Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2025 11:33 Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega. Ég upplifi sjálf sem fötluð kona að ég sé meira berskjölduð fyrir slíku áreiti, bæði á netinu og í daglegu lífi. Hvers vegna eru fatlaðar konur í aukinni hættu? Við treystum oftar á netið til samskipta, upplýsinga og þátttöku – sem að sama skapi eykur berskjöldun. Alþjóðleg gögn sýna að fatlaðar konur eru allt að fimm sinnum líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Í sumum löndum hafa yfir 60% fatlaðra kvenna orðið fyrir stafrænu eða sálrænu ofbeldi. Rannsóknir UN Women sýna fram á að minna en 40% ríkja séu með lög sem vernda konur sérstaklega gegn netáreiti eða sem þýðir að um 1,8 milljarðar kvenna og stúlkna búa án lagalegrar verndar í stafrænu umhverfi. Sem dæmi ná nefna: • Fatlaðar konur sem tjá sig um réttindi sín verða fyrir skipulögðum árásum á samfélagsmiðlum þar sem hatursorðræða og hótanir hrannast upp.• Dreifing mynda: Myndum af þeim er deilt án samþykkis eða falsað með hjálp gervigreindar. Afleiðingin sem þessar konur upplifa er m.a. kvíði, ótti og félagsleg einangrun.• Staðsetningarforrit: Gerandi nýtir sér ,,Find my friends” eða hafa aðgang að GPS viðkomandi til að fylgjast með ferðum, stjórna samskiptum og skerða sjálfstæði okkar. Stafrænt ofbeldi hefur sambærileg áhrif og annað ofbeldi sem lýsir sér t.d. með kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og vanlíðan. Íslenskar rannsóknir sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt og margþætt – kynferðislegt, andlegt, líkamlegt og þjónustutengt. Konum er oft ekki trúað, úrræði eru óaðgengileg og valdaójafnvægi í þjónustukerfum hamlar kæru og eftirfylgni. ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt ofbeldi sé raunverulegt ofbeldi sem fylgi fólki inn á heimili, vinnustaði og inn í félagslíf. ÖBÍ beitir sér fyrir vitundarvakningu og með samráði við stjórnvöld í innleiðingu aðgengilegra úrræða, verklags og lagaverndar fyrir fatlaðar konur. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. Nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Agains All Women and Girls” Höfundur er lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum og starfsmaður jafnréttismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Málefni fatlaðs fólks Kynbundið ofbeldi Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega. Ég upplifi sjálf sem fötluð kona að ég sé meira berskjölduð fyrir slíku áreiti, bæði á netinu og í daglegu lífi. Hvers vegna eru fatlaðar konur í aukinni hættu? Við treystum oftar á netið til samskipta, upplýsinga og þátttöku – sem að sama skapi eykur berskjöldun. Alþjóðleg gögn sýna að fatlaðar konur eru allt að fimm sinnum líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Í sumum löndum hafa yfir 60% fatlaðra kvenna orðið fyrir stafrænu eða sálrænu ofbeldi. Rannsóknir UN Women sýna fram á að minna en 40% ríkja séu með lög sem vernda konur sérstaklega gegn netáreiti eða sem þýðir að um 1,8 milljarðar kvenna og stúlkna búa án lagalegrar verndar í stafrænu umhverfi. Sem dæmi ná nefna: • Fatlaðar konur sem tjá sig um réttindi sín verða fyrir skipulögðum árásum á samfélagsmiðlum þar sem hatursorðræða og hótanir hrannast upp.• Dreifing mynda: Myndum af þeim er deilt án samþykkis eða falsað með hjálp gervigreindar. Afleiðingin sem þessar konur upplifa er m.a. kvíði, ótti og félagsleg einangrun.• Staðsetningarforrit: Gerandi nýtir sér ,,Find my friends” eða hafa aðgang að GPS viðkomandi til að fylgjast með ferðum, stjórna samskiptum og skerða sjálfstæði okkar. Stafrænt ofbeldi hefur sambærileg áhrif og annað ofbeldi sem lýsir sér t.d. með kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og vanlíðan. Íslenskar rannsóknir sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt og margþætt – kynferðislegt, andlegt, líkamlegt og þjónustutengt. Konum er oft ekki trúað, úrræði eru óaðgengileg og valdaójafnvægi í þjónustukerfum hamlar kæru og eftirfylgni. ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt ofbeldi sé raunverulegt ofbeldi sem fylgi fólki inn á heimili, vinnustaði og inn í félagslíf. ÖBÍ beitir sér fyrir vitundarvakningu og með samráði við stjórnvöld í innleiðingu aðgengilegra úrræða, verklags og lagaverndar fyrir fatlaðar konur. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. Nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Agains All Women and Girls” Höfundur er lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum og starfsmaður jafnréttismála
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar