Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir skrifa 19. júní 2025 11:00 Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út fyrir að þeirri glímu væri lokið. En þráðurinn var tekinn upp og til varð önnur tillaga á borði Landsvirkjunar undir heitinu Kjalölduveita. Kjalölduveita er ekki nýr virkjunarkostur heldur endurútgáfa af sömu gömlu hugmyndinni um Norðlingaölduveitu – með óverulegum breytingum að formi, en ekki efni. Það hefur legið fyrir ítrekað, í áliti faghópa og verkefnisstjórna á öllum stigum rammaáætlunar, að Kjalölduveita skarast á við Norðlingaölduveitu – bæði í áhrifum og í staðsetningu. Áformin, hvaða nafni sem Landsvirkjun kann aað gefa þeim, snerta Þjórsárver, sem eru viðurkennd alþjóðleg náttúruverndarperla, votlendi sem er einstakt á heimsvísu og eitt fárra Ramsar-svæða á landinu. Við þekkjum þessa baráttu Við höfum báðar staðið í þessari baráttu. Önnur okkar sat í stjórn Landsvirkjunar í meira en áratug og lagði þar ítrekað fram tillögur um að hætt yrði við áformin um veitur við Norðlingaöldu og Kjalöldu – án árangurs. Hin er núverandi formaður VG, flokks sem frá upphafi hefur staðið með verndun Þjórsárvera og gegn blekkingum sem felast í endurpakkaðri stóriðjustefnu, og var umhverfisráðherra þegar Norðlingaölduveita var afgreidd í verndarflokk á árinu 2013. Það var svo Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar sem stækkaði friðlandið í Þjórsárverum árið 2017 og friðlýsti þar með svæðið gegn virkjun við Norðlingaöldu. Það veldur því bæði vonbrigðum og áhyggjum að sjá afgreiðslu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, þar sem tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka Kjalölduveitu í vernd var breytt. Í stað þess leggur nefndin nú til að halda kostinum áfram „til skoðunar“, líkt og um óútkljáð mál væri að ræða. Málið er ekki óútkljáð. Allt sem máli skiptir hefur verið skoðað – og niðurstöðurnar liggja fyrir. Niðurstöðurnar liggja fyrir Faghópar 1 og 2 í Rammaáætlun hafa ítrekað metið það svo að breytingar á Norðlingaölduveitu með tilkomu hugmyndar um Kjalölduveitu séu ekki þess eðlis að þær breyti forsendum þess að setja þessa einstöku náttúruperlu í verndarflokk. Verkefnisstjórn 3. áfanga komst að þeirri niðurstöðu að Kjalölduveita væri einfaldlega nýtt nafn á eldri áformum. Í 5. áfanga var málsmeðferðin lögfræðilega staðfest og endurmat fór fram – með sömu niðurstöðu. Í fylgiskjali 7 með skýrslu verkefnisstjórnar 5. áfanga er að finna rækilega samantekt á þessu öllu – allt frá lagalegum forsendum til landfræðilegrar skörunar. Afgreiðsla rammaáætlunar árið 2022, þar sem Kjalölduveita var sett í biðflokk, snerist einmitt um að kveða þessa rakalausu umræðu endanlega í kútinn. Áherslan á þeim tíma var á að fá úr því skorið með óyggjandi hætti að Kjalölduveita væri ekki nýr virkjunarkostur, heldur nýtt nafn á Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða liggur nú fyrir, bæði frá verkefnisstjórn og ráðuneyti. Ráðherra gegn eigin kerfi Í því ljósi er sérstaklega alvarlegt að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skuli í umræðu á Alþingi styðja þá breytingu sem meirihluti nefndarinnar leggur til – gegn faglegum niðurstöðum og eigin ráðuneyti. Þannig verður ekki betur séð en að ríkisstjórnarflokkarnir fylgi Landsvirkjun í því að halda þessum gamalkunna virkjunarkosti á lífi. Það er dapurlegt. Og varðar miklu. Það er ömurlegt að Landsvirkjun, með stuðningi ráðherra og þingsins, skuli fá að draga þessa sögu endalaust á langinn með því að halda gömlu hugmyndunum á lífi undir nýjum nöfnum. Þjórsárver eru ekki vettvangur tilraunastarfsemi, heldur friðlýst svæði með óumdeilt alþjóðlegt verndargildi, m.a. sem fjölbreyttasta, stærsta og samfelldasta gróðurvin hálendisins og mikilvægt búsvæði dýra og plantna og var við friðlýsingu svæðisins höfð hliðsjón af alþjóðlegum samningum á borð við Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn og Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stöndum með Þjórsárverum Við hvetjum Alþingi til að virða niðurstöður faglegra og lýðræðislegra ferla. Verkefnisstjórn rammaáætlunar starfar ekki í pólitísku tómarúmi – hún byggir á lögum og faglegu mati. Stöndum með Þjórsárverum. Hættum að vega að þessu ósnortna landi í nafni framfara sem standast ekki gagnrýna skoðun. Íslensk náttúra á rétt á virðingu – og vernd. