Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Breski hjartaknúsarinn og leikarinn Callum Turner er sagður hafa blaðrað því út úr sér á fjölmörgum stöðum að hann hafi verið ráðinn til þess að leika breska njósnara hans hátignar, James Bond. Hann mun taka við keflinu af Daniel Craig sem lék njósnarann í síðustu mynd sem kom út 2021. Bíó og sjónvarp 7.1.2026 11:16
Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Leikarinn Mickey Rourke hefur mótmælt GoFundMe-fjáröflun sem var stofnuð handa honum í kjölfar fregna af því að henda ætti honum út úr leiguíbúð. Leigusali Rourke hefur stefnt leikaranum því hann skuldar sextíu þúsund dali (um 7,5 milljónir íslenskra króna) í ógreidda leigu. Lífið 6.1.2026 15:29
Béla Tarr er látinn Ungverski leikstjórinn Béla Tarr, sem er þekktastur fyrir myndirnar Sátántangó og Turin-hestinn, er látinn sjötíu ára að aldri. Bíó og sjónvarp 6.1.2026 14:51
Játaði ást sína á Jenner Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner. Bíó og sjónvarp 5. janúar 2026 11:59
Allt skal með varúð vinna Viðskiptavinir og unnendur Kvikmyndasafns Íslands hafa nú fengið þær upplýsingar frá menningarmálaráðuneytinu að fyrirhugað sé að sameina safnið Landsbókasafni – Þjóðarbókhlöðu, ásamt Hljóðbókasafni. Skoðun 5. janúar 2026 11:46
Goddur er látinn Listamaðurinn og hönnuðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, er látinn 70 ára að aldri. Goddur var líklega þekktasti listagagnrýnandi Íslands. Síðustu árum ævi sinnar varði hann í kennslu, þar sem hann starfaði sem rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands þar til hann fór á eftirlaun. Innlent 4. janúar 2026 11:33
Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Leikstjórar Áramótaskaupsins virðast litlar áhyggjur hafa af gagnrýni á opnunaratriði skaupsins og segja mikilvægt að áhorfendur hafi eitthvað til að kjamsa á, á nýársdag. Þeir segjast hafa verið búnir undir mun harðari gagnrýni en barst. Lífið 3. janúar 2026 15:21
Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2026 16:32
Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur tínt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra. Menning 2. janúar 2026 15:02
Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Lokaþáttur Stranger Things datt inn á Netflix eftir miðnætti á gamlársdag og vakti það athygli áhorfenda að lokaatriðið er tekið upp á Íslandi. Þar má sjá persónuna Eleven, leikna af Millie Bobby Brown, standa fyrir framan Háafoss og Granna í Þjórsárdal. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2026 11:25
Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Victoria Jones, fyrrverandi barnastjarna og dóttir bandaríska leikarans Tommy Lee Jones, fannst látin á hóteli í San Francisco aðfaranótt gærdagsins. Hún varð 34 ára. Lífið 2. janúar 2026 07:58
Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlistin er gríðarlega mikilvægur hluti af íslensku menningarlífi og síðastliðið ár var mjög gjöfult í íslenskri tónlistarsenu, hvað varðar bæði útgáfu og tónleikahald. Tónlist 1. janúar 2026 16:02
Isiah Whitlock Jr. látinn Bandaríski leikarinn Isiah Whitlock Jr. er látinn, 71 árs að aldri. Hann var þekktur fyrir eftirminnileg hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Wire, Veep og Your Honor, sem og fyrir leik sinn í fjölda kvikmynda með Spike Lee. Lífið 31. desember 2025 09:44
Heitustu lögin á FM árið 2025 Liðið ár var viðburðaríkt í tónlistarsenunni hérlendis og erlendis og má segja að rappið hafi svolítið tekið yfir í gróskumikilli útgáfu á Íslandi. Útvarpsstöðin FM957 afhjúpar hér hvaða hittarar standa efst á árinu sem er senn að líða og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að taka yfir efstu sætin. Tónlist 31. desember 2025 07:00
Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Húsfyllir var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á annan í jólum þegar jólasýning Þjóðleikhússins, gríski harmleikurinn Óresteia eftir Benedict Andrews, var frumsýnd. Ýmis þekkt nöfn létu sjá sig, Gísli Marteinn, Halla Tómasdóttir og Egill Ólafsson þar á meðal. Menning 30. desember 2025 17:04
Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi Frjálslynda lýðræðisflokksins, minnist frönsku leikkonunnar og dýraverndunarsinnans Brigitte Bardot, sem lést nú á dögunum, í færslu á Facebook. Þar minnist hann þess þegar hann, sem unglingur, leitaði kvikmyndastjörnunnar um frönsku rivíeruna. Lífið 30. desember 2025 16:32
Clooney orðinn franskur Hollywood-stjarnan George Clooney, eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, og börn þeirra, Alexander og Ella, eru orðin franskir ríkisborgarar. Lífið 30. desember 2025 14:17
Tekur yfir borgina á nýársdag Auglýsingahlé verður á yfir 550 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg frá 1. til 3. janúar 2026 þegar verkið Sólarhringur eftir Þórdísi Erlu Zoëga tekur yfir þá. Í verkinu breytast skjáir borgarrýmisins með birtu dagsins, taka mið af litbrigðum sólarljóssins og verða þannig að stafrænni sólarklukku. Menning 30. desember 2025 13:23
Græna gímaldið ljótast Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta. Menning 30. desember 2025 11:22
Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Brigitte Bardot heimsótti Ísland tvívegis með skömmu millibili árið 1977. Heimsóknirnar vöktu mikla athygli fjölmiðla hér á landi og var önnur þeirra kallað „leyniferðlag“ í Dagblaðinu. Um var að ræða tvær stuttar millilendingar á Reykjavíkurflugvelli þegar hún flaug frá heimalandi sínu, Frakklandi, til Nýfundnalands og svo til baka. Lífið 30. desember 2025 11:02
Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Leikarinn Idris Elba er meðal nafna á nýárslista Karls III Bretakonungs yfir þá sem hljóta riddaratign árið 2026. Elba hlýtur titilinn fyrir að vinna markvisst að því að draga úr hnífaburði ungmenna með samtökum sínum, Elba Hope Foundation. Lífið 30. desember 2025 10:04
Móðurmorð í blóðugu jólaboði Það er alltaf eftirvænting í loftinu á jólafrumsýningu Þjóðleikhússins. Þetta er ekki fjölskylduvænasta jólahefðin, hvorki fyrir áhorfendur né leikara. En sérstakt er það – að mæta í leikhúsið á annan í jólum, sumir komnir beint úr jólaboðum og gleyma sér í leikhúsinu. Jólasýningin í ár var Óresteia. Um fjögurra klukkutíma leikrit eftir Benedict Andrews byggt á blóðugri grískri tragedíu. Og hvað er jólalegra eða íslenskara en fjölskylduharmleikur á jólum? Hvorki leikrit eða leikstjórn Benedict Andrews olli mér vonbrigðum. Þetta var alvöru kjaftshögg á hátíð ljóss og friðar. Sýning sem lætur engan ósnortinn – þá sem treysta sér að mæta það er að segja. Gagnrýni 30. desember 2025 07:02
Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé hefur bæst á lista Forbes yfir milljarðamæringa, í Bandaríkjadölum talið. Miðillinn lýsti þessu yfir í dag. Viðskipti erlent 29. desember 2025 23:52
Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Það styttist óðum í hina árlegu Kryddsíld á gamlársdag þangað sem formenn flokkanna á Alþingi mæta til að gera upp árið. Þátturinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 14 og aðgengilegur öllum landsmönnum. Um er að ræða 35 ára afmæli þáttarins í sjónvarpi. Stiklan fyrir þáttinn í ár er komin í birtingu og má sjá neðst í fréttinni. Lífið 29. desember 2025 13:01