Fréttamynd

Gyðjusamkoma með glæsi­legum gellum

Sóley Organics hélt á dögunum draumkennda gyðjusamkomu í þema Miðsumarsdraums í húsnæði fyrirtækisins á Hólmaslóð 6. Áhrifavaldar og aðrar glæsikonur borgarinnar voru meðal gesta og bauð sumarið upp á sitt allra besta veður.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Biden móment hjá Nick Cave í Eld­borg

„Er einhver með lausa miða á Nick Cave?“ Svona færslur hafa vart farið fram hjá Facebook-notendum undanfarna daga. Vinsældir Ástralans hafa verið miklar á Íslandi undanfarna áratugi enda seldist upp á þrenna tónleika í Eldborg á nokkrum mínútum.

Lífið
Fréttamynd

Her­bert Guðmunds og Prettyboitjokko gefa út lag

Á föstudag kemur út nýtt lag þar sem Patrik og Hebbi leiða saman hesta sína til að flytja lagið Annan hring sem er eftir Patrik og Bomarz. Hægt er að hlusta á lagið að neðan en í upphafi þess má heyra stefið úr vinsælu lagi Herberts, Svaraðu.

Lífið


Fréttamynd

Lætur langþráðan draum rætast og gefur út óð til grínsins

„Maður má ekki vera of afslappaður og maður þarf að reyna að elda eitthvað nýtt,“ segir ástsæli grínistinn Vilhelm Neto, betur þekktur sem Villi Neto. Hann gefur út langþráða grínplötu næstkomandi föstudag. Platan ber heitið Portú Galinn og er gefin út af plötuútgáfufyrirtæki Priksins, Sticky Records.

Tónlist
Fréttamynd

Hug­myndin var að kveikja bók­staf­lega í Emmsjé Gauta

„Við áttuðum okkur fljótt á að það væri ekki skynsamlegt að kveikja í mér,“ segir tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti, sem sendir frá sér sína áttundu breiðskífu næstkomandi föstudag. Platan heitir „Fullkominn dagur til að kveikja í sér“ og þar má finna ellefu lög sem eru að sögn Gauta blanda af dægurlögum og rappi.

Tónlist
Fréttamynd

Vann til margra verð­launa fyrir stól sem slær í gegn

„Eftir margra ára erfiðisvinnu og enn meiri ákefð síðasta árið þar sem nærri hver dagur, kvöld og oft nótt hefur verið eytt í þetta er það bara frábært að fá viðurkenningu úr mismunandi áttum. Við erum bæði svo þakklát að hönnunargeirinn sjái okkur og vinnuna sem við höfum lagt í þetta,“ segir húsgagnasmiðurinn Jón Hinrik Höskuldsson sem var að ljúka meistaranámi í Kaupmannahöfn og vann til eftirsóttra verðlauna. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Dvaldi í tjaldi á hringtorgi þar til lög­reglan kom

Ungur maður tók upp á því að tjalda á hringtorgi í Mosfellsbæ á fimmtudaginn eftir að hafa tapað veðmáli. Hann dvaldi á hringtorginu í fimmtán klukkutíma þangað til að lögreglan kom og minnti hann á að hringtorgið væri ekki tjaldsvæði.

Lífið
Fréttamynd

Lesbíska dragdrottningin sem er að sigra tónlistarheiminn

Tónlistarkonan Chappell Roan kom sem stormsveipur inn í tónlistarheiminn í fyrra þegar hún gaf út plötuna The Rise And Fall of a Midwest Princess. Tvö lög af plötunni klífa nú vinsældarlista um allan heim og Chappell, sem á mjög áhugaverða sögu, skín skærar en nokkru sinni fyrr.

Tónlist
Fréttamynd

Akur­eyringar komast loksins á Prikið

„Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Metfjöldi á opnunarhelgi Hjarta Hafnar­fjarðar

Fyrsta helgin tónlistahátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar fór fram síðustu helgi, áttunda árið sem að hátíðin er haldin. Uppselt var á tónleikana og milli fimm og sex þúsund manns mættu og hefur aldrei viðlíka fjöldi mætt á eina helgi, að sögn skipuleggjenda.

Lífið
Fréttamynd

Arnhildur til­nefnd til verð­launa

Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.

Lífið
Fréttamynd

Cara í kossaflensi á Glastonbury

Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. 

Lífið
Fréttamynd

Sterk sumarást í sveitinni kveikti á­hugann á þýskunni

„Textalega séð hef ég alltaf verið talsvert persónuleg,“ segir tónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir sem notast við listamannsnafnið Fabúla. Blaðamaður ræddi við hana um listina en hún hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi síðastliðna þrjá áratugi.

Tónlist