Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. október 2025 19:32 Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Landspítali vísar öllum krabbameinsgreindum þangað. Ljósið er ekki bara staður með kaffivél og brosandi starfsfólki – Ljósið er hluti af meðferðinni sjálfri. Auðvitað þarf að leysa rekstrarvanda Ljóssins með langtímasamningum en við megum aldrei missa sjónar af mikilvægi starfseminnar. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra var gerður þjónustusamningur við Ljósið til að tryggja rekstrarlegan og faglegan stöðugleika. Sá samningur rann út árið 2023 og hefur ekki verið endurnýjaður síðan. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Ljóssins séu einungis 283 milljónir króna sem er 247 milljónum undir raunverulegum rekstrarkostnaði og nærri 200 milljóna lægra en í fjárlögum þessa árs. Við þessu verður að bregðast! Samkvæmt nýlegri hagkvæmnisúttekt Ágústs Ólafs Ágústssonar skilar starfsemi Ljóssins ríkinu um einum milljarði króna í árlegan samfélagslegan ávinning. Hverja krónu sem ríkið leggur í Ljósið fáum við þrefalt til baka – í aukinni virkni, minni lyfja- og spítalakostnaði og betri lífsgæðum fólks. Við sem höfum unnið innan heilbrigðiskerfisins vitum að tölur segja ekki alla söguna. Það sem skiptir mestu máli eru áhrifin á líf fólks. Í Ljósinu hittir fólk sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð jafningja, lærir að endurheimta styrk og von, finnur sjálfstæði og tilgang að nýju. Ég þekki það af eigin raun – bæði sem krabbameinsgreind og sem aðstandandi. Ljósið er staður þar sem ljós kviknar aftur eftir myrkrið. Staður sem er fullur af hlýju og mannvirðingu. Tölum ekki um Ljósið sem „samtök úti í bæ“. Ljósið er hluti af heilbrigðisþjónustunni, hluti af ábyrgð ríkisins og hluti af þeirri mannvirðingu sem við sem samfélag sýnum þeim sem standa frammi fyrir einni erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að ganga í gegnum. Fjárlaganefnd sýndi í fyrra forystu þegar hún bætti 195 milljónum við framlögin til Ljóssins fyrir aðra umræðu fjárlaga. Nú þarf að sýna sömu forystu aftur – að standa með fólki, með fagmennsku og með lífinu sjálfu. Stöndum með Ljósinu! Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Heilbrigðismál Krabbamein Landspítalinn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Landspítali vísar öllum krabbameinsgreindum þangað. Ljósið er ekki bara staður með kaffivél og brosandi starfsfólki – Ljósið er hluti af meðferðinni sjálfri. Auðvitað þarf að leysa rekstrarvanda Ljóssins með langtímasamningum en við megum aldrei missa sjónar af mikilvægi starfseminnar. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra var gerður þjónustusamningur við Ljósið til að tryggja rekstrarlegan og faglegan stöðugleika. Sá samningur rann út árið 2023 og hefur ekki verið endurnýjaður síðan. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Ljóssins séu einungis 283 milljónir króna sem er 247 milljónum undir raunverulegum rekstrarkostnaði og nærri 200 milljóna lægra en í fjárlögum þessa árs. Við þessu verður að bregðast! Samkvæmt nýlegri hagkvæmnisúttekt Ágústs Ólafs Ágústssonar skilar starfsemi Ljóssins ríkinu um einum milljarði króna í árlegan samfélagslegan ávinning. Hverja krónu sem ríkið leggur í Ljósið fáum við þrefalt til baka – í aukinni virkni, minni lyfja- og spítalakostnaði og betri lífsgæðum fólks. Við sem höfum unnið innan heilbrigðiskerfisins vitum að tölur segja ekki alla söguna. Það sem skiptir mestu máli eru áhrifin á líf fólks. Í Ljósinu hittir fólk sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð jafningja, lærir að endurheimta styrk og von, finnur sjálfstæði og tilgang að nýju. Ég þekki það af eigin raun – bæði sem krabbameinsgreind og sem aðstandandi. Ljósið er staður þar sem ljós kviknar aftur eftir myrkrið. Staður sem er fullur af hlýju og mannvirðingu. Tölum ekki um Ljósið sem „samtök úti í bæ“. Ljósið er hluti af heilbrigðisþjónustunni, hluti af ábyrgð ríkisins og hluti af þeirri mannvirðingu sem við sem samfélag sýnum þeim sem standa frammi fyrir einni erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að ganga í gegnum. Fjárlaganefnd sýndi í fyrra forystu þegar hún bætti 195 milljónum við framlögin til Ljóssins fyrir aðra umræðu fjárlaga. Nú þarf að sýna sömu forystu aftur – að standa með fólki, með fagmennsku og með lífinu sjálfu. Stöndum með Ljósinu! Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun