Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. október 2025 19:32 Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Landspítali vísar öllum krabbameinsgreindum þangað. Ljósið er ekki bara staður með kaffivél og brosandi starfsfólki – Ljósið er hluti af meðferðinni sjálfri. Auðvitað þarf að leysa rekstrarvanda Ljóssins með langtímasamningum en við megum aldrei missa sjónar af mikilvægi starfseminnar. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra var gerður þjónustusamningur við Ljósið til að tryggja rekstrarlegan og faglegan stöðugleika. Sá samningur rann út árið 2023 og hefur ekki verið endurnýjaður síðan. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Ljóssins séu einungis 283 milljónir króna sem er 247 milljónum undir raunverulegum rekstrarkostnaði og nærri 200 milljóna lægra en í fjárlögum þessa árs. Við þessu verður að bregðast! Samkvæmt nýlegri hagkvæmnisúttekt Ágústs Ólafs Ágústssonar skilar starfsemi Ljóssins ríkinu um einum milljarði króna í árlegan samfélagslegan ávinning. Hverja krónu sem ríkið leggur í Ljósið fáum við þrefalt til baka – í aukinni virkni, minni lyfja- og spítalakostnaði og betri lífsgæðum fólks. Við sem höfum unnið innan heilbrigðiskerfisins vitum að tölur segja ekki alla söguna. Það sem skiptir mestu máli eru áhrifin á líf fólks. Í Ljósinu hittir fólk sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð jafningja, lærir að endurheimta styrk og von, finnur sjálfstæði og tilgang að nýju. Ég þekki það af eigin raun – bæði sem krabbameinsgreind og sem aðstandandi. Ljósið er staður þar sem ljós kviknar aftur eftir myrkrið. Staður sem er fullur af hlýju og mannvirðingu. Tölum ekki um Ljósið sem „samtök úti í bæ“. Ljósið er hluti af heilbrigðisþjónustunni, hluti af ábyrgð ríkisins og hluti af þeirri mannvirðingu sem við sem samfélag sýnum þeim sem standa frammi fyrir einni erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að ganga í gegnum. Fjárlaganefnd sýndi í fyrra forystu þegar hún bætti 195 milljónum við framlögin til Ljóssins fyrir aðra umræðu fjárlaga. Nú þarf að sýna sömu forystu aftur – að standa með fólki, með fagmennsku og með lífinu sjálfu. Stöndum með Ljósinu! Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Heilbrigðismál Krabbamein Landspítalinn Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Sjá meira
Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Landspítali vísar öllum krabbameinsgreindum þangað. Ljósið er ekki bara staður með kaffivél og brosandi starfsfólki – Ljósið er hluti af meðferðinni sjálfri. Auðvitað þarf að leysa rekstrarvanda Ljóssins með langtímasamningum en við megum aldrei missa sjónar af mikilvægi starfseminnar. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra var gerður þjónustusamningur við Ljósið til að tryggja rekstrarlegan og faglegan stöðugleika. Sá samningur rann út árið 2023 og hefur ekki verið endurnýjaður síðan. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Ljóssins séu einungis 283 milljónir króna sem er 247 milljónum undir raunverulegum rekstrarkostnaði og nærri 200 milljóna lægra en í fjárlögum þessa árs. Við þessu verður að bregðast! Samkvæmt nýlegri hagkvæmnisúttekt Ágústs Ólafs Ágústssonar skilar starfsemi Ljóssins ríkinu um einum milljarði króna í árlegan samfélagslegan ávinning. Hverja krónu sem ríkið leggur í Ljósið fáum við þrefalt til baka – í aukinni virkni, minni lyfja- og spítalakostnaði og betri lífsgæðum fólks. Við sem höfum unnið innan heilbrigðiskerfisins vitum að tölur segja ekki alla söguna. Það sem skiptir mestu máli eru áhrifin á líf fólks. Í Ljósinu hittir fólk sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð jafningja, lærir að endurheimta styrk og von, finnur sjálfstæði og tilgang að nýju. Ég þekki það af eigin raun – bæði sem krabbameinsgreind og sem aðstandandi. Ljósið er staður þar sem ljós kviknar aftur eftir myrkrið. Staður sem er fullur af hlýju og mannvirðingu. Tölum ekki um Ljósið sem „samtök úti í bæ“. Ljósið er hluti af heilbrigðisþjónustunni, hluti af ábyrgð ríkisins og hluti af þeirri mannvirðingu sem við sem samfélag sýnum þeim sem standa frammi fyrir einni erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að ganga í gegnum. Fjárlaganefnd sýndi í fyrra forystu þegar hún bætti 195 milljónum við framlögin til Ljóssins fyrir aðra umræðu fjárlaga. Nú þarf að sýna sömu forystu aftur – að standa með fólki, með fagmennsku og með lífinu sjálfu. Stöndum með Ljósinu! Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun