Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fram­kvæmda­stjóri Euro­vision bregst við á­kvörðun Ís­lands

Framkvæmdastjóri Eurovision segist virða ákvörðun Íslands og hinna ríkjanna fjögurra sem hafa ákveðið að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári. Í bréfi til aðdáenda beinir hann orðum sínum meðal annars sérstaklega til íslenskra aðdáenda. Þá heitir hann því persónulega að tryggt verði að allar þátttökuþjóðir fylgi reglum keppninnar.

Lífið


Fréttamynd

Al­vöru ítalskur veitinga­staður í hjarta borgarinnar

Veitingastaðurinn Grazie Trattoria opnaði í apríl 2022 í glæsilegu nýju húsnæði við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval ítalskra rétta og ekta ítalska og heimilislega stemningu enda er margt starfsfólk frá Ítalíu auk þess sem meðalaldur starfsfólk er hærri en gengur og gerist í veitingageiranum. Grazie Trattoria er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Gefðu töfrandi skemmtun í jóla­gjöf

Það getur oft verið erfitt að finna jólagjafir handa þeim sem okkur þykir vænt um en nú er hægt að leysa það á auðveldan hátt með úrvali af sex heimsklassa tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á næsta ári.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Epli með nýja stórglæsi­lega verslun

Epli opnaði nýlega aftur verslun sína við Laugaveg eftir miklar breytingar. Nýja verslunin er glæsileg, björt og rúmgóð þar sem mikið er lagt upp úr stílhreinu og björtu útliti sem er einkennandi fyrir verslanir Apple erlendis.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Abba skilar 350 milljörðum í kassann

Sýningin ABBA Voyage hefur algjörlega slegið í gegn í Bretlandi og hefur fólk komið hvaðan af úr heiminum til að sjá hana. Þessi einstaka tónleikaupplifun sem sýnir svokallaða „ABBA-tara“ eða stafræna holdgervinga af meðlimum sænsku sveitarinnar flytja sín stærstu lög hefur skilað rúmum tveimur milljörðum punda út í breska efnahagskerfið. 

Tónlist
Fréttamynd

Konfekt­leikur í til­efni 90 ára af­mælis Nóa Síríus

Í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá því að Nói Síríus hóf konfektgerð hér á landi býður fyrirtækið upp á sannkallaða afmælisveislu fyrir viðskiptavini sína. Í 90 kössum af 1 kg og 1,2 kg Nóa Síríus konfekti má finna glæsilega vinninga dreifða í verslanir um allt land.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég nenni ekki að hlusta á 7. októ­ber rökstuðninginn enn og aftur“

Stjórn Ríkisútvarpsins tekur ákvörðun á stjórnarfundi á fundi sínum sem hefst klukkan 15 hvort Ísland muni draga sig úr keppni í ár. Boðað hefur verið til samstöðufundar við RÚV klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, hvetur stjórnina til að taka ekki þátt. 

Lífið
Fréttamynd

Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin

Hinn íslenski jólaraunveruleiki er viðfangsefni söngleikjakórsins Viðlags sem heldur tónleika í Salnum í kvöld. Þar verður sungið um allt frá Labubu- kapphlaupinu á Svörtum föstudegi til þriðju vaktarinnar um jólin.

Lífið