Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ætlar að endur­reisa Niceair

Þýskur athafnamaður hyggst endurreisa ferðaskrifstofuna Niceair og hefur af því tilefni boðað til blaðamannafundar í flugstöðinni á Akureyri í næstu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Niceair hefur mikla trú á verkefninu enda Norðlendingar komnir á bragðið með að fljúga til Evrópu án viðkomu á Keflavíkurflugvelli.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Ferðamálastofa fellir úr gildi starfs­leyfi Eagle golfferða

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöldi er­lendra far­þega stendur í stað en Ís­lendingum fækkar

Ríflega 7,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2026, þar af 2,24 milljónir erlendra ferðamanna, samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Spáin gerir því ráð fyrir að heildarfarþegafjöldi dragist saman á milli ára, sem kemur einkum fram í fækkun tengifarþega og færri utanlandsferðum Íslendinga á árinu. Aftur á móti er gert ráð fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland standi nánast í stað og verði sambærilegur við undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vanda­mál“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að kaup Netflix á stórum hluta Warner Bros. Discovery gætu reynst erfið að samþykkja vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna. Samruni fyrirtækjanna gæti gerbreytt stöðunni á markaði streymisveitna en þau eru meðal þeirra tveggja stærstu í heiminum á þeim markaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Beindu skamm­byssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“

„Þeir hentu mér á gólfið, héldu hnífi að hálsinum á mér, beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you, I will kill you, …. Hvar eru peningarnir?“ segir Björn Friðþjófsson húsasmíðameistari og ekki laust við að maður finni skelfingarhrollinn hríslast niður um sig við hlustunina eina og sér.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kaffi Ó-le opið á ný

Kaffihúsið vinsæla Kaffi Ó-le hefur verið opnað á ný eftir nokkurra mánaða lokun. Það er enn sem áður í sama húsnæði í Hafnarstræti og bruggar enn sama gamla kaffið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veiði­gjald á þorski nánast tvö­faldað milli ára

Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus

Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja.

Neytendur
Fréttamynd

Kostnaður við tón­leika út­skýri hátt miða­verð

Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur.

Neytendur