Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Hæstiréttur mun kveða upp seinni tvo dómana í Vaxtamálinu svokallaða á mánudag. Rétturinn hefur frest til annars vegar gamlársdags og hins vegar 5. janúar til þess að kveða upp dóma í málunum tveimur. Viðskipti innlent 19.12.2025 15:26
Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður. Neytendur 19.12.2025 15:03
Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Styrkás hf. hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf. og tengdum félögum („Hreinsitækni“). Með kaupunum verður Hreinsitækni hluti af samstæðu Styrkás. Viðskipti innlent 19.12.2025 14:13
Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Ragnar Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs. Ragnar hefur starfað á málefnasviði Viðskiptaráðs frá 2023 og tekur hann við stöðunni af Gunnari Úlfarssyni. Viðskipti innlent 18.12.2025 13:59
Gréta María óvænt hætt hjá Prís Gréta María Grétarsdóttir er hætt störfum sem framkvæmdastjóri Prís. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa. Viðskipti innlent 18.12.2025 13:30
Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Ásgeir Hallgrímsson hefur verið ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu. Viðskipti innlent 18.12.2025 11:46
Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Mosfellsbær stendur nú að forvali vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar þjónustu- og aðkomubyggingar við íþróttasvæðið að Varmá. Leitað er eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í lokuðum samkeppnisviðræðum þar sem valinn aðili mun taka að sér að hanna, byggja, eiga og reka hina nýju þjónustu- og aðkomubyggingu að Varmá. Samstarf 18.12.2025 11:31
Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Fasteignamarkaðurinn er enn kaupendamarkaður, samkvæmt svörum fasteignasala við könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þeim fækkaði hins vegar úr 91 prósent í 79 prósent milli nóvember og desember sem töldu virkni markaðarins frekar litla eða mjög litla. Viðskipti innlent 18.12.2025 06:52
Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Warner Bros Discovery hefur sagt hluthöfum sínum að hafna 108,4 milljarða dala yfirtökutilboði Paramount Skydance. Stjórn Warner Bros samþykkti einróma að hafna tilboðinu og að samningur við Netflix væri meira í þágu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 17.12.2025 21:32
Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára. Neytendur 17.12.2025 21:30
Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur. Viðskipti innlent 17.12.2025 17:25
Messenger-forritið heyrir sögunni til Meta hætti fyrr í vikunni stuðningi við forrit Facebook Messenger í tölvu fyrir bæði Windows og macOS. Í forritinu var hægt að spjalla við vini án þess að opna Facebook. Enn er hægt að nota smáforritið í snjallsíma en ætli fólk að nota Messenger í tölvu þarf það að vera í gegnum Facebook eða Messenger.com. Í umfjöllun TechCrunch segir að líklega sé Meta að samþætta Messenger og Facebook aftur til að sporna við minni notkun á Facebook. Viðskipti erlent 17.12.2025 16:35
Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp. Viðskipti innlent 17.12.2025 16:19
Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Gunnar Jónsson lögfræðingur hefur hafið störf hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Hann kemur til samtakanna frá lögmannsstofunni Logos. Viðskipti innlent 17.12.2025 15:48
Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Samkvæmt mælingum verðlagseftirlitsins í desember mælist verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum sem voru skoðaðar. Mandarínum, laufabrauði, smjör og rjóma, til dæmis. Einnig var kannað verð á konfekti, gosi og fleiri vörum. Neytendur 17.12.2025 15:38
Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Alcoa Fjarðaál sf. hefur stefnt Eimskipafélagi Íslands að nýju vegna meints tjóns félagsins af völdum samráðs Eimskipa og Samskipa á árunum 2008 til 2013. Viðskipti innlent 17.12.2025 14:06
Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Tónlistarmaðurinn og áhrifavaldurinn Aron Kristinn Jónasson, áður kenndur við ClubDub, hefur stofnað fyrirtækið Legend ehf. en félagið er meðal annars stofnað fyrir tónlistartengdan rekstur og rekstur fatamerkja. Viðskipti innlent 17.12.2025 13:24
Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Heiðar Guðjónsson fjárfestir hefur staðfest að hann stefni á framboð til stjórnar Íslandsbanka en hann er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segist hafa fundist vanta tilfinnanlega rödd hluthafa inn í stjórn bankans og tekur sem dæmi síðasta hluthafafund, þar sem aðeins einn hluthafi tók til máls. „Hvaða sirkus er þetta?“ segist hann hafa spurt sig á fundinum. Viðskipti innlent 17.12.2025 11:55
Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Það er alkunna að fyrirtæki geri áætlanir fyrir hvert ár. Og vinsælt að fólk strengi ýmiss áramótaheit. En hvers vegna ekki að vinna formlega að okkar eigin áætlanagerð? Mánuð fyrir mánuð. Með mælanlegri útkomu. Atvinnulíf 17.12.2025 07:03
Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir fólk geta átt von á því að greiða fyrir gjafir sem það sendir eða tekur við. Hún segir viðmiðið misjafnt eftir löndum og taki ekki endilega mið af verðlagsbreytingum. Þórhildur var til viðtals um póstsendingar í aðdraganda jóla í Reykjavík síðdegis í dag. Viðskipti innlent 16.12.2025 23:30
Jólakjötið töluvert dýrara í ár Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari. Neytendur 16.12.2025 11:44
Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrirtækja finna samkomulagi um makrílveiðar sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórnar hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. Viðskipti innlent 16.12.2025 10:13
Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Viðskipti innlent 16.12.2025 09:26
Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Aton hefur ráðið Sif Jóhannsdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra fyrirtækisins og tekur hún við um áramótin. Viðskipti innlent 16.12.2025 08:24