Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Fengið já­kvæð við­brögð frá Evrópu­sam­bandinu

Utanríkisráðherra fundaði með fulltrúum atvinnulífsins í dag um verndartolla Evrópusambandsins (ESB) á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Sjónarmið Íslands hafa hlotið hljómgrunn hjá ESB eftir að niðurstaðan lá fyrir, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þá hafi ESB gefið til kynna að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hegðun Norður­áls von­brigði og Orku­veitan fari fram á fulla greiðslu

Norðurál hefur tilkynnt Orkuveitunni um greiðslufall vegna endurtekinna bilana í álveri þess á Grundartanga. Orkuveitan gerir ráð fyrir lægri rekstrarhagnaði í ár vegna þessa og að arðgreiðslur lækki um tvo milljarða króna á næsta ári. Forstjóri Orkuveitunnar gagnrýnir aðgerðir Norðuráls og segir fyrirtækinu bera að greiða fyrir alla umsamda orku óháð því hvort hún sé nýtt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til­efni til að varast svik á svörtum föstu­degi

Nú þegar tilboðsdagar á borð við svartan föstudag og stafrænan mánudag eru á næsta leyti er tilefni fyrir neytendur til að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart svikatilraunum. Öryggissérfræðingur brýnir fyrir almenningi að smella ekki á tilboðshlekki sem berast með tölvupósti og minnir á að ef tilboð hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega grunsamlegt.

Neytendur
Fréttamynd

Hjöðnun verð­bólgu í sjón­máli

Seðlabankastjóri segist telja að hægja fari á efnahagslífinu en hagvaxtarspár Seðlabankans hafa versnað fyrir seinni hluta ársins og næsta ár sömuleiðis. Miklum uppgangi í hagvexti og útflutningi hafi verið fylgt eftir af röð áfalla sem valdi því að verðbólga hjaðni en efnahagsskilyrði versni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta eru auð­vitað von­brigði“

Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fordæmalaus skortur á skötu

Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn.

Neytendur
Fréttamynd

Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gler­augu í hendurnar

Viðskiptavinur gleraugnaverslunar mun fá gleraugu endurgreidd eftir stapp við verslun sem hafði pantað gleraugun í stærri umgjörð en óskað hafði verið eftir. Verslunin skal endurgreiða viðskiptavininum samtals 165 þúsund krónur, enda hafi viðskiptahættir verslunarinnar ekki verið fullnægjandi í skilningi laga um neytendakaup.

Neytendur
Fréttamynd

Minni eigna­myndun en fleiri komist í eigið hús­næði með nýrri lausn á markaði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst ráðast í greiningu á nýrri fjármögnunarleið til húsnæðiskaupa sem nú býðst í vaxandi mæli á markaði. Minnst fimm sjóðir í eigu byggingaverktaka bjóðast nú til að vera meðeigendur með kaupendum sem kaupa íbúðir í nýbyggingum á þeirra vegum. Eignamyndun er minni fyrir kaupendur sem einnig þurfa að greiða hluta í leigu, en á móti getur lausnin gert fleirum kleift að komast inn á markaðinn að sögn hagfræðings HMS.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gatna­mótin opin á ný við Fjarðar­kaup

„Þetta er mikill léttir bæði fyrir okkur og okkar frábæru viðskiptavini. Framkvæmdirnar hafa tekið langan tíma og aðgengi verið áskorun, en nú hafa gatnamótin verið opnuð á ný og orðið þægilegt að koma til okkar eins og áður,“ segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa en nýlega var opnað aftur inn á gatnamótin við verslunina eftir framkvæmdir.

Samstarf
Fréttamynd

Steinar Waage opnar á Akur­eyri

Skóverslunin Steinar Waage opnaði nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í dag. Á sama tíma munu Ellingsen og AIR flytja verslanir sínar frá Hvannavöllum yfir í sama húsnæði á Glerártorgi.

Viðskipti innlent