundi á dögunum. Undirrituð hefur tekið upp og gagnrýnt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits ítrekað á vettvangi Alþingis og víðar, auk þess að leggja fram þingsályktunartillögu um útvistun heilbrigðiseftirlits. Við fyrstu sýn virðast breytingar ráðherranna að vísu byggðar á vinnu sem Ármann Kr. Ólafsson o.fl. unnu fyrir Guðlaug Þór þáverandi umhverfisráðherra. Sama hvaðan gott kemur Við ritun fræðigreina verður að geta heimilda. Í höfundarétti er rætt um sæmdarrétt. Í sæmdarrétti höfundar felst m.a. rétturinn til að verk sé eignað höfundi sínum. Aðferðin er víst frjálsari í stjórnmálum, jafnvel af hálfu æðstu handhafa ríkisvaldsins. Það er þó sama hvaðan gott kemur. Ég hlýt því að gleðjast yfir tímabærum málum sem ég hef lagt mikla vinnu í að berjast fyrir, oftast við mikla andstöðu aðila sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir geta a.m.k. treyst á staðfestu mína í þessum efnum - ég mun ekki snúast eins og hani í vindi þrátt fyrir hlutverkaskiptin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun