Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 18. nóvember 2025 13:01 Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Greiðslurnar hækka um 10.000 krónur á mánuði fyrir þau sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Fyrir tveggja manna heimili eru tekjumörkin um 8 milljónir króna á ári og hækka eftir því sem heimilisfólki fjölgar. Að hækka þennan stuðning er mikilvægt skref til að styðja betur við þau heimili sem bera þungan húsnæðiskostnað. Hvernig virkar húsnæðisstuðningur? Leigjendur sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað geta átt rétt á tvenns konar stuðningi: húsnæðisbótum frá ríkinu og sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélagi. Hjá Reykjavíkurborg gildir sú regla að leigjendur sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi fá 1.000 krónur í stuðning fyrir hverjar 1.000 krónur í húsnæðisbætur. Í sumum sveitarfélögum er stuðningurinn lægri, eða 900 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur frá ríkinu. Stuðningurinn hefur hingað til verið háður þaki. Í mesta lagi hefur verið hægt að fá 100.000 krónur á mánuði samanlagt í húsnæðisbætur og sérstakan stuðning. Með breytingum samstarfsflokkanna í borgarstjórn hækkar þetta þak í 110.000 krónur á mánuði og skilar þannig raunverulega auknum stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Rót vandans er hagnaðardrifinn leigumarkaður Leigjendur búa við alvarlega stöðu þar sem húsnæðiskostnaður er óbærilega hár og ógnar fjárhagslegu öryggi fjölda heimila. Úttektir sýna að leigjendur greiða jafnvel 70% eða meira af launum sínum í húsnæði. Húsnæði hefur verið fjármálavætt og litlar hömlur eru á leigusölum, sem geta dregið til sín óhóflegt fjármagn frá leigjendum. Skortur á regluverki og eftirliti hefur skapað aðstæður þar sem leigjendur eru berskjaldaðir gagnvart óhóflegum hækkunum og ótryggum leigusamningum. Afleiðingarnar eru skýrar Há húsaleiga þýðir að leigjendur þurfa að verja stærstum hluta tekna sinna í leigu. Lítið situr eftir til nauðsynja, svo sem matar, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Þegar stærsti hluti tekna fer í leigu er augljóst að ekki er hægt að spara og leigjendur festast margir hverjir í vítahring fjárhagslegs óöryggis. Hár húsnæðiskostnaður skapar ekki eingöngu fjárhagslegt álag, heldur einnig félagsleg vandamál sem skerða lífsgæði og framtíðarmöguleika fólks. Í samanburði við húseigendur eru leigjendur verr settir. Staða leigjenda í samanburði við húseigendur er slæm á marga mælikvarða. Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi. · Algengara er að leigjendur búi ekki í því hverfi eða á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa að búa á. · Algengara að þrengra sé um leigjendur samanborið við húseigendur. Hvað þarf að gera? Vandinn er hagnaðardrifinn og óregluvæddur leigumarkaður. Lausnin felst í því að breyta húsnæðisuppbyggingu þannig að hún tryggi heimili fyrir fólk, ekki fjárfestingareignir fyrir þau efnameiri. Ég tel mikilvægt að hið opinbera byggi raunverulega félagslegt leiguhúsnæði og legg áherslu á það í mínum störfum sem borgarfulltrúi. Jafnframt þurfa sveitarfélög að auka samvinnu við óhagnaðardrifna aðila líkt og verkalýðshreyfinguna, til að tryggja gott húsnæði á eðlilegu verði. Þar til slíkt raungerist þarf að mæta leigjendum þar sem þeir eru staddir. Hækkun á þaki húsnæðisstuðnings er liður í því. