Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Hlustendaverðlaunin 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Nasa í kvöld. Herra Hnetusmjör sópaði að sér verðlaunum en hann hlaut verðlaun sem söngvari ársins, fyrir lag ársins og plötu ársins. Lífið 20.3.2025 22:46
Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hlustendaverðlaunin 2025 fara fram á Nasa við Austurvöll í kvöld og verður margt um dýrðir og mun landslið tónlistarmanna stíga á stokk. Um er að ræða tólfta skiptið sem hátíðin fer fram. Lífið 20.3.2025 18:02
Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag „Bestu lög sem ég hef nokkurn tíma gert eru lög þar sem ég er virkilega opna á eitthvað og leyfi mér að fara á stað þar sem ég get verið opinskár og einlægur,“ segir tónlistarmaðurinn Birnir en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. Lífið 20.3.2025 07:01
Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð „Í dag getur maður verið þakklátur fyrir alla þessa lífsreynslu en þetta var gríðarlega erfitt,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan sem á að baki sér langa og magnaða sögu. Síðastliðin ár hafa verið bæði viðburðarík og krefjandi hjá honum þar sem hann hefur þurft að taka nokkur skref aftur á bak til þess að hlúa að sjálfum sér og ná áttum. Blaðamaður ræddi við Arnór á einlægum nótum. Tónlist 15. mars 2025 07:01
Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarárið 2024 voru afhent í kvöld og voru það 26 verðlaunastyttur sem fóru á flug auk heiðursverðlauna ársins og útnefningar björtustu vonarinnar í íslensku tónlistarlífi. Meðal óvæntra gesta var bresk íslenska stórstjarnan Damon Albarn sem steig á svið. Tónlist 12. mars 2025 22:05
Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins halda tónleika á föstudaginn til styrktar leikskólabörnum sem eru á leið á Evrópumeistaramótið í skák í vor. Lífið 12. mars 2025 14:53
Stormur fellur á prófinu Stormur er nýr íslenskur söngleikur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og tónlistarkonuna Unu Torfa. Þetta er sýning sem á höfða til ungs fólks og fjalla um veruleika þeirra. Þjóðleikhúsið teflir djarft því í aðalhlutverki er ung söngkona án reynslu af leik á stóra sviðinu og í öðrum hlutverkum eru tiltölulega nýútskrifaðir leikarar úr Listaháskólanum. Þessi tilraun er djörf en niðurstaðan því miður nokkuð fyrirsjáanleg – með hóp af byrjendum á leiksviði er byrjendabragur á sýningunni. Gagnrýni 12. mars 2025 07:00
Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður „Ég gat komið sjálfum mér á framfæri og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór,“ segir tónlistarmaðurinn og rekstrarverkfræðingurinn Andri Þór Hjartarson. Tónlistin hefur átt hug og hjarta hans frá ungum aldri og um áramótin tók hann þá ákvörðun að segja upp starfi sínu sem rekstrarstjóri og kýla á tónlistardrauminn. Blaðamaður ræddi við Andra Þór. Tónlist 11. mars 2025 10:32
„Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar sigur úr býtum í prufuspili um stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna síðasta föstudag. Stefán Ragnar segir þetta mikinn heiður og meiri háttar draum að rætast. Lífið 9. mars 2025 23:52
Breyta reglum um hljóðfærafarangur Flugfélagið Play hefur breytt reglum varðandi hljóðfæraflutninga með flugferðum á vegum félagsins. Fiðlur, básúnur og önnur sambærileg hljóðfæri eru nú velkomin í handfarangurshólfið. Innlent 8. mars 2025 11:05
Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Eurovision-stjarnan Loreen og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gáfu í gær út tvöfalda smáskífu undir nafninu SAGES og frumsýndu nýtt tónlistarmyndband sem var tekið upp á Íslandi og leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Tónlist 8. mars 2025 10:18
Dusta rykið af danssokkunum „Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum,“ segir listakonan Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Sveitin var að senda frá sér tónlistarmyndband við lag sem einblínir á að draga djúpa andann og dansa í núinu. Tónlist 4. mars 2025 16:32
Eiginmaður Dolly Parton er látinn Carl Dean, eiginmaður bandarísku söngkonunnar Dolly Parton til nærri sex áratuga, er látinn, 82 ára að aldri. Lífið 4. mars 2025 07:39
Daniil og Birnir í eina sæng „Birnir hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum,“ segir rapparinn og ungstirnið Daniil en hann og Birnir voru að senda frá sér lagið Hjörtu. Lagið er unnið í samvinnu við pródúsentinn Matthías Eyfjörð, sem er jafnframt litli bróðir íslensku stórstjörnunnar GDRN. Tónlist 3. mars 2025 16:00
Aukatónleikar Bryan Adams Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sena ákveðið að halda aukatónleika með Bryan Adams í Eldborg, Hörpu. Aukatónleikarnir fara fram daginn eftir hina tónleika, þriðjudaginn 22. apríl. Lífið 3. mars 2025 11:05
Angie Stone lést í bílslysi Bandaríska R&B söngkonan Angie Stone og meðlimur hip-hop þríeykisins The Sequence, er látin. Hún varð 63 ára. Tónlist 2. mars 2025 10:51
Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Svo virðist sem Mondo Duplantis sé fleira til lista lagt en að lyfta sér yfir stöng og vera bestur í heimi í því. Hann hefur nú sent frá sér sitt fyrsta lag. Sport 28. febrúar 2025 16:30
Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin og tilkynnt hefur verið um fyrstu tónlistarmennina sem verða meðal þeirra sem stíga munu á svið á hátíðinni í ár. Fram kom í Brennslunni í morgun að Aron Can muni stíga á svið auk Væb bræðra sem spila í fyrsta skiptið á útihátíðinni í ár. Lífið 28. febrúar 2025 11:51
„Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason, betur þekkur undir listamannsnafninu Háski, var að gefa út lagið Meira frelsi. Lagið sækir innblástur í lag af sama nafni sem sveitin Mercedez Club gerði ódauðlegt fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Tónlist 28. febrúar 2025 09:00
„Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Átak, félag fólks með þroskahömlun, frumsýndi í vikunni myndband með þeirra eigin endurgerð af laginu Hjálpum þeim. Lagið er hluti af vitundarvakningu um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28. febrúar 2025 07:03
Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis. Lífið 27. febrúar 2025 16:45
Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ísraelskur lagahöfundur hefur kvartað yfir meintum þjófnaði sigurvegara Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann krefst þess að lagið verði dæmt úr keppni eða að hann verði titlaður lagahöfundur. Flytjendur sigurlagsins segjast aldrei hafa heyrt lagið áður. Ísraelar hafa áður verið sakaðir um að stela lagi fyrir Eurovision. Lífið 25. febrúar 2025 19:51
Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa nú litið dagsins ljós. Tilkynnt var um tilnefningarnar á veitingahúsinu Jómfrúnni við Lækjargötu en staðurinn hlaut einmitt verðlaun fyrir tónlistarviðburð ársins í fyrra. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög og tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textagerð. Tónlist 25. febrúar 2025 16:48
Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025 verða kunngjörðar á veitingahúsinu Jómfrúnni upp úr kl. 16.00 í dag. Þá kemur það í ljós hvaða verkefni, einstaklingar og hópar það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hið gjöfula ár 2024. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög, tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textasmíðar. Tónlist 25. febrúar 2025 15:32