Árið 2023 kemur aldrei aftur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. júní 2025 09:34 Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“ Ég verð að vísa þessum ásökunum og öðrum sem þarna eru settar fram á bug og um leið að hvetja þingmennina til að lesa grein mína aftur. Ráðherra einblínir á 2023 Það er óhætt að segja að ekkert ár sé eins í sjávarútvegi. Stundum gengur vel og stundum gengur illa. Árið 2023 var gott ár í sjávarútvegi. Það vill svo til að atvinnuvegaráðherra hefur kosið að leggja alla áherslu á það góða ár þegar hún metur svigrúm til aukinnar gjaldtöku um alla framtíð. Svo áfram var ráðherra um að horfa einvörðungu á það ár, að hún keypti sérstaka sviðsmyndagreiningu frá Deloitte um hlutfallslega hækkun veiðigjalds út frá EBITDA þessa eina árs. Með því að miða við tekjur útgerða árið 2023 taldi ráðherra að hækka mætti veiðigjaldið um 7-8 milljarða króna. Það hefur hún sagt orðrétt, eins og ég benti á. En hvað hefði gerst ef ráðherra hefði horft á annað og verra ár? Hvað ef hún hefði skoðað ár þar sem engin var loðnan? Eða þar sem makríllinn gekk illa? Eða þar sem samdráttur hefði orðið í þorski? Hefði metið svigrúm þá ekki orðið lægra? Eða eru 7-8 milljarðar króna fasti, þrátt fyrir að afli geti aldrei orðið fasti? Er svigrúm fyrirtækja alltaf það sama óháð gæftum? Ég spyr því þingmennina: Hvernig í ósköpunum á að ræða tekjur útgerða án þess að horfa á afla? Tekjur byggjast einfaldlega á afla. Ef afli dregst saman um 50%, þá dregst tekjuhliðin að sjálfsögðu saman. Hið sama gildir um fjárhæð veiðigjalds, það er aflinn sem á endanum ræður hversu há fjárhæðin verður. Þetta dró ég fram í grein minni – og gat þess skýrt og skilmerkilega að ég væri að miða við afla ársins 2023, árið sem ráðherra sjálf er með til viðmiðunar. Ég fullyrti einfaldlega aldrei að við teldum að heildarfjárhæð veiðigjalds árið 2025 yrði sú sem við leiddum út, enda þekkjum við mætavel að aflinn verður ekki sá sami og árið 2023. Réttar tölur notaðar Fullyrðingar þingmannanna um að ég hafi notað rangar tölur eru einfaldlega rangar. Gögnin sem voru notuð, sem sýndu fjárhæð veiðigjalds án afsláttar upp á 27,8 milljarða króna árið 2025, byggjast á mati Skattsins miðað við veiðigjald á þorski upp á tæpar 58 krónur, ýsu tæpar 30 krónur og 80% af makrílverði, rétt eins og meirihluti atvinnuveganefndar leggur til. Það sem ég er einfaldlega að gera, sem meirihluta atvinnuveganefndar finnst bersýnilega mjög óþægilegt, er að leggja þeirra eigin tölur á borðið, svo allir sjái hvernig þessi nýja aðferðafræði virkar í raun, þegar breytingar verða í afla. Þar er engu logið. Þar er ekkert falið. Þetta eru staðreyndir, ekki áróður. Nóg komið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa allt frá því frumvarpið kom fram, bent á verulega ágalla þess. Forsendur voru rangar, töflur voru rangar, mat á fjárhæðum voru rangar, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þær ábendingar hafa SFS mátt sæta vandlætingu og fúkyrðum ráðherra og stjórnarþingmanna. Undan því ætlum við ekki að kveinka okkur. Við munum nú sem fyrr einbeita okkur að staðreyndum, ígrunduðum útreikningum og vönduðum greiningum. Og nú þegar tölur Skattsins liggja fyrir kemur auðvitað á daginn að ábendingar okkar, bæði í umsögn í samráðsgátt og í umsögn til atvinnuveganefndar, um verulegt vanmat ráðherra voru réttar. Af þeim sökum hefði kannski mátt ætla að við hefðum áunnið okkur það lágmarkstraust meirihlutans, að á ábendingar okkar yrði að einhverju leyti hlustað. Það má vona að við seinni lestur fyrri greinar minnar kvikni kannski sú hugleiðing hjá þingmönnunum þremur að mat ráðherra á svigrúmi til fyrirvaralausra og verulegra hækkana á veiðigjaldi hafi kannski byggst á skjáskoti