„Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Að vera eða ekki vera er spurning sem hefur vissulega staðist tímans tönn enda hluti eins rómaðasta harmleiks allra tíma. Lífið 13.11.2025 14:02
Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Höfundar lesa upp úr bókum sínum í kvöld í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39. Upplesturinn verður í beinni hér á Vísi og hefst útsending klukkan 20. Lífið samstarf 13.11.2025 12:07
Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Hvernig dettur maður niður stiga? Grínistinn Kjartan Logi lærði það sem partýtrikk á unglingsaldri og nýtti svo á dögunum við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið „Taking My Time“ með Flesh Machine. Hann er blár og marinn á rassinum eftir ótal föll en telur það hafa verið þess virði. Lífið 13.11.2025 11:04
Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Dansverkið Flóðreka var frumsýnt síðastliðinn laugardag á nýja sviði Borgarleikhússins. Glæsilegustu listdansarar þjóðarinnar létu sig ekki vanta og fylgdust með sýningunni af aðdáun. Menning 12. nóvember 2025 13:29
Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Rithöfundasamband Íslands krefst þess að mennta- og barnamálaráðuneytið slíti samtarfi sínu við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Fyrirtækið hefur notað milljónir bóka til að þjálfa gervigreindina án leyfi höfundanna. Innlent 12. nóvember 2025 12:45
Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Veitingastaðurinn Saffran auglýsti nýverið eftir starfsfólki en í auglýsingunni var gerð krafa um betri kunnáttu í ensku en íslensku. Innt eftir svörum um þessar áherslur gekkst Saffran við því að um mistök væri að ræða og leiðréttu auglýsinguna. Menning 12. nóvember 2025 12:16
Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Magnús Ragnarsson, leikari og fyrrverandi framkvæmdastjóri, var kjörinn nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur á fjölmennum aðalfundi sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Menning 12. nóvember 2025 07:36
Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Einn af grínstjórunum sem standa að Grínkjallaranum einu sinni í viku líkir sjálfum sér við sebrahest umkringdan ljónum, enda eini gamli hnakkinn í hópnum á meðan allir hinir uppistandararnir gengu í MH. Hann segir það alvöru hark að standa fyrir gríni og glensi einu sinni í viku en segir hópinn hinsvegar vera þann eina rétta til þess að standa í slíkum stórræðum. Lífið 11. nóvember 2025 20:00
Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Það var töfrandi stemning í SkyLagoon síðastliðinn miðvikudag þegar baðlónið tók forskot á sæluna með tónleikum í samvinnu með Airwaves hátíðina. Una Torfa flutti töfrandi tóna fyrir tónleikagesti sem allir klæddust baðsloppum og nutu í botn. Tónlist 11. nóvember 2025 17:01
Leikkonan Sally Kirkland er látin Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul. Lífið 11. nóvember 2025 14:29
Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Bardólarnir eru aftur komnir á kreik. Þeir, harðkjarna aðdáendur Shakespeare, misskilja hlutverk leikstjórans og þar með sambandið milli hefða og hæfileika. Samkvæmt þeim ætti leikstjórinn að beygja sig fyrir þeim dauðu og leyfa textanum að tala sínu máli. Skoðun 11. nóvember 2025 13:00
Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson frumsýnir á Vísi í dag tónlistarmyndband við lagið „Hafið eða fjöllin“ sem Sverrir Bergmann syngur. Útgáfa þeirra félaga er sérstaklega áhrifamikil yfir myndefni af samheldnum Grindvíkingum og áhrifum jarðhræringanna á Grindavíkurbæ. Tónlist 11. nóvember 2025 10:37
Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður. Gagnrýni 11. nóvember 2025 07:01
Fellaskóli vann Skrekk Fellaskóli vann Skrekk 2025, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Atriði nemendanna fjallaði um pressu sem fylgir því að upplifa væntingar annarra. Lífið 10. nóvember 2025 22:29
Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Á fallegu listaheimili við Vesturgötu í Reykjavík búa þau Kara Hergils, framleiðandi hjá Íslenska dansflokknum, og eiginmaður hennar, Owen Fiene, ljósmyndari og leikmunastjóri, ásamt börnum sínum tveimur. Lífið 10. nóvember 2025 20:02
Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Leikarinn Jeremy Renner hefur hótað kvikmyndagerðarkonunni Yi Zhou með lögsókn. Ástæðan er ásakanir Zhou um að Renner hafi sent henni óumbeðnar dónamyndir og hótað því að siga landamæraeftirlitinu á hana. Renner segir þveröfugt farið, hún hafi herjað á hann og sent honum urmul óviðeigandi skilaboða. Bíó og sjónvarp 10. nóvember 2025 11:31
Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Síðasta sýning í Sambíóunum Álfabakka verður 31. janúar næstkomandi. Sam-félagið, sem rekur Sambíóin, mun þó halda rekstri kvikmyndahúsanna áfram af fullum krafti bæði í Kringlunni og Egilshöll, sem og á Akureyri. Viðskipti innlent 10. nóvember 2025 11:11
Sópa til sín verðlaunum um heim allan Sænsk-íslenska stuttmyndin O (Hringur) hlaut verðlaun á 33. Alter-native kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu um helgina. Um er að ræða nítjándu verðlaunin sem myndin hlýtur á alþjóðlegri kvikmyndahátíð. Bíó og sjónvarp 9. nóvember 2025 13:49
„Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Tónskáld og poppsérfræðingur segir það risastóra viðurkenningu fyrir tónlistarkonuna Laufeyju Lin að fá tilnefningu fyrir poppplötu ársins ári eftir að hún sigraði í sama flokki Grammy-verðlaunanna. Með þessu festi Laufey sig í sessi á stjörnuhimninum í tónlistarlífi utan landsteinanna. Lífið 8. nóvember 2025 22:47
Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Strákarnir sem léku aðalhlutverkin í kvikmyndinni Benjamín dúfu – þeir Sturla Sighvatsson, Gunnar Atli Cauthery, Sigfús Sturluson og Hjörleifur Björnsson – hittust í Smárabíói í kvöld þegar kvikmyndin var tekin til sýninga á ný, þrjátíu árum eftir frumsýningu árið 1995. Lífið 8. nóvember 2025 21:00
Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Hjónin Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka eru handhafar menningarverðlaun Árborgar fyrir árið í ár, en þau hafa á undanförnum áratugum auðgað menningarlíf í sveitarfélaginu svo sómi er að. Þau eru líka ný búin að gefa um bók um „Horfin hús á Eyrarbakka og þróun byggðarinnar frá 1878 til 1960”. Innlent 8. nóvember 2025 13:04
Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki heðfbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífu sína A Matter of Time. Í flokknum etur hún kappi við poppgoðsagnir á borð við Elton John, Lady Gaga og Börbru Streisand. Lífið 7. nóvember 2025 17:53
Algjör óvissa með Söngvakeppnina Enn er óvissa hvað verður um Söngvakeppni Ríkisútvarpsins og frestur um að senda inn lög er enn í gildi. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvenær sá frestur rennur út en skipuleggjendur eru að sögn að skoða málið. Það ætti að skýrast á næstu dögum. Lífið 7. nóvember 2025 13:54
Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld „Ef það er ekki tilefni til að segja, þetta getur ekki klikkað, þá veit ég ekki hvenær það er tilefni til þess. Þetta verður bullandi fjör og mikið stuð,“ segir Benedikt Valsson, einn af þáttastjórnendum skemmtiþáttarins Gott kvöld sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni Sýn í næstu viku. Lífið 7. nóvember 2025 11:52