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn leggja til breytingar sem skila hærri fjárhagslegum stuðningi til leigjenda, sérstaklega til þeirra sem búa tvö eða fleiri saman, líkt og á við um barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Frá og með áramótum mun fjárhagslegur stuðningur hækka til þeirra leigjenda sem búa tveir eða fleiri saman og fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Greiðslurnar hækka um 10.000 krónur á mánuði fyrir þau sem eru undir tilteknum tekjumörkum. Fyrir tveggja manna heimili eru tekjumörkin um 8 milljónir króna á ári og hækka eftir því sem heimilisfólki fjölgar. Að hækka þennan stuðning er mikilvægt skref til að styðja betur við þau heimili sem bera þungan húsnæðiskostnað. Hvernig virkar húsnæðisstuðningur? Leigjendur sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað geta átt rétt á tvenns konar stuðningi: húsnæðisbótum frá ríkinu og sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélagi. Hjá Reykjavíkurborg gildir sú regla að leigjendur sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi fá 1.000 krónur í stuðning fyrir hverjar 1.000 krónur í húsnæðisbætur. Í sumum sveitarfélögum er stuðningurinn lægri, eða 900 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur frá ríkinu. Stuðningurinn hefur hingað til verið háður þaki. Í mesta lagi hefur verið hægt að fá 100.000 krónur á mánuði samanlagt í húsnæðisbætur og sérstakan stuðning. Með breytingum samstarfsflokkanna í borgarstjórn hækkar þetta þak í 110.000 krónur á mánuði og skilar þannig raunverulega auknum stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Rót vandans er hagnaðardrifinn leigumarkaður Leigjendur búa við alvarlega stöðu þar sem húsnæðiskostnaður er óbærilega hár og ógnar fjárhagslegu öryggi fjölda heimila. Úttektir sýna að leigjendur greiða jafnvel 70% eða meira af launum sínum í húsnæði. Húsnæði hefur verið fjármálavætt og litlar hömlur eru á leigusölum, sem geta dregið til sín óhóflegt fjármagn frá leigjendum. Skortur á regluverki og eftirliti hefur skapað aðstæður þar sem leigjendur eru berskjaldaðir gagnvart óhóflegum hækkunum og ótryggum leigusamningum. Afleiðingarnar eru skýrar Há húsaleiga þýðir að leigjendur þurfa að verja stærstum hluta tekna sinna í leigu. Lítið situr eftir til nauðsynja, svo sem matar, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Þegar stærsti hluti tekna fer í leigu er augljóst að ekki er hægt að spara og leigjendur festast margir hverjir í vítahring fjárhagslegs óöryggis. Hár húsnæðiskostnaður skapar ekki eingöngu fjárhagslegt álag, heldur einnig félagsleg vandamál sem skerða lífsgæði og framtíðarmöguleika fólks. Í samanburði við húseigendur eru leigjendur verr settir. Staða leigjenda í samanburði við húseigendur er slæm á marga mælikvarða. Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi. · Algengara er að leigjendur búi ekki í því hverfi eða á þeim stað sem þeir myndu helst kjósa að búa á. · Algengara að þrengra sé um leigjendur samanborið við húseigendur. Hvað þarf að gera? Vandinn er hagnaðardrifinn og óregluvæddur leigumarkaður. Lausnin felst í því að breyta húsnæðisuppbyggingu þannig að hún tryggi heimili fyrir fólk, ekki fjárfestingareignir fyrir þau efnameiri. Ég tel mikilvægt að hið opinbera byggi raunverulega félagslegt leiguhúsnæði og legg áherslu á það í mínum störfum sem borgarfulltrúi. Jafnframt þurfa sveitarfélög að auka samvinnu við óhagnaðardrifna aðila líkt og verkalýðshreyfinguna, til að tryggja gott húsnæði á eðlilegu verði. Þar til slíkt raungerist þarf að mæta leigjendum þar sem þeir eru staddir. Hækkun á þaki húsnæðisstuðnings er liður í því. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn leggja til breytingar sem skila hærri fjárhagslegum stuðningi til leigjenda, sérstaklega til þeirra sem búa tvö eða fleiri saman, líkt og á við um barnafjölskyldur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar