Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði því í nótt að forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, hefðu tekið þá ákvörðun að hætta að sýna þátt Jimmy Kimmel í óákveðinn tíma, eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina. Erlent 18.9.2025 10:13
Kynlífsmyndband í Ásmundarsal „Ég er svo glaður að vera kominn aftur til Reykjavíkur. Það er ótrúlega verðmætt að fá að vera með sýningu hérna heima,“ segir listamaðurinn Viðar Logi Kristinsson sem hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk undanfarin ár. Hann og kærastinn hans Miles Greenberg eru að opna sýninguna s*x tape. Lífið 18.9.2025 07:31
Er Lína Langsokkur woke? Leikhúsveturinn hófst af krafti í Þjóðleikhúsinu um helgina með frumsýningu á Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren. Þetta er klassísk barnasýning í fremur hefðbundinni uppfærslu sem ætti að kæta og gleðja bæði börn og fullorðna. Söguna um Línu þekkja flestir vel og er henni fylgt samviskusamlega án þess að verið sé að breyta eða nútímavæða hlutina – sem er gott því auðvelt væri að nýta sér persónu eins og Línu í þeim átökum og klofningi sem einkenna umræðuna á okkar tímum. Gagnrýni 18.9.2025 07:03
„Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Þættirnir Brjánn hófu göngu sína á Sýn á sunnudagskvöldið. Þættirnir fjalla um eilífðarunglinginn Brján, sem hefur enga reynslu af þjálfarastörfum, nema í Football Manager, en hann fær tækifærið sem þjálfari liðsins. Þróttur hefur staðið sig sérstaklega illa á tímabilinu í þáttunum og á Brjánn að redda málunum. Lífið 17. september 2025 11:02
Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni „Tónlistin er svo seiðandi og það er svo sterk kynorka í þessu sem hjálpar held ég án efa í meðgöngunni. Ég held að ég taki þetta með mér alla leið inn á fæðingardeild bara,“ segir hin kasólétta kammeróperusöngkona Kristín Sveinsdóttir, sem er að setja upp útfærslu af sögulegu óperunni Carmen og að fara að eignast barn á allra næstu dögum. Menning 17. september 2025 07:01
Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Leikarinn Ice Cube lýsir því hvernig var að leika í sæfæ-tryllinum Innrásinni frá Mars í miðjum Covid-faraldri þar sem hann var algjörlega einangraður án meðleikara og leikstjóra með sér á tökustað. Bíó og sjónvarp 16. september 2025 16:23
Heklaði á sig forsýningarkjólinn „Ég í raun gekk frá síðustu saumum rétt áður en ég mætti niður í Háskólabíó, ákveðinn stemning í því,“ segir leikkonan Hera Hilmar sem mætti á forsýningu Reykjavík Fusion í splunkunýjum kjól sem hún byrjaði að hekla í tökum í Búdapest í sumar. Tíska og hönnun 16. september 2025 14:04
Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Splunkuný rödd reið röftum í íslensku tónlistarsenunni í sumar og kom eins og stormsveipur inn í bransann með plötu og lögum þar sem er rappað og sungið hispurslaust um ofbeldismenn, kynlíf, kúreka, oxy fráhvörf, kók línur inn á klósetti og edrúmennsku án þess að skafað sé af því. Lífið 16. september 2025 14:02
„Án djóks besta kvöld lífs míns“ Það vakti gríðarlega athygli þegar samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, skellti sér á Drake tónleika í Berlín um helgina með góðum vinum. Kanadíski rapparinn heimsfrægi greip brjóstahaldara frá henni og endurbirti myndband frá henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Blaðamaður ræddi við Guggu um tónleikana. Lífið 16. september 2025 12:33
Robert Redford er látinn Bandaríski stórleikarinn og leikstjórinn Robert Redford er látinn, 89 ára að aldri. Lífið 16. september 2025 12:18
Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. Lífið 16. september 2025 11:24
Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Framleiðslufyrirtækið Glassriver hefur keypt réttinn að bókaseríunni um rannsóknarlögreglumanninn Konráð eftir Arnald Indriðason og hyggst aðlaga hana að sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 16. september 2025 11:19
Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Laufey Lín syngur á íslensku í nýju lagi en notar framsöguhátt þar sem viðtengingarháttur ætti að vera. Málfræðingur segir það ekki koma á óvart, viðtengingarháttur hafi lengi verið á undanhaldi og eigi á hættu að deyja út. Þróunin sjáist skýrt í fréttum, útvarpi og tali ungs fólks. Menning 16. september 2025 08:50
„Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Ólafur Sveinsson hefur síðustu ár unnið að heimildarmynd um Ómar Ragnarsson. Hann segir ómögulegt að ná utan um atburðaríka ævi Ómars í einni mynd en hún fjallar um umbrotatíma í lífi Ómars í kringum virkjun Kárahnjúka og stofnun Íslandshreyfingarinnar Lífið 16. september 2025 07:17
Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Kammerkórinn Cantoque Ensemble flutti átta kórverk eftir Arvo Pärt í Kristskirkju í Landakoti fimmtudaginn 11. september. Gagnrýni 16. september 2025 07:02
Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Þrisvar hefur verið brotist inn hjá landsþekktum myndlistarmanni sem segir að nú sé endanlega búið að spilla vinnurýminu fyrir honum. Í hvert skipti voru listaverk hans látin vera og segir hann liggja við að hann taki því persónulega. Innlent 15. september 2025 22:01
Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á fimmtíu sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið. Menning 15. september 2025 20:05
Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld þegar einleikurinn Ífigenía í Ásbrú var frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins fyrir fullum sal áhorfenda. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói allan síðasta vetur. Lífið 15. september 2025 19:05
„Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Hollywood-stjörnur flykktust á Emmy-verðlaunahátíðina í nótt en ein þeirra sem komst ekki var kólumbíska stjaran Sofia Vergara. Ástæðan var svæsin augnsýking. Lífið 15. september 2025 16:56
Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Það var fullt út úr dyrum í Ásmundarsal í síðustu viku þegar hópur sviðslistamanna setti upp gamanverkið Rómantísk gamanmynd. Húsfyllir var á öllum sýningum og vegna mikillar eftirspurnar var bætt við miðnætursýningu. Menning 15. september 2025 16:00
Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Erlent 15. september 2025 13:04
Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Dramaþáttaröðin Adolescence kom, sá og sigraði á Emmy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar sem hún hlaut sex verðlaun. Lífið 15. september 2025 06:58
Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Brotist var inn í vinnustofu myndlistarmannsins Péturs Gauts á Snorrabraut í Reykjavík um helgina. Gítar, hátalara, nótnastatíf, hljóðnemi og fartölva var á meðal þess sem stolið var. Innlent 14. september 2025 22:35
Stebbi í Lúdó látinn Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Innlent 13. september 2025 10:37