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænnaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Orkumál Ásahreppur Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út fyrir að þeirri glímu væri lokið. En þráðurinn var tekinn upp og til varð önnur tillaga á borði Landsvirkjunar undir heitinu Kjalölduveita. Kjalölduveita er ekki nýr virkjunarkostur heldur endurútgáfa af sömu gömlu hugmyndinni um Norðlingaölduveitu – með óverulegum breytingum að formi, en ekki efni. Það hefur legið fyrir ítrekað, í áliti faghópa og verkefnisstjórna á öllum stigum rammaáætlunar, að Kjalölduveita skarast á við Norðlingaölduveitu – bæði í áhrifum og í staðsetningu. Áformin, hvaða nafni sem Landsvirkjun kann aað gefa þeim, snerta Þjórsárver, sem eru viðurkennd alþjóðleg náttúruverndarperla, votlendi sem er einstakt á heimsvísu og eitt fárra Ramsar-svæða á landinu. Við þekkjum þessa baráttu Við höfum báðar staðið í þessari baráttu. Önnur okkar sat í stjórn Landsvirkjunar í meira en áratug og lagði þar ítrekað fram tillögur um að hætt yrði við áformin um veitur við Norðlingaöldu og Kjalöldu – án árangurs. Hin er núverandi formaður VG, flokks sem frá upphafi hefur staðið með verndun Þjórsárvera og gegn blekkingum sem felast í endurpakkaðri stóriðjustefnu, og var umhverfisráðherra þegar Norðlingaölduveita var afgreidd í verndarflokk á árinu 2013. Það var svo Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar sem stækkaði friðlandið í Þjórsárverum árið 2017 og friðlýsti þar með svæðið gegn virkjun við Norðlingaöldu. Það veldur því bæði vonbrigðum og áhyggjum að sjá afgreiðslu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, þar sem tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka Kjalölduveitu í vernd var breytt. Í stað þess leggur nefndin nú til að halda kostinum áfram „til skoðunar“, líkt og um óútkljáð mál væri að ræða. Málið er ekki óútkljáð. Allt sem máli skiptir hefur verið skoðað – og niðurstöðurnar liggja fyrir. Niðurstöðurnar liggja fyrir Faghópar 1 og 2 í Rammaáætlun hafa ítrekað metið það svo að breytingar á Norðlingaölduveitu með tilkomu hugmyndar um Kjalölduveitu séu ekki þess eðlis að þær breyti forsendum þess að setja þessa einstöku náttúruperlu í verndarflokk. Verkefnisstjórn 3. áfanga komst að þeirri niðurstöðu að Kjalölduveita væri einfaldlega nýtt nafn á eldri áformum. Í 5. áfanga var málsmeðferðin lögfræðilega staðfest og endurmat fór fram – með sömu niðurstöðu. Í fylgiskjali 7 með skýrslu verkefnisstjórnar 5. áfanga er að finna rækilega samantekt á þessu öllu – allt frá lagalegum forsendum til landfræðilegrar skörunar. Afgreiðsla rammaáætlunar árið 2022, þar sem Kjalölduveita var sett í biðflokk, snerist einmitt um að kveða þessa rakalausu umræðu endanlega í kútinn. Áherslan á þeim tíma var á að fá úr því skorið með óyggjandi hætti að Kjalölduveita væri ekki nýr virkjunarkostur, heldur nýtt nafn á Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða liggur nú fyrir, bæði frá verkefnisstjórn og ráðuneyti. Ráðherra gegn eigin kerfi Í því ljósi er sérstaklega alvarlegt að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skuli í umræðu á Alþingi styðja þá breytingu sem meirihluti nefndarinnar leggur til – gegn faglegum niðurstöðum og eigin ráðuneyti. Þannig verður ekki betur séð en að ríkisstjórnarflokkarnir fylgi Landsvirkjun í því að halda þessum gamalkunna virkjunarkosti á lífi. Það er dapurlegt. Og varðar miklu. Það er ömurlegt að Landsvirkjun, með stuðningi ráðherra og þingsins, skuli fá að draga þessa sögu endalaust á langinn með því að halda gömlu hugmyndunum á lífi undir nýjum nöfnum. Þjórsárver eru ekki vettvangur tilraunastarfsemi, heldur friðlýst svæði með óumdeilt alþjóðlegt verndargildi, m.a. sem fjölbreyttasta, stærsta og samfelldasta gróðurvin hálendisins og mikilvægt búsvæði dýra og plantna og var við friðlýsingu svæðisins höfð hliðsjón af alþjóðlegum samningum á borð við Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn og Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stöndum með Þjórsárverum Við hvetjum Alþingi til að virða niðurstöður faglegra og lýðræðislegra ferla. Verkefnisstjórn rammaáætlunar starfar ekki í pólitísku tómarúmi – hún byggir á lögum og faglegu mati. Stöndum með Þjórsárverum. Hættum að vega að þessu ósnortna landi í nafni framfara sem standast ekki gagnrýna skoðun. Íslensk náttúra á rétt á virðingu – og vernd. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænnaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar