Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins til­einkar sam­starfs­fólki út­nefninguna

Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali.

Lífið


Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni

Jóna Elísabet Ottesen lamaðist fyrir neðan bringu eftir bílslys árið 2019. Hún er ákveðin í að fá aftur styrk í hendur og fingur. Þar sem nýjasta tækni við endurhæfingu er ekki aðgengileg hér á landi setur Jóna stefnuna á taugaendurhæfingu á Spáni til að öðlast kraftinn á ný. 

Lífið
Fréttamynd

Bylgju­lestin mætir á Kótelettuna

Bylgjulestin mætir á fjölskyldu- og bæjarhátíðina Kótelettuna á Selfossi á laugardag. Það verður mikið fjör í bænum þessa helgi enda hefur hátíðin fest sig í sessi sem ein stærsta grillveisla og tónlistarhátíð landsins.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Borgin býður í tívolíveislu

Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. 

Tónlist
Fréttamynd

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Reykjavíkurdóttirin og útvarpskonan Ragga Holm og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eru trúlofaðar. Frá þessu greinir Ragga í afmæliskveðju til Elmu á samfélagsmiðlum. 

Lífið
Fréttamynd

Dylan leggur blátt símabann á tón­leika­gesti

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum.

Tónlist
Fréttamynd

Eftirlætis náttúru­perlur Ásu Steinars

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars birti nýverið færslu á Instagram þar sem hún deilir níu náttúruperlum á Íslandi sem hún telur ómissandi fyrir ferðamenn. Áfangastaðirnir endurspegla bæði fjölbreytileika og fegurð landsins – allt frá heitum laugum og íshellum til siglingar til Vestmannaeyja í lundaskoðun.

Lífið
Fréttamynd

Bieber gefur út ó­vænta plötu

Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans.

Lífið
Fréttamynd

Gamli er (ekki) al­veg með'etta

Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti.

Gagnrýni
Fréttamynd

Á­hrifa­rík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“

Beggi Ólafs, áhrifavaldur, fyrirlesari og doktorsnemi í sálfræði, varð þess heiðurs aðnjótandi að flytja erindi á Tedx ráðstefnu á dögunum. Áhrifaríkt erindið fjallaði meðal annars um það hvernig maður þarf að segja skilið við gamlar sjálfsmyndir til að þroskast og stíga betur inn í sjálfan sig.

Lífið
Fréttamynd

Stefán Karl hefði orðið fimm­tugur í dag

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefði orðið fimmtíu ára gamall í dag ef hann hefði ekki fallið frá árið 2018 eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Fjölskylda Stefáns hyggst minnast hans í dag heima hjá móður hans.

Lífið
Fréttamynd

Markús nýr safn­stjóri Lista­safns Reykja­víkur

Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017.  Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Lífið