Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Það var líf og fjör í Eldborg um helgina þegar Stuðmenn héldu tvenna tónleika við gríðarlegan fögnuð aðdáenda. Tilefnið var fimmtíu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Sumar á Sýrlandi, og enginn tónleikagestur fór heim ósnortinn eftir dásamlegan flutning Egils, Valgeirs og Sigga Bjólu á laginu Í bláum skugga. Tónlist 18.11.2025 20:02
Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð. Tíska og hönnun 18.11.2025 15:10
Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tvíburasysturnar Alice og Ellen Kessler, sem urðu heimsfrægir dansarar á sjötta og sjöunda áratugnum, eru látnar, 89 ára að aldri. Þær tóku sameiginlega ákvörðun um að þiggja dánaraðstoð. Lífið 18.11.2025 11:05
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. Innlent 17. nóvember 2025 15:13
Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. Innlent 17. nóvember 2025 14:31
Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Framleiðslurisinn Sony hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á hinum vinsælu kínversku Labubu-fígúrum. Verkefnið er enn á byrjunarstigi og óljóst hvenær myndin verður frumsýnd. Lífið 17. nóvember 2025 12:58
Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Það var líf og fjör í Kringlubíói um helgina þegar rapparar, ofurskvísur, listamenn og áhrifavaldar komu saman á frumsýningu hjá Birni og Flóna. Tónlist 17. nóvember 2025 11:30
„Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir að tryggja þurfi að þeir sem flytjist hingað til lands og vilji setjast hér að geti lært íslensku. Við séum eftirbátar nágrannaþjóðanna hvað það varðar, og hér þurfi að setja meira fé í málaflokkinn og tryggja að nám í íslensku sem annað mál sé aðgengilegt nám. Innlent 16. nóvember 2025 23:20
Börn sækist í bækur á ensku Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við. Innlent 16. nóvember 2025 21:22
70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember. Innlent 16. nóvember 2025 20:05
Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali. Innlent 16. nóvember 2025 10:06
Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Innlent 15. nóvember 2025 23:39
Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug. Lífið 15. nóvember 2025 14:59
Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Ríkisútvarpinu hafa borist á annað hundrað lög til þátttöku í Söngvakeppninni í ár þótt enn liggi ekki fyrir hvort Ísland verði á meðal þátttökuþjóða í Eurovision í Vín. Fleiri lög hafa borist en í fyrra. Lífið 14. nóvember 2025 16:38
Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Meirihluti Nóbelsnefndarinnar árið 1955 mælti með sem fyrsta valkosti að bókmenntaverðlaununum yrði deilt milli íslensku rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Í lokaatkvæðagreiðslu innan akademíunnar varð niðurstaðan hins vegar sú að Halldór skyldi einn fá verðlaunin. Menning 14. nóvember 2025 15:04
Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Forsvarsmenn þriggja af stærstu skemmtanaafurðafyrirtækjum Bandaríkjanna eru sagðir undirbúa kauptilboð í Warner Bros. Discovery. Fresturinn til að leggja fram tilboð í félagið rennur út þann 20. nóvember en stjórn Warner lýsti því yfir að félagið væri til sölu í heild sinni en einnig væri unnið að því að skipta því upp í tvo hluta. Viðskipti erlent 14. nóvember 2025 12:05
Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal segir það flóknasta við gerð annarrar seríu af Bannað að hlæja hafi verið að velja þá fimm sem sitja saman við borðið hverju sinni. Hann segir orðróm um að einn þáttur í nýju seríunni hafi verið klipptur extra mikið vera runninn undan rifjum Dóra DNA. Lífið 14. nóvember 2025 12:01
Æstur aðdáandi óð í Grande Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði. Bíó og sjónvarp 14. nóvember 2025 10:50
Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Niðurstöður úr nýrri lestrarkönnun, meðal Íslendinga 18 ára og eldri, sýna að þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa og/eða hlusta á bækur. Heildartíminn sem fólk ver í lestur hefur minnkað síðustu ár. Fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur en áður, fleiri karlar en konur. Innlent 14. nóvember 2025 07:03
Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. Menning 14. nóvember 2025 07:02
Helgi Pétursson er látinn Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri. Innlent 14. nóvember 2025 06:27
Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Það var rífandi stemning á Gauknum á Iceland Airwaves-hátíðinni síðastliðna helgi þegar tónlistarkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, betur þekkt sem Inki, steig á svið, „aðeins“ 39 vikna ólétt. Hún naut sín í botn en ætlar þó ekki að gera lítið úr því að undirbúningurinn var þyngri en vanalega. Tónlist 13. nóvember 2025 20:01
„Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Að vera eða ekki vera er spurning sem hefur vissulega staðist tímans tönn enda hluti eins rómaðasta harmleiks allra tíma. Lífið 13. nóvember 2025 14:02
Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Höfundar lesa upp úr bókum sínum í kvöld í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39. Upplesturinn verður í beinni hér á Vísi og hefst útsending klukkan 20. Lífið samstarf 13. nóvember 2025 12:07