Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

„Þetta eru al­var­legir stunguáverkar“

Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Flugu frá Frakk­landi með tólf kíló af kókaíni

Tveir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið gripnir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli með samanlagt tólf kíló af kókaíni í farangri sínum. Lagt hefur verið hald á meira magn kókaíns á fimm mánuðum í ár en allt árið í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Fastir á Kefla­víkur­flug­velli í þrjá daga án út­skýringa

Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða.

Innlent
Fréttamynd

Reisa tuttugu bekki til minningar um Bryn­dísi Klöru

Í dag var afhjúpaður bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur við Salalaug í Kópavogi. Alls verða tuttugu bekkir reistir í sveitarfélaginu en verkefnið hlaut brautargengi í gegnum samráðsverkefnið „Okkar Kópavogur“.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem drukknaði við Örfirisey

Maðurinn sem drukknaði við Örfirisey í lok maí, eftir að hafa örmagnast á sjósundi, hét Michal Gabriš. Hann var frá Slóvakíu og varð aðeins 27 ára. Hann hafði nýlokið hringferð um Ísland á hlaupahjóli.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um í­kveikju á Hjarðar­haga

Umtalsvert magn bensíns fannst í sýnum sem tekin voru á vettvangi mannskæðs eldsvoða að Hjarðarhaga í Reykjavík. Tveir létust í brunanum og grunur er uppi um að kveikt hafi verið í.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynningum um nauðganir fjölgaði milli ára

142 tilkynningar um kynferðisbrot bárust lögreglu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það eru álíka margar tilkynningar og bárust lögreglu á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar fjölgaði tilkynningum um nauðganir.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga lög­reglu af á stolnum bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem reyndi af stinga lögreglu af á stolnum bíl í hverfi 105 í Reykjavík og ók hann meðal annars yfir grasbala til að reyna að koma sér undan.

Innlent