NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Úlfarnir í úr­slit vestursins

Minnesota Timberwolves tryggðu sér sæti í úrslitum vesturdeildar NBA annað árið í röð, með öruggum sigri í fimm leikja seríu gegn Golden State Warriors, 121-110 sigri í útsláttarleiknum í nótt. Boston Celtics héldu sér á lífi með sigri gegn New York Knicks.

Körfubolti
Fréttamynd

Indiana tók Cleveland í bakaríið

Eftir að hafa unnið Cleveland Cavaliers, 129-109, þarf Indiana Pacers aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð. Í Vesturdeildinni sigraði Oklahoma City Thunder Denver Nuggets, 87-92, í miklum slag.

Körfubolti
Fréttamynd

Úlfarnir búnir að snúa ein­víginu sér í vil

Eftir tap í fyrsta leik gegn Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta hefur Minnesota Timberwolves unnið tvo leiki í röð. Það munar um minna að stórskyttan Stephen Curry meiddist í öðrum leik liðanna og var ekki með í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistararnir á lífi eftir stór­sigur í New York

Boston Celtics pakkaði New York Knicks saman í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan í einvíginu nú 2-1 eftir að meistararnir sýndu loks hvað í sér býr. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurhlutans.

Körfubolti
Fréttamynd

Sendu Houston enn á ný í háttinn

Golden State Warriors slógu Houston Rockets enn á ný út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöld og varð áttunda og síðasta liðið til að komast áfram í 2. umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston knúði fram odda­leik

Úrslit einvígis Houston Rockets og Golden State Warriors í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta ráðast í oddaleik. Það var ljóst eftir sigur Houston í sjötta leik liðanna í nótt, 107-115.

Körfubolti