Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 15. september 2025 08:31 Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Það hefur nefnilega komið mér skemmtilega á óvart að sjá þó nokkur þingmál sem ég hef barist fyrir síðustu ár, verða að veruleika að undirlagi sömu stjórnvalda. Vissulega hafa þingmálin ýmist fengið litlar undirtektir eða jafnvel harða andstöðu frá sömu stjórnmálamönnum þegar þau voru runnin undan mínum rifjum. Ég legg þeim þó glöð lið, nú þegar ég sit hinum megin við borðið, og aðstoða við áframhaldandi kynningu á nokkrum af þessum málum. Jafnlaunavottun Dómsmálaráðherra Viðreisnar hefur kynnt áform um að „létta á“ jafnlaunavottun. Sannarlega er fyrirbærið ættað frá Viðreisn á sínum tíma og var þeirra fyrsta þingmál í eldri ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar hafa varið jafnlaunavottun með kjafti og klóm síðan. Frá því ég settist á þing hef ég lagt fram nokkur þingmál og skrifað og talað gegn vottuninni ótal sinnum. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að hafa skipt um skoðun þótt það væri óskandi að hún gengi eins langt og ég hef lagt til, þ.e. gerði jafnlaunavottun valkvæða með öllu. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Afnám áminningarskyldu og fleiri tímabærar breytingar á sérstöðu ríkisstarfsmanna var með fyrstu þingmálum mínum á Alþingi. Raunar fyrsta þingmálið sem ég mælti fyrir. Við það tilefni mótmæltu núverandi ráðherrar í ríkisstjórn málinu reyndar harðlega, en afturbata ráðherranna verður að fagna. Breyting á lögum um ársreikninga Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er að finna frumvarp er varðar breytingar varðandi stærðarmörk félaga o.fl. Ég hef ítrekað lagt slíkar breytingar til í þinginu með frumvarpi til afhúðunar á íþyngjandi innleiðingu EES-gerða. Virkilega gaman að sjá þann innblástur sem ég hef gefið ríkisstjórninni í þessu máli. Heilbrigðiseftirlit Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu stórfelldar breytingar á heilbrigðiseftirliti á opnum fundi á dögunum. Undirrituð hefur tekið upp og gagnrýnt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits ítrekað á vettvangi Alþingis og víðar, auk þess að leggja fram þingsályktunartillögu um útvistun heilbrigðiseftirlits. Við fyrstu sýn virðast breytingar ráðherranna að vísu byggðar á vinnu sem Ármann Kr. Ólafsson o.fl. unnu fyrir Guðlaug Þór þáverandi umhverfisráðherra. Sama hvaðan gott kemur Við ritun fræðigreina verður að geta heimilda. Í höfundarétti er rætt um sæmdarrétt. Í sæmdarrétti höfundar felst m.a. rétturinn til að verk sé eignað höfundi sínum. Aðferðin er víst frjálsari í stjórnmálum, jafnvel af hálfu æðstu handhafa ríkisvaldsins. Það er þó sama hvaðan gott kemur. Ég hlýt því að gleðjast yfir tímabærum málum sem ég hef lagt mikla vinnu í að berjast fyrir, oftast við mikla andstöðu aðila sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir geta a.m.k. treyst á staðfestu mína í þessum efnum - ég mun ekki snúast eins og hani í vindi þrátt fyrir hlutverkaskiptin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Það hefur nefnilega komið mér skemmtilega á óvart að sjá þó nokkur þingmál sem ég hef barist fyrir síðustu ár, verða að veruleika að undirlagi sömu stjórnvalda. Vissulega hafa þingmálin ýmist fengið litlar undirtektir eða jafnvel harða andstöðu frá sömu stjórnmálamönnum þegar þau voru runnin undan mínum rifjum. Ég legg þeim þó glöð lið, nú þegar ég sit hinum megin við borðið, og aðstoða við áframhaldandi kynningu á nokkrum af þessum málum. Jafnlaunavottun Dómsmálaráðherra Viðreisnar hefur kynnt áform um að „létta á“ jafnlaunavottun. Sannarlega er fyrirbærið ættað frá Viðreisn á sínum tíma og var þeirra fyrsta þingmál í eldri ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar hafa varið jafnlaunavottun með kjafti og klóm síðan. Frá því ég settist á þing hef ég lagt fram nokkur þingmál og skrifað og talað gegn vottuninni ótal sinnum. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að hafa skipt um skoðun þótt það væri óskandi að hún gengi eins langt og ég hef lagt til, þ.e. gerði jafnlaunavottun valkvæða með öllu. Breyting á lögum um ríkisstarfsmenn Afnám áminningarskyldu og fleiri tímabærar breytingar á sérstöðu ríkisstarfsmanna var með fyrstu þingmálum mínum á Alþingi. Raunar fyrsta þingmálið sem ég mælti fyrir. Við það tilefni mótmæltu núverandi ráðherrar í ríkisstjórn málinu reyndar harðlega, en afturbata ráðherranna verður að fagna. Breyting á lögum um ársreikninga Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er að finna frumvarp er varðar breytingar varðandi stærðarmörk félaga o.fl. Ég hef ítrekað lagt slíkar breytingar til í þinginu með frumvarpi til afhúðunar á íþyngjandi innleiðingu EES-gerða. Virkilega gaman að sjá þann innblástur sem ég hef gefið ríkisstjórninni í þessu máli. Heilbrigðiseftirlit Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu stórfelldar breytingar á heilbrigðiseftirliti á opnum fundi á dögunum. Undirrituð hefur tekið upp og gagnrýnt fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits ítrekað á vettvangi Alþingis og víðar, auk þess að leggja fram þingsályktunartillögu um útvistun heilbrigðiseftirlits. Við fyrstu sýn virðast breytingar ráðherranna að vísu byggðar á vinnu sem Ármann Kr. Ólafsson o.fl. unnu fyrir Guðlaug Þór þáverandi umhverfisráðherra. Sama hvaðan gott kemur Við ritun fræðigreina verður að geta heimilda. Í höfundarétti er rætt um sæmdarrétt. Í sæmdarrétti höfundar felst m.a. rétturinn til að verk sé eignað höfundi sínum. Aðferðin er víst frjálsari í stjórnmálum, jafnvel af hálfu æðstu handhafa ríkisvaldsins. Það er þó sama hvaðan gott kemur. Ég hlýt því að gleðjast yfir tímabærum málum sem ég hef lagt mikla vinnu í að berjast fyrir, oftast við mikla andstöðu aðila sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir geta a.m.k. treyst á staðfestu mína í þessum efnum - ég mun ekki snúast eins og hani í vindi þrátt fyrir hlutverkaskiptin. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun