Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir nærri allt landið á morgun. Enn eru í gildi á miðhálendi og Suðausturlandi en í fyrramálið taka gildi nýjar viðvaranir alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðaustur- og Austurlandi. Veður 10.12.2025 10:59
Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Fjarðarheiði er nú lokuð vegna veðurs og þá er óvissustig á veginum milli Skaftafells og Jökulsárlóns í dag fram eftir degi. Innlent 10.12.2025 07:53
Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Kröpp lægð suður af Færeyjum er nú á hreyfingu norður og veldur hvassri norðaustanátt eða -stormi í dag. Veður 10.12.2025 07:08
Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Í nóvember mældist önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga. Rúmmál jökulsins hefur á 38 árum rýrnað úr um 200 rúmkílómetrum í um 165 rúmkílómetra, sem jafngildir um 17 prósenta minnkun. Flatarmálið hefur dregist saman um 15 prósent á sama tímabili og er nú komið niður fyrir 790 km2. Innlent 5. desember 2025 12:19
Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Víðáttumikil lægð suður af landinu og hæð yfir Grænlandi beina norðaustlægum áttum til landsins og verður víða strekkingur eða kaldi, en hægari vindur norðaustantil. Veður 5. desember 2025 07:01
Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Lægðir suður og suðvestur af landinu beina norðaustlægari átt til landsins þar sem víða má reikna með kalda eða strekkingi. Veður 4. desember 2025 07:08
Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Lægðasvæði suður og suðvestur af landinu beinir austlægari átt að landinu í dag með allhvössum vindi syðst á landinu en hægari annars staðar. Veður 3. desember 2025 07:08
Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Djúpa lægðin sem hefur blásið hressilega frá hjá okkur síðustu daga stefnir nú á Skotland og er farinn að grynnast. Veður 2. desember 2025 07:13
Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. Innlent 1. desember 2025 22:03
Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. Innlent 1. desember 2025 21:00
Blæs hressilega af austri Suður af Reykjanesi er nú víðáttumikil lægð og frá henni liggja skil að suðurströndinni. Það blæs því af austri eða norðaustri, yfirleitt er vindur á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu, en að 23 metrum á sekúndu syðst og undir Vatnajökli. Veður 1. desember 2025 07:05
Stormur í kortunum Tvær gular viðvaranir munu taka gildi í dag vegna hvassviðris eða storms. Annars vegar er það á Suðurlandi og hins vegar á Suðausturlandi. Veður 30. nóvember 2025 08:15
Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna snjókomu á suðvesturhorninu. Veðurfræðingur spáir talsverðri snjókomu sem geti náð fjörutíu sentimetra dýpt. Veður 29. nóvember 2025 15:42
Gul viðvörun vegna snjókomu Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á suðvesturhorni landsins þar sem búist er við talsverðri snjókomu. Veður 29. nóvember 2025 11:43
Snjókoma í kortunum Veðurstofa Íslands spáir norðlægri átt, með þremur til tíu metrum á sekúndu, og skýjað með köflum en él austanlands. Á Suður- og Vesturlandi er spáð snjókomu. Hitinn er tvö til sjö stig í dag, en frost eitt til fimm stig inn til landsins norðan heiða. Veður 29. nóvember 2025 09:44
Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir „allar líkur vera á myndun snjókomubakka undan Suðurlandi“ með tilheyrandi snjókomu næsta sólarhringinn. Veðurstofan segir útlit fyrir él á Norður- og Austurlandi í dag og snjókomu með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi á morgun. Innlent 28. nóvember 2025 10:01
Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Útlit er fyrir norðanátt á bilinu átta til fimmtán metra á sekúndu í dag en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan heiða. Veður 28. nóvember 2025 08:22
Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Búið er að loka veginum milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs. Innlent 27. nóvember 2025 13:14
Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Það stefnir í meiri vind en verið hefur á landinu undanfarið og er að ganga í norðaustan strekking eða allhvassan vind nokkuð víða. Veður 27. nóvember 2025 07:13
Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Flughált hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Forstöðuhjúkrunarfræðingu bráðaþjónustu segir tugi manns hafa leitað til bráðamóttökuna á dag vegna hálkunnar. Innlent 26. nóvember 2025 23:22
„Það er búið að vera steinpakkað“ Bráðasérfræðingur mælir með notkun mannbrodda í óveðrinu á morgun, fimmtudag, en mikið álag hefur verið á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa í dag. Hún biðlar til fólks að gefa sér tíma áður en það heldur af stað í vinuna á morgun. Innlent 26. nóvember 2025 17:28
Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt í dag og allvíða éljum eða skúrum. Flughált er víða um landið. Veður 26. nóvember 2025 07:10
Foráttuveður í kortunum Á fimmtudag mega íbúar á Suðaustur- og Austurlandi búast við miklu hvassiðri og snjókomu. Þá er stormi spáð við suðurströnd landsins, en útlitið er skárra fyrir Norðausturland og „ekkert ægilega slæmt“ fyrir vestanvert landið. Innlent 25. nóvember 2025 19:54
Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Skil frá lægð á Grænlandshafi ganga nú frá vestri til austurs yfir landið og fylgir þeim suðaustlæg átt, víða kaldi eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins. Veður 25. nóvember 2025 07:19