Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Ótrúleg karfa DeAndre Kane og þrenna frá Kristófer Acox voru á meðal þess sem sjá mátti í frábærum tilþrifum frá 13. umferð Bónus-deildarinnar í körfubolta, í Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 11.1.2026 23:15
Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Helgi Már Magnússon var allt annað en sáttur við hugarfar leikmanna sinna þegar Grindavík féll úr leik í VÍS-bikar karla í körfubolta með tapi gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Körfubolti 11.1.2026 22:47
Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Hilmar Smári Henningsson snéri aftur í lið Stjörnunnar eftir dvöl sína í Litáen þegar liðið lagði Grindavík að velli í VÍS-bikar karla í körfubolta í kvöld. Hilmar Smári hélt til Litáen í kjölfar þess að hafa orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni en lék í Stjörnutreyjunni að nýju í sigrinum gegn Grindvíkingum. Körfubolti 11.1.2026 22:43
Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti 11.1.2026 18:45
Fá nýjan Kana í harða baráttu Njarðvíkingar hafa fundið nýjan Bandaríkjamann í liðið fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Sá heitir Luwane Pipkins og kemur úr gríska boltanum. Körfubolti 11. janúar 2026 10:17
Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Nýliðar Ármanns eru í erfiðum málum á botni Bónus-deildar karla í körfubolta en hafa nú fengið til sín bandarískan leikmann sem kynnst hefur deildinni vel í vetur. Körfubolti 10. janúar 2026 23:15
Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sérfræðingarnir í Bónus Körfuboltakvöldi bentu á athyglisverða truflun frá DeAndre Kane á ögurstundu í leik ÍA og Grindavíkur en talið barst þó fljótt að óheppnum ljósmyndara í salnum. Körfubolti 10. janúar 2026 22:31
Frábær sigur Tryggva og félaga Eftir að hafa orðið í 3. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2025 hefur Tryggvi Snær Hlinason unnið tvo leiki í röð með Bilbao Basket, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Körfubolti 10. janúar 2026 20:34
Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Grindavík og Tindastóll bættust í kvöld í hóp með Keflavík og verða með í fjögurra liða úrslitavikunni í VÍS-bikar kvenna í körfubolta. Ármann og Hamar/Þór spila svo um fjórða og síðasta farmiðann annað kvöld. Körfubolti 10. janúar 2026 20:24
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Frábær frammistaða hjá Keflavík í seinni hálfeik í leik liðsins gegn Haukum í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í Blue-höllinni suður með sjó í dag tryggði Keflavíkurliðinu farseðilinn í undanúrslit. Körfubolti 10. janúar 2026 17:46
Íþróttaskuld Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður! Skoðun 10. janúar 2026 13:32
Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Hilmar Smári Henningsson samdi í gær við Stjörnuna eftir stutt og strembið stopp í Litáen. Hann gaf sér lítinn tíma í viðræður við önnur lið og stefnir á titilvörn í Garðabæ. Körfubolti 10. janúar 2026 11:01
„Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Álftanes vann í kvöld gríðarlega mikilvægan sigur á Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust í lokaleik 13. umferðar Bónus deild karla í Kaldalóns höllinni í kvöld. Álftanes fór með 22 stiga sigur af hólmi 97-75. Sigurður Pétursson ræddi við Vísi eftir leik. Sport 9. janúar 2026 21:48
Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Velkomin til leiks. Hér fer fram bein textalýsing frá leik Álftaness og Þórs frá Þorlákshöfn í þrettándu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Flautað verður til leiks í Kaldalónshöllinni á Álftanesi klukkan korter yfir sjö í kvöld, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Körfubolti 9. janúar 2026 21:26
Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Bandaríski bakvörðurinn Brandon Averette hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Njarðvík í Bónus deild karla í körfubolta. Eftirmaður hans verður kynntur til leiks á næstunni. Körfubolti 9. janúar 2026 14:43
Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Það kom Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara Stjörnunnar í körfubolta á óvart að landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson, væri á lausu og stæði liðinu til boða. Hilmar, sem lék lykilhlutverk í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar á síðasta tímabili í Bónus deildinni, er mættur aftur í Garðabæinn eftir stutt stopp í Litáen. Körfubolti 9. janúar 2026 13:33
„Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Tindastóll varð á dögunum fyrsta íslenska körfuboltaliðið í tuttugu ár til þess að komast áfram í sextán liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða. Arnar Guðjónsson, þjálfari liðsins, segir gengi þess betra en reiknað var með. „Skita“ í aðdraganda síðasta leiks í Kósovó dregur ekki úr þeirri góðu upplifun sem leikmenn og þjálfarar hafa af ENBL deildinni. Körfubolti 9. janúar 2026 12:31
Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Hilmar Smári Henningsson er genginn aftur til liðs við Stjörnuna í Bónus deild karla í körfubolta eftir hálft tímabil hjá litaénska félaginu Jovana. Körfubolti 9. janúar 2026 12:02
NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ NBA-félagið Minnesota Timberwolves hélt mínútuþögn í nótt til minningar um Renee Good, sem var skotin til bana af bandarískum innflytjendafulltrúa. Þetta gerði félagið fyrir leikinn í nótt gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 9. janúar 2026 11:32
Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Jóhann Þór Ólafsson mun ekki stýra toppliði Grindavíkur í Bónus-deild karla í körfubolta á næstunni en þetta kemur fram í tilkynningu á miðlum Grindvíkinga. Körfubolti 9. janúar 2026 06:44
Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Njarðvík skoraði einungis 59 stig er liðið tapaði gegn ÍR í kvöld, 84-59, í 13. umferð Bónus deild karla. Frammistaða liðsins var döpur og engin stig komu frá varamönnum. Sport 8. janúar 2026 22:43
Steinar: Virðingarleysi sem smitast Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, var hundsvekktur með að hafa tapað leik fyrir KR í kvöld. Hann svekkti sig á fleiri hlutum og gerði virðingarleysi að umtalsefni hjá ýmsum aðilum. Körfubolti 8. janúar 2026 22:01
„Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, gat andað léttar eftir óþarflega nauman sigur sinna manna gegn Valsmönnum í kvöld. Körfubolti 8. janúar 2026 21:53
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Stjarnan vann óþarflega nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Val í stórleik 13. umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 102-105. Körfubolti 8. janúar 2026 21:42
Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Skagamenn tóku á móti Grindavík í AvAir höllinni á Akranesi í 13. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Heimamenn í ÍA leiddu mest allan leikinn en að lokum voru það gestirnir frá Grindavík sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Körfubolti 8. janúar 2026 21:32