Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar 6. desember 2025 12:01 Það er orðið ljóst að mótorhjólaeigendur á Íslandi eru að verða fyrir tvöfaldri skattatlögu. Annars vegar með hækkun á þegar háu vörugjaldi (sem leggst á við innflutning til landsins) og hins vegar með fyrirhuguðu kílómetragjaldi sem á að leggjast á mótorhjól með sama hætti og fólksbifreiðar og önnur þung ökutæki. Þessar aðgerðir bera þess merki að stjórnvöld skorti skilning á tilgangi umhverfisáhrifum og notkunarmynstri mótorhjóla sem farartæki. Niðurstaðan er gjaldtak sem stenst hvorki rök né sanngirnissjónarmið og virðist undirliggjandi ástæða vera sú að mótorhjól séu einhver lúxusvara fyrir forréttindapésa. Í dag bera mótorhjól 30% vörugjald, en til stendur að hækka það í 40%. Enn sérkennilegra er að mótorhjól eru í sama vörugjaldaflokki og hópferðabifreiðar fyrir 10 farþega eða fleiri, svo lengi sem heildarþyngd þeirra er undir 5 tonnum. En ef rútan er með hópferðaleyfi, lækkar vörugjaldið í 5%. Mótorhjól frekar létt eða á milli 150-250 kg að meðaltali með litlum mótorum, sitja eftir með 40% gjöld. Ríkisstjórnin ætti frekar að hvetja til notkunar mótorhjóla þar sem þau taka lítið pláss, menga lítið og slíta vegum landsins svo gott sem ekki neitt. Frá 2010 hefur meginregla vörugjalda verið skýr um að mengunartölur frá framleiðanda ökutækja ráða almennt skattlagningu Ný mótorhjól verða að standast Euro 5+ umhverfisstaðal, þann strangasta sem settur hefur verið á brunahreyflum. Þau menga lítið, eru létt og slíta vegum vart nokkuð. Þrátt fyrir það eru þau skattlögð eins og atvinnuflutningatæki. Það er enginn faglegur rökstuðningur fyrir þessari nálgun og gagnrýnin á henni er svarað með einkennisorðum ríkisstjórnarinnar um að hún sé á misskilningi byggð. Á sama tíma bera fjórhjól og sérstaklega svokallaðir buggy-bílar engin vörugjöld, þar sem þeir eru skráðir sem dráttarbílar, þrátt fyrir að vera í reynd að mestu notaðir sem leiktæki hjá efnamiklum einstaklingum en aðeins að litlu leyti sem landbúnaðartæki hjá bændum. Víkur þá að kílómetragjaldinu. Að auki hyggjast stjórnvöld leggja á kílómetragjald sem á í tifelli mótorhjóla að vera 40% lægra en kílómetragjald fólksbifreiða eða 4,15 krónur á hvern ekinn kílómetra. Gagnrýni mótorhjólamanna á þessa niðurstöðu háttvirts fjármála- og efnahagsráðherra hefur að sjálfsögðu verið á „misskilningi byggð“ og hún yfirleitt rökstudd með dylgjum og útúrsnúningum ráðherrans. Mikilvægt er að fólk sem setur þessi lög geri sér grein fyrir því að stór hluti aksturs á mótorhjólum fer ekki fram á malbikuðum vegum. Skráð mótorhjól eru í mörgum tilfellum dregin á kerrum á þá staði eða svæði þar sem þeim er ætluð notkun. Mótorhjól á Íslandi eru mjög mikið notuð á fjallvegum, í þolakstri á lokuðum keppnissvæðum og á æfinga- og viðurkenndum íþróttasvæðum. Undirritaður ásamt rúmlega 300 öðrum tók t.d. þátt í 5 klukkustunda þolakstri að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi fyrr á árinu og keyrði þar á götuskráðu mótorhjóli um 250 kílómetra á túnum landeiganda þar á bæ. Akstur undirritaðs og allra hinna hefði skilað ríkinu rúmar 300.000 krónur í skatttekjur af kílómetragjaldi án þess nokkur maður hafi komist í tæri við bundið slitlag. Að innheimta vegafjármögnunargjald af akstri sem á sér ekki stað á vegakerfinu er með öllu óverjandi. Þetta er eins og að rukka flugvallarskatt af fólki sem aldrei flýgur. Ef kílómetragjald verður lagt á mótorhjól í þessari mynd má gera ráð fyrir fullkomlega fyrirsjáanlegri hegðun. Fólk mun aftengja kílómetrateljara. Það er ólöglegt en nánast óhjákvæmilegt þegar stjórnvöld setja skatt sem nær enginn upplifir sem réttlátan eða skynsamlegan. Þegar skattheimta er rofin frá raunverulegri notkun verður undanskot leið sem fólk grípur til. Hvort sem rætt er um vörugjöld eða kílómetragjöld, þá er niðurstaðan sú sama:Stjórnvöld eru að leggja órökréttan skatt á létt, vistvæn og lítið slitandi ökutæki og umbuna þyngri og mengandi tækjum með sérundantekningum. Ef vilji er til að fjármagna vegakerfið á sanngjörnum grunni styðja við fjölbreyttar samgöngur, hvetja til léttari og sparneytnari ökutækja og draga úr mengun þá þurfa gjöldin að endurspegla raunveruleg áhrif. Höfundur er framkvæmdastjóri KTM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst að mótorhjólaeigendur á Íslandi eru að verða fyrir tvöfaldri skattatlögu. Annars vegar með hækkun á þegar háu vörugjaldi (sem leggst á við innflutning til landsins) og hins vegar með fyrirhuguðu kílómetragjaldi sem á að leggjast á mótorhjól með sama hætti og fólksbifreiðar og önnur þung ökutæki. Þessar aðgerðir bera þess merki að stjórnvöld skorti skilning á tilgangi umhverfisáhrifum og notkunarmynstri mótorhjóla sem farartæki. Niðurstaðan er gjaldtak sem stenst hvorki rök né sanngirnissjónarmið og virðist undirliggjandi ástæða vera sú að mótorhjól séu einhver lúxusvara fyrir forréttindapésa. Í dag bera mótorhjól 30% vörugjald, en til stendur að hækka það í 40%. Enn sérkennilegra er að mótorhjól eru í sama vörugjaldaflokki og hópferðabifreiðar fyrir 10 farþega eða fleiri, svo lengi sem heildarþyngd þeirra er undir 5 tonnum. En ef rútan er með hópferðaleyfi, lækkar vörugjaldið í 5%. Mótorhjól frekar létt eða á milli 150-250 kg að meðaltali með litlum mótorum, sitja eftir með 40% gjöld. Ríkisstjórnin ætti frekar að hvetja til notkunar mótorhjóla þar sem þau taka lítið pláss, menga lítið og slíta vegum landsins svo gott sem ekki neitt. Frá 2010 hefur meginregla vörugjalda verið skýr um að mengunartölur frá framleiðanda ökutækja ráða almennt skattlagningu Ný mótorhjól verða að standast Euro 5+ umhverfisstaðal, þann strangasta sem settur hefur verið á brunahreyflum. Þau menga lítið, eru létt og slíta vegum vart nokkuð. Þrátt fyrir það eru þau skattlögð eins og atvinnuflutningatæki. Það er enginn faglegur rökstuðningur fyrir þessari nálgun og gagnrýnin á henni er svarað með einkennisorðum ríkisstjórnarinnar um að hún sé á misskilningi byggð. Á sama tíma bera fjórhjól og sérstaklega svokallaðir buggy-bílar engin vörugjöld, þar sem þeir eru skráðir sem dráttarbílar, þrátt fyrir að vera í reynd að mestu notaðir sem leiktæki hjá efnamiklum einstaklingum en aðeins að litlu leyti sem landbúnaðartæki hjá bændum. Víkur þá að kílómetragjaldinu. Að auki hyggjast stjórnvöld leggja á kílómetragjald sem á í tifelli mótorhjóla að vera 40% lægra en kílómetragjald fólksbifreiða eða 4,15 krónur á hvern ekinn kílómetra. Gagnrýni mótorhjólamanna á þessa niðurstöðu háttvirts fjármála- og efnahagsráðherra hefur að sjálfsögðu verið á „misskilningi byggð“ og hún yfirleitt rökstudd með dylgjum og útúrsnúningum ráðherrans. Mikilvægt er að fólk sem setur þessi lög geri sér grein fyrir því að stór hluti aksturs á mótorhjólum fer ekki fram á malbikuðum vegum. Skráð mótorhjól eru í mörgum tilfellum dregin á kerrum á þá staði eða svæði þar sem þeim er ætluð notkun. Mótorhjól á Íslandi eru mjög mikið notuð á fjallvegum, í þolakstri á lokuðum keppnissvæðum og á æfinga- og viðurkenndum íþróttasvæðum. Undirritaður ásamt rúmlega 300 öðrum tók t.d. þátt í 5 klukkustunda þolakstri að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi fyrr á árinu og keyrði þar á götuskráðu mótorhjóli um 250 kílómetra á túnum landeiganda þar á bæ. Akstur undirritaðs og allra hinna hefði skilað ríkinu rúmar 300.000 krónur í skatttekjur af kílómetragjaldi án þess nokkur maður hafi komist í tæri við bundið slitlag. Að innheimta vegafjármögnunargjald af akstri sem á sér ekki stað á vegakerfinu er með öllu óverjandi. Þetta er eins og að rukka flugvallarskatt af fólki sem aldrei flýgur. Ef kílómetragjald verður lagt á mótorhjól í þessari mynd má gera ráð fyrir fullkomlega fyrirsjáanlegri hegðun. Fólk mun aftengja kílómetrateljara. Það er ólöglegt en nánast óhjákvæmilegt þegar stjórnvöld setja skatt sem nær enginn upplifir sem réttlátan eða skynsamlegan. Þegar skattheimta er rofin frá raunverulegri notkun verður undanskot leið sem fólk grípur til. Hvort sem rætt er um vörugjöld eða kílómetragjöld, þá er niðurstaðan sú sama:Stjórnvöld eru að leggja órökréttan skatt á létt, vistvæn og lítið slitandi ökutæki og umbuna þyngri og mengandi tækjum með sérundantekningum. Ef vilji er til að fjármagna vegakerfið á sanngjörnum grunni styðja við fjölbreyttar samgöngur, hvetja til léttari og sparneytnari ökutækja og draga úr mengun þá þurfa gjöldin að endurspegla raunveruleg áhrif. Höfundur er framkvæmdastjóri KTM á Íslandi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar