Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta er allt annað dæmi“

„Við sýndum okkar rétta andlit í dag,“ sagði Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, eftir jafntefli liðsins gegn þýska stórliðinu Blomberg-Lippe í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum

Arnór Þór Gunnarsson stýrði sínum mönnum í Bergischer HC til sigurs gegn RN Löwen í 12. umferð þýsku Búndeslígunnar í dag. Haukur Þrastarson stóð sína vakt vel en náði ekki að koma sínum mönnum til bjargar.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst laus úr frysti­kistu í Dan­mörku

Ágúst Elí Björgvinsson, einn þriggja markvarða íslenska handboltalandsliðsins í síðustu leikjum, er í leit að nýju félagsliði eftir að hafa samið við danska félagið Ribe-Esbjerg um riftun samnings.

Handbolti
Fréttamynd

Tumi Rúnars­son með fjögur mörk í sigri

Tumi Steinn Rúnarsson og Hannes Jón Jónsson halda áfram að gera það gott með Alpla HC Hard í austurríska handboltanum. Nú fyrir skömmu var leik þeirr við Linz að ljúka þar sem Hard bar sigurorð úr býtum 33-37 á útivell.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna

Haukar sóttu Málaga frá Spáni heim í dag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna. Málaga hafði unnið fyrri leikinn sannfærandi og sama var upp á tengingnum í dag. Lokastaðan 27-19 fyrir Málaga sem heldur áfram keppni.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV með öruggan sigur í Garða­bænum

ÍBV jafnaði við ÍR og Val á toppi Olís deildar kvenna í handbolta í dag en leikið var í Garðabæ. Leikurinn var lokaleikur 9. umferðar deildarinnar og endaði 26-36. Stjarnan situr sem fastast á botni deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Sel­foss lagði KA/Þór fyrir norðan

Selfoss vann KA/Þór nokkuð örugglega þegar upp var staðið í 9. umferð Olís deildar kvenna á Akureyri í dag. Lokatölur urðu 23-27 fyrir Selfyssinga sem taka skref frá fallsæti deildarinnar.

Handbolti