Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Eftir tvö vonbrigðaár í loðnunni bárust loks gleðitíðindi í dag þegar Hafrannsóknastofnun lagði til fimmföldun loðnukvótans. Það þýðir að loðnuvertíðin næstu tvo mánuði gæti skilað þjóðarbúinu 35 til 40 milljarða króna útflutningstekjum, að mati forstjóra Síldarvinnslunnar. Viðskipti innlent 29.1.2026 21:42
Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Landsbankinn hagnaðist um 38 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Þar varð hálfs milljarðs aukning á milli ára. Til stendur að greiða helming hagnaðarins, eða nítján milljarða, í arð til eigenda. Bankaráð Landsbankans er einnig með til skoðunar að leggja til sérstaka arðgreiðslu fyrir aðalfund. Viðskipti innlent 29.1.2026 19:01
Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að komandi loðnuvertíð geti skilað útflutningstekjum upp á 35 til fjörutíu milljarða króna. Hundruð manna muni fá vinnu í sjávarútvegsplássum víða um land en þó í aðeins um sex vikur. Viðskipti innlent 29.1.2026 14:12
Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Það er mjög gaman að upplifa ástríðu Benedek Regoczi fyrir hafið en Benedek er verkefnastjóri nýsköpunar hjá Sjávarklasanum. Atvinnulíf 29.1.2026 07:00
Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Sjávarútvegurinn bíður nú í ofvæni eftir nýju mati Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Fréttir sem bárust af loðnuleitinni um helgina juku mönnum bjartsýni um meiri loðnukvóta en urðu líka til þess að hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja hækkuðu í verði. Viðskipti innlent 28.1.2026 21:31
Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Fjörutíu og fimm manns var sagt upp hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Starfsmenn sem unnið höfðu hjá fyrirtækinu í tugi ára voru meðal þeirra sem misstu vinnuna. Framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu segir daginn hafa verið erfiðan. Viðskipti innlent 28.1.2026 21:12
Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Ekkert fékkst upp í 119 milljóna króna lýstar kröfur í þrotabú Taco Taco ehf., sem rak mexíkóska veitingastaðinn Culiacan að Suðurlandsbraut. Viðskipti innlent 28.1.2026 16:05
Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Tæknirisinn Amazon ætlar í niðurskurð og geta sextán þúsund starfsmenn fyrirtækisins átt von á uppsagnarbréfi. Tilkynnt var um niðurskurðinn nokkrum klukkustundum eftir að tölvupóstur sem innihélt trúnaðarupplýsingar var sendur á starfsfólkið fyrir mistök. Viðskipti erlent 28.1.2026 15:15
Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Birgir Óli Snorrason, Haraldur Eyvinds og Stefanía Erla Óskarsdóttir hafa öll verið ráðin nýir forstöðumenn hjá Póstinum. Viðskipti innlent 28.1.2026 13:01
Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Íslensk erfðagreining hefur sagt upp 45 manns í dag vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu. Uppsagnirnar ná samkvæmt heimildum Vísis til margra deilda og reynslumikils starfsfólks sem starfar í höfuðstöðvunum í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eftir breytingarnar starfa 150 manns hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 28.1.2026 11:57
Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Sífellt fleiri sem eru að huga að byggingarframkvæmdum leita að hagkvæmum og traustum valkostum og þar hafa forsteyptu húseiningarnar frá BM Vallá komið afar sterkar inn á síðustu árum. Samstarf 28.1.2026 11:33
Uppsagnir hjá Alvotech Fimmtán starfsmönnum Alvotech á Íslandi var sagt upp í byrjun vikunnar og öðrum eins fjölda á skrifstofum félagsins erlendis. Viðskipti innlent 28.1.2026 11:05
Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, Odd Ástráðsson lögmann, Ólöfu Sigþórsdóttur vöruhönnuð og Birni Jón Sigurðsson rithöfund. Viðskipti innlent 28.1.2026 10:39
„Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Íslendingar eru eflaust að flytja meira út af þekkingu og reynslu í grænum lausnum en marga grunar um. Það er liður í því að styðja við vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis, auka útflutning og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Atvinnulíf 28.1.2026 07:00
Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Sena og Arion banki hafa bæst í eigendahóp framleiðslufyrirtækisins Glassriver. Framkvæmdastjóri segist ekki geta gefið upp hve stóran hluta hinir nýju eigendur eignast í fyrirtækinu en segist vongóður að með þessu verði rekstur fyrirtækisins tryggur og segir síðustu misseri hafa verið mikla rússíbanareið. Viðskipti innlent 27.1.2026 19:30
Birta og LV skoða mögulegan samruna Stjórnir Birtu lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður til að meta fýsileika mögulegs samruna sjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá báðum lífeyrissjóðum. Viðskipti innlent 27.1.2026 17:07
Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn HS Orku en þar hafa tvö ný svið verið stofnuð. Breytingarnar tóku gildi um nýliðin áramót. Viðskipti innlent 27.1.2026 14:53
Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Sunna Björg Helgadóttir hefur verið ráðin forstjóri Rio Tinto á Íslandi. Hún mun taka við starfinu í vor af Rannveigu Rist, sem gegnt hefur starfinu frá árinu 1997. Hún mun einnig taka sæti Rannveigar í framkvæmdastjórn Aluminium Atlantic deildarinnar innan Rio Tinto. Viðskipti innlent 27.1.2026 14:15
Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Coca-Cola á Íslandi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn í stjórnendateymi fyrirtækisins. Þannig hefur Sunna Rúnarsdóttir verið ráðin forstöðumaður þjónustu, Sævar Sigurðsson forstöðumaður vöruhúss og dreifingar og Hallur Geir Heiðarsson forstöðumaður sölu á matvörumarkaði. Viðskipti innlent 27.1.2026 12:14
Kemur frá Icelandair til Varðar Helga Huld Bjarnadóttir er nýr þjónustustjóri þjónustustýringar hjá Verði tryggingum og hefur hún nú þegar hafið störf. Viðskipti innlent 27.1.2026 09:02
Siggi til Varist Hugbúnaðarfyrirtækið Varist hefur ráðið Sigga Pétursson í stöðu vöruþróunarstjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 27.1.2026 08:45
Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Eigendur rafbíla af gerðinni Tesla og þá sérstaklega af gerðinni Tesla Y eru hvattir til þess að fylgjast vel með ástandi bíla sinna af hálfu FÍB. Tilefnið eru fréttir af því að tæplega helmingur Tesla Y bíla komist ekki í gegnum fyrstu skoðun í Danmörku. Neytendur 26.1.2026 21:31
Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur auglýst eftir frambjóðendum til stjórnar bankans, aðeins einni viku eftir að ný stjórn bankans var kjörin á hluthafafundi. Ný stjórn verður kjörin á aðalfundi bankans þann 19. mars, sléttum tveimur mánuðum eftir að núverandi stjórn var kjörin. Viðskipti innlent 26.1.2026 16:34
Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Fasteignaskattprósenta lækkaði hjá meirihluta sveitarfélaga milli áranna 2025 og 2026. Hjá rúmlega þriðjungi sveitarfélaga er fasteignaskattasprósenta óbreytt milli ára en ekkert sveitarfélag hækkar. Þrátt fyrir það hækka fasteignagjöldin í langflestum tilvikum í krónum talið vegna hærra fasteignamats. Viðskipti innlent 26.1.2026 14:57