Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Miklar til­­finninga­­sveiflur sem tóku við“

    Elín Klara Þor­kels­dóttir var valin í úr­vals­lið HM í hand­bolta fyrst ís­lenskra kvenna á dögunum eftir frá­bæra frammi­stöðu með undir tuttugu ára lands­liði Ís­lands sem náði besta árangri ís­lensks kvenna­lands­liðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Ís­lands á mótinu ein­stakan. Per­sónu­leg frammi­staða Elínar, sem er leik­maður Hauka, á HM mun án efa varpa kast­ljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í at­vinnu­mennsku alveg strax.

    Handbolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Hin þaul­reynda Rut gengin í raðir silfur­liðs Hauka

    Hin þaulreynda Rut Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, er gengin í raðir Hauka í Olís-deildinni. Hún spilaði ekkert með KA/Þór á síðustu leiktíð vegna barneigna en hefur nú ákveðið að söðla um og mun spila í rauðu á komandi leiktíð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Landsliðskonum fjölgar hjá Val

    Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ég táraðist smá“

    Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum.

    Sport
    Fréttamynd

    Einar hættir með kvenna­lið Fram

    Einar Jónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fram en á leiktíðinni sem er senn á enda var hann þjálfari bæði karl- og kvennaliðs félagsins í Olís-deildunum í handboltanum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Við erum al­veg ró­leg“

    Valur sigraði í kvöld Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valskonum vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að hampa titlinum. Lokatölur í kvöld 22-30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Upp­gjör: Haukar - Valur 22-30 | Meistararnir í 2-0

    Valur vann í kvöld öruggan sigur á Haukum í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Lokatölur 22-30, í leik þar sem Valskonur sýndu mátt sinn og megin. Valur er því kominn í 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hrafn­hildur Anna til Stjörnunnar

    Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir hefur samið við Stjörnuna og mun ganga í raðir félagins þegar yfirstandandi tímabili í Olís-deild kvenna í handbolta lýkur. Hrafnhildur Anna skrifar undir tveggja ára samning í Garðabæ en hún kemur frá Íslandsmeisturum Vals.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Það var ekkert annað í hausnum á mér“

    „Ég var eiginlega að upplifa sama mómentið aftur. Ég bara tók boltann og ég var að fara að skora, það var ekkert annað í hausnum á mér,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigur á Fram í framlengdum leik.

    Handbolti