Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar 4. september 2025 10:03 Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings. Íslenzk stjórnvöld hafa hins vegar ekki séð til þess að hér á landi sé faggiltur aðili, sem má skoða glugga og veita þeim CE-merkingu, þótt búnaðurinn sé fyrir hendi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru sett í þá ómögulegu stöðu að verða að sækja sér CE-vottun erlendis með gífurlegum tilkostnaði. Ella fá þau ekki að auglýsa vöru sína, er meinað að taka þátt í opinberum útboðum og yfir þeim vofir hótun um að framleiðsla verði stöðvuð. Hér er opinbera kerfið beinlínis að vinna gegn hagsmunum fyrirtækja með því að búa til kafkaískar skriffinnskuflækjur, sem engin leið er að komast út úr. CE-vottuð einangrun ekki leyfð á Íslandi Engu að síður ættu góðu fréttirnar hér þá að vera að byggingavörur með CE-vottun eigi greiða leið að markaðnum á Íslandi. Því miður er það alls ekki raunin. Félagsmaður í FA hefur þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að fyrirtækinu hefur verið synjað um byggingarleyfi fyrir pólsk einingahús, með vísan til þess að HMS telji einangrunina í þeim ekki standast íslenzka byggingarreglugerð hvað brunavarnir varðar. Einangrunin er engu að síður CE-vottuð og húsin í sölu athugasemdalaust víða um Evrópu, hafa m.a. verið reist í öllum hinum norrænu ríkjunum og reynzt vel. En tölvan segir nei hjá HMS. Framkvæmdastjóri hjá HMS sagði í Kastljósþættinum um tilgang CE-merkingarinnar: „CE-merktur gluggi hefur verið prófaður af faggiltri prófunarstofu og upplýsingar um eiginleikana hafa verið settar fram í stöðluðu skjali, sem er yfirlýsing um nothæfi, þar sem öllum er þá ljóst til hvers varan hentar.“ Akkúrat. Eins og innflutta CE-merkta einangrunin, sem HMS vill engu að síður ekki leyfa notkun á. Sú hugsun læðist óneitanlega að fólki að kerfið líti á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir atvinnurekstri, bara á þeim forsendum sem henta hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings. Íslenzk stjórnvöld hafa hins vegar ekki séð til þess að hér á landi sé faggiltur aðili, sem má skoða glugga og veita þeim CE-merkingu, þótt búnaðurinn sé fyrir hendi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru sett í þá ómögulegu stöðu að verða að sækja sér CE-vottun erlendis með gífurlegum tilkostnaði. Ella fá þau ekki að auglýsa vöru sína, er meinað að taka þátt í opinberum útboðum og yfir þeim vofir hótun um að framleiðsla verði stöðvuð. Hér er opinbera kerfið beinlínis að vinna gegn hagsmunum fyrirtækja með því að búa til kafkaískar skriffinnskuflækjur, sem engin leið er að komast út úr. CE-vottuð einangrun ekki leyfð á Íslandi Engu að síður ættu góðu fréttirnar hér þá að vera að byggingavörur með CE-vottun eigi greiða leið að markaðnum á Íslandi. Því miður er það alls ekki raunin. Félagsmaður í FA hefur þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að fyrirtækinu hefur verið synjað um byggingarleyfi fyrir pólsk einingahús, með vísan til þess að HMS telji einangrunina í þeim ekki standast íslenzka byggingarreglugerð hvað brunavarnir varðar. Einangrunin er engu að síður CE-vottuð og húsin í sölu athugasemdalaust víða um Evrópu, hafa m.a. verið reist í öllum hinum norrænu ríkjunum og reynzt vel. En tölvan segir nei hjá HMS. Framkvæmdastjóri hjá HMS sagði í Kastljósþættinum um tilgang CE-merkingarinnar: „CE-merktur gluggi hefur verið prófaður af faggiltri prófunarstofu og upplýsingar um eiginleikana hafa verið settar fram í stöðluðu skjali, sem er yfirlýsing um nothæfi, þar sem öllum er þá ljóst til hvers varan hentar.“ Akkúrat. Eins og innflutta CE-merkta einangrunin, sem HMS vill engu að síður ekki leyfa notkun á. Sú hugsun læðist óneitanlega að fólki að kerfið líti á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir atvinnurekstri, bara á þeim forsendum sem henta hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun