Leonard aldrei skorað meira en í nótt Kawhi Leonard setti persónulegt stigamet í 112-99 sigri Los Angeles Clippers á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 29.12.2025 11:32
„Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Í kvöld verður leið kvennaliðs Hauka í körfubolta að Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor rifjuð upp. Í Íslandsmeistaraþættinum verður meðal annars rætt um stórt augnablik í oddaleik Hauka og Njarðvíkur. Körfubolti 29.12.2025 11:00
Ótrúleg tölfræði Jokic Serbinn Nikola Jokic hefur verið hreint stórkostlegur með liði Denver Nuggets í NBA-deildinni í vetur. Körfubolti 28.12.2025 23:17
Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Margir eyða jólunum í tölvuleikjaspil og afslöppun en Nikola Jokic slær ekki slöku við og náði tölfræði sem hingað til hefur bara sést í tölvuleikjum, í 142-138 sigri Denver Nuggets gegn Minnesota Timberwolves í framlengdum leik. Körfubolti 26. desember 2025 11:38
Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Ríkjandi NBA meistarar Oklahoma City Thunder töpuðu í þriðja sinn í röð gegn San Antonio Spurs í nótt en þetta var aðeins fimmta tap liðsins á tímabilinu. Körfubolti 26. desember 2025 10:20
Jólagleði í Garðinum Það var engin gleði hjá New York Knicks sem þurfti að þola tap í hádegisleiknum á jóladag í Madison Square Garden í stóra eplinu. Körfubolti 25. desember 2025 19:54
Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Bandaríski leikstjórnandinn Remy Martin er snúinn aftur til liðs við Keflavík samkvæmt færslu liðsins á samfélagsmiðla. Hann var besti leikmaður liðsins á þarsíðustu leiktíð þar til hann meiddist í úrslitakeppninni. Körfubolti 24. desember 2025 15:21
Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Draymond Green missti algjörlega stjórn á skapinu og gekk inn í klefa eftir rifrildi við þjálfara Golden State Warriors, Steve Kerr. Rifrildið virðist hafa kveikt í Warriors því þeir unnu leikinn að lokum sannfærandi. Körfubolti 23. desember 2025 08:32
Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Bandaríska körfuboltakonan Nneka Ogwumike var stödd á Íslandi í jólamánuðinum eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum hennar. Körfubolti 22. desember 2025 11:30
ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata ÍR-ingar voru ekki lengi að bæta við sig leikmanni í jólafríinu. Króatíski körfuboltamaðurinn Emilio Banić hefur skrifað undir samning við ÍR og mun spila með Breiðhyltingum í Bónus-deild karla í körfubolta á nýju ári. Körfubolti 22. desember 2025 07:46
Í bann fyrir að kasta flösku í barn Georgetown-háskólinn hefur sett körfuboltaþjálfarann Ed Cooley í eins leiks bann eftir að hann kastaði vatnsflösku í barn á áhorfendapöllunum í reiðskasti í leik. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skólanum á sunnudag. Körfubolti 22. desember 2025 06:31
Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Álftaness í körfubolta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Álftnesingum í kvöld. Hjalti var áður aðstoðarþjálfari liðsins undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. Körfubolti 21. desember 2025 23:19
Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Íslenska landsliðskonan í körfubolta, Kolbrún María Ármannsdóttir kom við sögu í endurkomusigri Hannover gegn Freiburg í efstu deild Þýskalands í dag. Körfubolti 21. desember 2025 17:49
Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik þegar Bilbao Basket tapaði naumlega fyrir Breogan, 100-99, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 21. desember 2025 13:18
Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Marcus Smart, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk háa fjársekt fyrir að sýna dómara fingurinn. Körfubolti 21. desember 2025 11:03
„Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari ÍA, segir að liðið þurfi að bæta varnarleikinn á nýju ári. Fara þurfi yfir hugarfarið og vinnureglur í varnarleiknum í komandi jólafríi. Körfubolti 19. desember 2025 21:46
„Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Steinar Kaldal, þjálfari karlaliðs Ármanns í körfubolta, var sáttur við frammistöðuna og mikilvæg stig sem liðið landaði með sigri í leik liðsins gegn ÍA í 11. umferð Bónus-deildarinnar í kvöld. Körfubolti 19. desember 2025 21:44
Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Stjarnan vann 108-104 sigur á Álftanesi í grannaslag kvöldsins í Bónus-deild karla eftir stórskemmtilegan leik. Körfubolti 19. desember 2025 21:20
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Ármann breytti stöðunni umtalsvert í baráttunni við botn Bónus-deildar karla í körfubolta með sannfærandi sigri sínum gegn ÍA í 11. umferð deildarinnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur í leik þar sem Ármann var í bílstjórasætinu frá upphafi til enda urðu 102-83 fyrir heimamenn. Körfubolti 19. desember 2025 20:44
Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Nikola Jokic bætti við enn einni tvöföldu þrennunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en hann gerði meira en það. Körfubolti 19. desember 2025 15:31
KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Nýliðar KR eru á toppi Bónus-deildar kvenna í körfubolta, með mögulega besta bandaríska leikmanninn, en sérfræðingar Körfuboltakvölds eru þó ekki á því að liðið sé líklegt til að landa Íslandsmeistaratitlinum í vor. Körfubolti 19. desember 2025 11:30
Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Dallas Cowboys hefur haldið stöðu sinni sem verðmætasta íþróttalið heims og trónir á toppi árlegs lista Forbes sem birtur var í gær og NFL-liðin eru afar áberandi á listanum. Sport 19. desember 2025 11:03
Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Þrátt fyrir tap fyrir Keflavík í grannaslag, 93-83, hrósaði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sínum mönnum í leikslok. Hann íhugar að gera breytingar á leikmannahópi liðsins. Körfubolti 18. desember 2025 22:39
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Keflavík er enn ósigrað á heimavelli sínum í vetur eftir sigur á Njarðvík, 93-83, í grannaslag í 11. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Körfubolti 18. desember 2025 22:30