Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Crystal Palace varð í dag enskur bikarmeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Manchester City í úrslitaleik. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik en City misnotaði meðal annars vítaspyrnu í leiknum. Enski boltinn 17.5.2025 15:00
„Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Þó að Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, vilji ekki tala of mikið um það þá hefur liðið aldrei verið nær því en í dag að vinna sinn fyrsta stóra titil. Mótherjinn er hins vegar Manchester City. Enski boltinn 17.5.2025 11:30
Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Real Madrid og Bournemouth opinberuðu í dag það sem legið hefur í loftinu undanfarnar vikur – að miðvörðurinn Dean Huijsen muni ganga í raðir Real í sumar. Hann kemur tímanlega fyrir HM félagsliða. Fótbolti 17.5.2025 10:48
Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn 15.5.2025 23:30
Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn 15.5.2025 12:02
Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Alexis Ohanian, stofnandi Reddit og eiginmaður tennisstjörnunnar Serenu Williams, hefur keypt hlut í kvennaliði Chelsea. Enski boltinn 15. maí 2025 10:30
Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Taiwo Awoniyi, framherji Nottingham Forest, var vakinn úr svefni eftir að hafa gengist undir aðra skurðaðgerð í gær og er sagður á batavegi í faðmi fjölskyldunnar. Enski boltinn 15. maí 2025 08:30
Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Það er annað hljóð í Rúben Amorim, þjálfara enska knattspyrnuliðsins Manchester United, fyrir leikinn gegn Tottenham Hotspur í úrslitum Evrópudeildarinnar. Sigurvegarinn fær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enski boltinn 15. maí 2025 07:01
Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Dejan Kulusevski verður ekki með Tottenham Hotspur þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar þann 21. maí næstkomandi. Enski boltinn 14. maí 2025 23:02
Stefán Teitur á skeljarnar Stefán Teitur Þórðarson landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Preston North End er trúlofaður. Unnustan er Sæunn Rós Ríkharðsdóttir fyrrverandi fótboltakona. Lífið 14. maí 2025 22:47
Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sunderland sló eigið áhorfendamet í undanúrslitaeinvígi Chamionship deildarinnar og er á leið í úrslitaleikinn á Wembley eftir hádramatískan 3-2 sigur gegn Coventry í gærkvöldi. Enski boltinn 14. maí 2025 09:31
Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Taiwo Awoniyi hefur verið haldið sofandi á gjörgæsludeild eftir að hann gekkst undir aðgerð á mánudagskvöld, eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum í kviðarholi á sunnudag, þegar hann klessti á stöngina í leik gegn Leicester. Awoniyi mun gangast undir seinni hluta aðgerðarinnar í dag. Enski boltinn 14. maí 2025 09:03
Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur ákveðið að borga fyrir fjölskyldur starfsliðs síns á úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að í ljós kom að félagið myndi aðeins gefa hverjum starfsmanni möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn gegn Tottenham Hotspur. Enski boltinn 14. maí 2025 07:02
Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Frá og með næstu leiktíð mun kvennalið enska knattspyrnufélagsins Everton spila heimaleiki sína á hinum goðsagnakennda Goodison Park. Karlalið félagsins mun á sama tíma færa sig yfir á nýjan og stærri völl. Enski boltinn 13. maí 2025 23:02
Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Manchester City er sagt hafa lagt fram tilboð í hinn 22 ára gamla Florian Wirtz, leikmann Bayer Leverkusen. Sá er talinn hinn fullkomni arftaki Kevin de Bruyne. Enski boltinn 13. maí 2025 19:33
Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, segir leikmenn sína eiga við hugræn vandamál að stríða. Enski boltinn 12. maí 2025 23:15
Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Andy Robertson fannst miður að heyra suma stuðningsmenn Englandsmeistara Liverpool púa á Trent Alexander-Arnold þegar hann bjó sig undir að koma inn á gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 12. maí 2025 16:32
Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, strunsaði inn á völlinn eftir jafnteflið við Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag til að láta Nuno Espirito Santo þjálfara liðsins heyra það. Enski boltinn 11. maí 2025 23:02
Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Rúben Dias, miðvörður Manchester City, var mjög pirraður eftir markalaust jafntefli Manchester City á móti botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 11. maí 2025 20:00
Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Liverpool og Arsenal gerðu í dag 2-2 jafntefli í mjög fjörugum og skemmtilegum leik tveggja efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 11. maí 2025 17:25
Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Newcastle United er komið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildar karla eftir 2-0 sigur á Chelsea. Sigurinn gæti haft áhrif á drauma Chelsea um að leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enski boltinn 11. maí 2025 13:09
Enn eitt tapið á Old Trafford Manchester United mátti þola enn eitt tapið á heimavelli sínum Old Trafford þegar West Ham United kom í heimsókn. Um var að ræða 17. deildartap liðsins á leiktíðinni. Enski boltinn 11. maí 2025 12:48
Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Flestir af bestu leikmönnum Tottenham Hotspur sátu á varamannabekknum þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli fyrir Crystal Palace í Lundúnaslag ensku úrvalsdeildar karla. Enski boltinn 11. maí 2025 12:47
„Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Chelsea er Englandsmeistari kvenna í knattspyrnu sjötta árið í röð. Það sem meira er, nú fór liðið taplaust í gegnum alla 22 deildarleiki sína. Enski boltinn 11. maí 2025 11:32
Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, var hæstánægður með stigið sem liðið sótti gegn Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Með stiginu er ljóst að Dýrlingarnir verða ekki lélegasta lið í sögu deildarinnar ásamt Derby County. Enski boltinn 10. maí 2025 23:30
Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Aston Villa dreymir enn um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á Bournemouth í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 10. maí 2025 18:37