Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 12. september 2025 06:32 Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa. Félagslegar áherslur skortir tilfinnanlega – landinu er stjórnað af hægrisinnuðum stjórnmálamönnum. Rétt er þó að nefna líka jákvæð skref: hærri veiðigjöld, aukið fjármagn til geðheilbrigðismála og trygging þess að greiðslur almannatrygginga hækki með launavísitölu. En þessi atriði vega lítið á móti stóru myndinni. Því miður. Tekjuhliðin Fjárlagafrumvarpið byggir fyrst og fremst á aðhaldi á útgjaldahliðinni, á meðan breiðu bökunum eru hlíft. Þannig heldur ríkisstjórnin áfram að skera niður í menntun, menningu, velferð og umhverfismálum – en hlífir fjármagnseigendum og stóreignafólki. Ellilífeyrir og örorka Nýjar kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu, sem Vinstri græn komu í gegn, hafa þegar bætt stöðu öryrkja verulega. Ríkisstjórnin sýnir hins vegar engin merki þess að ellilífeyrir verði hækkaður til samræmis. Það væri sanngjarnt og nauðsynlegt skref. Á sama tíma er gert ráð fyrir að ríkið hætti jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar, eitthvað sem fjármálaráðuneytið verður að ná sanngjarnri niðurstöðu um með lífeyrissjóðunum. Annars munu lífeyrissjóðir – og þar með verkafólk – bera byrðarnar. Menning og íslenskan Framlög til menningar og íslenskunnar eru áfram of lítil. Þau mæta engan veginn þörfum þessa stækkandi málaflokks. Innflytjendur eru orðnir um 80 þúsund talsins, og íslenskukennsla er langtímaverkefni, ekki skyndilausn. Að skera niður framlög til íslenskukennslu og inngildingar er aðför að samfélagslegri samheldni og framtíð tungunnar. Þá er grafalvarlegt að félags- og húsnæðismálaráðherra leggur ekki fram nýja stefnu í málefnum innflytjenda þrátt fyrir að hún hafi verið fullmótuð á síðasta kjörtímabili. Hún hefur greinilega sópað henni út af borðinu í tiltektinni. Atvinnuleysi Ríkisstjórnin hyggst stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18. Þetta gengur beint gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði. Ekki verður séð að „tiltekt“ forsætis- og félagsmálaráðherra á þessu sviði verði nýtt til að hækka bætur eða efla vinnumarkaðsaðgerðir, heldur aðeins til að skera niður. Það er aumt. Háskólar og skólagjöld Háskólastigið er áfram vanfjármagnað. Í stað þess að stefna að OECD-meðaltali er boðuð hækkun skrásetningargjalda um allt að 33%, í 100 þúsund krónur. Það þrengir að efnaminni nemendum og gengur þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar um gjaldfrjálst háskólanám. „Tiltektin“ hér er árás á jöfnuð í menntun. Húsnæðismál Í fjárlagafrumvarpinu er ekkert sem raunverulega styrkir húsnæðismarkaðinn. Aðeins er boðið upp á tímabundin úrræði til 2027 – sem er ekki stefna heldur frestun á vandanum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi húsnæðiskreppu sem bitnar mest á ungu fólki, fjölskyldum og leigjendum. Umhverfismál Frá 2017–2021 jókst fjármagn til umhverfismála um tæp 50% undir forystu Vinstri grænna. Nú ríkir metnaðarleysi. „Tiltekt“ hér felur í sér niðurskurð á fjárheimildum til grænna fjárfestinga, náttúruverndar, landgræðslu og skógræktar og sýnir að loftslags- og náttúruverndarmálum er ýtt til hliðar – stórkostleg afturför á tíma þegar þörfin fyrir róttækar aðgerðir er brýnni en nokkru sinni fyrr. Samantekt Þetta frumvarp er ekki hagræðing – þetta er árás á heimilin í landinu, á lífskjör venjulegs fólks, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að hlífa. Stytting bótatímabils, niðurskurður á jöfnun örorkubyrðar, rýrnun barnabóta og húsnæðisbóta – allt eykur þetta misskiptingu.Við í Vinstri grænum segjum: Fjárlög eiga að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð. Þau eiga að verja heimilin – ekki ráðast á þau. Svandís Svavarsdóttir er fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrverandi ráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa. Félagslegar áherslur skortir tilfinnanlega – landinu er stjórnað af hægrisinnuðum stjórnmálamönnum. Rétt er þó að nefna líka jákvæð skref: hærri veiðigjöld, aukið fjármagn til geðheilbrigðismála og trygging þess að greiðslur almannatrygginga hækki með launavísitölu. En þessi atriði vega lítið á móti stóru myndinni. Því miður. Tekjuhliðin Fjárlagafrumvarpið byggir fyrst og fremst á aðhaldi á útgjaldahliðinni, á meðan breiðu bökunum eru hlíft. Þannig heldur ríkisstjórnin áfram að skera niður í menntun, menningu, velferð og umhverfismálum – en hlífir fjármagnseigendum og stóreignafólki. Ellilífeyrir og örorka Nýjar kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu, sem Vinstri græn komu í gegn, hafa þegar bætt stöðu öryrkja verulega. Ríkisstjórnin sýnir hins vegar engin merki þess að ellilífeyrir verði hækkaður til samræmis. Það væri sanngjarnt og nauðsynlegt skref. Á sama tíma er gert ráð fyrir að ríkið hætti jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar, eitthvað sem fjármálaráðuneytið verður að ná sanngjarnri niðurstöðu um með lífeyrissjóðunum. Annars munu lífeyrissjóðir – og þar með verkafólk – bera byrðarnar. Menning og íslenskan Framlög til menningar og íslenskunnar eru áfram of lítil. Þau mæta engan veginn þörfum þessa stækkandi málaflokks. Innflytjendur eru orðnir um 80 þúsund talsins, og íslenskukennsla er langtímaverkefni, ekki skyndilausn. Að skera niður framlög til íslenskukennslu og inngildingar er aðför að samfélagslegri samheldni og framtíð tungunnar. Þá er grafalvarlegt að félags- og húsnæðismálaráðherra leggur ekki fram nýja stefnu í málefnum innflytjenda þrátt fyrir að hún hafi verið fullmótuð á síðasta kjörtímabili. Hún hefur greinilega sópað henni út af borðinu í tiltektinni. Atvinnuleysi Ríkisstjórnin hyggst stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18. Þetta gengur beint gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði. Ekki verður séð að „tiltekt“ forsætis- og félagsmálaráðherra á þessu sviði verði nýtt til að hækka bætur eða efla vinnumarkaðsaðgerðir, heldur aðeins til að skera niður. Það er aumt. Háskólar og skólagjöld Háskólastigið er áfram vanfjármagnað. Í stað þess að stefna að OECD-meðaltali er boðuð hækkun skrásetningargjalda um allt að 33%, í 100 þúsund krónur. Það þrengir að efnaminni nemendum og gengur þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar um gjaldfrjálst háskólanám. „Tiltektin“ hér er árás á jöfnuð í menntun. Húsnæðismál Í fjárlagafrumvarpinu er ekkert sem raunverulega styrkir húsnæðismarkaðinn. Aðeins er boðið upp á tímabundin úrræði til 2027 – sem er ekki stefna heldur frestun á vandanum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi húsnæðiskreppu sem bitnar mest á ungu fólki, fjölskyldum og leigjendum. Umhverfismál Frá 2017–2021 jókst fjármagn til umhverfismála um tæp 50% undir forystu Vinstri grænna. Nú ríkir metnaðarleysi. „Tiltekt“ hér felur í sér niðurskurð á fjárheimildum til grænna fjárfestinga, náttúruverndar, landgræðslu og skógræktar og sýnir að loftslags- og náttúruverndarmálum er ýtt til hliðar – stórkostleg afturför á tíma þegar þörfin fyrir róttækar aðgerðir er brýnni en nokkru sinni fyrr. Samantekt Þetta frumvarp er ekki hagræðing – þetta er árás á heimilin í landinu, á lífskjör venjulegs fólks, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að hlífa. Stytting bótatímabils, niðurskurður á jöfnun örorkubyrðar, rýrnun barnabóta og húsnæðisbóta – allt eykur þetta misskiptingu.Við í Vinstri grænum segjum: Fjárlög eiga að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð. Þau eiga að verja heimilin – ekki ráðast á þau. Svandís Svavarsdóttir er fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrverandi ráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun