Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Víða vetrarfærð, Fjarðar­heiði lokuð og björgunar­sveitir að­stoða fólk í föstum bílum

Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað.

Innlent
Fréttamynd

Stormur eða hvass­viðri suðaustan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 metrum, hvassviðri eða stormi, suðaustantil í dag. Gera má ráð fyrir hviðum allt að 40 metrum á sekúndu við fjöll, hvassast austan Öræfa.

Veður
Fréttamynd

Varað við hálku á Hellis­heiði

Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi.

Innlent
Fréttamynd

Hæg­viðri og þoku­súld framan af degi

Í dag verður hæg suðvestlæg eða breytileg átt, en minnkandi suðvestanátt norðvestantil. Skýjað og víða dálítil súld á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað eystra.

Veður
Fréttamynd

Hæg breyti­leg átt og dá­lítil væta

Hæð er yfir bæði Grænlandi og Bretlandi og milli þeirra er hæðarhryggur, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Hann segir að líkt og gjarnan fylgi háum loftþrýstingi sé hægur vindur á landinu en suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu á bæði Vestfjörðum og Ströndum. Vestan- og sunnanlands blási röku lofti af hafi og því verður skýjað og víða súld þar, en norðan- og austantil er að mestu leyti léttskýjað.

Veður
Fréttamynd

Þurrt og bjart suð­austan til og stinning­skaldi í kortunum

Vestanáttin er ríkjandi um landið í dag, 8 til 15 metrar á sekúndu en hægari vindur þó sunnan heiða. Skýjað og dálítil væta samkvæmt veðurspá, en þurrt og bjart veður á suðaustanverðu landinu. Lægir síðdegis. Hiti í dag verður á bilinu 6 til 14 stig, hlýjast suðaustan til. Kaldi eða stinningskaldi er í kortunum norðvestanlands síðar í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Vindur fyrir norðan og rigning og þoku­súld vestan­lands

Í dag gengur í suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu um norðanvert landið en vindur verður mun hægari sunnan heiða samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Það má samkvæmt hugleiðingum búast við þokusúld eða rigningu, einkum vestanlands, en það verður þurrt og bjart austantil á landinu. Hiti verður líklega á bilinu átta til 16 stig, hlýjast eystra.

Veður
Fréttamynd

Tuttugu stig á nokkrum stöðum

Hitatölur náðu tuttugu stigum á nokkrum stöðum á Austurlandi í dag. Átta ár eru síðan hiti mældist rauf tuttugu gráða múrinn í október. 

Veður
Fréttamynd

Allt að 18 stig í dag

Í dag verður minnkandi suðvestanátt, 5-10 m/s síðdegis. Rigning eða þokusúld með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðausturlandi. Styttir upp norðan- og vestantil þegar líður á daginn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Allt að á­tján stig fyrir austan á morgun

Útlit er fyrir rigningu og þokusúld víða á landinu í dag, úrkomulítið á norðanverðu landinu framan af degi en rigning eftir hádegi. Á morgun verður minnkandi suðvestanátt, rigning með köflum en þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 10 - 18 stig, hlýjast fyrir austan.

Veður
Fréttamynd

Veðrið setur strik í reikninginn

Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey í kvöld hefur verið aflýst vegna mikils sjógangs og ölduhæðar á Faxaflóa. Hægt verður að fylgjast með tendrun hennar í beinu streymi.

Innlent
Fréttamynd

Fer að rigna og bætir í vind

Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi suðvestanátt, fimm til þrettán metrum á sekúndu eftir hádegi og fer þá að rigna, fyrst suðvestanlands. Það mun svo bæta í vind í kvöld og nótt.

Veður
Fréttamynd

Urðu fyrir sjóskvettu í beinni

Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á suður- og suðvesturhluta landsins. Varað er við mikilli ölduhæð og sjógangi við sjávarsíðuna. Meðan fréttamaður ræddi við veðurfræðing í beinni útsendingu gekk sjór yfir viðtalið. 

Veður
Fréttamynd

„Minnir á saltveðrið mikla“

Búast er við mikilli ölduhæð og sjógangi sem gæti valdið tjóni á suður- og suðvesturhluta landsins í dag. Veðurfræðingur segir veðrið minna á „saltveðrið mikla“ fyrir rúmum aldarfjórðungi og bendir fólki á að gera ráðstafanir. Gular viðvaranir eru í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Spá mikilli öldu­hæð við Faxa­flóa í vestan hvass­viðri

Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu, við Faxaflóa og með suðurströnd landsins vegna vestan hvassviðris eða storms. Spáð er mikilli ölduhæð við Faxaflóa eftir hádegi í dag og talsverðum áhlaðanda. Þar sem einnig er stórstreymt getur sjór gengið á land og valdið staðbundnu tjóni.

Veður
Fréttamynd

Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist

Snjór sést nú í Esjunni í fyrsta sinn í haust. Veðurfræðingur segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt, allajafna sé hvítur toppur Esjunnar fyrr á ferðinni. Svalara loft yfir höfuðborgarsvæðinu er væntanlegt næstu tvo daga en svo hlýnar aftur um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Hægur vindur og skúrir eða slyddu­él

Dálítil lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og verður áttin því suðvestlæg eða breytileg. Gera má ráð fyrir fremur hægum vindi og skúrum eða slydduéljum, en yfirleitt þurrt austanlands.

Veður