Veður

Veður


Fréttamynd

Skúrir víða um land og lægð nálgast

Útlit er fyrir fremur norðvestlæga átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu og hvassast syðst á landinu. Víða má gera ráð fyrir skúrum, en það verður að mestu bjart suðvestanlands.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

All­kröpp lægð á leiðinni til landsins

Allkröpp lægð er nú á leið til norðausturs milli Íslands og Færeyja og mun hún valda suðvestan hvassviðri í dag. Á Íslandi liggjum við þó í mun hægari norðanátt vestan lægðarmiðjunnar þar sem vindhraði verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu.

Veður
Fréttamynd

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Erlent
Fréttamynd

Skýjað og væta í flestum lands­hlutum

Í dag verður austlæg eða breytileg vindátt frá þremur til tíu metra sekúndu. Búast má við einhverri vætu í flestum landshlutum. Hlýjast verður á Vesturlandi þar sem hitinn gæti náð upp í fimmtán stig.

Veður
Fréttamynd

Á­fram hlýjast á Vestur­landi

Útlit er fyrir norðaustlægri átt og víða golu og rigningu með köflum. Úrkomuminna verður á Suður- og Vesturlandi. Áfram verður hlýjast á Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Hlýjast á Vestur­landi

Skammt suður af landinu er lægð sem er á leið til austurs. Austan og norðaustan stinningskaldi verður í dag auk úrkomu á köflum. Smáskúrir verða á suðvestur- og vesturhluta landsins. 

Veður
Fréttamynd

Hiti gæti náð sau­tján stigum suðaustan­til

­Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt í dag þar sem verður skýjað með köflum, lítilsháttar skúrir á víð og dreif og milt veður. Það verður heldur léttara yfir á suðaustanverðu landinu þar sem hiti getur náð að 17 stigum í dag þegar best lætur.

Veður
Fréttamynd

Bætir í úr­komu í kvöld

Smálægð nálgast nú landið úr suðvestri og má reikna með fremur hægri suðlægri átt í dag og víða skýjuðu veðri með stöku skúrum, einkum síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Rigning eða súld um landið allt

Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, hvassast við suðurströndina. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að grunn smálægð komi til landsins skammt norður af Húnaflóa. Það verður dálítil rigning eða súld um landið vestanvert og síðdegisskúrir austantil. Hiti verður á bilinu sjö til 16 stig, hlýjast fyrir austan.

Veður
Fréttamynd

Lægðar­drag yfir landinu

Fremur grunnt lægðardrag er yfir landinu í dag, þjóðhátíðardaginn. Áttin er vestlæg eða breytileg og víða hægur vindur, skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum. Milt er í veðri. 

Veður
Fréttamynd

Hiti að sex­tán stigum

Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til átta metrum á sekúndu. Reikna má með dálítilli væru norðvestantil og sömuleiðis á Suðausturlandi. Það verður skýjað að mestu og þurrt annars staðar, en sums staðar síðdegisskúrur í innsveitum norðaustanlands og á hálendinu.

Veður
Fréttamynd

Allt að tuttugu stiga hiti

Víða er sól í kortunum í dag og veðurfræðingar spá hita á bilinu tíu til tuttugu stig. Hlýjast verður á Suður- og Vesturlandi. 

Veður
Fréttamynd

Að á­tján stigum suðvestan­lands

Hæð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og áttin því norðaustlæg eða breytileg, víða gola eða kaldi og bjartviðri. Einhver lágský verða þó viðloðandi fram eftir morgni á Norður- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Fjögurra daga bongóblíða í vændum

Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur veðurfræðingur, segir fjögurra daga bongóblíðu í vændum á stærstum hluta landsins. Hann spáir þó blautum þjóðhátíðardegi en segir ekkert fast í hendi. 

Veður
Fréttamynd

Bjart og milt peysuveður

Bjart verður með köflum sunnan- og vestantil en búast má við lítilsháttar rigningu norðaustan- og austanlands. Lægð við Nýfundnaland heldur til norðausturs í átt að landinu og mun valda austlægari átt á morgun.

Veður
Fréttamynd

Glittir í endur­komu sumarsins

Það glittir í endann á því hreti sem hrellt hefur landann undanfarna daga. Eftir hlýjasta maí í manna minnum kyngdi niður snjó og trampólín tókust á loft um leið og júní bar að garði. Nú sér loks í ljósið að sögn veðurfræðings.

Veður