Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Donald Trump Bandaríkjaforseti segir afar mikilvægt að Bandaríkin „eignist“ Grænland og að leigusamningar og sáttmálar séu ekki nóg. Erlent 9.1.2026 07:03
Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Fjölmenn mótmæli gegn írönskum stjórnvöldum héldu áfram víða um Íran í kvöld. Netsamband hefur rofnað um allt landið á sama tíma og aukin harka hefur færst í mótmælin og átök brotist út milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar.. Erlent 9.1.2026 00:05
Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Hernaðarumsvif Bandaríkjamanna á Grænlandi voru gríðarleg á árum kalda stríðsins og voru þar þúsundir hermanna. Eftir að Sovétríkin leystust upp misstu Bandaríkjamenn að mestu áhuga á landinu og kölluðu nánast allt herlið sitt til baka. Erlent 8.1.2026 22:44
Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent 8.1.2026 11:29
Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Katja Nyberg, þingkona Svíþjóðardemókrata, var handtekin fyrir ölvunarakstur á milli jóla og nýárs. Í frétt Aftenposten segir að við líkamsleit hafi lögregla fundið poka og að grunur liggi á að í honum hafi verið kókaín. Ökuskírteini hennar hefur verið gert upptækt. Erlent 8.1.2026 11:29
Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa talað fyrir því að stjórnvöld í Venesúela verði friðsamir vinir Bandaríkjanna. Einn maður þykir líklegastur til að geta komið í veg fyrir að það raungerist. Sá maður heitir Diosdado Cabello. Erlent 8.1.2026 10:30
Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. Erlent 8.1.2026 09:12
Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Fólk sem léttist með notkun GLP-1 þyngdarstjórnunarlyfja nær fyrri þyngd á innan við tveimur árum þegar það hættir að nota lyfin, eða fjórum sinnum hraðar en fólk sem léttist með öðrum hætti. Erlent 8.1.2026 08:23
Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Stjórnvöld í Bandaríkjunum undir forystu Donalds Trumps hafa nú ákveðið að segja sig frá enn fleiri alþjóðastofnunum og sáttmálum. Erlent 8.1.2026 07:23
Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Þúsundir mótmæltu í borgum Kólumbíu í gær, í kjölfar hótana Donald Trump Bandaríkjaforseta um mögulegar hernaðaraðgerðir gegn landinu. Mótmælendur voru afar harðorðir í garð forsetans. „Trump er djöfullinn, hann er hræðilegasta manneskja í heimi,“ hefur Guardian eftir einum þeirra. Erlent 8.1.2026 07:08
„Trúið ekki þessari áróðursvél“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur ICE, innflytjendaeftirliti Bandaríkjanna, til varnar eftir að fulltrúi ICE skaut í dag 37 ára bandarískan ríkisborgara til bana í Minneapolis í Minnesota. Ríkisstjóri Minnesota harmar atvikið en biðlar til íbúa að halda ró sinni, „bíta ekki á agnið“ og trúa ekki „áróðursvél“ Trump-stjórnarinnar. Ríkisstjórinn vill meina að aðgerðir ICE í borginni séu til þess fallnar að skapa óreiðu. Erlent 7.1.2026 22:25
Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Bandaríski herinn tók yfir stjórn rússnesks olíuflutningaskips í íslenskri efnahagslögsögu fyrr í dag eftir tveggja vikna eftirför og tóku rússneska áhafnarmeðlimi um borð fasta. Rússar hafa fordæmt aðgerðina og krafist þess að borgurum sínum verði skilað heim en því verða Bandaríkjamenn ekki við. Erlent 7.1.2026 20:04
Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut 37 ára konu til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota í dag er hún sat á bak við stýri í bíl sínum. Í yfirlýsingu segir eftirlitið að fulltrúinn hafi óttast um líf sitt. „Drullið ykkur úr Minneapolis,“ segir borgarstjóri Minneapolis við ICE. Hvíta húsið kallar bæjarstjórann skítseiði. Erlent 7.1.2026 19:10
Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Stuttu eftir að bandarísk herþota með Nicolás Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores lenti á flugvelli skammt frá New York-borg voru hjónin flogin með þyrlu í eitt alræmdasta fangelsi Bandaríkjanna: Metropolitan detention center. Þar dvelur einnig Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra UnitedHealthcare, og þangað til nýlega Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy. Erlent 7.1.2026 18:10
Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur staðfest að danskir og bandarískir erindrekar muni eiga fund saman í næstu viku um Grænland. Bandaríkjaforseti og þjóðaröryggisráð eigi í virku samtali um möguleg kaup á eyjunni. Erlent 7.1.2026 17:53
„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. Erlent 7.1.2026 16:26
Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Bandarískir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningskip sem bendlað hefur verið Venesúela á Karíbahafinu. Bandaríkjamenn tóku því yfir tvö slík skip sem sögð eru hafa verið notuð til að brjóta á viðskiptaþvingunum. Erlent 7.1.2026 15:17
Vill senda danska hermenn til Grænlands Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra. Erlent 7.1.2026 14:50
Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Flugferðir sem tengjast aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafi í dag og flugferðir milli Bretlands og Íslands hafa verið mikið milli tannanna, ef svo má segja, á fólki á internetinu í dag. Mögulegt er að Bandaríkjamenn séu að flytja hergögn og hermenn frá Bretlandi aftur til Bandaríkjanna eftir aðgerðirnar. Erlent 7.1.2026 14:40
Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Í hádegisfréttum verða málefni Grænlands fyrirferðarmikil en lítið lát er á ásælni Bandaríkjamanna í landið að því er virðist. Erlent 7.1.2026 11:38
Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Flugferðum hefur verið frestað vegna veðurs nokkuð víða í Vestur-Evrópu en óveðrið Goretti hefur leitt til ýmissa truflana á svæðinu. Vegum hefur verið lokað og þá hafa truflanir orðið á lestarferðum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 7.1.2026 11:26
Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Olíuskipi sem elt var af yfirvöldum í Bandaríkjunum og Rússar hafa sent herskip til móts við, var í nótt siglt inn í efnahagslögsögu Íslands. Skipið var alltaf á alþjóðlegu hafsvæði, þó það hafi verið rétt innan efnahagslögsögunnar. Erlent 7.1.2026 10:27
Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Stjórnvöld í Rússlandi eru sögð hafa sent að minnsta kosti eitt herskip til að mæta olíuflutningaskipi sem Bandaríkjamenn hafa veitt eftirför frá því að það freistaði þess að komast til hafnar í Venesúela. Erlent 7.1.2026 07:12
Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær að stjórnvöld í Venesúela myndu afhenda Bandaríkjunum hráolíu að andvirði tveggja milljarða dala. Erlent 7.1.2026 06:39
Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans hafa rætt hverjir möguleikar þeirra séu varðandi innlimun Grænlands. Einn af möguleikunum sé að nota bandaríska herinn. Erlent 6.1.2026 22:17