Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Yfirvöld í Japan gáfu í dag út flóðbylgjuviðvörun víðsvegar um norðurhluta eyjanna eftir að 7,6 stiga skjálfti varð skammt undan ströndum ríkisins. Búist er við allt að þriggja metra háum flóðbylgjum og var fólki sagt að forðast strandlenguna. Erlent 8.12.2025 16:43
Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. Erlent 8.12.2025 16:21
Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir. Erlent 8.12.2025 14:18
Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Fornleifafræðingar við Minjasafn Vestur-Sjálands fundu í sumar tvo spjótsodda úr járni alsettan gulli við uppgröft skammt sunnan Slagleysu á Sjálandi. Umsjónarmaður uppgraftarins segir þetta elsta járnmun Danmerkur. Erlent 7.12.2025 21:58
Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Vatnstjón er sagt hafa orðið á mörghundruð gripum í egypskri álmu Louvre-safnsins í París eftir bilun í loftræstikerfinu, aðeins fáeinum vikum eftir stórtækt skartgriparán. Lekinn er sagður hafa orðið í lok nóvember. Erlent 7.12.2025 20:15
Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. Erlent 7.12.2025 19:54
„Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Rússlandsstjórn fagnar nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna ákaft. Talsmaður Kremlar segir hana að miklu leyti samræmda stefnu Rússa. Erlent 7.12.2025 18:06
Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Dönsk yfirvöld leggja til að bjóða upp á gjaldfrjálsa tannlæknaheimsókn einu sinni á ári. Markmiðið sé að bæta tannheilsu þjóðarinnar. Erlent 7.12.2025 17:04
Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Einn hefur verið handtekinn grunaður um að ráðast á hóp fólks með piparúða á Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Fleiri árásarmanna er enn leitað og mikill fjöldi viðbragðsaðilar er á vettvangi. Hið minnsta fimm voru fluttir á sjúkrahús. Erlent 7.12.2025 13:47
Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Dönsku ríkisstjórnarflokkarnir eru klofnir yfir því hvort landið ætti að segja sig úr Evrópusamningi um ríkisfang svo stjórnvöld geti löglega svipt erlenda afbrotamenn dönsku ríkisfangi. Formaður eins ríkisstjórnarflokks viðraði þá hugmynd í gær að segja sig úr samningnum ef Danir koma ekki sínum breytingum í gegn. Erlent 7.12.2025 11:26
Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Hópur hermanna reyndi að taka völd í eigin hendur í Benín í morgun en ríkisstjórnarliðar segjast hafa stöðvað valdaránstilraunina. Erlent 7.12.2025 09:34
Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Hið minnsta 25 fórust í stórum eldsvoða á skemmtistað í fylkinu Góa á Indlandi í nótt að sögn viðbragðsaðila. Um sex manns eru slasaðir og skemmtistaðurinn brann til kaldra kola. Erlent 7.12.2025 08:52
Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti heldur til Bretlands á mánudaginn þar sem hann mun funda með Keir Starmer forsætisráðherra, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Friedrich Merz Þýskalandskanslara í Downing-stræti og upplýsa þá um stöðu yfirstandandi viðræðna milli bandarískra og úkraínskra erindreka um mögulegan friðarsáttmála. Erlent 6.12.2025 23:19
Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Fimmtíu hið minnsta voru drepin í drónaárás í byggðinni Kalogi í Suður-Kordófanhéraði Súdan sem sögð er hafa hæft leikskóla. Minnst 33 börn eru sögð hafa látist. Erlent 6.12.2025 20:52
Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Steinhvelfingin utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu getur ekki uppfyllt hlutverk sitt um að stöðva geislun, samkvæmt Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni. Sprengjudróni hafnaði á hvelfingunni í febrúar. Erlent 6.12.2025 10:46
Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. Erlent 5.12.2025 16:00
Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Bandaríkjastjórn hefur í hyggju að fjölga þeim ríkjum sem sæta ferðabanni til Bandaríkjanna í yfir 30. Þetta staðfestir heimavarnaráðherrann Kristi Noem. Erlent 5.12.2025 12:08
Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. Erlent 5.12.2025 11:38
Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Edinborgarflugvelli var lokað í skamma stund í morgun vegna bilana hjá þjónustuaðila flugumferðarstjórnarinnar á vellinum. Að sögn Guðna Sigurðssonar, staðgengils forstöðumanns samskipta hjá Icelandair, kann lokunin að hafa einhverja seinkun í för með sér fyrir farþega félagsins. Erlent 5.12.2025 11:02
Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Norsk stjórnvöld ætla að verja milljörðum norskra króna í að festa kaup á kafbátum og langdrægum vopnum. Ríkisstjórn landsins er sögð munu samþykkja meiriháttar útgjöld vegna kaupa á vopnum fyrir norska herinn í dag. Þegar hafa Norðmenn pantað fjóra þýska kafbátá til stendur til að festa kaup á tveimur til viðbótar, sem ætlað er að leysa af þá sex sem Norðmenn eiga fyrir. Erlent 5.12.2025 10:28
Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa lagt fram tvær tillögur um hvernig Evrópuríkin gætu aðstoðað Úkraínumenn við að fjármagna baráttu sína gegn Rússum næstu tvö árin. Erlent 5.12.2025 09:11
Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Verðmætt Fabergé-hálsmen skilaði sér í gærkvöldi út sér þjófi sem gleypti það í skartgripaverslun á Nýja-Sjálandi. Það tók meltingarkerfi mannsins sex daga að sýna lögreglu samstarfsvilja. Erlent 5.12.2025 08:25
Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. Erlent 5.12.2025 08:08
Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Ellefu einstaklingar sem lifðu Helförina krefjast þess að Nigel Farage, leiðtogi Reform UK, segi satt og biðjist afsökunar á framgöngu sinni á skólaárum sínum. Erlent 5.12.2025 07:47