Fréttaskýringar

Fréttaskýringar

Vönduð umfjöllun þar sem stór mál eru krufin til mergjar.

Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Svona lögðu Kín­verjar fram­tíðina undir sig

Ráðamenn í Kína hafa varið fúlgum fjár og mikilli vinnu yfir marga áratugi í það að ná algerum yfirráðum á markaði svokallaðra sjaldgæfra málma. Nú er staðan sú að þeir svo gott sem stjórna heilum iðnaði sem er gífurlega mikilvægur birgðakeðjum ríkja um allan heim og nauðsynlegur til framleiðslu tækni nútímans og framtíðarinnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leik lokið hjá Play

Play varð þriðja íslenska lágfargjaldaflugfélagið sem hverfur af sviðinu á rúmum áratug. Líkt og þegar forveri þess Wow air fór í þrot fyrir sex árum eru fórnarlömbin hundruð starfsmanna sem missa vinnuna og þúsundir farþega sem eru standaglópar eða sitja eftir með sárt ennið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir á­sakanir Evrópu barna­legar

Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í kjördæmastríð í Banda­ríkjunum?

Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Anna­samt ár á Bessa­stöðum: Kónga­fólk, keisari, um­töluð undir­skrift og brúnir skór

Forsetatíð Höllu Tómasdóttur hefur nú varað í eitt ár. Hún hefur þurft að takast á við sprungna ríkisstjórn, boðað til Alþingiskosninga, og veitt stjórnarmyndunarumboð sem leiddi til myndun nýrrar stjórnar. Einnig hefur hún farið í heimsóknir víða, bæði innanlands, til nágrannalanda og langt út í heim. Þá hefur ýmislegt annað varðandi forsetatíð hennar vakið athygli.

Innlent
Fréttamynd

Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð

Síðasta sunnudag brutust út blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli vopnaðra hópa Drúsa og Bedúína. Nýviðtekin ríkisstjórn Sýrlands, undir forystu Ahmads al-Sharaa, sendi herlið í borgina undir því yfirskini að stilla til friðar en við það stigmögnuðust átökin.

Erlent
Fréttamynd

Módelið svín­virkar fyrir marga en þó ekki alla

Almenn ánægja er meðal stjórnenda og starfsfólks leikskóla Kópavogs með innleiðingu Kópavogsmódelsins svonefnda en skoðanir eru mjög skiptar meðal foreldra. Leikskólum hefur nær aldrei verið lokað vegna manneklu eða veikinda frá því módelið var tekið upp fyrir tveimur árum. Verkalýðsfélög segja módelið aðför að jafnrétti kynjanna og sumir foreldrar eru afar gagnrýnir á háa greiðslubyrði og takmarkaða afslætti miðað við nágrannasveitarfélög.

Innlent
Fréttamynd

Sig­fús Aðal­steins­son: Trömpistinn sem vill bjarga Ís­landi

Sigfús Aðalsteinsson varð ungur forstöðumaður á leikskóla en hætti eftir að hafa dregið sér fé og keypti skemmtistað í miðbænum. Hann er í dag fasteignasali en leiðir einnig fjöldahreyfingu þjóðernissinna sem hafa fengið sig fullsadda af streymi hælisleitenda til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Sér­stakar hleranir og sím­tölin sem gætu alltaf orðið til

Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það.

Innlent
Fréttamynd

Á­tök auð­kýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“

„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í­treka um­fangs­miklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi

Friðarviðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og erindreka hans virðist ekki ætla að bera árangur. Trump virðist þreyttur á að reyna að stilla til friðar og hefur hann sakað Úkraínumenn og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að standa í vegi friðar með því að vilja ekki verða við umfangsmiklum kröfum Rússa og þá sérstaklega fyrir það að vilja ekki viðurkenna tilkall Rússa til Krímskaga.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig er nýr páfi valinn?

Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir.

Erlent
Fréttamynd

Það sem við vitum og vitum ekki um mann­drápið hrotta­lega

Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann.

Innlent
Fréttamynd

Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ást­hildar Lóu

Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju talar Ás­laug Arna um „smjörklípu­menn“?

Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins stóð í ritdeilum við Össur Skarphéðinsson í gær, kallaði hún Össur „þrautreyndan smjörklípumann.“ Íslenskum stjórnmálamönnum er enda tíðrætt um smjörklípur og smjörklípuaðferðir, gjarnan þegar erfið pólitísk mál eru í deiglunni.

Lífið
Fréttamynd

Í­huga að sleppa taumnum á NATO lausum

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

Hvað var Trú og líf?

„Við kölluðum okkur Trú og líf því vildum lifa fyrir trú, en við vildum líka hafa lífið og vera lifandi,“ segir Halldór Lárusson, einn af stofnendum og helstu forsvarsmönnum Trúar og lífs, félagsskapar ungs fólks af trúarlegum toga sem var starfandi á níunda áratug síðustu aldar.

Innlent
Fréttamynd

Skraut­legir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins

Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla.

Innlent