Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 24. október 2025 09:30 Í gær mælti ég fyrir tillögu okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Það er viðeigandi að málið sé sett á dagskrá þingsins nú þegar algjör neyð ríkir í málefnum fólks með vímuefnavanda. Og ráðherra málaflokksins og ríkisstjórnin virðast ráðalaus. Enginn getur verið ósnortinn af umfjöllun foreldra sem hafa stigið fram að undanförnu með harmsögur um veikindi og jafnvel dauðsföll barna með fíknisjúkdóma. Mæðgin sem stigu fram og bentu á að biðlistar eftir meðferðarúrræðum væru dauðalistar. Faðir sem missti unga syni sína með 12 klukkustunda millibili. Mæður sem ferðast hinu megin á hnöttinn til að fá viðeigandi aðstoð fyrir drengina sína. Ef við bregðumst ekki við núna, hvenær þá? Alltof mörg dauðsföll Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir og bið eftir heilbrigðisþjónustu getur verið dauðadómur. Meðan sjúklingarnir bíða eftir að fá viðeigandi þjónustu er gífurlegt álag á aðstandendum þeirra og fjölskyldum með tilheyrandi afleiðingum og kostnaði fyrir samfélagið. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að heilbrigðisráðherra láti greina þá hópa sem ekki fá viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Nauðsynlegt er að mismunandi sjúklingahópar verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Þessi vinna sem við leggjum til fer vel samhliða annarri vinnu sem á sér þegar stað á vegum heilbrigðisyfirvalda. Við vöktum þó athygli á því í umræðunni að á meðan starfshópar rýna í tölur og við skrifum skýrslur, eru biðlistar eftir meðferðarúrræðum langir og neyðin mikil. Og á þessum biðlistum deyja alltof margir allt of snemma. Vímuefnavandinn snertir alla Það hlýtur öllum að vera það ljóst að fólki sem glímir við vímuefnavanda er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Það er í hrópandi mótsögn við þá mikilvægu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Við þekkjum öll einhverja sem þjást vegna vímuefnavanda, hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur þeirra. Drifkraftur minn er ekki síst andlát systur minnar sem lést alltof ung úr fíknisjúkdómi. Tillagan er því lögð fram í minningu hennar. Hún er einnig lögð fram fyrir fjölskylduna mína og allar fjölskyldur sem þjást vegna fíknisjúkdóma. Því fíkn er fjölskyldusjúkdómur. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þessa stöðu. Það er kominn tími á viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég fyrir tillögu okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Það er viðeigandi að málið sé sett á dagskrá þingsins nú þegar algjör neyð ríkir í málefnum fólks með vímuefnavanda. Og ráðherra málaflokksins og ríkisstjórnin virðast ráðalaus. Enginn getur verið ósnortinn af umfjöllun foreldra sem hafa stigið fram að undanförnu með harmsögur um veikindi og jafnvel dauðsföll barna með fíknisjúkdóma. Mæðgin sem stigu fram og bentu á að biðlistar eftir meðferðarúrræðum væru dauðalistar. Faðir sem missti unga syni sína með 12 klukkustunda millibili. Mæður sem ferðast hinu megin á hnöttinn til að fá viðeigandi aðstoð fyrir drengina sína. Ef við bregðumst ekki við núna, hvenær þá? Alltof mörg dauðsföll Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir og bið eftir heilbrigðisþjónustu getur verið dauðadómur. Meðan sjúklingarnir bíða eftir að fá viðeigandi þjónustu er gífurlegt álag á aðstandendum þeirra og fjölskyldum með tilheyrandi afleiðingum og kostnaði fyrir samfélagið. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að heilbrigðisráðherra láti greina þá hópa sem ekki fá viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Nauðsynlegt er að mismunandi sjúklingahópar verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Þessi vinna sem við leggjum til fer vel samhliða annarri vinnu sem á sér þegar stað á vegum heilbrigðisyfirvalda. Við vöktum þó athygli á því í umræðunni að á meðan starfshópar rýna í tölur og við skrifum skýrslur, eru biðlistar eftir meðferðarúrræðum langir og neyðin mikil. Og á þessum biðlistum deyja alltof margir allt of snemma. Vímuefnavandinn snertir alla Það hlýtur öllum að vera það ljóst að fólki sem glímir við vímuefnavanda er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Það er í hrópandi mótsögn við þá mikilvægu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Við þekkjum öll einhverja sem þjást vegna vímuefnavanda, hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur þeirra. Drifkraftur minn er ekki síst andlát systur minnar sem lést alltof ung úr fíknisjúkdómi. Tillagan er því lögð fram í minningu hennar. Hún er einnig lögð fram fyrir fjölskylduna mína og allar fjölskyldur sem þjást vegna fíknisjúkdóma. Því fíkn er fjölskyldusjúkdómur. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þessa stöðu. Það er kominn tími á viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar