Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Forsætisráðherra Póllands segir að tveir Úkraínumenn sem starfa fyrir rússnesku leyniþjónustuna hafi framið skemmdarverk á lestarteinum um helgina. Annar þeirra hafi þegar hlotið dóm fyrir skemmdarverk í heimalandi sínu. Erlent 18.11.2025 15:00
Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. Erlent 18.11.2025 14:19
Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Fyrrverandi forseti Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega. Erlent 18.11.2025 09:02
Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Dómstóll í Bangladess hefur dæmt Sheikh Hasina, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, til dauða. Hún var sakfelld fyrir brot gegn mannkyni. Erlent 17.11.2025 11:10
Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Pólsk stjórnvöld fullyrða að vísvitandi skemmdarverk hafi átt sér stað um helgina þegar sprenging eyðilagði lestarteina sem tengja Varsjá og Lublin. Engan sakaði í sprengingunni. Erlent 17.11.2025 10:06
Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. Erlent 17.11.2025 08:09
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Gögn sem BBC hefur undir höndum virðast benda til þess að tveir bandarískir hermenn hafi játað að vera sekir um morð á almennum borgurum í Írak, án þess að hafa verið látnir svara til saka fyrir það. Erlent 17.11.2025 07:22
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. Erlent 17.11.2025 06:37
Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Loftslagskvíði vegna loftslagsbreytinga getur ýtt undir fíkniefnaneyslu fólks og haft neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir breska heilbrigðisráðuneytið á dögunum. Erlent 17.11.2025 00:18
Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Wilmer "Pipo" Chavarria, forsprakki eins umsvifamesta glæpagengis Ekvador, hefur verið handtekinn í Malaga á Spáni. Chavarria hafði falsað eigin dauða árið 2021, skipt um nafn og flúið til Evrópu, en þaðan hélt hann áfram að stýra genginu í Ekvador. Erlent 16.11.2025 23:52
Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Cruz Beckham, sonur David Beckham og Victoriu hefur verið sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið gripinn við hraðakstur í annað sinn á innan við tveimur árum eftir að hann fékk skírteinið. Erlent 16.11.2025 21:59
Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Búist er við að Shabana Mahmood, innanríkisráðherra Bretlands, tilkynni breytingar á hæliskerfi Bretlands á mánudag til að róa vaxandi ótta vegna innflytjendamála í landinu. Samkvæmt breskum miðlum er búist við því að breytingar verði gerðar á félagslegum stuðningi við hælisleitendur og lengdur sá tími sem þeir þurfa að vera búsettir áður en þeir geta fengið varanlega búsetu. Erlent 16.11.2025 10:38
Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Bílstjóri strætisvagnsins sem hafnaði á biðskýli í miðborg höfuðborgar Svíþjóðar er laus úr haldi lögreglu. Málið er enn til rannsóknar. Erlent 16.11.2025 10:23
Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Að minnsta kosti 120 manns, flestir lögreglumenn, slösuðust þegar þúsundir gengu fylktu liði um Mexíkóborg í gær til að mótmæla ríkisstjórn Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, og ofbeldisfullum glæpum. Tuttugu voru handtekin á mótmælunum fyrir rán og líkamsárás samkvæmt frétt BBC. Erlent 16.11.2025 09:15
Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. Erlent 16.11.2025 08:14
Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Erlent 15.11.2025 10:35
Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Þrír eru látnir og aðrir þrír slasaðir eftir að tveggja hæða rúta lenti á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Rútubílstjórinn var handtekinn á vettvangi en engar vísbendingar eru um að atvikið hafi verið viljandi. Erlent 15.11.2025 09:51
Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Oleksii Kuleba, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu með ábyrgð á innviðum, segir að yfir 800 árásir hafi verið skráðar frá áramótum á lestarkerfi landsins. Það sé tilraun Rússa til að eyðileggja eða takmarka flutningsgetu. Hann segir árásir á innviði, frá upphafi árs, hafa valdið tjóni sem nemur einum milljarði dollara. Erlent 15.11.2025 08:58
Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Danskir bændur eru margir hættir að gefa kúm sínum fóður með íblöndunarefninu Bovaer, sem á að draga úr metanlosun dýranna þegar þau ropa og prumpa. Danir byrjuðu að nota efnið í fóður í október síðastliðnum, en eftir fjölmargar tilkynningar um veikindi meðal kúa, og jafnvel dauðsföll, hafa margir bændur frestað því að nota efnið á meðan málið er rannsakað. Erlent 14.11.2025 23:35
Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Erlent 14.11.2025 22:25
Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Þrír eru látnir og fjöldi slasaður eftir að rútu var ekið á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Bílstjóri rútunnar hefur verið handtekinn. Erlent 14.11.2025 16:09
Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Úkraínumenn gerðu í nótt árásir á þó nokkur skotmörk í Rússlandi, á sama tíma og Rússar létu sprengjum rigna yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Meðal annars var notast við nýja gerð Neptune-stýriflauga sem sagðar eru drífa allt að þúsund kílómetra. Erlent 14.11.2025 15:44
Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sautján ára stúlka sem bjó að hluta til í skýli fyrir heimilislausa í Flórída og vann á McDonalds endaði á því að spila stóra rullu í falli fyrrverandi þingmannsins Matt Gaetz, sem Donald Trump, forseti, tilnefndi í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz var sakaður um að hafa haft mök við stúlkuna og var til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu. Erlent 14.11.2025 14:26
„Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Ráðamenn í Kína eru enn fjúkandi reiðir í garð Japana vegna ummæla nýs forsætisráðherra Japans um Taívan frá síðustu viku. Meðal annars hafa Kínverjar hótað því að „rústa“ Japan og krefjast þeir þess að Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japans, dragi ummæli sín um að Japanir myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í eyríkið, til baka. Erlent 14.11.2025 11:10