Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Grateful Dead-söngkona látin

Bandaríska söngkonan Donna Jean Godchaux-MacKay, sem var um árabil söngkona í sveitinni Grateful Dead, er látin, 78 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Leik­konan Diane Ladd er látin

Leikkonan Diane Ladd er látin. Hún var 89 ára gömul og lést á heimili sínu í Kaliforníu í gær samkvæmt yfirlýsingu frá dóttur hennar, leikkonunni Lauru Dern til Hollywood Reporter.

Lífið
Fréttamynd

Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun

Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján?

Menning
Fréttamynd

Klæddi sig upp sem hjá­kona eigin­mannsins

Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

RÚV brýtur á börnum

Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­stýrir kærastanum í stærsta harm­leik sögunnar

Það þarf bæði hugrekki og dálítinn skammt af brjáluðu sjálfstrausti til að takast á við stærsta harmleik sögunnar — og láta hann tala við samtímann. Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri gerir það í nýrri uppsetningu á Hamlet sem frumsýnd var í Borgarleikhúsið síðastliðið föstudagskvöld - þar sem hún teygir leikhúsformið, blandar götumáli við ljóðamál og spyr: Hvað þýðir „að vera eða ekki vera“ árið 2025?

Lífið
Fréttamynd

Tchéky Karyo látinn

Tyrkneski leikarinn Tchéky Karyo er látinn 72 ára að aldri. Fjölskylda Karyo greinir frá andláti hans, en banamein hans mun hafa verið krabbamein.

Lífið
Fréttamynd

Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í saman­burði við margt annað

Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað.

Neytendur
Fréttamynd

Sam­keppnin í New York minnti á X-Factor keppni

„Mér finnst ekki spennandi að gera eitthvað sem öllum finnst fínt,“ segir myndlistarmaðurinn Arngrímur Sigurðsson sem skapar ævintýraheima á striganum og hefur selt verk sín um allan heim. Arngrímur ræddi við blaðamann um ógleymanleg árin í New York, listina, sveitalífið og tilveruna.

Menning
Fréttamynd

Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast

Hrekkjavaka hefur á síðustu árum orðið gríðarvinsæl hátíð hérlendis og margir á leið í búningapartý í kvöld. Vanda þarf þó búningavalið því sumir búningar þykja óviðeigandi, ósæmilegir eða hreinlega særandi.

Menning
Fréttamynd

„Lé­legur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“

Nýjasta plata Jóhanns Kristófers Stefánssonar, Joey 3, kom út á miðnætti. Jóhann segir óumflýjanlegt að taka persónulegar hræringar í einkalífinu inn í tónlistina. Hann vill með plötunni reyna að brúa bilið sem hefur myndast milli ólíkra hópa í núverandi menningarástandi. Til marks um það lýsir óvænt nafn veginn á plötunni.

Tónlist