Verður staðartónskáld Sinfó Hugi Guðmundsson hefur verið útnefndur staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun hann gegna stöðunni starfsárin 2026-27 og 2027-28. Menning 29.1.2026 11:08
Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen, betur þekktur sem Stjórinn, hefur gefið út lagið „Streets of Minneapolis“ þar sem hann heiðrar minningu Alex Pretti og Renee Good sem létust í aðgerðum ICE í Minneapolis og mótmælir stjórn Donalds Trump. Tónlist 29.1.2026 10:34
Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Samstarf sem hófst í Reykjavík varð kveikjan að endurkomu einnar þekktustu jaðarrokkhljómsveitar Bretlands, Arcane Roots. Þar er íslenski tónlistarmaðurinn Bjarni Biering í lykilhlutverki en blaðamaður tók púlsinn á honum og hljómsveitinni. Tónlist 28.1.2026 20:02
Kristinn Svavarsson er látinn Kristinn Svavarsson, kennari og saxófónleikarinn sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Mezzoforte, er látinn 78 ára að aldri. Tónlist 22. janúar 2026 22:04
Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Iðnaðarteknósveitin Hatari hefur hætt við tónleikaferðalag sitt um Evrópu í febrúar án nokkurrar skýringar. Í síðustu viku hætti rokkhljómsveitin The Vintage Caravan við tónleikaferðalag sitt vegna andlegrar þreytu. Tónlist 22. janúar 2026 15:30
Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. Innlent 20. janúar 2026 22:21
Magnús Eiríksson borinn til grafar Magnús Eiríksson, einhver dáðasti dægurlagaperlusmiður landsins, var borinn til grafar í dag. Segja má að þjóðarsorg hafi brotist út þegar andlát hans spurðist. Innlent 20. janúar 2026 15:08
Aron Mola ástfanginn í bíó Rappararnir Ízleifur og Flóni buðu fjölda frægra í bíó um helgina þar sem þeir frumsýndu sjóðheitt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra Síróp. Meðal gesta voru Aron Mola og frúin hans Erla Lind, Birgitta Líf og Ásthildur Bára. Lífið 19. janúar 2026 13:03
Án tónlistar væri lífið mistök „Tónlist gefur alheiminum sál, huganum vængi, ímyndunaraflinu flug og öllu líf.” – Plató Skoðun 17. janúar 2026 08:00
„Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Rapparinn og pródúsentinn Ízleifur gefur út sína þriðju plötu, 100&Einn, undir mánaðarlok. Platan er hans lengsta til þessa, innblásin af uppeldishverfinu 101 og tekst Ízleifur á við ýmsar erfiðar tilfinningar á henni. Tónlist 15. janúar 2026 10:01
Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Spænskir saksóknarar rannsaka nú áskanir um að Julio Iglesias, einn ástsælasti söngvari landsins, hafi beitt tvær fyrrverandi starfskonur sínar kynferðislegu ofbeldi. Iglesias, sem er á níræðisaldri, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Erlent 14. janúar 2026 13:08
Rosalia komin með skvísu upp á arminn Spænska súperstjarnan Rosalia virðist hafa fundið ástina í faðmi frönsku fyrirsætunnar Loli Bahia. Skvísurnar sáust haldast í hendur í rómantískri göngu um Parísarborg á mánudaginn. Lífið 14. janúar 2026 10:48
Ein heitasta stjarna í heimi Dansarinn, tónlistarkonan, leikkonan, listakonan og ofurbomban Teyana Taylor er að sigra heiminn um þessar mundir. Ásamt því að slátra rauða dreglinum á hverjum einasta viðburði hlaut hún sín fyrstu Golden Globe verðlaun á sunnudag fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Battle After Another. Tíska og hönnun 14. janúar 2026 10:05
Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni „Satt best að segja finnst mér hvert ár bara alltaf verða betra og betra,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, en hún fagnaði þrítugsafmæli um helgina en ætlar að fagna áfanganum betur þegar hún klárar meðgönguna. Sömuleiðis var hún að gefa út plötu og heldur sér alltaf á tánum. Tónlist 13. janúar 2026 11:02
Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Veðbankar telja Ísrael sigurstranglegasta ríkið í Eurovision í ár þegar enn eru fjórir mánuðir í keppnin fari fram. Sigursælustu þjóðirnar eru þó skammt undan. Einungis tvö ríki eru búin að tilkynna hvert framlag þeirra er. Lífið 12. janúar 2026 18:29
„Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Það hljómar kannski sem algjör steypa að blanda saman verkfræði, smíði og jazztónlist. En það er nú samt sem áður raunin hjá Magnúsi Rannver Rafnssyni, verkfræðingi, húsasmiði og tónlistarmanni, sem fyrir nokkru gaf út sína aðra plötu á streymisveitunni Spotify. Atvinnulíf 12. janúar 2026 07:02
Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Kurteisisleg viðbrögð Laufeyjar Línar Jónsdóttur við því þegar ljósmyndarar kölluðu hana „Megan“ á rauða dreglinum fyrir Golden Globe verðlaunahátíðina hefur vakið athygli erlendra miðla. Tónlist 12. janúar 2026 06:55
Finnur fyrsti óperustjórinn Finnur Bjarnason hefur verið skipaður óperustjóri í Þjóðaróperunni í Þjóðleikhúsinu. Finnur er skipaður til fimm ára en hann er sá fyrsti eftir að Alþingi samþykkti ný lög um stofnun Óperu undir hatti Þjóðleikhússins. Lífið 11. janúar 2026 11:39
Bob Weir látinn Bob Weir, gítarleikari, söngvari og stofnandi hljómsveitarinnar Grateful Dead, er látinn 78 ára að aldri. Lífið 11. janúar 2026 00:46
Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Þjóðargersemin Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn. Fjöldi Íslendinga minnist Magnúsar og þakka honum fyrir framlag hans til íslenskrar tónlistar. Lífið 10. janúar 2026 14:08
RÚV hættir við Söngvakeppnina RÚV hefur ákveðið að hætta við að halda Söngvakeppnina 2026 í ljósi þess að forsendurnar sem lagt var upp með, að sigurlagið yrði framlag Íslands í Eurovision, séu brostnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort og þá hvenær einhverskonar önnur söngvakeppni verður haldin í staðinn. Lífið 9. janúar 2026 22:35
Magnús Eiríksson er látinn Magnús Eiríksson, texta- og lagahöfundur, er látinn 80 ára að aldri. Lífið 9. janúar 2026 16:25
„Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlistarkonan Britney Spears segist aldrei munu stíga á svið aftur í Bandaríkjunum. Ástæðurnar gefur hún ekki upp, málið sé viðkvæmt. Hún segist þó spennt fyrir því að koma fram erlendis á næstunni og nefnir þar bæði Bretlandseyjar og Ástralíu. Tónlist 9. janúar 2026 15:23
Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Söngvakeppnin verður haldin eftir að framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tók ákvörðun um að Ísland verði ekki með í Eurovision í vor. Dagskrárstjóri Rúv segir málið í vinnslu og að það muni skýrast á næstunni hvort og þá á hvaða forsendum Söngvakeppni sjónvarpsins verði haldin. Lífið 9. janúar 2026 12:36