af einu einstöku ágætu ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“ Ég verð að vísa þessum ásökunum og öðrum sem þarna eru settar fram á bug og um leið að hvetja þingmennina til að lesa grein mína aftur. Ráðherra einblínir á 2023 Það er óhætt að segja að ekkert ár sé eins í sjávarútvegi. Stundum gengur vel og stundum gengur illa. Árið 2023 var gott ár í sjávarútvegi. Það vill svo til að atvinnuvegaráðherra hefur kosið að leggja alla áherslu á það góða ár þegar hún metur svigrúm til aukinnar gjaldtöku um alla framtíð. Svo áfram var ráðherra um að horfa einvörðungu á það ár, að hún keypti sérstaka sviðsmyndagreiningu frá Deloitte um hlutfallslega hækkun veiðigjalds út frá EBITDA þessa eina árs. Með því að miða við tekjur útgerða árið 2023 taldi ráðherra að hækka mætti veiðigjaldið um 7-8 milljarða króna. Það hefur hún sagt orðrétt, eins og ég benti á. En hvað hefði gerst ef ráðherra hefði horft á annað og verra ár? Hvað ef hún hefði skoðað ár þar sem engin var loðnan? Eða þar sem makríllinn gekk illa? Eða þar sem samdráttur hefði orðið í þorski? Hefði metið svigrúm þá ekki orðið lægra? Eða eru 7-8 milljarðar króna fasti, þrátt fyrir að afli geti aldrei orðið fasti? Er svigrúm fyrirtækja alltaf það sama óháð gæftum? Ég spyr því þingmennina: Hvernig í ósköpunum á að ræða tekjur útgerða án þess að horfa á afla? Tekjur byggjast einfaldlega á afla. Ef afli dregst saman um 50%, þá dregst tekjuhliðin að sjálfsögðu saman. Hið sama gildir um fjárhæð veiðigjalds, það er aflinn sem á endanum ræður hversu há fjárhæðin verður. Þetta dró ég fram í grein minni – og gat þess skýrt og skilmerkilega að ég væri að miða við afla ársins 2023, árið sem ráðherra sjálf er með til viðmiðunar. Ég fullyrti einfaldlega aldrei að við teldum að heildarfjárhæð veiðigjalds árið 2025 yrði sú sem við leiddum út, enda þekkjum við mætavel að aflinn verður ekki sá sami og árið 2023. Réttar tölur notaðar Fullyrðingar þingmannanna um að ég hafi notað rangar tölur eru einfaldlega rangar. Gögnin sem voru notuð, sem sýndu fjárhæð veiðigjalds án afsláttar upp á 27,8 milljarða króna árið 2025, byggjast á mati Skattsins miðað við veiðigjald á þorski upp á tæpar 58 krónur, ýsu tæpar 30 krónur og 80% af makrílverði, rétt eins og meirihluti atvinnuveganefndar leggur til. Það sem ég er einfaldlega að gera, sem meirihluta atvinnuveganefndar finnst bersýnilega mjög óþægilegt, er að leggja þeirra eigin tölur á borðið, svo allir sjái hvernig þessi nýja aðferðafræði virkar í raun, þegar breytingar verða í afla. Þar er engu logið. Þar er ekkert falið. Þetta eru staðreyndir, ekki áróður. Nóg komið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa allt frá því frumvarpið kom fram, bent á verulega ágalla þess. Forsendur voru rangar, töflur voru rangar, mat á fjárhæðum voru rangar, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þær ábendingar hafa SFS mátt sæta vandlætingu og fúkyrðum ráðherra og stjórnarþingmanna. Undan því ætlum við ekki að kveinka okkur. Við munum nú sem fyrr einbeita okkur að staðreyndum, ígrunduðum útreikningum og vönduðum greiningum. Og nú þegar tölur Skattsins liggja fyrir kemur auðvitað á daginn að ábendingar okkar, bæði í umsögn í samráðsgátt og í umsögn til atvinnuveganefndar, um verulegt vanmat ráðherra voru réttar. Af þeim sökum hefði kannski mátt ætla að við hefðum áunnið okkur það lágmarkstraust meirihlutans, að á ábendingar okkar yrði að einhverju leyti hlustað. Það má vona að við seinni lestur fyrri greinar minnar kvikni kannski sú hugleiðing hjá þingmönnunum þremur að mat ráðherra á svigrúmi til fyrirvaralausra og verulegra hækkana á veiðigjaldi hafi kannski byggst á skjáskoti af einu einstöku ágætu ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun