Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Formleg hátíðardagskrá Dags íslenskrar tónlistar fór fram í Hörpu í dag þar sem tónlistaraðildarfélögin STEF og SFH nýttu tækifærið og veittu viðurkenningar þeim einstaklingum og/eða hópum sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í þágu íslensks tónlistarlífs á síðustu misserum. Tónlist 1.12.2025 18:03
Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Í dag 1. desember klukkan 17:00 fer fram formleg dagskrá Dags íslenskrar tónlistar í Hörpu. Þá kemur í ljós hvaða einstaklingar eða hópar munu hljóta viðurkenningar ársins, auk þess sem flutt verða hátíðleg skemmti- og tónlistaratriði í takt við daginn. Hægt er að horfa á hátíðina í beinu streymi hér fyrir neðan. Tónlist 1.12.2025 16:48
Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Gugga í gúmmíbát kíkti á Herrakvöld á Suðurnesjum þar sem hún bauð upp notaðan brjóstahaldara áður en hún fór niður í bæ til að komast að því skrítnasta sem fólk hafði séð á djamminu. Menning 1.12.2025 16:32
Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Kortleggja á hvernig bæta megi aðstöðu til lifandi tónlistarflutning í Reykjavík og verður til þess skipaður spretthópur. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi menningar- og íþróttaráðs borgarinnar á föstudag. Innlent 1. desember 2025 10:27
Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur lagt til að undirbúningur verði hafinn að því að koma upp nýju systurverki Friðarsúlunnar í Viðey samkvæmt hugmyndum listakonunnar Yoko Ono. Innlent 1. desember 2025 08:25
MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn MTV, fyrsta sjónvarpsstöðin til að senda út tónlist allan sólarhringinn, ætlar að hætta að senda út tónlistarmyndböndin allan sólarhringinn. Breytingin tekur gildi um áramótin en þá verður einnig öllum alþjóðlegu sjónvarpsstöðvunum lokað. Lífið 30. nóvember 2025 12:39
Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Tom Stoppard, eitt þekktasta leikskáld Bretlands, er látinn 88 ára að aldri. Stoppard vann til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar Shakespeare In Love. Erlent 29. nóvember 2025 23:46
Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu „Það er gríðarleg gróska en rosalega mikil samkeppni líka,“ segir myndlistarmaðurinn Halldór Kristjánsson sem hefur upplifað mörg ævintýrin á sínum ferli. Halldór, sem er fæddur árið 1992, byrjaði árið að búa hjá og læra af norskri raunveruleikastjörnu og myndlistargoðsögn og fékk mikinn innblástur þar. Menning 29. nóvember 2025 07:00
Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Aflima þurfti fótlegg írsku leikkonunnar Ruth Codd sex árum eftir að fyrri fótleggur hennar var aflimaður. Notkun hækja eftir fyrri aflimunina leiddi til þess að taka þurfti allar tærnar af eftirstandandi fætinum. Codd ákvað því í samráði við lækna að taka fótinn alveg af. Lífið 28. nóvember 2025 16:24
Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Kvikmyndir hafa verið líf mitt og yndi alla tíð. Ég var ekki nema þriggja ára gamall þegar mér var rúllað í barnakerru inn í Nýja bíó í Keflavík árið 1968 til að horfa á mína fyrstu kvikmynd,“ segir Björn Árnason framkvæmda- og fjármálastjóri Sambíóanna. Lífið samstarf 28. nóvember 2025 15:35
Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Innlent 28. nóvember 2025 14:46
Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Staða kvikmyndagerðar á Íslandi var harðlega gagnrýnd á nýafstöðu Kvikmyndaþingi. Formaður Sambands íslenskra kvikmynfaframleiðenda sagði „frost í greininni“ og kallaði hann eftir skýrara regluverki á endurgreiðslum og aukinni fjárfestingu. Bíó og sjónvarp 28. nóvember 2025 14:36
„Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Rebekka Sif tekur bók Andra Snæs Magnasonar fyrir á menningarvefnum Lestrarklefinn. Hún hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 28. nóvember 2025 14:18
Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Það ríkir alltaf tilhlökkun meðal ungra lesenda þegar Gunnar Helgason gefur út nýja bók. Nýlega kom út hjá Forlaginu nýjasta bók Gunnars sem ber heitið Birtingur og símabannið mikla. Þar segir frá Birtingi sem á foreldra sem eru í uppeldisátaki og ætla að taka af honum símann yfir sumarið. Um leið banna þau honum að vera í tölvunni. Lífið samstarf 28. nóvember 2025 12:47
Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti? Menning 28. nóvember 2025 12:25
Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Grímuklæddir og óauðkenndir útsendarar innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna stöðvuðu Elaine Miles, bandaríska leikkonu, og neituðu að viðurkenna persónuskírteini frumbyggjaættbálks hennar. Dæmi eru um að frumbyggjar hafi verið handteknir í herferð Bandaríkjastjórnar gegn innflytjendum. Lífið 28. nóvember 2025 09:01
Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Daníel Bjarnason, tónskáld og tónlistarstjórnandi, var í risastóru hlutverki við gerð nýjustu plötu poppstjörnunnar Rosalíu, Lux. Þátttaka Daníels á plötunni kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og mátti hann ekki ræða hana við neinn í heilt ár. Lífið 27. nóvember 2025 15:03
Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Fjórða og síðasta Bókakonfekt ársins fer fram í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 í kvöld. Höfundar lesa upp úr verkum sínum og verður upplestrinum streymt beint hér á Vísi. Lífið samstarf 27. nóvember 2025 13:49
Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur samþykkt að dreifa Rush Hour 4 eftir meintan þrýsting frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Leikstjórinn Brett Ratner snýr aftur en honum var slaufað 2017 í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni en hann er nýbúinn að leikstýra heimildarmynd um forsetafrúnna, Melaniu Trump. Bíó og sjónvarp 27. nóvember 2025 11:05
Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Síðastliðinn sunnudag var stór dagur í Sambíóunum Kringlunni þegar frumsýning á hinni löngu beðnu Zootropolis 2 fór fram við mikla viðhöfn. Gestir streymdu í bíóið og skapaðist skemmtileg og lífleg stemning á meðan beðið var eftir að fá að sjá nýjustu ævintýri hetjanna frá Zootropolis. Lífið samstarf 27. nóvember 2025 10:52
Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Fyrir stuttu kom út hjá Forlaginu ný unglingabók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem ber nafnið Silfurgengið og er grípandi saga um vináttu og óvænt örlög. Brynhildur er afkastamikill og margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur en hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir endursagnir á Íslendingasögunum og hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar á Njálu, Eglu og Laxdælu. Lífið samstarf 27. nóvember 2025 09:10
Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Tökur standa yfir á nýrri leikinni sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Ljúfa líf sem gerist í lok áttunda áratugarins í Reykjavík en aðallega í Magaluf á Mallorca á Spáni. Tökur hafa staðið yfir hér á Íslandi meðal annars í Ármúla þar sem skemmtistaðurinn Hollywood var til húsa. Lífið 27. nóvember 2025 09:02
Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Stjórn Ríkisútvarpsins beinir þeim tilmælum til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að Ísrael verði vísað úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á næsta ári. Innlent 26. nóvember 2025 21:01
Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum. Lífið 26. nóvember 2025 14:52