Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ný flug­stöð á rekstar­lausum flug­velli?

Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki fyrir samgöngur innanlands. Hann er tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar, lendingarstaður fyrir sjúkraflug og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. 

Skoðun
Fréttamynd

Nýsköpunarátak fyrir fram­tíð Ís­lands

Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta.

Skoðun
Fréttamynd

Stór orð – litlar efndir

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú lagt fram sín fyrstu fjárlög hvar þau hefðu getað skilað afgangi af rekstri ríkissjóðs hefði viljinn verið fyrir hendi. Fyrir rúmu ári síðan, þegar fjárlög yfirstandandi árs voru kynnt, var ljóst að mögulegt yrði að ná afgangi af fjárlögum árið 2026 en til þess þyrfti þó styrka stjórn efnahagsmál.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar eru lífs­björg: Tryggjum sér­nám þeirra

„Ef við fáum ekki sérgreinina okkar viðurkennda þá er til einskis að flytja heim,“ sagði íslenskur læknir búsettur í Svíþjóð mér á dögunum. „Þessi staða virðist tilkomin vegna reglugerðabreytinga á Íslandi þar sem ýmsir læknar lentu milli skips og bryggju þrátt fyrir að uppfylla hefðbundnar kröfur,” bætti annar læknir síðar við.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­lögin 2026: Hvert stefnum við?

Ísland stendur frammi fyrir nýjum veruleika. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september sl. virtist hagkerfið á traustum grunni, en á örfáum vikum hafa forsendur breyst verulega.

Skoðun
Fréttamynd

Hættu­leg hegðun

Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn.

Skoðun
Fréttamynd

Full­veldi á okkar for­sendum

Fyrsti desember, fullveldisdagur íslensku þjóðarinnar, er árviss áminning um hvað sjálfstæðið er okkur mikils virði og hvernig það hefur reynst okkur vel.

Skoðun
Fréttamynd

Erfða­fjár­skattur hækkar

Það hlýtur að vera erfitt að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta, en boðar nú yfir 25 milljarða skattahækkun á næsta ári. Ríkisstjórnin virðist átta sig á að hún er að svíkja gefin loforð og til að blekkja sjálfa sig og aðra er farin sú leið að fela skattahækkanirnar. Það er einkum gert með því að endurskíra þær, t.d. „minni ívilnun“, „skattaleiðrétting“, „loka glufum“ og „minnka skattaafslátt“.

Skoðun
Fréttamynd

Útlendingamálin á réttri leið

Ríkisstjórnin hefur lagt fram og boðað nokkur mál sem miða að því að stórbæta útlendingakerfið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er með fimm frumvörp á þingmálaskrá sem tengjast útlendingamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Kennum þeim ís­lensku

Börnum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli hefur fjölgað verulega síðustu ár. Í fjórum skólum í borginni eru yfir 55% nemenda með annað móðurmál en íslensku og í níu þeirra eru yfir þriðjungur nemenda með erlent móðurmál.

Skoðun
Fréttamynd

Bætt stjórn­sýsla fyrir fram­halds­skólana

Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Kemur málinu ekki við

Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri ýjaði að því í grein á Vísi að það væri mér og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að kenna að ekki sé til fjármagn til að gera samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fjörutíu og tvo einstaklinga í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ári. Við lögfestingu samningsins hefði átt að framkvæma fjárhagsmat skv. 129. gr. sveitarstjórnarlaga. Þetta er rangt.

Skoðun
Fréttamynd

Fögnum degi sjúkra­liða og störfum þeirra alla daga

Dagur sjúkraliða er í dag. Því ber að fagna og ég óska sjúkraliðum til hamingju með daginn og jafnframt öllum sem á einhverjum tíma þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, því þá er næsta víst að sjúkraliðar komi að þjónustunni.

Skoðun
Fréttamynd

And­staða al­mennings hvati til að búa vel um hnútana

Atvinnuvegaráðherra hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að framkvæma burðarþolsmat og koma með tillögur að eldissvæðum vegna laxeldis í Mjóafirði svo hægt verði að bjóða út leyfi næsta vor. Hún boðar frumvarp á nýju ári og segist ekki vera í andstöðu við kjósendur Viðreisnar í málinu.

Innlent