Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir og Sigurður Hannesson skrifa 2. desember 2025 14:02 Í hvert sinn sem nýjar verðbólgutölur birtast eða ákvörðun er tekin um stýrivexti verður hið augljósa enn augljósara: húsnæðismál eru stærsti áhrifaþáttur efnahagsmála. Þau valda miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hafa í för með sér óvissu og kostnað, jafnt fyrir launafólk sem þarfnast húsnæðis og fyrirtækin sem byggja. Þess vegna verður að hefja húsnæðismál upp úr farvegi átaksverkefna og skammtímaaðgerða og notast við langtímastefnumótun sem byggir á góðum og traustum gögnum. Undirliggjandi vandi óleystur Ríki og sveitarfélög gegna lykilhlutverki í húsnæðismálum en þeim hefur láðst að tryggja uppbyggingu sem stenst þarfir samfélags í örum vexti. Á sama tíma hefur Seðlabankinn brugðist við verðbólgunni með þéttu aðhaldi og ströngum lánþegaskilyrðum sem draga verulega úr möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk reiðir sig í auknum mæli á fjárhagsaðstoð foreldra til að koma sér þaki yfir höfuðið, en það er ljóst að ekki hefur allt ungt fólk slíkt bakland. Þau sem eftir sitja munu glíma við afleiðingarnar um ókomna tíð. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hélt á dögunum aukafund, sem er óvenjulegt, og slakaði á lánþegaskilyrðum eftir að dómur féll um vexti á húsnæðislánum. Slökunin breytti litlu. Sama má segja um síðustu vaxtalækkun sem var skref í rétta átt en af hálfu Seðlabankans kom skýrt fram að lækkunin væri komin til vegna hærri vaxta bankanna í kjölfar vaxtadómsins, fremur en að hún væri liður í langþráðu og mikilvægu vaxtalækkunarferli. Þetta dugar því sannarlega ekki til að leysa undirliggjandi vanda. Þörf á margvíslegum aðgerðum Ströng lánþegaskilyrði ýta fleirum út á leigumarkaðinn og auka álag á markað sem er spenntur. Ef húsaleiga hækkar hefur það bein áhrif á verðbólguna, bæði vegna leiguhúsnæðis og vegna reiknaðrar húsaleigu, sem er kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði. Til þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði, skapa öflugan leigumarkað og tryggja húsnæðisuppbyggingu í takt við fjölbreyttar þarfir samfélagsins þarf margvíslegar aðgerðir í samstarfi allra aðila. Meðan beðið er eftir útfærslum á fyrsta húsnæðispakkanum og mótun á öðrum húsnæðispakka stendur yfir þarf Seðlabankinn að létta enn frekar á lánþegaskilyrðum fyrstu kaupenda til þess að fleiri eigi þess kost að eignast húsnæði. Slökun á lánþegaskilyrðum er ekki töfralausn en hún er ein af þeim fjölmörgu aðgerðum sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í til að ná langþráðum stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og tryggja að yngri kynslóðir eigi jöfn tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans fundar á morgun og við hvetjum Seðlabankann til að stíga þetta skref. Halla Gunnarsdóttir, formaður VRSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Sigurður Hannesson Seðlabankinn Lánamál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem nýjar verðbólgutölur birtast eða ákvörðun er tekin um stýrivexti verður hið augljósa enn augljósara: húsnæðismál eru stærsti áhrifaþáttur efnahagsmála. Þau valda miklum sveiflum í íslensku efnahagslífi sem hafa í för með sér óvissu og kostnað, jafnt fyrir launafólk sem þarfnast húsnæðis og fyrirtækin sem byggja. Þess vegna verður að hefja húsnæðismál upp úr farvegi átaksverkefna og skammtímaaðgerða og notast við langtímastefnumótun sem byggir á góðum og traustum gögnum. Undirliggjandi vandi óleystur Ríki og sveitarfélög gegna lykilhlutverki í húsnæðismálum en þeim hefur láðst að tryggja uppbyggingu sem stenst þarfir samfélags í örum vexti. Á sama tíma hefur Seðlabankinn brugðist við verðbólgunni með þéttu aðhaldi og ströngum lánþegaskilyrðum sem draga verulega úr möguleikum fólks til að eignast eigið húsnæði. Ungt fólk reiðir sig í auknum mæli á fjárhagsaðstoð foreldra til að koma sér þaki yfir höfuðið, en það er ljóst að ekki hefur allt ungt fólk slíkt bakland. Þau sem eftir sitja munu glíma við afleiðingarnar um ókomna tíð. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hélt á dögunum aukafund, sem er óvenjulegt, og slakaði á lánþegaskilyrðum eftir að dómur féll um vexti á húsnæðislánum. Slökunin breytti litlu. Sama má segja um síðustu vaxtalækkun sem var skref í rétta átt en af hálfu Seðlabankans kom skýrt fram að lækkunin væri komin til vegna hærri vaxta bankanna í kjölfar vaxtadómsins, fremur en að hún væri liður í langþráðu og mikilvægu vaxtalækkunarferli. Þetta dugar því sannarlega ekki til að leysa undirliggjandi vanda. Þörf á margvíslegum aðgerðum Ströng lánþegaskilyrði ýta fleirum út á leigumarkaðinn og auka álag á markað sem er spenntur. Ef húsaleiga hækkar hefur það bein áhrif á verðbólguna, bæði vegna leiguhúsnæðis og vegna reiknaðrar húsaleigu, sem er kostnaðurinn við að búa í eigin húsnæði. Til þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði, skapa öflugan leigumarkað og tryggja húsnæðisuppbyggingu í takt við fjölbreyttar þarfir samfélagsins þarf margvíslegar aðgerðir í samstarfi allra aðila. Meðan beðið er eftir útfærslum á fyrsta húsnæðispakkanum og mótun á öðrum húsnæðispakka stendur yfir þarf Seðlabankinn að létta enn frekar á lánþegaskilyrðum fyrstu kaupenda til þess að fleiri eigi þess kost að eignast húsnæði. Slökun á lánþegaskilyrðum er ekki töfralausn en hún er ein af þeim fjölmörgu aðgerðum sem óhjákvæmilega þarf að ráðast í til að ná langþráðum stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og tryggja að yngri kynslóðir eigi jöfn tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans fundar á morgun og við hvetjum Seðlabankann til að stíga þetta skref. Halla Gunnarsdóttir, formaður VRSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar