Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 2. maí 2025 07:45 Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður fyrir átta árum, á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 2017. Að loknum stofnfundi gekk ég út í rigninguna með grunnstefnuna í hendi sem inniheldur skýr orð um auðvaldið sem andstæðing og að Sósíalistaflokkurinn leggi áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu; óréttlætið sem það mætir og viljann til að losna undan því. Óréttlætið birtist í því að börn fara svöng að sofa sökum fátæktar, að kvótakóngar sópa til sín auðinn af sameiginlegri auðlind, að hagkvæmara er að fjárfesta í húsnæði en hlutabréfum, að ásættanlegt þyki að leigja út kolakjallara sem híbýli. Óréttlætið birtist í brotalömum heilbrigðisþjónustunnar, í viðvarandi vanfjármögnun. Óréttlætið er allt umlykjandi, hjá stjórnvöldum sem segja að þeir ríkustu eigi að greiða núll af fjármagnstekjum sínum til nærsamfélagsins á meðan öryrkjum er gert að lifa á lofti. Óréttlætið birtist í biðlistum eftir grunnþjónustu, biðlistum sem bitna á þeim sem bíða og búa til fleiri biðlista annars staðar í kerfinu. Það kostar að vera fátækur, það kostar að eiga við afleiðingarnar, það kostar þegar þú átt ekki fyrir því að vera til. Óréttlætið er staðreynd, fjötrar sem þarf að brjóta. Til að byggja upp gott samfélag þarf að laga það sem er bilað. Sósíalistar vita að til þess þarf að hlusta á fólkið með reynsluna. Á þeim átta árum sem Sósíalistaflokkur Íslands hefur verið til, hafa sósíalistar verið í borgarstjórn í tæp sjö ár. Fyrst í minnihluta með einn kjörinn borgarfulltrúa og síðan hafa sósíalistar bætt við sig og náð inn tveimur kjörnum fulltrúum. Sósíalistar hafa farið úr því að vera í minnihluta yfir í að vera skyndilega í meirihluta. Í viðræðum sem leiddu til þess samstarfs lögðu sósíalistar í borgarstjórn m.a. áherslu á að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna á vettvangi borgarinnar. Þegar 1. maí er liðinn mun ég mæta til starfa og eiga samtal við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem er á dagskrá 2. maí. Slíkt er liður í því að útfæra þetta reglulega samtal við verkalýðshreyfinguna. Hlakka ég til sem og til næstu ára með Sósíalistaflokknum, sama hvernig viðrar, stöndum við föst á því að útrýma þarf óréttlætinu. Baráttukveðjur á baráttudegi verkalýðsins og hamingjuóskir á afmælisdegi Sósíalistahreyfingarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður fyrir átta árum, á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 2017. Að loknum stofnfundi gekk ég út í rigninguna með grunnstefnuna í hendi sem inniheldur skýr orð um auðvaldið sem andstæðing og að Sósíalistaflokkurinn leggi áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu; óréttlætið sem það mætir og viljann til að losna undan því. Óréttlætið birtist í því að börn fara svöng að sofa sökum fátæktar, að kvótakóngar sópa til sín auðinn af sameiginlegri auðlind, að hagkvæmara er að fjárfesta í húsnæði en hlutabréfum, að ásættanlegt þyki að leigja út kolakjallara sem híbýli. Óréttlætið birtist í brotalömum heilbrigðisþjónustunnar, í viðvarandi vanfjármögnun. Óréttlætið er allt umlykjandi, hjá stjórnvöldum sem segja að þeir ríkustu eigi að greiða núll af fjármagnstekjum sínum til nærsamfélagsins á meðan öryrkjum er gert að lifa á lofti. Óréttlætið birtist í biðlistum eftir grunnþjónustu, biðlistum sem bitna á þeim sem bíða og búa til fleiri biðlista annars staðar í kerfinu. Það kostar að vera fátækur, það kostar að eiga við afleiðingarnar, það kostar þegar þú átt ekki fyrir því að vera til. Óréttlætið er staðreynd, fjötrar sem þarf að brjóta. Til að byggja upp gott samfélag þarf að laga það sem er bilað. Sósíalistar vita að til þess þarf að hlusta á fólkið með reynsluna. Á þeim átta árum sem Sósíalistaflokkur Íslands hefur verið til, hafa sósíalistar verið í borgarstjórn í tæp sjö ár. Fyrst í minnihluta með einn kjörinn borgarfulltrúa og síðan hafa sósíalistar bætt við sig og náð inn tveimur kjörnum fulltrúum. Sósíalistar hafa farið úr því að vera í minnihluta yfir í að vera skyndilega í meirihluta. Í viðræðum sem leiddu til þess samstarfs lögðu sósíalistar í borgarstjórn m.a. áherslu á að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna á vettvangi borgarinnar. Þegar 1. maí er liðinn mun ég mæta til starfa og eiga samtal við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem er á dagskrá 2. maí. Slíkt er liður í því að útfæra þetta reglulega samtal við verkalýðshreyfinguna. Hlakka ég til sem og til næstu ára með Sósíalistaflokknum, sama hvernig viðrar, stöndum við föst á því að útrýma þarf óréttlætinu. Baráttukveðjur á baráttudegi verkalýðsins og hamingjuóskir á afmælisdegi Sósíalistahreyfingarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun