Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 18. janúar 2025 07:04 Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Markmiðið er enda ekki að maka krókinn, heldur að byggja heimili fyrir fólk. Leigan er að jafnaði tugum þúsunda undir markaðsleigu, leigjandi á sæti í húsfélagi og getur þannig tekið ákvarðanir um sitt nánasta umhverfi og er heimilt að mála og gera breytingar á íbúðinni líkt og um eign væri að ræða. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá afhendingu lóðarinnar af hendi Reykjavíkurborgar árið 2021. Til að liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu án tekjumarka var félagið Blær sett á laggirnar og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Þetta opnar á möguleika fleiri stéttarfélaga og langtíma fjárfesta, eins og lífeyrissjóða, til að byggja fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig búsetuöryggi til lengri tíma og fyrirsjáanlega húsaleigu þar sem arðsemi er stillt í hóf. Þak yfir höfuðið Eitt af því sem hefur einkennt húsnæðismál á Íslandi í áranna rás hefur verið óþroskaður leigumarkaður. Að leigja íbúð hefur verið álitin óheppileg varða í átt að því að kaupa fasteign og eingöngu sem tímabundinn valkostur fyrir þau sem eiga ekki tök á öðru. Þetta hefur leitt til lélegs regluumhverfis um húsaleigu og veruleika þar sem leiguverð getur tekið hækkunum langt umfram verðbólgu. Leigjendur hafa því búið við bæði afkomu- og húsnæðisóöryggi og verið háðir duttlungum húseigenda. Um leið reynist sífellt erfiðara að komast af leigumarkaði, því að ætla að safna í útborgun fyrir fasteign er eins og að taka þátt í maraþoni þar sem marklínan færist alltaf fjær. Um langa hríð hefur verið rík samstaða um að takast þurfi á við húsnæðiskreppuna. Starfshópur eftir starfshóp hefur setið að störfum og útfært aðgerðir, sem sumar hafa komist til framkvæmda en því miður hefur of lítið gerst og of hægt. Aðgerðir í húsnæðismálum þurfa að vera fjölbreyttar og eitt lykilmál er að koma á laggirnar öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Þar hefur verkalýðshreyfingin stigið fast til jarðar. Með tilkomu Bjargs íbúðafélags hafa yfir eitt þúsund fjölskyldur komist í var frá gróðadrifnum leigumarkaði og búa nú í góðu og öruggu húsnæði og greiða fyrir það sanngjarna leigu til langs tíma. Íbúðir Bjargs eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en ljóst er að þörfin er mun víðtækari en svo. Húsnæðisöryggi fyrir 36 fjölskyldur Vissulega er spurning á hverjum tíma fyrir sig hvernig eigi að reka húsnæðiskerfi sem er ekki sett upp til að hagnast óhóflega á fólki sem þarfnast heimilis. Til dæmis má velta því upp hvort leggja eigi áherslu á leigu- eða eignaíbúðir og hver eigi að vera þáttur hins opinbera annars vegar og annarra aðila á borð við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og samvinnufélög hins vegar. Staðreyndin er samt sú að húsnæðiskrísan er af þeirri stærðargráðu að við verðum öll að leggjast á árarnar. Fólk á rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnum kjörum, hvort sem er til eignar eða leigu eða eftir öðru fyrirkomulagi. Við, núverandi og fyrrverandi formaður VR, fögnum þeim áfanga sem náðst hefur fyrir félagsfólk VR þar sem nú eru að verða til heimili fyrir 36 fjölskyldur og einstaklinga. Um leið heitum við því, hvort á sínum vettvangi, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir unga sem aldna. Húsnæðisöryggi er mannréttindamál og um leið er húsnæði einn stærsti útgjaldaliður launafólks. Hér er því mikið í húfi að vel takist til við að byggja upp húsnæði sem þjónar stækkandi og fjölbreyttu samfélagi, og án þess að gróðaöflin fái frítt spil til að hagnast á því. Halla Gunnarsdóttir er formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson er alþingismaður og fyrrverandi formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ragnar Þór Ingólfsson Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Markmiðið er enda ekki að maka krókinn, heldur að byggja heimili fyrir fólk. Leigan er að jafnaði tugum þúsunda undir markaðsleigu, leigjandi á sæti í húsfélagi og getur þannig tekið ákvarðanir um sitt nánasta umhverfi og er heimilt að mála og gera breytingar á íbúðinni líkt og um eign væri að ræða. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá afhendingu lóðarinnar af hendi Reykjavíkurborgar árið 2021. Til að liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu án tekjumarka var félagið Blær sett á laggirnar og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Þetta opnar á möguleika fleiri stéttarfélaga og langtíma fjárfesta, eins og lífeyrissjóða, til að byggja fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig búsetuöryggi til lengri tíma og fyrirsjáanlega húsaleigu þar sem arðsemi er stillt í hóf. Þak yfir höfuðið Eitt af því sem hefur einkennt húsnæðismál á Íslandi í áranna rás hefur verið óþroskaður leigumarkaður. Að leigja íbúð hefur verið álitin óheppileg varða í átt að því að kaupa fasteign og eingöngu sem tímabundinn valkostur fyrir þau sem eiga ekki tök á öðru. Þetta hefur leitt til lélegs regluumhverfis um húsaleigu og veruleika þar sem leiguverð getur tekið hækkunum langt umfram verðbólgu. Leigjendur hafa því búið við bæði afkomu- og húsnæðisóöryggi og verið háðir duttlungum húseigenda. Um leið reynist sífellt erfiðara að komast af leigumarkaði, því að ætla að safna í útborgun fyrir fasteign er eins og að taka þátt í maraþoni þar sem marklínan færist alltaf fjær. Um langa hríð hefur verið rík samstaða um að takast þurfi á við húsnæðiskreppuna. Starfshópur eftir starfshóp hefur setið að störfum og útfært aðgerðir, sem sumar hafa komist til framkvæmda en því miður hefur of lítið gerst og of hægt. Aðgerðir í húsnæðismálum þurfa að vera fjölbreyttar og eitt lykilmál er að koma á laggirnar öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Þar hefur verkalýðshreyfingin stigið fast til jarðar. Með tilkomu Bjargs íbúðafélags hafa yfir eitt þúsund fjölskyldur komist í var frá gróðadrifnum leigumarkaði og búa nú í góðu og öruggu húsnæði og greiða fyrir það sanngjarna leigu til langs tíma. Íbúðir Bjargs eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en ljóst er að þörfin er mun víðtækari en svo. Húsnæðisöryggi fyrir 36 fjölskyldur Vissulega er spurning á hverjum tíma fyrir sig hvernig eigi að reka húsnæðiskerfi sem er ekki sett upp til að hagnast óhóflega á fólki sem þarfnast heimilis. Til dæmis má velta því upp hvort leggja eigi áherslu á leigu- eða eignaíbúðir og hver eigi að vera þáttur hins opinbera annars vegar og annarra aðila á borð við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og samvinnufélög hins vegar. Staðreyndin er samt sú að húsnæðiskrísan er af þeirri stærðargráðu að við verðum öll að leggjast á árarnar. Fólk á rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnum kjörum, hvort sem er til eignar eða leigu eða eftir öðru fyrirkomulagi. Við, núverandi og fyrrverandi formaður VR, fögnum þeim áfanga sem náðst hefur fyrir félagsfólk VR þar sem nú eru að verða til heimili fyrir 36 fjölskyldur og einstaklinga. Um leið heitum við því, hvort á sínum vettvangi, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir unga sem aldna. Húsnæðisöryggi er mannréttindamál og um leið er húsnæði einn stærsti útgjaldaliður launafólks. Hér er því mikið í húfi að vel takist til við að byggja upp húsnæði sem þjónar stækkandi og fjölbreyttu samfélagi, og án þess að gróðaöflin fái frítt spil til að hagnast á því. Halla Gunnarsdóttir er formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson er alþingismaður og fyrrverandi formaður VR
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun