Erlent

Fréttamynd

Féll til jarðar rétt eftir flug­tak

Fraktflugvél frá UPS brotlenti við flugtak í Louisville í Kentucky í kvöld. Myndbönd af vettvangi sýna að eldur kviknaði í flugvélinni við flugtak og að umfangsmikill eldur logar á jörðu niðri. Eldurinn virðist ná til þó nokkurra húsa.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ódæðin í Súdan mögu­lega glæpir gegn mann­kyninu

Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir að leka mynd­bandi af mis­þyrmingu á fanga

Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga.

Erlent
Fréttamynd

Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta

Turn frá miðöldum, Torre dei Conti, hrundi að hluta í morgun í Róm við endurbætur á turninum. Turninn er staðsettur nærri Collosseum. Í frétt AP kemur fram að einn verkamaður hafi slasast lífshættulega þegar turninn hrundi og annar hafi verið fastur.

Erlent
Fréttamynd

Áfengisneysla „Evrópumeistara í ung­linga­drykkju“ dregst saman

Síðastliðinn áratug hefur fjölgað í hópi þeirra ungu manna í Danmörku sem velja að neyta ekki áfengis. Þá hefur þeim einnig fækkað sem reykja sígarettur og kannabis en notkun rafretta og nikótínpúða hefur aukist á móti. Þrátt fyrir vísbendingar um að æ fleiri velji að drekka ekki áfengi eru dönsk ungmenni þó enn „Evrópumeistarar í drykkju.“

Erlent
Fréttamynd

Banda­rískir erind­rekar hótuðu evrópskum kollegum sínum

Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum.

Erlent
Fréttamynd

Konur í Afgan­istan óttist raun­veru­lega að heimurinn gleymi þeim

Susan Ferguson, sérstakur fulltrúi UN Women í Afganistan, segir líf kvenna hafa orðið miklu erfiðara og miklu flóknara eftir að Talíbanar tóku aftur völd fyrir rúmum fjórum árum. Á þeim tíma hafi afganskar konur og stúlkur misst öll grundvallarmannréttindi sín, þar með talið réttinn til náms og vinnu.

Erlent
Fréttamynd

Segir Banda­ríkin ekki geta ráðist inn

Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi.

Erlent
Fréttamynd

Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni

Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Drónaumferð við her­stöð í Belgíu

Tvö kvöld í röð hafa drónar sést fljúga yfir herstöð í norðurhluta Belgíu. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Fjöldi dróna hefur sést yfir evrópskum flugvöllum síðustu mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Allt í loft upp í Fær­eyjum vegna Suðureyjarganga

Samstaðan, sem náðist milli stjórnmálaflokkanna í Færeyjum í síðustu viku um veglínu Suðureyjarganga, virðist ekki eins víðtæk og ætla mátti. Náttúru- og umhverfissamtök hafa risið upp og mótmælt og íbúar Sandeyjar virðast afar ósáttir. Deildir flokkanna á Sandey leggjast hart gegn niðurstöðunni. Þá lýsa lykilmenn í efnahagsmálum eyjanna þeirri skoðun að jarðgöngin séu fjárhagslegt glapræði. Færeyingar muni ekki hafa ráð á göngunum.

Erlent
Fréttamynd

Níu í lífs­hættu eftir stunguárásina

Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær.

Erlent
Fréttamynd

Segir hernum að undir­búa á­rás á Nígeríu

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fyrirskipað hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að undirbúa mögulega árás á Nígeríu. Þar vilji hann gjöreyða Íslömskum öfgamönnum sem séu að drepa kristna menn þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Demó­kratar vilja yfir­heyra Andrew

Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna.

Erlent